Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
Fréttir_________________________________________________________________________pv
Kvikmyndin sem Greenpeace útvegaði Magnúsi Guðmundssyni:
Kengúrur pyntaðar á hroða-
legasta hátt gegn greiðslu
Heimildamyndin „Goodbye to
Joey“, sem baeði Magnús Guðmunds-
son og danski blaðamaðurinn Leif
Blaidel fengu í gegnmn Greenpeace
og sýnd eru atriði úr í mynd Magnús-
ar, Lífsbjörg í norðurhöfum, er um
60 mínútna löng. í henni er notast
við ýmsa filmubúta, þar á meðal bút
sem sýnir tvo menn misþyrma keng-
úrum á hroðalegasta hátt. Mennirnir
misþyrmdu kengúnmum sam-
kvæmt beiðni kvikmyndafólksins og
fengu borgað fyrir.
Mun myndbúturinn upphaflega
hafa veriö gerður með það fyrir aug-
um að nota hann í mynd um skað-
semi kengúra fyrir akuryrkju bænda
en aðstandendur myndarinnar lögðu
hann á hilluna. Framleiðandi „Good-
bye to Joey“ notaði hins vegar
filmubútinn og þegar mynd hans var
sýnd olli hún miklum úlfaþyt í Ástr-
alíu.
Mennirnir tveir voru dregnir fyrir
dómstóla þar sem þeir játuöu mis-
indisverkin á sig. Hljóðaði dómurinn
upp á 70 dollara sekt eða 14 daga
fangelsisvist.
Að sögn Leifs Blaidel hafa Green-
peace-menn útvegað þeim sem vildu
þessa mynd þó þeir hafi ekki staðið
að henni. „Þeir vissu allan tímann
af dómnum yfir mönnunum og að
atriðin voru sviðsett en hjá Green-
peace helgar tilgangurinn meðalið,"
sagði Leif.
Magnús Guðmundsson fékk mynd-
ina frá Bandaríkjunum en þegar
Greenpeace-menn fréttu af kvik-
myndagerð hans „lokuðu þeir sig
af ‘ eins og Magnús sagöi.
Ráðnir af kvikmyndafyrirtæki
í niðurstöðum rannsóknarinnar
vegna misþyrminganna segir meðal
annars:
„Rannsókn lögreglumanna leiddi í
ljós að kvikmynd um kengúrur hafði
verið tekin af kvikmyndafólki, frá
Brisbane, í Dirranbandisýslu í ágúst
1979. Tveir atvinnukengúruveiði-
menn frá þessu svæði voru ráðnir í
vikutíma af kvikmyndafyrirtækinu
til aö aðstoða við töku myndarinnar.
Hlutar myndarinnar, sem var tekin
í Dirranbandisýslu, sýna kengúrur
sem hanga í girðingu og mann sem
tekur kengúru af girðingunni og lem-
ur hana í höfuðið með öxi. Annar
hluti myndarinnar sýnir mann pynta
særða kengúru með hattinum sínum
og annan mann sem heldur í hala
særðrar kengúru og neyðir hana til
að hoppa. Síðar sparkar maöurinn í
ýmsa líkamshluta kengúrunnar.
Loks er hluti myndarinnar sem sýnir
tvo menn með særða kengúru á
hveitiakri. Annar mannanna sker
yfir bijóst kengúrunnar og setur
hana upp á tréstaur svo hægt sé að
mynda höfuð hennar yfir hveitiakri.
Hlutar þessarar myndar koma fram
í myndinni „Goodbye to Joey“.“
Mennimir gerðu sig seka um fleiri
misindisverk gagnvart kengúnmum
og voru dæmdir samkvæmt áströlsk-
um dýravemdunarlögum.
-hlh
Bjórinn hefur áhrif:
Sala á áfengi hef ur
minnkað um 20%
„Ég hef ekki nákvæma tölu um
söluna, en ég þori að fullyrða að sala
á áfengi hefur minnkað um fast að
20 prósent eftir að bjórinn kom.
