Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Page 27
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
35
Afmæli
Sigurður Gizurarson
Sigurður Gizurarson, bæjarfógeti á
Akranesi, Bjarkargrund 30, Akra-
nesi, er fimmtugur í dag. Sigurður
er fæddur í Rvík og var í námi í
þjóðarétti í Heidelberg 1959-1960 og
í Grenoble í Frakklandi 1960-1961.
Hann lauk prófií lögfræði í HÍ1967
og var fulltrúi sýslumannsins í
Rangárvallasýslu 1967. Sigurður var
í námi í þjóðarétti og alþjóðlegum
viðskiptum í Genf1967-1968 og vann
í sendiráði íslands í París 1968. Hann
var fulltrúi hjá bæjarfógetanum í
Kópávogi 1968-1969 og fulltrúi í við-
skiptaráðuneytinu 1969. Sigurður
rak eigin lögfræðiskrifstofu 1969-
1974 og flutti Laxármál fyrir bændur
við Laxá og Mývatn gegn Laxár-
virkjun. Hann var aðstoðarmaður
og ráðgjafi Einars Ágústssonar ut-
anríkisráðherra um varnarmál
1973-1974 og stofnaði og rak skrif-
stofu fyrir Landssamband veiðifé-
laga. Sigurður var sýslumaður í
Þingeyjarsýslu 1974-1985 og hefur
veriö bæjarfógeti á Akranesi frá
1985. Sigurður kvæntist 3. ágúst 1966
Guðrúnu Þóru Magnúsdóttur, f. 23.
apríl 1943. Foreldrar Guðrúnar eru
Magnús Jochumsson, rennismiður
í Hveragerði, og kona hans, Júha
Jónsdóttiur. Böm Sigurðar og Guð-
rúnar eru Dagmar, f. 27. janúar 1967,
laganemi; Magnús, f. 28. júní 1968;
Júlía, f. 12. janúar 1970; Gizur, f. 19.
mars 1973; Ólafur, f. 17. desember
1976, oglngibjörg, f. 19. mars 1978.
Systkini Sigurðar eru Lúðvík, f. 6.
mars 1932, hrl. í Rvík, kvæntur Val-
gerði Einarsdóttur; Bergsteinn, f. 29.
nóvember 1936, brunamálastjóri,
kvæntur Mörtu Bergmann félags-
fræðingi, og Sigríður, f. 2. september
1942, meinatæknir í Rvík.
Foreldrar Sigurðar eru Gizur,
fyrrv. hæstaréttardómari, ogkona
hans, Dagmar Lúðvíksdóttir. Gizur
'er sonur Bergsteins, b. á Árgilsstöð-
um í Hvolhreppi, bróður Ólafar,
ömmu Ólafs G. Einarssonar alþing-
ismanns, Boga rannsóknarlögreglu-
stjóra og Ólafs, fyrrv. skattrann-
sóknarstjóra, Nflssona. Önnur syst-
ir Bergsteins var Sesselja, amma
Sigurðar, stjórnarformanns Flug-
leiða, og Hallgríms tónskálds Helga-
sona. Bergsteinn var sonur Ólafs,
b. á Árgilsstöðum, Arnbjörnssonar,
bróður Páls, afa Þorsteins Erhngs-
sonar. Móðir Bergsteins var Þuríð-
ur Bergsteinsdóttir, systir Bjöms,
langafa Erlends Einarssonar, fyrrv
forstjóra SÍS. Móðir Gizurar var
Þórunn, systir Helgu, ömmu Einars
Ágústssonar ráðherra. Önnur systir
Þómnnar var Guðrún, langamma
Sveinbjöms Baldvinssonar rithöf-
undar. Þórunn var dóttir ísleifs, b.
