Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Page 16
16
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
25
Iþróttir
Boltinn rúllar
Fyrri leikirnir á Evrópumótunum í knattspymu fóru fram i gærkvöldi og
í fyrrakvöld. Voru flestir leikimir meö eindæmum tíöindalitlir, nokkur jafn-
tep litu dagsljósið og flest þeirra markafá eöa markalaus.
íslendingaliðinu Stuttgart tókst þó að vinna sigur á Real Sociedad á heima-
velli, 1-0, og lagði Ásgeir upp markið.
Hér fyrir neðan má líta nokkrar myndir úr stórleikjum umferðarinnar.
Asgeir Sigurvinsson átti ágæta spretti í leik Stuttgart við Real Sociedad,
sérlega undir iok fyrri hálfleiks. Þá lagði hann upp sigurmarkið.
Marco Van Basten, knattspyrnumaður Evrópu i liði AC Milano frá Ítalíu, ’
leikur hér með tilþrifum á Norðmanninn Rune Bradseth. Bradseth, sem
þykir einn besti leikmaður Bremen frá Þýskalandi, hélt þó aftur af marka-
hróknum þvi leiknum lauk með jafntefli, 0-0.
Bernd Schuster sýndi klærnar er iið hans, Real Madrid frá Spáni, atti kappi
viö Evrópumeistarana frá Eindhoven í Hollandi. Hér leikur Schiister, sem
er V-Þjóðverji, á danska landsliðsmanninn Sören Lerby. .
Símamyndir Reuter
Willum Þór Þórsson var í miklu stuði i vinstra horninu hjá Gróttu í gærkvöldi og gerði 7 mörk. Hér skorar hann hjá Þóri,
markverði Breiðabliks. Leikur liðanna þótti annars afar slakur og virðist Breiðablik stefna í 2. deildina.
DV-mynd GS
Tyrkneskur markahrókur skoraði hjá Valsbönum:
Tanju skók
mark Mónakó
- er lið hans Galatasary vann 0-1 í Furstadæminu
Úrslft á
Evrópu-
mótunum
Keppnl bikarhafa:
Dynamo - Sampdoria....1-1
Dynamo: Vaiscovici 16. mín. víti.
Sampdoria: Vialli 90. mín.
Áhorfendur: 15.000
CSKA Sofia - Roda JC..2-1
CSKA Sofia: Khristo Stoichkov
14. mín. Emil Kostadinov 67. mín.
Roda JC: Burebach 84. mín.
Áhorfendur 30.000
Aarhus - Barcelona....0-1
Barcelona: Gary Lineker 70. mín.
Áhorfendur: 16.000
Frankfurt - Mechelen..0-0
Áhorfendur: 20.000
Meistarakeppnin:
IFK Gautaborg - Steaua.1-0
IFK: Klas Ingesson 55. mín.
Áhorfendur: 16.067
PSV-Real Madrid.......l-l
PSV: Romario 52. mín.
Real: Butragueno 45. min.
Áhorfendur: 28.000
WerderBremen - AC Milano..0-0
Áhorfendur: 40.000
Monaco - Galatasaray..0-1
Galatasary: Tanju Colak 20. raín.
Áhorfendur: 20.000
UEFA-keppnin:
Juventus - Napoli......2-0
Juventus: Bruno 13. mín.,
Corradini sjálfsmark, 45. min.
Áhorfendur: 40.000
Stúfar frá
Englandi
Falco úr leik
Gurmar Srembjömsson, DV, Englandi:
Mark Falco er enn eina ferðina
kominn á sjukralista hjá QPR.
Að þessu sinni verður kappinn
frá í þrjár vikur.
Wilkins verðurkyrr
Ray Wilkins hefur borið til baka
allan orðróm að hann sé á leið-
inni frá Glasgow Rangers. Wilk-
ins sagði að brottfór frá Glasgow
Rangers væri skref afturábak og
nefndi sérstaklega í þvl samhandi
Sheffield Wednesday.
Mark Hughes frá United
Er Hughes bestur?
