Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
Vísindi
Framgjamir uppfinningamenn
eru enn aö finna upp eldinn; það
er að segja þegar þeir eru ekki
aö finna upp þjóliö. Því hefur þó
lengi verið trúað að mannskepn-
an hafi fýrst náð valdi á eldinum
fVrir um 500 þúsund árum.
Sá skólabókaiærdómur kann
þó að vera úreltur þvi að fom-
leifarannsóknir í Suöur-Afríku
benda til að fyrir meira en milljón
árum hafi þar veriö uppi menn
sem steiktu sér kjöt við varðeld.
Minjar um þetta hafa fundist í
helli nærri Pretoríu. Kjötið var
afantilópu.
í heilinum bjó á þessum tíma
kynstofn sem kallaður hefur ver-
ið „hinn upprétti maður“. Hann
er forveri nútímamanna eins og
þeirra sem nú rannsaka meira en
milijón ára gamlar matarleifar.
í Engiandi er nú veriö aö rann-
saka möguleikana á því að græða
líflæri úr dýrum i menn. Líffæra-
flutningar eru orðnir það algeng-
ir aö mikill skortur er á lífláerum
til ígræðslu. Þetta hefur leitt til
þess að læknar hafa leitað nýrra
leiða til að verða sér úti um líf-
færi.
Enn sem komiö er miðast til-
raunimar við að flytia líflæri
milli dýrategunda. Markmiðið er
þó að þróa aðferðir til aö flytja
lífíáeri úr dýrum í menn. Helsta
vandamálið, sem þarf aö yfir-
stíga, er að líkamsvefir einstakra
tegunda eru ólikir.
Mestar Jíkur em á að líffáeri úr
svínum verði í framtíðinni notuö
í menn. Lífláeri úr þeim era lik-
ust líffærum manna og þvi er þaö
taliö möguiegt að við tvífáetling-
arnir gætum notast viö þau.
I framtíðlnni kann að fara svo
að IHtæri úr svínum verði flutt I
menn.
Loksins
læs tölva
Þótt tölvur geti næstum allt þá
hefur gengið erfiðlega að kenna
þeim að lesa venjulega hand-
skrift. Venjuleg skrift er of
breytileg fýrir tölvurnar sem
helst vflja steypa aflt i sama mót-
ið.
Tölvufræðingar vilja þó ekki
sætta sig við þetta. I Bandaríkj-
unum er veríð að þróa tölvu sem
á að verða iæs á skrifaö mál.
Hugmyndin er sú að tölvan læri
fyrst að þekkja skrift þess manns
sem hún á að lesa eftir.
Það er gert með því að maður-
inn skrifar með penna á tölvu-
ir. Tölvan lærir þar meö helstu
ráöið hana aftur þrátt fyrir eðli-
leg frávik.
Tveir sænskir verkfræðingar hafa
fundið upp nýja gerð af sprengi-
hreyfli sem þeir segja að henti vel í
bíla. Nýja vélin á að vera kraftmeiri,
léttari og spameytnari en þær sem
nú eru notaðar. Uppfmningamenn-
imir heita Sten-Harald Söderström
og Börje Árendai. Uppfmningu sína
kalla þeir sínusvél.
Hugmyndin er að hafa tvo stimpla
í hverju sprengirúmi. Annar hreyfist
upp og niður eins og venja er í öUum
sprengihreyflum en hinn snýst í
hringi eftir sérstöku kúrfulaga fari.
Það er eins og sínuskúrfa hjá stærð-
fræðingum og af þvi er heiti vélar-
innar dregið.
Uppfinningamennimir segja að vél
af nýju gerðinni taki aðeins fjórða
hluta af því plássi sem jafnaflmikil
bílvél tekur. Nýja vélin á einnig að
vera flöng þannig að hægt verður að
koma henni fyrir á öðrum stöðum
en heföbundnum vélum. Þeir halda
því einnig fram að nýja vélin nýti
eldsneytið betur en þær eldri og valdi
því minni mengun. Þá á slit í nýju
vélinni að vera minna.
Ekki eru allri á eitt sáttir um að
vélin sé búin’öllum þeim kostum sem
hönnuðir hennar vflja vera láta. Enn
hefur engin vél af þessari gerö veriö
Uppíinningamennirnir með hluta í nýju bílvélina. Hún hefur ekki enn verið sett saman.
smíðuð en unnið er að því að koma
frumgerð hennar saman. Meðan svo
er verða uppfinningamennimir að
bíða með sannanir fyrir sínu máli.
Tfl þessa hafa bílaframleiðendur
sýnt málinu lítinn áhuga. Engar full-
yrðingar hafa þó komiö fram í þá átt
aö hugmyndin sé ómöguleg heldur
að hún sé enn aðeins á frumstigi og
langur tími líði þar til fyrsta sínus-
vélin verði ræst.
