Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 7
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 7 Fréttir Afstaða Kvennalistans til innáskiptinga að breytast? HFISHER Efasemdir vegna óvissu á Alþingi Innan Kvennalistans hafa vaknað hugmyndir um það að ekki sé rétt að láta þingkonurnar Kristínu Hall- dórsdóttur og Guðrúnu Agnarsdótt- ur hætta á Alþingi í vor eins og þó hafði verið sagt fyrir síðustu kosn- ingar. Þær Anna Olafsdóttir Bjöms- son og Guðrún Halldórsdóttir áttu að leysa þær af hólmi. Það er einmitt eitt af stefnumálum Kvennalistans að stuðla að valddreif- ingu með því að engin sitji lengur en 6 til 8 ár á Alþingi eða í öðrum álíka störfum svo sem borgarstjórn. Kvennalistakonur játa að þessi umræða hefur vaknað nú en gera lítið úr því að nokkur ágreiningur sé um málið. Þá segja þær að ekki hafi verið tekið nein endanleg ákvörðun ennþá. Að sögn Kristínar Halldórsdóttur var sú ákvörðun tekin fyrir síðustu kosningar að hún og Guðrún ættu að hætta nú í vor. Sú ákvörðun hefði meðal annars verið tekin í þeirri trú að kjörtímabilið stæði í íjögur ár. Það væri hins vegar svo mikil óvissa í stjórnmálum núna að það væri spuming hvort rétt væri að skipta í vor. Allt eins væri mögulegt að kosn- ingabarátta hæfist í haust og því kynni að vera óþægilegt fyrir konur að vera nýkomnar á þing. Kristín sagðist ekki líta svo á að verið væri að falla frá einhverjum gmndvallaratriðum í stefnu Kvennahstans. Eftir sem áður væri ekki ætlunin að búa til augnakerling- ar á þingi. Skiptireglan enn í gildi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti nú í haust í borgarstjórn eftir að hafa setið þar í sex ár. Hún sagðist telja þá grandvallarreglu að engin sitji lengur en í 6 til 8 ár enn í fullu gildi. Ingibjörg sagði hins vegar að ákvörðunin um að þær Guðrún og Kristín færa út af þingi stæði þar til henni hefði verið breytt. Það hefði ekki verið gert - allavega ekki enn- þá. Ingibjörg sagði að þaö væri hægt að fmna rök bæði með og á móti skiptingu. Rætt hefur verið um að einnig sé mögulegt að þær hætti ekki báðar í einu en ekki hefur verið tekið nein ákvörðun um hvor þeirra þing- kvennannahættiráundan. -SMJ Toppurinn i dag!! Fermingargjöf — Framtíðareign FISHER System M-82 ★ Magnari 2x70 W Music ★ Tónjafnari 5 banda ★ Hálfsjálfvirkur plötuspilari ★ Þráðlaus fjarstýring ★ Stafrænt útvarp ★ Tvöfalt segulband m/24 stöðva minni m/(„Auto reverse") ★ Surround System ★ Hátalarar 2x70 W Music Verð kr. 39.780,- stgr. án geislaspilara Verð kr. 55.910,- stgr. m/geislaspilara SjONVAEPSMESTOÐIN HF. SíöumúJa 2, sími 68 90 90 og Laugavegi 80, sími 62 19 90 Gífurlegur verðmunur á veitingum Verðlagsstofnun hefur kannað verð á veitingastöðum sem bjóða upp á vínveitingar. Könnunin nær til matsölustaða á höfuð- borgarsvæðinu, ísafirði, Sauðár- króki, Akureyri, Egilsstöðum og Neskaupstað. Dýrasta súpa dagsins kostaði 395 krónur á Hótel Holti sem er 163% dýrara en á Króknum í Kópavogi þar sem hún kostaði minnst eða 150 krónur. Ódýrasti fiskréttur dagsins var seldur á lægsta verði á 370 krónur á Veitingahúsinu Laugavegi 22 en á hæsta verði á 890 krónur í Naustinu. Munurinn er 140%. Ódýrasti kjötréttur dagsins kostaði 420 krónur á Hótel Óð- insvéum en var dýrastur á 1.270 krónur á Hard Rock Café í Kringlunni. Munurinn er 202%. Sjö staðir seldu mat af hlað- borði þegar könnunin fór fram. Ódýrast var það á 490 krónur og dýrast á 1.190 krónur sem er 143% hærra verð. Þegar litið er á sérréttamatseðla er algengur munur á hæsta og lægsta verði á bilinu frá 130-200% en mestur munur kemur í ljós á verði eftirrétta. Ódýrasti eftir- réttur úr ís var 175% dýrari en sá ódýrasti. Á eftirréttum úr öðru en ís munaði meiru eða 346%. Glas af gosdrykk kostaði 70 krónur þar sem það var ódýrast en það var hjá Þrem Frökkum. og Úlfari á Baldursgötu. Hæsta verðið var 140 krónur í Lækjar- brekku. Munurinn er 125%. Á glasi af appelsínusafa munaði enn meira eða 275%. Það var dýr- ast á Lækjarbrekku og Peking á 140 krónur en ódýrast á 40 krónur hjá Úlfari á Baldursgötunni. Vakin er athygli á því að verð- könnunin var gerð á meðan verö- stöðvun stóð yfir og getur því verð hafa breyst í einhverjum til- vikum eftir að henni lauk. -Pá Kraftmikill smábíll með ótrúlegt lými Bílatsýmng Laii^ardag' og siumudag kl. 14-17 báða dagana hjá okkux* í Rauðagcrðinu og uniboðsmanni okkar, Oscyri 5a - Akurcyri. Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöageröi Sími: 91 -335 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.