Mark Hughes hjá Manchester
United er nú talinn einna líkleg-
astur til að verða kosinn leikmað-
ur ársins á Englandi en það kjör
fer fram eftir nokkrarvikur. Aðr-
ir eru þó nefhdir í því sambandi
og þeir helstu: Chris Waddle,
Tottenham, Steve Nicol, Liverpo-
ol, Brian Robson, Manchester
United, Alan Smith og David Roc-
astle hjá Arsenal, Nevil Southal,
Everton og jafnvel Alan Mclna-
lly, Aston Villa.
Stórleikurinn á Evrópumótunum í
knattspymu í gærkvöldi var viðureign
Evrópumeistaranna frá Eindhoven og
Real Madrid. Leiknum lyktaði með jafn-
tefli, 1-1. Werder Bremen og AC Milan
gerðu markalaust jafntefli í Bremen.
Reai Madrid tók enga áhættu á úti-
velli gegn PSV Eindhoven í 8-liða úrslit-
um í Evrópukeppni meistaraliða. Leik-
menn Real hugsuðu fyrst og fremst um
hagstæð úrslit enda síðari leikurinn eft-
ir í Madrid. Spánski landsliðsmaðurinn
Emilio Butragueno náði óvænt foryst-
unni fyrir Real Madrid á síðustu mínútu
fyrri hálfleiks. Bernd Schuster splundr-
aði vörn PSV Eindhoven, gaf sendingu
Michel og Butragueno rak endahnútinn
með marki af stuttu færi.
í síðari hálfleik þyngdist sókn PSV
Eindhoven og á 52. mínútu skoraði Bras-
ilíumaðurinn Romario meö skalla. Ekki
urðu mökin fleiri þrátt fyir góða tilburði
leikmanna PSV Eindhoven. Vöm Real
Madrid var sterk fyir. Róöurinn verður
erflöur fyrir hollenska Uðið í seinni
leiknum í Madrid. 28 þúsund áhorfendur
fylgdust með leik liðanna í gærkvöldi.
Werder Bremen og AC Milan gerðu
markalaust jafntefli í Bremen að við-
stöddum 40 þúsund áhörfendum. Brem-
en átti hættulegri marktækifæri í leikn-
um en inn vildi knötturinn ekki. Það
bíður því leikmanna Bremen erfitt verk-
efni í seinni leiknum á Ítalíu.
Sænsku meistararnir frá Gautaborg
sigmðu Steaua Búkarest, 1-0, á heima-
velh sínum í Gautaborg. Sænski lands-
liðamaðurinn, Klas Ingeson, skoraði
eina mark leiksins á 55. mínútu. Lið Ste-
aua lék stífan vamarleik og átti Gauta-
borgarliöið í erfiðleikum meö aö finna
smugu á vörn rúmenska liðsins. Áhorf-
endur á leiknum voru 16 þúsund.
Úrshtin sem hvað mest komu á óvart
voru í leik Mónakó og tyrkneska liðsins
Galatasaray. Tyrkirnir gerðu sér lítið
fyrir og sigruðu Mónakó, 0-1, á útivelli.
Tanju Colak skoraði sigurmarkið á 20.
mínútu. Tanju var fyrir mánuði krýndur
markakóngur Evrópu í Mónakó með 39
mörk. Tanju sagði fyrir leikinn vera
þess fullviss að skora mark í leiknum
sem kom reyndar á daginn. Tyrkneska
liðið þarf að leika síðari leikinn í Köln
í Vestur-Þýskalandi vegna óláta áhorf-
enda liðsins á heimavelli 16-liöa úrslitum
keppninnar. Eru þeir ekki ósáttir við
þann úrskurð þar sem þar býr mikill
fjöldi tyrkneskra farandverkamanna.
Evrópukeppni bikarhafa
Danska liðið Aarhus tapaði á heimavelli
fyrir Barcelona sem sló Fram út úr
keppninni í fyrstu umferö. Gary Lineker
skoraöi eina mark leiksins á 70. mínútu.
Danirnir léku oft skemmtilega knatt-
spyrnu en komust lítt áfram gegn sterkri
vörn Spánverjanna.