á Kanastöðum í Landeyjum, Magn-
ússonar, b. á Kanastöðum, Magnús-
sonar, b. í Núpakoti, Einarssonar,
fóður Guðmundar, langalangafa Jó-
hanns Más Maríussonar, aðstoðar-
forstjóra Landsvirkjunar, Gunnars
Bergsteinssonar, forstjóra Land-
helgisgæslunnar, Gunnars Ragnars,
forstjóra Útgerðarfélags Akur-
eyringa, og Hauks og Arnar Claus-
en. Annar sonur Magnúsar var Þor-
steinn, afi Eggerts, afa alþingis-
mannanna Eggerts Haukdal, Bene-
dikts Bogasonar og langafa Þór-
hildar Þorleifsdóttur. Móðir Magn-
úsar Einarssonar var Hildur Magn-
úsdóttir, systir Þuríðar, langömmu
Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirsson-
ar forseta. Önnur systir Hildar var
Vigdís, langalangamma Sveins í
Völundi, langalangalangamma Ge-
orgs Ólafssonar verðlagsstjóra og
langalangamma Þuríðar,
langömmu Ragnheiðar Þórarins-
dóttur borgarminjavarðar. Móðir
Þórunnar var Sigríður, systir Höllu,
ömmu Gunnlaugs Scheving. Bróðir
Sigríðar var Magnús, langafi Svein-
björns Dagfinnssonar ráðuneytis-
stjóra. Sigríðurvar dóttirÁrna,
dbrm. á Stóra- Ármóti í Flóa, Magn-
ússonar, b. í Þorlákshöfn, Beinteins-
sonar, lögréttumanns á Breiðaból-
stað, Ingimundarsonar, b. í Hólum,
Bergssonar, b. í Brattsholti, Stur-
laugssonar, ættfóður Bergsættar-
innar. Móðir Árna var Hólmfríður
Árnadóttir, systir Valgerðar, ætt-
móður Briemsættarinnar,
langömmu Hannesar Hafstein.
Móðir Sigríðar var Helga Jónsdóttir
Johnsen, lögsagnara á Stóra-
Ármóti, bróður Valgerðar, ættmóð-
ur Finsenættarinnar, ömmu Stein-
gríms Thorsteinsonar skálds.
Móðurbræður Sigurðar eru
Bjami, málarameistari í Rvík, faðir
Hauks hdl., Karl, fyrrv apótekari í
Sigurður Gizurarson
Rvík, og Georg, framkvæmdastjóri
Ríkisspítalanna. Dagmar er dóttir
Lúðvíks, útgerðarmanns í Neskaup-
stað, Sigurðssonar, bróður Tómas-
ar, afa Tómasar Símonarsonar,
gjaldkera Ábyrgðar. Móðir Dagmar
var Ingibjörg, systir Margrétar,
ömmu Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra. Ingibjörg var
dóttir Þorláks, b. í Þórukoti, Jóns-
sonar, b. í Húsatóftum, Sæmunds-
sonar, ættfóður Húsatóftaættariiin-
ar, föður Sæmundar, langafa Guð-
laugs Þorvaldssonar ríkissáttasemj-
ara. Sigurður tekur á móti vinum
og kunningjum í Félagsheimili
Kópavogs kl. 17-19.
Elín Helga Þorkelsson
Ehn Helga Þorkelsson snyrtisér-
fræðingur, Lundarbrekku 2, Kópa-
vogi, er sjötug í dag. Elín er fædd í
Reykjavík og ólst þar upp í mið-
bænum. Hún var átján ára er hún
hélt utan til Kaupmannahafnar
ásamt móður sinni og systkinum en
þar lagði móðir hennar stund á
skriftarkennslu. Ehn lærði fótsnyrt-
ingu og vann við það eftir heimkom-
una. Elín giftist 6. maí 1939 Gísla
Þorkelssyni f. 2. október 1912, d. 14.
desmber 1971, efnaverkfræðingi.
Foreldrar Gísla voru Þorkell Þor-
kelsson veðurstofustjóri og kona
hans, Rannveig Einarsdóttir. Dætur
Elínar og Gísla eru Jóhanna, f. 31.
október 1940, gjaldkeri í Reykjavík,
hennar börn eru Ehn Traustadóttir,
f. 28. desember 1960, gift Rúnari
Björgvinssyni verkfræðingi og eiga
þau ijögur böm, og Snorri Trausta-
son, f. 1. desember 1962; Rannveig,
f. 26. janúar 1943, læknaritari í Rvík,
gift Stefáni Óla Amasyni bakara,
börn þeirra eru Stella, f. 6. mars
1969, Lára, f. 18. júní 1972, og Karo-
hna, f. 19. nóvember 1977; Ingibjörg,
f. 8. apríl 1948, gift Kristjáni Guð-
mannssyni ljósmyndara, börn
hennar eru Gísli Guðnason, f. 26.
febrúar 1968, Erla Guðnadóttir, f. 18.
janúar 1969, Guðmann Kristjáns-
son, f. 13. október 1974, og Jens
Kristjánsson, f. 29. júní 1978.