Fyrstu dagana í mars má segja að
áfengissalan hafi algerlega hrunið.
Þá keypti fólk nær eingöngu bjór.
Nú er komið jafnvægi á þetta aftur
og áfengissalan hefur minnkað um
fast að 20 prósent," sagði Sævar
Skaftason, verslunarstjóri í verslun
ÁTVR í Kringlunni, í samtali við DV.
Bjami Þorsteinsson, verslunar-
stjóri hjá ÁTVR að Stuðlahálsi, sagði
að tvær bjórtegundir skæra sig úr
hvaö sölu varðar, Löwenbrau og
Kaiser. Hann sagði að á þessum
tveimur tegundum væri sá munur
að Löwenbrau hefði verið til allan
tímann frá 1. mars en Kaiser ekki.
Hann sagði aö sér sýndist sem Kais-
erbjórinn ætlaði aö veröa vinsælast-
ur.
Verslunarstjórar vínbúðanna við
Lindargötu og Snorrbraut hafa pró-
sentur af sölu í sínum búðum og bera
einnig ábyrgð gegn rýmun. I nýju
verslununum hefur þetta verið tekið
af. Verslunarstjóramir hafa aftur á
móti ekki prósentur af bjórsölunni.
Minni sala áfengis þýðir því lægri
laun fyrir þá. Erlingur Ólafsson,
verslunarstjóri við Snorrabraut,
sagðist ekki vilja ræða það mál á
þessari stundu. Það var greinilega á
honum að heyra að málið væri til
athugunar og á viðkvæmu stigi.
Loks er þess að geta að allir versl-
unarstjórarnir vora sammála mn að
tilkoma bjórsins hefði haft í fór með
sér margfalt álag á starfsfólk versl-
ana ÁTVR. Bjórkassaburðurinn
væri mikill og ekki er ótrúlegt að
farið verði þess á leit að starfsfólkinu
veröibættþettaílaunum. S.dór
Unnið við uppskipun á Subaru bílunum í Akureyrarhöfn í gærmorgun.
DV-mynd gk
Bílaleiga Akureyrar:
Bílaflotinn endurnýjaður
Gyifi Kristjánsaon, DV, Akureyri:
„Þessir bílar fara að langmestu
leyti til endumýjunar á bílaflota leig-
imnar,“ sagði Oddur Óskarsson hjá
Bílaleigu Akureyrar í samtali við
DV, en fyrirtækið hefur keypt á ann-
að hundráð bíla frá Japan.
Bílunum var skipað upp á Akur-
eyri í gær en þangað komu þeir með
þýska skipinu Tinto sem Eimskip
leigði sérstaklega til flutninganna.
Reyndar voru 189 bílar um borð í
skipinu en 70 þeirra keypti Ingvar
Helgason hf. í Reykjavík.
Bílamir era allir af Subara gerð,
árgerð 1988, og er um þijár gerðir
að ræða. Sem fyrr sagði fer mestur
hluti þeirra 119 bíla, sem Bílaleiga
Akureyrar keypti, til endumýjunar
á flota fyrirtækisins en um 30 bílar
verða þó seldir. „Þaö verða starfs-
menn fyrirtækisins og vandamenn
sem hafa forgang að þeim bílum,“
sagði Oddur Oskarsson.
Gráhvalastofimm:
Hefur
náð
eðlilegri
stærð
„Gráhvalastofiiinn við Kalifor-
níustrendur hefur eiginlega aldr-
ei verið stærri. Hann hefur náð
eölilegri stærð,“ sagði Jóhann
Sigurjónsson sjávarlíffræðingur
viðDV.