Sampdoria, sem lék með tíu leikmenn
stærsta hluta leiksins gegn Dinamo Búk-
arest, náði hagstæðum úrslitum, en jafn-
tefli varð, 1-1. Einn leikmanna ítalska
hðsins varð rekinn af leikvelli þegar
aðeins tíu mínútur voru hðnar af leikn-
um. Sampdoria tvíefldist við mótlætið
og barðist af krafti. Vaiscovici kom Din-
amo yfir á 16. mínútu úr vítaspyrnu en
á lokamínútu leiksins jafnaði Vialh fyrir
Sampdoria. Áhorfendur voru 15 þúsund.
Einn leikur var í Evrópukeppni félags-
liða er Juventus sigraði Napoli, 2-0, í
Tórínó. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri
hálfleik, Bruno skoraði fyra markið en
það síðara var sjálfsmark. Napoli var
heppið að fá ekki á sig fleiri mörk en
liðið lá í vörn mestallan leiktímann. 40
þúsund áhorfendur voru á leiknum.
-JKS
HK í 1. deildina?
- nærrí því eftir sigur á Haukur í gær
HK vann Hauka, 27-15, í gærkvöldi
í 2. deild karla í handknattleik. Sá sig-
ur færir HK heldur betur nær sæti í
fyrstu deildinni: „Við erum orðnir ansi
heitir en það má þó auðveldlega klúðra
þeim leikjum sem eftir eru ef við fórum
upp í skýin,“ sagði Páll Björgvinsson,
þjálfari HK, eftir leikinn í gær. Marka-
hæstir í liði sigurvegaranna voru
Gunnar Gíslason, sem gerði 9 mörk,
og þeir Óskar Elvar Óskarsson, Hilmar
Sigurgíslason og Ásmundur Gíslason
sem gerðu 4 mörk hver.
í liöi Hauka var Árni Hermannsson
atvkvæöamestur með 5 mörk.
-JÖG
íþróttir
Afar slakt á Nesinu
- er Grótta burstaöi lélega Blika 24-14
Islandsmótið í 1. deild karla í hand-
knattleik hófst að nýju í gærkvöldi
eftir hlé sem gert var vegna þátttöku
íslenska landsliðsins í B-keppninni í
Frakklandi. Grótta og Breiðablik
riðu á vaðið í íþróttahúsinu á Sel-
tjarnarnesi og sigraöi Grótta í leikn-
um með 24 mörkum gegn 14. í hálf-
leik var staðan 12-6 fyrir Gróttu.
Vægt er til orða teldð að segja að
leikurinn hafi verið lélegur því
stundum átti hann ekkert skylt við
handknattleik. Það litla sem sást af
handknattleik kom frá Gróttumönn-
um. Breiðablik var langtímum sam-
an úti að aka í leiknum og er óhætt
að fullyrða að liðið hafi ekki leikið
jafnilla í áraraðir. Allur leikur liðs-
ins var í molum frá upphafi til enda,
leikmenn virkuðu þungir og áhuga-
lausir og virðist fátt geta komið í veg
fyrir að liðið falli í 2. deild. Liðið
þarf heldur betur að taka sig á til að
forðast fall.
Grótta hafði yfirhöndina lengst og
þurfti ekki að sýna neinn stórleik til
að leggja slakt lið Breiðabliks að
velli.
Mörk Gróttu: Willum Þórsson 7,
Davíð Gíslason 5, Halldór Ingólfsson
5/2, Páll Bjömsson 2, Sverrir Sverris-
son 2, Stefán Arnarson 1, Friðleifur
Friðleifsson 1, Jón Örvar Kristjáns-
son 1.
Mörk Breiðabliks: Hans Guð-
mundsson 7/2, Kristján Halldórsson
2, Sveinn Bragason 2/1, Andrés
Magnússon 1, Þórður Davíðsson 1,
Elvar Erlingsson 1.
-JKS
McKnight bjargvættur?