Þegar fór að hægjast um á heimil-
inu hjá Ehnu Helgu hélt hún aftur
tfl Kaupmannahafnar 1964 tfl að
endurmennta sig fsnyrtifræði. Hún
opnaði síðan snyrtistofu hér heima
sem hún rak um árabil. Auk þess
rak hún snyrti- og gjafavöruverslun
í Kópavogi. Ehn ogfjöldskylda
hennar fluttu í Kópavoginn 1954 og
hefur hún búið þar síðan.
Systkini Elínar: tvíburabræður
hennar, Jón og Páll, létust á fyrsta
árinu úr spönsku veikinni; Lára
Ólafsson, f. 20. febrúar 1924, gift Jó-
hanni Jakobssyni verkfræðingi og
reka þau hjónin fyrirtækið Nyko,
börn þeirra eru Birna, f. 1949, Lár-
us, f. 1954, og Jakob, f. 1957, auk
þess á Lára dóttur frá fyrra hjóna-
bandi, Stellu Jóhönnu Klinker, f.
1945; og Gísh Ólafsson, f. 1. maí 1927,
forstjóri Tryggingamiðstöðvarinn-
ar. Fyrri kona hans var Þuríður
Einarsdóttir, börn þeirra eru María,
f. 1948, Páll, f. 1951, Einar, f. 1956,
og Jóhann, f. 1958. Seinni kona Gísla
er Ingveldur Viggósdóttir, börn
þeirra eru Erla, f. 1966, og Gunnar,
f. 1969.
Foreldrar Elínar voru Páll Ólafs-
son tannlæknir og kona hans, Jó-
hanna Kristín Bjarnason skriftar-
kennari. Föðursystkini Elínar voru
Ólafur, tannlæknir í Chicago, Sig-
ríður Verslunarskólakennari, gift
Ágústi H. Bjamasyni, heimspekingi
og háskólarektor, amma Halldórs
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Steypustöðvarinnar, og Gísli land-
símastjóri. Páll var sonur Jóns, al-
þingismanns ogritstjóra, hálfbróð-
Elín Helga Þorkelsson
ur Páls skálds. Jón var sonur Ólafs,
prests og skálds á Kolfreyjustað,
Indriðasonar, b. á Borg í Skriðdal,
Ásmundssonar, bróður Hallgríms,
langafa Gunnars Gunnarssonar
skálds. Móðir Páls var Helga Eiríks-
dóttir, b. á Karlskála, Björnssonar
og konu hans, Sigríðar Pálsdóttur,
systur Steinunnar, móður Eysteins
og Jakobs Jónssona.
Jóhanna var dóttir Lárusar H.
Bjarnaspnar hæstaréttardómara,
bróður Ágústar prófessors og Ingi-
bjargar alþingismanns. Láms var
sonur Hákonar, kaupmanns á
Bíldudal, Bjarnasonar. Móðir Há-
konar var Helga Árnadóttir, lang-
amma Bjargar, ömmu Eggerts
Haukdal alþingismanns. Móðir Jó-
hönnu var Elín, systir Hannesar
Hafstein ráðherra. Elín var dóttir
Péturs Havsteen, amtmanns á
Möðruvöllum, og konu hans, Kristj-
önu Gunnarsdóttur, systur Tryggva
bankastjóra.
Ásta Þorláksdóttir,
Hofsvallagötu 16, Reykjavík.
ara
Ingólfína Jónasdóttir,
Óðinsgötu 24A, Reykjavík.
Klara Bjarnason,
Hvassaleiti 20, Reykjavik.
Jóhanna Dagný Kjartansdóttir,
Múlasíðu 1E, Akureyri.
Ásgeir Stefánsson,
Hólabrekku, Reykdælahreppi.
Kristján Jóhannsson,
Mýram V, Patreksfirði.