í vetur villtust nokkrir gráhval-
ir undir isinn viö vesturströnd
Norður-Ameríku og vora miklar
björgmiaraðgerðir settar í gang
til að bjarga þeim. í fréttum af
björgunaraðgeröum, sem bárust
um alla heimsbyggðina, var látiö
að því liggja að þama væra á
ferðinni síöustu dýrin af þessum
stofni sem væri í mikilli útrým-
ingarhættu. Vora það ekki síst
umhverfisverndarsamtök sem
héldu þeim upplýsingum aö fólki.
Staöreyndin mim hins vegar vera
sú að stofhinn hafi það ágætt og
að þessi fáu óheppnu dýr, sem
villtust undir ísinn, hafi komiö
af stað fjölmiölasprengju þar sem
tilfinningamar vörpuöu hulu yfir
staöreyndimar. -hlh
>*
Útbreiðsla hnúfubaks
samkvæmt talningu af skip-
um sumariö 1987
Jan Mayen
GRÆNLAND
A
e
e
© 1 hópur
© 2-5 hópar
Jóhann Siguijónsson um hvalatalninguna:
Fullyrðing Green-
peace um útrýming-
arhættu er röng
„Vafalaust era niðurstöðumar þær
áreiöanlegustu sem nú liggja fyrir
um stærö þessara stofna og gefa þær
ótvírætt til kynna að fullyrðingar um
bágt ástand þessara tegunda hér viö
land eigi ekki við rök aö styðjast,"
segir í lokaorðum greinar Jóhanns
Sigurjónssonar sjávarlíffræðings,
Hvalatalningar á Norður-Atlantshafi
sumarið 1987, sem birtist í tímaritinu
Ægi í haust.
Grænfriðungar og önnur umhverf-
isvemdarsámtök hafa mjög haldiö
þeim skoðunum á lofti aö hvalastofn-
inn við ísland og annars staðar í
Áætlaður fjöldi nokk-
urra hvalategunda
umhverfis ísland 1987
Skíöishvalir
(stórir og meöalstórir)
Steypireyðar 1.000
Langreyöar 6.500
Sandreyðar 1.200
Hnúfubakar 2.000
Hrefnur 8.500
Tannhvalir
(stórir og meöalstórir)
Búrhvalir 1.500
Andanefjur 15-20.000
Háhymingar 5.000
Marsvfn 5.000
heiminum sé að deyja út. í því sam-
bandi hafa hvalveiðar íslendinga í
rannsóknarskyni sætt mikilli gagn-
rýni þar sem íslendingar em sakaðir
um hræsni - að veiða hval í atvinnu-
skyni undir merkjum rannsókna og
vísinda. Áróður umhverfisvemdar-
samtakanna og áhrif hans á við-
skipti íslendinga erlendis em flest-
um kunn.
„Talningarnar sumarið 1987 taka
af allan vafa varðandi hvalastofninn.
Hann er ekki í útrýmingarhættu.
Vissulega hefur hvalastofninn verið
ofveiddur og það er mjög auðvelt að
ofveiða hval en hætta á útrýmingu
er ekki fyrir hendi nú. í sumar mun
önnur talning af sömu stærðargráðu
eiga sér stað á Norður-Atlantshafi
þar sem Norðmenn verða mjög at-
kvæðamiklir," sagði Jóhann Sigur-
jónsson við DV.
Niðurstöður talningarinnar bentu
til að í flokki skíðishvala væm um
1000 steypireyðar í hafinu umhverfis
Island, 6500 langreyðar, 1200 sand-
reyðar, 2000 hnúfubakar og 8500
hrefnur.
Af stórum og meðalstórum tann-
hvölum var áætlað aö um 1500 búr-
hvalir væm í hafmu umhverfis
landið, 15-20 þúsund andanefjur,
5000 háhymingar og 5000 marsvín.
Árið 1987 veiddu íslendingar 80 lang-
reyðar og 20 sandreyðar á móti 68
langreyðum og 10 sandreyðum í
fyrra sem ekki virðist mikill fjöldi
miðaðviðáætlaöastofnstærð. -hlh