Gunnar Sveinbjömsson, DV, Engiandi:
Allen McKnight, markvörður
West Ham, heftir heldur betur
breytt um afstöðu á nokkrum
dögum. Fyrir skömmu sagðist
kappinn aidrei framar vilja leika
á Upton Park en nú segist
McKnight vera leikmaðurinn til
að bjarga West Ham frá falli svo
framarlega sem áhorfendur West
Ham láti hann í friði.
QPRvill AndyThorn
QPR hefur augastað á Andy
Thom lajá Newcastle því báðir
miðverðir félagsins, þeir Paul
Parker og Alan McDonald, em á
fórum. Swindon Town er á hött-
unum á eftir Paul Rideout sem
ekki hefur náð að festa sig í sessi
hjá Southampton.
Enska knattspyman:
Waddle afgreiddi Villa
Luton leikur gegn Nottingham
Forest í úrshtum enska deildarbik-
arsins í knattspyrnu á Wembley 9.
apríl. Þetta varð ljóst eftir að Luton
sigraði West Ham, 2-0, í síðari leik
liðanna. Luton vann einnig fyrri leik-
inn, 3-0. Mick Harford og Roy We-
gerle skoruðu mörkin.
Liverpool vann Charlton, 2-0, á
Anfield Road í 1. deild. Peter Beards-
ley skoraði fyrra markið en John
Aldridge það síðara úr vítaspyrnu
tveimur mínútum fyrir leikslok. Li-
Sigurjón Sigurðsson.
Handknattieikun
hættur í
Haukum?
„Sigurjón Sigurðsson er hættur
í Haukum eftir þvi sem ég veit
best. Við höfum þó enga formlega
tilkynningu fengiö frá honum en
hann er staddur erlendis eftir því
sem ég veit best. Hann mun ekki
leika fleiri leiki með Haukum á
þessu tímabili, þaö er alveg á
hreinu," sagöi Hermann Þóröar-
son, formaður handknattleiks-
deildar Hauka, í samtali viö DV
í gærkvöldi.
Sigurjón, sem hefur um skeiö
veriö meö efnilegri vinstrihand-
arskyttum islendinga, lék um
hríð með Shutterwald í V-Þýska-
landi.
Hann varð markahæstur i 1.
deildinn hér heima með Haukum
timabilið 1986 til 1987.
JÖG
Staðan
HK.......15 13 1 1 398-292 27
Haukar...16 10 2 4 369-312 22
ÍR........12 9 1 2 306-231 19
Aftureld.... 14 3 0 11 296-338 6
ÍH........13 2 0 11 245-351 4
verpool hefur hlotið 39 stig í deild-
inni.
Chris Waddle fór á kostum er Tott-
enham sigraði Aston Villa, 2-0, á
White hart Lane í London. Waddle
skoraði bæði mörk liðsins. Guðni
Bergsson lék ekki með Tottenham
en þetta var þriðji sigurleikur liðsins
í röð.
Wimbledon vann stórsigur á Derby
County. Paul Miller skoraði þrjú
mörk fyrir Wirhbledon í, 4-0, sigri.
Wimbledon hefur með ótrúlegri
seiglu hlotið 38 stig í deildinni.
Úrslit í öörum leikjum á Englandi
í gærkvöldi uröu þessi:
2. deild
Leeds-Bradford 3-3
Manchester City-WBA 1-1
Oxford-Crystal Palace 1-0
Skotland
Hibernian-Hamilton 2-1
-JKS
Venison vill vera
áfram hjá Liverpool
Barry Venison hjá Liverpool hef-
ur geflð til kynna að hann vflji
vera áfram hjá félaginu þrátt fyr-
ir að hann hafi ekki skriíað undir
nýjan samning. Þessar fréttir eru
lítt uppörvandi fyrir Aston Villa
og Manchester City sem vildu
ólm kaupa Venison.
Nayim hefurfengiö
frábæra dóma
Nayim hjá Tottenham hefur feng-
ið mjög góöa dóma fyrir frammi-
stööu sína í bresku pressunni. í
sigurleikjunum gegn Norwich,
Southampton og Aston.Villa. Það
er því ljóst að mikið verk bíður
Guðna Bergssonar að vinna sæti
sitt á nýjan leik í liöinu.
