Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 15
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 15 Sundurliðaður símnotandi Hvemig ætli eyrað líti út á manni sem talaö hefúr í símann samfellt í rúmlega tuttugu sólarhringa? Sennilega eins og á fílsunganum Júmbó sem gat flogið á eyrunum ef rétt er munað. Hætt er og við að hæsi gæti hjá símablaðraranum og líklega dregur hann ýsur þegar komið er á þriðju viku í samfelldu kjaftæði. Tekið skal fram að pistil- skrifari hefur ekki séð svona mann, ekki einu sinni í spegli. En nefndur skrifari á þó í höggi við stofnun sem heldur því fram að hann sé einmitt maðurinn sem talaði í símann í samfellt þijár vikur í nýliðnum jólamánuði. Það var sem sé einn góðan veður- dag um síðustu mánaðamót að símareikningurinn kom inn um bréfalúguna hjá skrifaranum. Slíkt þykir venjulega ekki tíðindum sæta, enda sá reikningur aðeins einn af mörgum sem detta inn um lúguna um mánaðamót. Skrifari, sem er prúðmenni og lítill síma- áhugamaður, hefur því aldrei ótt- ast símareikninga. Þeir hafa verið eins og notandinn, hógværðin upp- máluð. En nú var liðin sú gamla sælutíð. Símareikingurinn hafði sex- til sjöfaldast miðað við notkun undanfarinna ára. Umframskref voru talin í mörgum þúsundum en engar skýringar eða ástæður gefn- ar á símareikningnum. Hringt í ömmu ívesturbænum Hvemig gat á þessu staðið? Ekki mundi skráður símnotandinn eftir þvi að hafa brúkað þetta þarfa- þing ótæpilega. Kvamimar sner- ust en samt gat hann ómögulega komið þessu heim og saman. Ekki hafði hann hringt til útlanda, ekki einu sinni til Vestmannaeyja. Ætt- ingjar em, svo munað sé, aðeins á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess leiðist manninum sími. Konan var spurð. Nei, hún kannaðist ekki við neitt óvenjulegt. Hún hafði að visu hringt annað slagið í mömmu sína og systur en þær búa aðeins vestar í bænum. Ekki skýrði það máhð. Bömin höfðu einstaka sinnum hringt í vini sína og ömmu og afa. Ekki bjuggu þau í Ástralíu svo varla hleypti það símareikningn- um upp. Fleiri era ekki heimilis- fastir, utan tveir páfagaukar. Þótt þeir eigi ættingja í fjarlægum heimshomum dugar tilvist þeirra tæplega til skýringa á símareikn- ingnum háa. Við reynum aðvélprófa Fjallhár símareikningur var staðreynd en enginn hafði hug- mynd um ástæðuna. Á símareikn- ingnum stóð að tímabil afnota- gjalds væri fyrir mars til maí og skrefafjöldi samkvæmt teijara mánuðina nóvember til janúar. Annað var ekki að sjá á sneplinum. Símnotanda aðeins gert að greiða og hótað lokun símans eftir ein- daga. Það varð því úr að símnotandinn hélt af stað og reyndi að fá skýring- ar fulltrúa stofnunarinnar. Hann fór í bíl sínum þangað því ekki var gustuk aö nota símann úr því sem komið var. Fátt var til ráða hjá stofnuninni. Símareikningurinn lá þama fyrir og lítið annað að gera en borga. Símnotandinn spurði konuna, fulltrúa stofnunarinnar, hvort hún myndi borga reikning sem fram væri vísað án nokkurra skýringa eða sundurliðunar. Hún taldi það ólíklegt. Ráð hennar var að vélprófa símann, hvað svo sem það þýðir. Einnig var hægt að finna út í hvaða mánuði símnotandinn hafði misst alla sfjóm á sér. Með þaö fór notandinn og var öngvu nær. Tuttugu og sexföld notkun Niðurstaða fékkst nokkrum dögum síðar þegar símnotandinn kannaði máhð. Skref nóvember- mánaðar vora 131 og í janúar vora skrefin 252. En desember, sjálfur jólamánuðurinn þegar nóg er að gera, sýndi hvorki meira né minna en 4976 skref. Sé tekið meðaltal mánaðanna nóvember og janúar, og desember borinn saman við þá, var notkunin í desember tuttugu og sexfóld. Konan, sem við var rætt, upplýsti að um það bh sex mínútur væra í einu skrefi. Laus- lega reiknað þýðir það að síminn hafi verið í notkun í desember í nær 21 sólarhring samfeht eða um þijár vikur. Þá er ekki reiknað með þvi að legið hafi verið í símanum th útlanda, enda kannast heimihs- menn ekki við það. Þessi eini síma- reikningur er nær tvöfalt hærri en símanotkun heimihsins aht árið á undan. Útskrift var fengin hjá stofnuninni því th sönnunar. Nú þyrmdi yfir hinn hógværa símnotanda. Þama stóð svart á LaugardagspistiU Jónas Haraldsson hvítu að hann hefði legið í síman- um í þrjár vikur samfeht í kringum jólin. Þurfti hann ekkert að sofa? Gleymdi hann að kaupa jólatréð og jólapakkana handa bömunum? Og hvað með konuna? Fékk hún ekki neitt? Nagandi samviskan beit símnotandann. Hafði hann kannski ahs ekki mætt í vinnuna í desember vegna óstöðvandi munnræpu? Heilagur símvirki Hvenær kemur niðurstaða úr vélprófuninnf