Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 10
10 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Hvað finnst þér um Söngvakeppni Sjónvarpsins? Áhugi fólks á Eurovision virðist hafa minnkað mikið síðan í fyrra og margir segjast einfaldlega ekki nenna að horfa á lögin. Minna er talað um Eurovision á vinnustöð- um en því getur veriö um að kenna að mynd Magnúsar Guðmundsson- ar náði allri umræðu vikunnar. En hvað segja vegfarendur á fömum vegi? Hvað fmnst þeim? Anna Gunnarsdóttir: Ég hef séð öll lögin og fmnst þau ekkert sérstök. Þau em allt of fá, hefðu átt að vera minnst tíu. Mér þykir lag Magnúsar Eiríkssonar sigurstranglegast. Sævar Guðjónsson: Ég hef séð lögin og finnst lag Magnúsar Eiríkssonar best. Ég held að áhugi sé ekki eins mikill og oft áður á keppninni. Ég ætla að sjá úrslitakvöldið. Sigrún Dungal: Eg hef ekki séð öll lögin, enda hef ég takmarkaðan áhuga á keppn- inni. Æth ástæðan sé ekki slakur árangur okkar hingað til í Euro- vision. Mér þykja fimm lög of lítið, lögin heföu átt að vera fleiri. Elva Björk Sigurðardóttir: Er söngvakeppnin byrjuð? Ég hafði ekki hugmynd um það. Ég horfi svo lítið á sjónvarpið, fer frek- ar í bíó. Ég held að það sé ekki mikill áhugi hjá krökkum á þessari keppni en ég býst við að horfa á úrslitin. Tyrfingur Tyrfíngsson: Ég hef eingöngu séð tvö lög. Ég hef engan áhuga lengur á þessari keppni. Ég horfði á hana fyrsta árið af áhuga. Ég reikna með að fylgjast með úrslitakeppninni. Eftir því sem vinnufélagar mínir segja verður það lag Gunnars Þórðar- sonar sem vinnur keppnina. Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir: Ég hef fylgst með lögunum og fmnst þau vera of fá. Besta lagiö að mínum dómi er lag Gunnars Þórðarsonar. Ég er ánægð með fyr- irkomulag keppninnar að öðru leyti en þvi að lögin áttu að vera fleiri. Það em of fáir höfundar sem fá að njóta sín en við eigum marga fleiri sem hæfir em í þessu fagi. HörðurÁmason: Ég hef séð fjögur lög en af þessum fjómm finnst mér hálfkjánalegt að senda lag inn þar sem er jóðlað þótt við keppum í Sviss. Ég get ekki svaraö því hvaða lag mér finnst best og mér finnst ágætt að hafa þetta fyrirkomulag á keppn- inni. Þórarinn Jónsson: Ég hef einungis séð Alpatwist og lagið hans Magnúsar Eiríkssonar. Mér finnst miklu minni áhugi á keppninni núna. Sennilega hefur áhuginn minnkað vegna þess að okkur hefur ekki gengið vel. En ég ætla ömgglega að horfa á úrslitin. Söngvakeppni Sjónvarpsins er í fullum gangi og þau fimm lög sem keppa til úrshta 30. mars hafa öh verið flutt. Margir lagahöfundar hafa lýst yfir óánægju með hvemig staðið var að vah á lögum að þessu sinni. Skoðanakönnun var gerð sl. haust þar sem spurt var hveijir ættu að taka þátt í keppninni. Sex nöfn voru nefnd, þar af Bubbi Morthens, sem hafði ekki áhuga á aö vera með. Eft- ir vora fimm höfundar sem allir hafa tekið þátt í keppninni áður, þar af þrír fyrmm sigurvegarar. Það em ekki bara lagahöfundum landsins sem finnst að sér vegið. Óánægjuraddir hafa einnig heyrst úr herbúðum sjónvarpsmanna. í fyrra sá starfsUð Sjónvarpsins um aUan undirbúning keppninnar og var Bjöm Emilsson, stjómandi Hemma Gunn, þar fremstur í flokki. Ekki náðist í Bjöm en sagt er að hann hafi reiknað með að hafa um- sjón með keppninni eins og sl. ár. Að sögn sjónvarpsmanna skapaði vinnsla laganna í sjónvarpssal í fyrra ákveðna hópstemmningu þar sem menn sameinuðust um að gera söngvakeppnina að skemmtilegri sýningu fyrir áhorfendur. Ákveðin stöðnun Áður en Hrafn Gunnlaugsson lauk störfum hjá Sjónvarpinu réð hann Egil Eðvarðsson hjá Hugmynd til að vinna aUa þá vinnu sem keppninni fylgir. EgiU sá einnig um keppnina Þeir félagar Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker léku af fingrum fram í Eurovision-keppninni í fyrra sem fram fór í Dyflinni. Spurningin er hver fer til Sviss í maí á þessu ári. Áhugi á söngvakeppninni lítill: Niðurskurðurinn kæfir Eurovision - lagahöfundar óánægðir með fyrirkomulagið 1986 og 1987. „Ég held að það hafi þótt ástæða til að breyta fyrirkomu- lagi keppninnar. Tilhögunin hefur verið svipuð í þrjú ár og öUum gefinn kostur á að senda inn lög. Ákveðinn- ar stöðnunar hefur gætt, við höfum þrisvar lent í sextánda sætinu og þess vegna þótti ástæða tíl að fara nýjar leiðir. Að auki var þessi