Pingel ánægður með
veruna hjá Newcastle
Danski framherjinn Frank Pingel
þjá Newcastle segist sannfærður
um að féiagið geti bjargaö sér frá
falli. Pingel bætti þvi við að New-
castle væri einn stærsti klúbbur-
inn í Englandi og að stuðnings-
menn liðsins væra sérstaklega
vingjarnlegir þrátt fyrir að hann
skildi ekki orö af því sem þeir
segöu.
Bannister vill verða
settur á söiulista
Mark Bright hjá Crystal Palace
hefur skrifaö undir nýjan samn-
ing til tveggja ára. Gary Bann-
ister hjá Coventry hefur óskað
eftir því að verða settur á sölu-
lista. Ian Evans hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri hjá
Swansea City. Eveans var áður
aðstoðarmaöur Steve Coppell hjá
Crystal Palace.
Pleat vill Fairclough
og Moran til Leicester
David Pleat, stjóri Leicester, er
tilbúinn að borga 600 þúsund
sterlingspund fyrir Chris Fairc-
lough og Paul Moran hjá Totten-
ham. Leroy Rosenior hjá West
Ham verður frá keppni í hálfan
mánuð vegna smávægilegrar
skurðaðgerðar.
Whiteside í eldlínuna
Norman Whitesid hjá Manchest-
er United leikur sinn fyrsta leik
í tæpt ár á laugardaginn þegar
varaliö Everton og United mæt-
ast. Whiteside hefur átt við ökkla-
meiðsli að stríða en er nú óöum
að braggast
Bobby Charlton, knattspyrnumaðurinn góðkunni, er nú staddur hér á landi
i boði ferðaskrifstofunnar Ratvís.
DV-mynd GS
Bobby Charlton
kominn til íslands
Knattspyrnumaöurinn góðkunni Bobby Charlton, sem á árum áður sinnti
fyrirliöastöðunni í enska landsliðinu, er nú staddur hér á landi.
Er Charlton hingað kominn í tvennum tilgangi, annars vegar til að kynna
íþróttaskóla sinn, sem margir íslendingar þekkja af raun, og hins vegar til
að vekja athygli á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer á Ítalíu
áriö 1990.
Ferðaskrifstofan Ratvís hefur gert samkomulag við fyrirtæki í eigu Charlt-
ons sem sérhæfir sig í sölu ferða á stórviðburði í knattspyrnuheiminum.
Fyrirtæki þetta, sem ber heitið Mundicorp, hefur tryggt sér yfir 15 þúsund
miða á heimsmeistaramótið á Ítalíu. Ferðaskrifstofan Ratvís á íslandi mun
bjóða miða á keppnina í samvinnu við fyrirtæki Charltons, hótelgistingu,
ferðir milli leikstaða og fleira í þeim dúr.
Á blaðamannafundi í gær ræddi Charlton vítt og breitt um knattspyrnu
og vék talsvert að íþróttaskóla sínum í Englandi. Sagði hann að þar væru
kenndar fjölmargar íþróttagreinar og að skóhnn væri rekinn í nokkrum
tengslum við enska knattspyrnustórveldið Manchester United. Þess má geta
að ferðaskrifstofan Ratvís sér um sölu á ferðum í íþróttaskólann.
JÖG
Karfa:
Tveir leikir
í kvöld
Tveir leikir veröa í Flugleiðadeild-
inni í körfuknattleik í kvöld. Haukar
og KR leika í Hafnarfirði og ÍS og Þór
í Kennaraskólanum. Báðir leikirnir
hefjast kl. 20.00. Þá leika Afturelding
og Selfoss í 2. deild í handknattleik
að Varmá í Mosfellsbæ kl. 20.00.
Aðalfundur
Aðalfundur Knattspyrnufélagsins Þróttar verður
haldinn fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 20.00 í Þrótt-
heimum.
Venjuleg aðalfundarstörf - lagabreytingar.
Mætum öll.
Aðalstjórn.