sem lofað var, spurði símnotandinn th að rífa sig upp úr þessum dapurlegu þönkum. Það er ekki gott að segja, sagði konan. Það getur tekið einn eða tvo mánuði. Hann lætur okkur ekkert vita hve- nær hann prófar, bætti hún við. Hún talaði um hann með lotningu, eins og þar færi Guð almáttugur. Notandinn sá fyrir sér geislabaug- inn yfir símvirkjanum sem prófaði teljarann á símanum. Konan stóð greinhega í þeirri meiningu að telj- arinn væri óbrigðuh en símnotand- inn raglaður að gera sér rehu út af tuttugu og sexfaldri notkun á heimihssíma í desember. Skammtíma- samningur Meðan á öhu þessu stóð, heim- sóknum th stofnunarinnar og sím- tölum, hafði símnotandinn gætt þess að hækka aldrei róminn og missa alls ekki stjóm á skapi sínu. Notandinn lenti nefnhega í biðröð í stofnuninni fyrsta daginn. Þar komu menn og kvörtuðu og misstu allir stjóm á skapi sínu þegar ekk- ert gekk. Og það gekk ekkert hjá neinum. Þeim var bara lofað vél- prófún og búið sph. Konumar í kvörtunardeildinni era án efa dag- farsprúðar en vora eðhlega orðnar háværar líka. Þær era í þjónustu þessarar stofiiunar en þurfa að veija vondan málstað. En notand- inn sá þijá leiki fram í tímann eins og góðum skákmanni sæmir. Hann vissi að ef símareikningurinn hái yröi ekki borgaöur lokaðist síminn. Hann gat ahs ekki án símans verið en vhdi samt ekki borga það sem upp var sett. Því sneri hann spari- hliðinni að kvörtunarkonunum og náði skammtímasamningi. Hann borgaði sem svaraði eðhlegri síma- notkun undanfarinna ára gegn lof- orði um að símanum yrði ekki lok- að meðan á títtnefndri vélprófun stæði. Skammgóður vermir Þannig standa málin í dag. Vopnahlé er í dehunni. Símnotand- inn er þó uggandi um sína stöðu. Líklegasta niðurstaðan er nefni- lega sú að einhvem tíma eftir páska komi tilkynning frá stofnuninni: „Vélprófun hefur farið fram á síma yðar. Teljarinn er í fullkomnu lagi. Vinsamlega greiðið strax gjald- fallnar skuldir. Verði það ekki gert má búast við lokun símans." Og þá er fátt th ráða. Staða einstakl- ingsins gegn einokunarstofnuninni er vonhth eða vonlaus. Óútskýrður og ósundurhðaður reikningurinn bíður. Borgaðu strax. Næsti síma- reikningur gæti svo orðið tífaldur á við þennan. Jú, það yrði boðið upp á vélprófun. Búið sph. Mánað- arlaunin færa þá öh th stofnunar- innar. Varla þýðir að leita réttar síns fyrir dómstólum. Það er tímafrekt og dýrt. Ekki bætir úr skák að sím- notandinn heyrði í útvarpinu dómsniðurstöðu í máh annars sím- notanda. Sá stóð í sama stappi og fór með sitt mál fyrir rétt. Raunar var það mál sýnu verra því í út- varpinu sagði að sá hefði legið í símanum í 99 daga samfeht. Sá má hafa verið með hlustarverk. En hann tapaði málinu. Og af hveiju? Jú, það kom sem sé í ljós við vél- prófunina að hringt var th útlanda hálfu ári eftír að kvartað var. Það er því vissara að leyfa sér ekki þann munað næstu misserin. Sundnrliöun strax Staða viðskiptavinarins er því vond. Hann getur ekki neitað að borga og snúið sér að öðra símafyr- irtæki með sín viðskipti. Það fyrir- tæki er ekki th. Símalaus getur hann ekki verið og verður því aö borga, hvort sem reikningurinn er réttur eða rangur. Hann fær ekkert að vita fýrir hvað hann er rukkað- ur því símareikningurinn er ekki sundurhðaður. Sundurhðun síma- reikninga hefur verið lofað, enda gamalt og nýtt baráttumál neyt- enda. Ef slíku hefði verið th að dreifa hefði sést ef símað hefði ver- ið th Timbúktú, Trékyllisvíkur eða Taiwan. Símanotendur, allir sem einn, ættu auðvitað að taka sig th og neita að borga símareikningana nema sundurhðun komi th. Það tíðkast ekki í viðskiptum manna að senda auðar nótur og krefjast greiðslu. Vefengi viðskiptavinur- inn niðurstöðuna gerist símastofn- unin dómari í eigin máh. Beöið eftir ráðherra Samgönguráðherra síðustu rík- isstjómar lofaði því að sundurhðun símareikninga kæmist á. Það lof- orð var svikið. Ekki hefúr frést af áætlunum núverandi samgöngu- ráðherra. Nefnt hefur verið að það kosti tuttugu th fiöratíu mihjónir að koma kerfi á sem sendir út sund- urhðaða símareikninga. Kostnað- artölur era ahtaf afstæðar en þetta er þó ekki mikih kostnaður ef th dæmis er miðað við jarðgöng sem ráðherrann hefur mikinn áhuga á. Þetta er varla meira en nokkrir tugir metra inni í fjahi. En þetta snertir alla. Þetta er breyting sem símnotendur borga án efa með glöðu geði. Það er hins vegar sein- legt fyrir stofnunina að ná sér í fé með því að tuttugu og sexfalda símareikninga hjá einum og einum notanda í senn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.