Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Fréttir Innihald samninga mun ráða tímalengd þeirra Kjarasanirdngarmr: Þeir Örn Friðriksson, varaforseti ASÍ, og Pétur Sigurðsson, formaður ASV, koma af fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Þeir Gunnar J. Friðriksson og Árni Benediktsson frá VSÍ og VMSS standa vörð við dyrnar, tilbúnir að ganga á fund ríkisstjórnarinnar. DV-mynd GVA Því er oft svarað til þegar spurt er um stöðuna í kjarasamningum eftir langt þóf að þeir séu á viðkvæmu stigi. Segja má að strax í upphafi þeirra kjarasamninga sem nú eru hafnir séu þeir á viðkvæmu stigi. Það blasir tvennt við. Annaðhvort verður samið til skamms tíma og er þá mið- að við haustið. Slíkir samningar gætu tekist alveg á næstu dögum. Takist þaö ekki getur samningalotan dregist frEim á vor eða jafnvel sumar og þá að samið verði til lengri tíma. Um þessi atriði er ágreiningur inn- an verkalýðshreyfingarinnar. Ýmsir verkalýðsforingjar utan af landi vilja semja til lengri tíma. Þeir vilja aö samið verði við ríkisstjórnina um fjölmörg atriði. Efst á blaði er aö rík- isstjómin beiti sér fyrir eflingu at- yinnulífsins sem víða stendur veikt. í öðru lagi vilja þeir lækkun vaxta, lækkun skatta og ýmis fleiri atriði sem snúa að ríkisvaldinu. Formaður Verkamannasambandsins, Guð- mundur J. Guðmundsson fer fyrir þessum hópi. Þeir vilja og fá fulla tryggingu fyrir því hjá ríkisstjóm- inni að kjarabótunum verði ekki velt út í verðlagið strax að undirskrift þeirra lokinni. Svo em aðrir sem vilja semja til styttri tíma. Þeir vilja fá þá kaup- hækkun sem iðnaðarmenn hafa fengið og eiga eftir að fá fram til 1. september að samningar þeirra renna út. Sú hækkun nemur 3,5 pró- sent og að auki hafa iðnaðarmenn fengið 2,5 prósent sem almennt verkafólk hefur ekki fengið. Þeir leggja áherslu á að fá skattalækkun, hækkun bamabóta og atvinnuleysis- bætur verði greiddar í lengri tíma en nú er. Innihaldið ráði tímalengd Þótt þessi ágreiningur sé uppi inn- an verkalýðshreyfingarinnar er hann ekki ósættanlegur. Allir verka- lýðsforingjar sem DV hefur rætt við halda því fram að innihald samning- anna muni að endingu ráða því til hve langs tíma samið verður. Sigurður Ingvarsson, formaður Al- þýðusambands Austurlands, segir þetta vera lykilatriði. Snær Karlsson, formaður Verkalýðsfélags Húsavík- ur, sagði í samtali við DV að ef sam- ið yrði um litlar breytingar á kjara- samningunum yrði samningstíminn stuttur. Ef hins vegar fást fram um- talsverðar breytingar sé hægt að semja til lengri tíma. Þeir sem semja vilja til eins árs eða svo, benda á að í haust, hvort heldur er í september eða október, hafi verkalýðshreyfingin enn verri stöðu þá en nú til samninga. Þá verða bát- ar og togarar langt komnir eða búnir með kvóta sína og árleg deyfð at- vinnulífsins í sjávarplássunum að koma yfir. Hinir, sem semja vilja til skamms tíma, benda aftur á móti á aö ef sam- ið verður til haustsins verði kjara- samningar allra félaga innan Al- þýðusambandsins lausir. Þá komi iðnaðarmennimir inn og það styrki samningsstöðuna. Verkalýðsforingj- amir leggjaallir þunga áherslu á að fá fram tryggingu fyrir því að kjara- bótunum verði ekki velt út í verðlag- ið. Þeir vilja líka fá samninga verð- tryggða með einhverjum hætti. Um það segjast Vinnuveitendur ekki vera til viðtals. Ekki er ólíklegt aö þetta atriði verði hvað erflðast fyrir þá sem vilja samning til lengri tíma. Þeir sem vilja skammtímasamning benda einmitt á þetta atriði. Gera Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson má ráð fyrir að ef samningarnir fást ekki tryggðir með einhverjum hætti komi ekki annað en skammtíma- samningur til greina. Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskifirði, sagði í samtah við DV að hann hefði fundið inn á það í viðræðum við sína umbjóðend- ur að þeir vildu einhverja kaup- hækkun strax, tryggingu fyrir því að hún yrði ekki tekin af strax í auk- inni veröbólgu. Þá legði fólk mikla áherslu á að ná niður verðlagi og lækka skatta. Takist þetta skipti ekki máli þótt samið væri til skamms tíma. í skugga atvinnuleysis Vinnuveitendur benda réttilega á að eins og ástandið er nú sé ekkert til skiptanna. Samkvæmt heimildum DV myndu þeir þó geta falhst á að ófaglært verkafólk fái sömu kaup- hækkun fram til hausts og iðnaðar- menn eiga eftir að fá. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, hefur lýst því yfir að auk- inn kaupmáttur í ár komi ekki til greina. Óllu frekar þurfi hann aö minnka. Það verður því erfitt fyrir verkalýðshreyfinguna að sækja kjarabætur í greipar vinnuveitenda nú. Vinnuveitendur vita hka ósköp vel að verkalýðshreyfingin hefur ná- kvæmlega enga stöðu um þessar mundir tíl átaka á vinnumarkaði. Það væri út í hött fyrir verkalýðs- foringja, og þá alveg sérstaklega úti á landi, að ætla sér að fá fólk í verk- fahsbaráttu fyrir bættum kjörum á þessu vori. Það sem er efst í huga þess fólks er að tryggja atvinnuna. Vinnuveitendasambandið er hlynnt því að samið verði til skamms tíma og kemur þar margt til. Qvissan í atvinnumálum hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en núna. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar yrðu minni en eha ef samið væri til skamms tíma og Vinnuveitendasam- bandið er ekki th viðtals um að verð- tryggja nýja kjarasamninga. Það leiðir svo aftur th þess aö verkalýðs- hreyfingin verður að semja til skamms tíma. Á bak við tjöldin Þegar fyrsti viðræöufundur Vinnu- veitendasambandsins og Alþýðu- sambandsins var haldinn síðasthð- inn mánudag var ljóst að foringjar beggja komu mjög vel undirbúnir til þess fundar. Því er haldið fram að vel hafi verið unnið að undirbúningi bak við tjöldin áður en th fundarins kom. Talað var um að ná sem fyrst skammtíma samningi. Sumir voru svo bjartsýnir að halda því fram að hægt yrði að ganga frá samningum um þessa helgi. Á bak við tjöldin haíði líka verið unnið að þeim mál- um sem að ríkisstjórninni snúa. Þeir Verkamannasambandsmenn sem ekki voru tilbúnir í skammtíma- samninga upp á 6 til 7 prósent kaup- hækkun brugðu hart við og boðuðu th skyndifundar í framkvæmda- stjórn Verkamannasambandsins og kölluðu einnig til formenn svæða- sambanda. Á þeim fundi var ákveðið að hlaupa ekki út í skammtímasamn- inga. Menn vhdu fara miklu betur ofan í þau mál sem að ríkisstjóminni snúa. Þar voru efst á baugi atvinnu- máhn. Áður en annar viðræðufuridur að- ha vinnumarkaðarins hófst á fimmtudag var stóra samninganefnd Alþýðusambandsins köhuö saman th fundar. Þar kom ágreiningurinn mhh skammtíma- og langtímasinna upp á yfirborðið, þó með þeim fyrir- vara allra að innihald samninga skyldi ráða tímalengd. Og þá deha menn um í hve viðamikla samninga skuh farið við núverandi aðstæöur. Þessi staða mála hjá Alþýöusam- bandinu og Vinnuveitendasamband- inu hefur orðið til þess að samninga- mál Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Bandalags háskólamenntaðra manna hjá ríkinu og kennara fer í pattstöðu. Þar mun ekkert gerast fyrr en séð veröur hvað gerist hjá ÁSÍ og VSÍ á næstu dögum. S.dór Sorpsamlag á Norður- landi vestra úr sögunni ÞórhaDur Ásrruindsson, DV, Sauðáriaróki; „Það er verið að hafa menn að fifl- um og það af aðha sem er í raun ekki th og verður kannski aldrei th,“ sagði Bjöm Bjamason, elnn bjóð- enda í sorphirðu og urðun sem Byggðasamlag um sorphirðu bauð út fyrir stuttu fyrir Norðurland vestra. Sjö thboð bámst í hvom verkþátt á sínum tíma og var Bjöm einn tveggja aðila sem bauð í þá báða. Öhum þessum thboðum hefur nú verið hafnaö og bjóðendur sitja nú uppi með töluverðan kostnað vegna þátttöku í útboöunum. „Manni finnst fyrir neðan allar hehur að beita ekici þessari venju- legu aðferð fyrir útboð að gera kostn- aðaráætlun sem útboðsaðilar geta þá sætt sig við. Þaö er alveg ljóst að shkt var ekki gert,“ sagði Bjöm. Undirbúningsstjóm Byggðasam- lagsins hafði samþykkt að taka lægstu thboðunum í báöum útboöun- um. Sveitarstjómir Hvammstanga, Sauöárkróks og Skagastrandar höfðu einnig gert það en bæjarstjóm Blönduóss var á öðru máh. Það var nóg til þess að þar með voru útboðin dottin um sjálf sig. Eftir afgreiðslu bæjarstjómar Blönduóss og umræð- ur á fundinum verður að telja litlar líkur á að af formlegri stofnun Byggöasamlags um sorphirðu verði. „Mér fannst menn fara allt of geyst í þessu máli og þetta yrði gert hvað sem það kostaði," sagði Hilmar Kristjánsson, forseti bæjarstjómar Blönduóss. Að hans sögn fólu tilboð- in í sér hátt í fjórfjöldun kostnaðar fyrir Blönduós, úr rúmum 700 þús- undum í 2,7 mhljónir á ári. Að auki fannst bæjarfuhtrúum margir endar lausir í þessu máh. Samningar opin- berra starfs- manna eru komnir í pattstöðu Það er alveg ljóst að samningar BSRB, BHMR og kennara við ríkið em komnir í pattstöðu meðan hin mikla óvissa ríkir í samningum Vinnuveitendasambandsins og AI- þýöusambandsins. Ógmundur Jónasson, forraaður BSRB, sagði i samtali viö DV að ekkert væri hægt að segja um fram- haldiö meðan þessi óvissa rikti. Þaö má gera ráö fyrír að þessi staða haldíst eitthvað fram í næstu viku. Þaö er alveg ljóst að engin alvara getur orðið í viðræðum op- inberra starfsmanna við ríkiö fyrr en Ijóst er hvort ASÍ og VSÍ semja til skamms tfma um minni breyt- ingar eöa til lengri tíma og meiri breytinga á kjarasamningunum. Forystumenn opinberra starfs- manna hafa lýst áhuga á að skoða skammtímasamninga. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.