Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 17
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 17 Persónuleikapróf Er líf þitt allt í rúst? Átt þú gott með að skipuleggja daglegt líf þitt eða ríkir þar óreiðan ein? Hvemig er ástandið heima hjá þér og í vinnunm? Er allt í röð og reglu á skriíborðinu eða þarft þú helst að kaUa út björgunarsveit til að finna nauð$ynlega hluti? Mörgu fólki líður best ef allt er í röð og reglu í kringum það meðan aðrir kunna best við óreiðu. Umhverfl manna lýsir oft persónuleg- um stíl þeirra og með því að taka þetta próf getur þú komist að því hvemig þér er best lýst. Þú setur S (satt) eða Ó (ósatt) í rammana sem fylgja hverri fúllyrðingu eftir því hvort á við um þig. Ef þú ert ekki viss gefúr þú þér engu að síður eitt stig. 1. Ég fer á taugum þegar ég stend frammi fyrir alvarlegum vanda- málum. □ 2. Ég gleymi aldrei fúndum sem ég hef ákeðið að mæta á. □ 3. Ég á hsta með afmælisdögum vina minna og öðrum mikilvægum dagsetningum. □ 4. Síðustu ákvarðanir sem ég hef tekið hafa gefið góða raun. □ 5. Mér er illa við að fresta verkum jafnvel þótt illa liggi á mér. □ 6. Gagnrýni snertir mig ekki. □ 7. Það kemur oft fyrir mig að týna hlutum sem ég taldi mig hafa sett á vísan stað. □ 8. Ég set mikflvæg skjöl á öruggan stað þar sem ég get alltaf gengið að þeim. □ 9. I vinnunni reyni ég að kynna mér störf annarra ekki síður en mitt. 10. Sumir segja að ég sé latur/löt en ég kalla það vandvirkni. 11. Ég verð afskaplega niðurdreg- in(n) ef einhver mér nákomin(n) særir mig. 12. Það kemur oft fyrir mig að ég læsi mig úti. 13. Ég hef gert ráðstafanir tfl að mæta óvæntum veikindum, óhöpp- rnn eða atvinnuleysi. 14. Ég legg reglulega saman í ávis- anaheftinu mínu og vil ekki að þar skeiki um krónu. 15. Ég hika ekki við að segja mein- ingu mína jafnvel þótt það komi sér ekki vel fyrir alla. 16. Yfirleitt er það fátt sem veldur mér áhyggjum. 17. Ég á gott með að muna nöfn á fólki sem ég hitti. 18. Ég á gott yfírlit um allan kostn- að sem kemur til frádráttar frá sköttum. □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Sumir eiga erfiðara en aðrir með að vinna skipulega. 19. Ég fer oft á útsölur og kaupi gjafir tfl að nota síðar. 20. Þegar ég á frí nota ég tímann til gagnlegra verka. 21. Ég á auðvelt með að fást við geðstirt fólk. 22. Eg verð oft að fara heim úr vinn- unni til að ná í hluti sem ég hef gleymt. 23. Ég trassa oft að láta gera viö bflinn minn. 24. Ég læt það bíða til síðustu stundar að ákveða hvað ég geri í sumarfríinu. 25. Ég held að það sé rangt að bíða eftir réttum augnablikum því þau koma ekki af sjálfu sér. 26. Eg er mjög bjartsýn(n). 27. Ég á erfitt með að segja brand- ara þannig að aðrir hafi gaman af. 28. Heima hjá mér er ég afltaf að týna fotunum mínum. □ 29. Ef ég sæki um nýtt starf kynni ég mér hvaða áht væntanlegur vinnuveitandi hefúr. □ □ □ □ □ □ □ 30. Ég dreg í lengstu lög að borga reikninga. Niðurstaða Þú gefur þér stig í samræmi við töfluna hér fyrir neðan. Að því loknu leggur þú stigin saman og berð niðurstöðuna saman við grein- inguna á eftir. S 1. 0 2. 3 3. 3 4. 3 5. 3 6. 3 7. 0 8. 3 9. 3 10. 0 11. 0 12. 0 13. 3 14. 3 15. 3 16. 3 17. 3 18. 3 19. 3 20. 3 21. 0 22. 0 23. 0 24. 0 25. 3 26. 3 27. 0 28. 0 29. 3 30. 0 Greining □ 60 stig og yfir Líf þitt er mjög skipulagt og árangurinn eftir því. □ 35 tfl 59 stig Reglusemin er í góðu lagi þrátt fyrir ein- staka veikleika. □ 20 tfl 34 stig Líf þitt einkennist af mikilh óreiðu. □ Færri en 20 stig Láttu þessa niöurstöðu ekki á þig fá, marg- ir snihingar hafa verið svona ruglaðir. ERÞAÐ1 EÐA EÐA 44 Komið hefur fram hugmynd um nýjung í fjármögnum húsnæðis hér á landi. Hugmyndin er kennd við: 1: leigulán X: húsbréf 2: húsaleigubréf B Ungur rithöfundur fékk stílverðlaun sem kennd eru við Þórberg Þórðarson. Rithöfundurinn heitir: 1: Gyrðir Elíasson X: Einar Már Guðmimdsson 2: Einar Kárason Umdeild mynd um hvalveiðar hefur verið sýnd í Sjón- varpinu. Höfundur myndarinnar er: 1: Magnús Skarphéðinsson X: Magnús Guðmundsson 2: Magnús Magnússon D Fyrirtæki í Reykjavík notar þetta merki. Hvað heitir það? 1: Skjólklæðagerðin X: Vinnufatagerðin 2: Sjóklæðagerðin Handknattleikslið Vals sigraði lið frá Austur-Þýskalandi í leik um síðustu helgi. Hvað heitir tapliðið? 1: Herta Berlin X: Rostock 2: Magdeburg F Uppátæki, sem Steingrímur Hermannsson stóð fyrir, vakti ótta meðaí alþýðuílokksmanna. Hvað gerði Steingrímur? 1: samdi ræðu X: fór á skíði 2: smíðaði stól G í teiknimyndasögu í DV býr þessi maður við mikið konu- ríki. Hvað heitir hann? 1: Flækjufótur X: Arnarauga 2: Rauðauga H Málsháttur hljóðar svo: Betra er ólofað en. I: illa gift X: illa gert 2: illa efnt r 44 Sendandi Heimili Rétt svar: A □ E □ B □ C □ D □ F □ G □ H □ Hér eru átta spurningar og hverri þeirra fylgja þrír möguleikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurningu. Skráið réttar lausnir og sendið okkur þær á svar- seðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Aðþeim tímaliðnum drögumvið úrréttum lausnumog veitumein verðlaun. Þaðereink- ar handhægt ferðasj ónvarp af gerð- mni BONDSTEC frá Opus á Snorra- braut 29. Verðmæti þess er 8.900 krónur. Sjónvarpið er gert fyrir 220 volt, 12 volt og rafhlöður og kemur þvíjafnt að notum í heimahúsum sem fjarri mannabyggð. Merkið umslagið 1 eða X eða 2, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Vinningshafi í fertugustu og annarri getraun reyndist vera: Fjóla Arnadóttir, Blönduhlíð 31, 105 Reykjavík Vinningurinn verður sendur heim. Rétt lausn var: X-1-2-X-2-1-X-X

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.