Valborg Rakel Gunnarsdóttir,
Lerkilundi 12, Akureyri.
Orri Hrafíikelsson,
Bláskógum 13, Egfisstöðum.
Guðlaug I. Arilíusardóttir,
Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaðahreppi
40 ára
Þorlákur Runólfsson,
Langagerði 50, Reykjavík.
Sigurveig Þóra Árelíusdóttir,
Stóra-Hrauni, Kolbeinsstaðahreppi.
Helgi Kristján Gunnarsson,
Háabarði 13, Hafnarfirði.
Gígja Harðardóttir,
Urðarvegi 8, ísafirði.
Jón Jónsson,
Stakkholti 3, Reykjavík.
Þórdís Unndórsdóttir,
Huldulandi ll, Reykjavík.
Ingólfur Árnason
Ingólfur Ámason, Dvalarheimihnu
Hlíð á Akureyri, varð áttatíu og
fimmáraígær.
Ingólfur fæddist að Auðbrekku í
Hörgárdal. Hann ólst upp við öll
almenn sveitastörf og stundaði þau
fram á fullorðinsár. Hann flutti til
Akureyrar þar sem hann stundaði
ýmis störf, en hann var m.a. lengi
starfsmaður Kaupfélags Eyfirðinga.
Kona Ingólfs er Margrét Magnús-
dóttir, f. að Hafnarnesi við Fá-
skrúðsfjörð 14.9.1899, dóttir Magn-
úsar Guðmundssonar og Maríu Sig-
urðardóttur.
Börn Ingólfs og Maríu eru Svan,
f. 7.11.1925, búsettur á Akureyri,
kvæntur Helgu Guðmundsdóttur og
eiga þau fjögur börn; Árni, f. 25.6.
1927, búsettur á Akureyri, kvæntur
Björgu Sigurjónsdóttur og eiga þau
þrjá dætur; Sigríður, f. 17.11.1928,
húsmóöir í Reykjavík, gift Sigurði
Björnssyni og eiga þau fjögur böm;
Agnes, f. 1.8.1930, húsmóðir í Kópa-
vogi, gift Hákoni Jónssyni og eiga
þau sex böm; Hrafnhildur, f. 4.10.
1932, húsmóðir á Akureyri, gift Ól-
afi Aðalbjörnssyni og eiga þau fjög-
ur börn; Hrefna, f. 1.10.1935, hús-
móðir í Garðabæ, gift Kristjáni
Sveinssyni og eiga þau fjórar dætur;
Lára, f. 25.5.1939, húsmóðir á Sel-
tjarnarnesi, gift Páli Ásgeirssyni og
eiga þau tvö börn; Inga, f. 13.4.1943,
húsmóðir á Akureyri, gift Vilhelm
Arthurssyni og eiga þau þrjár dæt-
ur. Þá ólu þau Ingólfur og Margrét
upp Fanneyju Árnadóttur sem bú-
sett er í Reykjavík og á hún tvö börn.
Systkini Ingólfs, sem upp komust,
voru Sigríður, lengi búsett á Akur-
eyri; Stefán sem flutti til Vestur-
heims og á þar marga afkomendur;
Valgeir er tók við búi foreldra sinna
að Auðbrekku en er nú látinn; Anna
sem einnig er látin og var búsett á
Akureyri; Hflmar er lengi var bú-
Tilmæli til
afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælis börn og aðstand-
endur þeirra til að senda því myndir og
upplýsingar um frændgarð og starfs-
sögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í
síðasta lagi þremur dögum fyrir af
mælið.
Munið að senda okkur myndir.
Ingólfur Arnason
settur í Reykjavík, nú vistmaður að
Skjaldarvík og Sigrún er bjó í Stóra-
Dunhaga en hún er látin.
Foreldrar Ingólfs voru Guðrún
Jónsdóttir og Arni Jónatansson, b.
aðAuðbrekku.
ÞJOÐRAÐ
í HÁLKUNNI
Tjara á hjólböröum minnkar
veggrip þeirra verulega.
Ef þú skrúbbar eða úöar
þá meö olíuhreinsiefni
(white spirit / terpentína)
stórbatna aksturs-
eiginleikar í hálku.
yUMFERÐAR
RÁÐ