leið talin kostnaðarminni. Hvort þessi leið er betri eða verri vU ég engan dóm leggja á en enginn hefur sagt að þannig eigi fyrirkomulagið að vera á næstu áram. Þetta er einung- is viðleitni hjá Sjónvarpinu til að breyta til,“ sagði EgiU. Ekki vfidi EgiU tjá sig um þá sem standa straum af þáttunum. Hann sagöi þaö vera eina leiö til spamaöar hjá Sjónvarpinu, sem hefur vakið furðu sjónvarpsáhorfenda, að fyrir- tæki kostuðu myndbandssýningam- ar. Margir hafa tahð sig greiða nægi- lega há afnotagjöld tU að hægt væri aö standa straum af einu vinsælasta sjónvarpsefninu. Svo virðist sem keppnin hafi vakið Utinn áhuga meðal almennings að þessu sinni. Vegfarendur, sem DV ræddi við, höföu fæstir séð öU lögin og einn vissi ekki að keppnin væri yfirleitt í gangi. EgiU Eðvarðsson sagði að það væri engin ástæða tíl að auglýsa mikið upp þessa keppni. Menn heföu gert sér aUt of háar von- ir undanfarin ár og yfirlýsingagleðin verið öðm yfirsterkari. „Það er betra að fara hægar í sakimar. Við gætum aUt eins lent enn neðar en í sextánda sætinusagði EgiU. Geirmundur Valtýsson Geirmundur Valtýsson, einn af lagahöfundunum fimm, segist óhress með tilhögun keppninnar í ár. Reyndar haföi hann ekki hugsað sér að vera með í söngvakeppninni þetta árið. „Ég var búinn að ákveða að taka mér frí í eitt ár. Ég er ekki sátt- ur við keppnina núna. Kannski var þetta komið út í öfgar, eins og maður sér með Landslagið þar sem komu inn um fjögur hundruð lög. Ég er frekar á því að þeir heföu átt að til- nefna fleirl höfunda. Fimm lög er of Utið og mér finnst aö tíu lög hefðu verið lágmark. Keppnin er of einhæf með þessum hætti og ekki nógu skemmtfieg fyrir þjóðina. Ég er ekki frá því að mun minni stemmning sé hjá fóUd en áður,“ sagði Geirmund- ur. Hann sagðist hafa ákveðiö að breyta til úr sveiflu yfir í tvist þetta árið. „Yngra fóUdð er ánægt með þetta en ég heyri óánægjuraddir hjá þeim sem hafa verið sáttir viö mig áður. Ég samdi Alpatvist í fyrstu sem sveiflulag eins og önnur lög sem ég hef gert. í sumar tók ég það upp í demo fyrir sunnan og setti það í tvist. Mér fannst skemmtílegt að breyta til enda hefur ekki komið fram neitt tvistlag hingað tU. Kannski var það vitleysa - það er alltaf hægt að vera gáfaður eftir á. Strákamir í Bítla- vinafélaginu fara með lagið eins og ég vUdi.“ Geirmundur sagðist ekki búast við að fara tU Sviss í maí fremur en fyrri daginn, eins og hann orðaði það. „Maður getm- engu spáð um úrslit en við höfum séð það í gegnum árin að lögin mín hafa lifað lengst. Hvað segir þaö?“ sagöi Geirmundur Val- týsson. Valgeir Guðjónsson Valgeir Guðjónsson er í sömu spor- um og Geirmundur. Hann ætlaði ekki að vera með í söngvakeppninni. Engu að síöur kom það honum ekki á óvart að hann hefði komist í úr- sUtahópinn. Valgeir er, eins og aðrir lagahöfundar, ósáttur við tUhögun keppninnar. „Ég sakna þess að þetta er ekki opin keppni. Mér finnst nauð- synlegt að allir geti átt möguleika á að vera með. Margir bölva keppninni en sömuieiðis horfa allir á hana. Mér fannst einmitt skemmtUegt við söngvakeppnina að alUr gætu verið með og það stuðlaði að ákveðinni breidd. Oþekkt fólk hefur komiö fram á sjónarsviðið í keppninni en það hefur ekki verið auövelt að koma lögum á framfæri á íslandi. Söngva- keppnin var einmitt kjörinn vett- vangur til þess.“ Valgeir sagði að honum væri lög- málsins vegna Ula við aö mæla lög eftír gæðum svipað og í fegurðarsam- keppni. „Mér þykja of fá lög núna, tíu lög heföu verið mátulegt. Sjón- varpið skar allt mjög niður í sam- bandi við þessa keppni. Það er kannski aUt gott við aö breytingar eigi sér stað. Menn mega ekki staðna í neinu fagi. Það fer þó minna fyrir keppninni nú og vantar jafnvel ein- hverja stemmningu í kringum hana.“ Söngvari Valgeirs er tvítugur og heitir Daníel Ágúst Haraldsson. Hann hefur sungið með hljómsveit- inni Nýdönsk. „Hann er góöur söngvari og ég er ánægður með lag- iö.“ Valgeir sagði að hann hugsaði Utíð út í úrsht keppninnar. „Ég hef unnið einu sinni og það nægir mér en það er auðvitað aUtaf gaman að vinna í því sem maður tekur þátt. Ég verð engu að síður jafnsæll og glaður hvort sem ég vinn eða ekki.“ Magnús Eiríksson Magnús Eiríksson er sammála gagnrýni sem fram hefur komiö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.