Ný vél í bíla
Samkeppni um staðla fyrir hágæðasjónvörp:
Japanskur sigur blasir við
Allir helstu framleiöendur sjón-
varpa í heiminum reyna nú að ná
samkomulagi um staðal fyrir nýju
hágæðasjónvörpin sem væntaleg eru
á markað eftir eitt tfl tvö ár. Enn er
ekkert samkomulag um þennan stað-
al frekar en um staðlana sem nú eru
notaðir.
Með nýju sjónvörpunum verða
skjáirnir stærri en áður og myndim-
ar líkar þeim sem sjást á breiðtjöld-
um kvikmyndahúsanna. Þessi mun-
ur fæst með því að fjölga verulega
línunum, sem liggja þvert yfir skjá-
ina, en deilt er um hvað línumar eiga
að vera margar.
Evrópsk, bandarísk og japönsk raf-
eindafyrirtæki hafa um árabil unnið
að þróun nýju tækjanna hvert í sínu
lagi og er vinnan nú komin á loka-
stig. Svo virðist sem Japanir hafi
nokkuð forskot enda hafa þeir þegar
boðað komu fyrstu tækjanna á mark-
aðinn.
Miklir hagsmunir era í húfi því
búist er við aö nýju tækin ryðji þeim
gömlu af markaðnum á fáum ámm.
Um leið verða sjónvarpsstöövar að
breyta útsendingum sínum því út-
sendingargeislinn sem nú er notaður
dugar ekki fyrir nýju tæknina.
Nú em notaðir tveir staðlar við
framleiöslu sjónvarpstækja. Annar
er evrópskur en hinn bandarískur.
Sá evrópski þykir bjóða upp á skarp-
ari myndir og er notaöur í flestum
löndum heims. Japanir hafa fyrir
löngu tekið upp þann staðal. Banda-
ríski staöallinn er aftur á móti óvíða
notaður nema þar í landi.
Við framleiðslu á hágæðasjón-
vörpum er sundurlyndiö enn meira
því unnið er eftir þremur stöðlum;
evrópskum, japönskum og banda-
rískum. Sumir framleiöendur í
Bandaríkjunum segja að hágæða-
sjónvörp framleidd eftir þeirra staðli
nái cfldrei fótfestu á markaðnum
vegna forskots Japana. Framleiöend-
ur í ríkjum Evrópubandalagsins,
sem hafa komið sér saman um stað-
al, em líka uggandi.
Bandarísku og evrópsku framleið-
endurnir verða því senn hvað líður
að gera upp við sig hvort möguleiki
sé á aö hafa Japani undir í sam-
keppninni. Hinn kosturinn er að
hefja framleiðslu á sjónvörpum eftir
japönskum staðli. Sérfræðingar í
sjónvarpsmálum telja mestar líkur á
að síðari leiðin verði valin og Japan-
ir hafi fullan sigur í málinu.
Mannfræðingar segja að Rambo sé ekki mannlegur því ofbeldi lelja þeir ekki til mannlegs eðlis.
Rambo er ekki mannlegur
„Rambo er ofbeldisseggur. Það eitt
er mannlegt við hann.“ Þannig hefur
verið skrifað um þessa hetju kvik-
myndanna en nú vflja vísindamenn
andmæla þessu og segja að ofbeldi
sé ekki mannlegt.
Þrátt fyrir ótal sögur um árásar-
hneigð manna segja mannfræðingar,
sem hafa rannsakað þessa eðlisgáfú,
aö hún sé víkjandi í mönnum. Þeir
segja aö í eðli sínu sé mannskepnan
friðsöm gras- og hrææta sem óttist
ofbeldi.
Það er mannfræðingurinn Ashley
Mongagu sem heldur því fram að
árásarhvötin sé manninum ekki eöl-
islæg heldur hafi hann lært þann
ósið að ráðast á aðra. Hann bendir á
að þegar ein þjóð ræöst á aðra þurfi
yfirleitt að beita miklum áróðri til
að snúa mönnum tfl vamar. Flestum
detti fyrst í hug að gefast upp. Innrás-
armennimir hafi einnig verið þving-
aðir til fararinnar. Samkvæmt þessu
er hemaður fjarri mannlegu eðli
þrátt fyrir allt.
Mongagu segir að rándýr búi yfir
eðlislægri árásarhvöt sem haldi í
þeim lífmu. Hann segir aö engin slík
hvöt búi í mönnum. Þegar maður
snúist tfl árásar stafi þaö af þörf fyr-
ir að veija hendur sínar. Ofbeldi
manna megi því alltaf rekja til utan-
aökomandi ástæðna og brjótist fram
þegar maðurinn er í vöm.