Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Þó að andi Kári kalt... Ekki alls fyrir löngu barst mér í hendur bréf frá gömlum vini og kunningja, Hermanni Daníelssyni, sem ég kailaði þúsundþjalasmið í gamla daga, vegna þess hve aUt lék í höndum hans, þó ekki upphátt, því ég var ekki viss um hvemig hann tæki nafngifönni. í bréfinu voru nokkrar stökur, þ.á m. þessi: Ei má spara orku og fjör, alltaf batna mannakjör. Hefur Torfi handtök snör, hleypur í skarð fyrir Jón úr Vör. Veturinn, sem er að líða, hefur ver- ið mörgum erfiöur, svo jafnvel elstu menn muna vart annan slíkan, a.m.k. í sumum landshlutum. En hér áður fyrr var lífið síður en svo neinn dans á rósum eins og eftirfarandi húsgangur ber með sér: Harðnar vetur, herðir frost heyri ég vindinn gnauða. Nú er fátt um feitan kost hjá forumanninum snauða. Stefán Ásmundsson á Hofsósi tek- ur í sama streng: Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka telur sig kunna ráð við þeim vanda sem árstíðimar em okkur oft og tíð- um: Enginn getur endalaust ævihretum kviðið. Sumar, vetur, vor og haust væri betur hðið. En þótt haustgrunurinn búi í sálu hvers og eins má maður ekki guggna. Gunnar Eggertsson: Þó aö haust með hélu á brá hug minn kvíða slái, reynist auðvelt enn að fá ást á hveiju strái. Páll Ólafsson skáld á eftirfarandi Vetrarkveðju: Margt er gott aö muna þér þó mér þú fyndist langur. Farðu vel, þú færðir mér fognuð bæði og angur. Hríðin ströng í heiftarmóð herti söng við bæinn. Varð þá öngum værðin góð vorinngöngudaginn. Þó að nísti frostið fast og fölni grænir hagar eftir þetta kuldakast koma betri dagar. Þeir Jón Ellert Tryggvason og Ólafur Theodórsson voru við veiðar Hvammsvík í Kjós um siðustu helgi og voru búnir að fá 20 regnbogasil unga og |>eir bættu við fleiri. DV-mynd G.Bende Heyrt í veiðiskapnum Dorgveiðimenn hafa heldur betur fengið meðbyr í seglin og hafa þeir farið í hópum til veiða í Hvammsvík í Kjós. Þar em í vatninu um 14 þús- und fiskar sem virðast hafa mestan áhuga á maísbaunum frá Ora, þeir em óðir í þær. Við höfum frétt að um páskana sé stefnt að því að halda heilmikla dorgveiðikeppni í Hvammsvíkinni. Greint verður nán- ar frá því þegar þar að kemur. Margiraðhnýta Áhugi á fluguhnýtingum er mik- ill þessa dagana og hafa hinir ótrú- legustu sést hnýta túbur og flugur. Af þremur fréttum við sem sáust skoða túbur í sjoppu einni fyrir skömmu og þótti sumum viðskipa- vinunum túbumar líkjast litlum sprengjum og vom því snöggir að versla þann daginn. En veiðimenn héldu áfram aö skoða túbumar. Nýrritstjóri Vorblöð veiðitímaritanna Sport- veiðiblaðsins og Á veiðum em þessa dagana í undirbúningi. Tímaritið Á veiðum skipti fyrir skömmu um rit- stjóra og hefur Þorsteinn G. Gunn- arsson tekið við af Steinari J. Lúð- víkssyni. Er þetta í þriðja sinn sem skipt er um ritstjóra á blaðinu þau sex ár sem blaðið hefur komið út. DræmtíMývatni Dorgveiöi í Mývatni hefur víst verið frekar lítil það sem af er en með betri tíð kemur þetta. Fyrir skömmu var við veiöar á Mývatni hópm- af nemendum úr Verk- menntaskólanum á Akureyri, um 40 manns, og fengu víst flestir einhvem fisk. Mest vom þetta 1 til 2 punda bleikjur. Lítil veiði hefur verið í neta- lagnir ennþá. Verð í Laxá á Ásum mikið rætt Verð á veiðileyfum hafa mikið verið rædd meðal veiðimanna eftir að DV birti verðið á þeim fyrir skömmu. Þykir mörgum veiðimönn- um sem það sé orðið ansi hátt sums staðar. Sala á veiðileyfúm hefur samt gengið mjög vel, ótrúlega vel víða. Laxá á Ásum hefur verið rædd fram og aftur enda er dýrast aö veiða í henni. Einn af landeigendum við ána hafði samband við okkur og sagði að ódýrasti dagurinn væri á 25 þúsund. Þetta em fyrstu dagamir í júní. G.Bender Veðrið er líklega eitt allra algeng- asta umræðuefni manna í milli, því til þess er oft gripið þegar menn hafa í raun ekkert sérstakt fram að færa. En það er ekki öllum gefið að geta lýst útlitinu á jafnfrábæran hátt og Gestur Guðfmnsson í kvæði sínu Haust: Váleg er veðurátt og vindagari, loftið haustlegt og hrátt með skýjafari. Lítil blóm eiga bágt í engu vari. Tré standa blaðlaus og ber í brekku sinni. Sjórinn skvettist við sker í fjarðarmynni. Hrollkalt, hrollkalt er mér í veröldinni. Vísnaþáttur Torfi Jónsson Guðmundur Ingi Kristjánsson yrk- ir svo um illveður í aðsigi: Víða grátt er veðrafar, varla dátt er gaman. Höfuðáttir heyja þar hríðarsláttinn saman. Asahláka getur verið hættuleg, einkum þegar snjóalög em mikil, og eflaust hefur Bjami Jónsson frá Gröf í Víðidal gert sér grein fyrir því þeg- ar hann kvað: Þó að andi Kári kalt og krýni landið fónnum, þér mun standa þúsundfalt þyngri vandi af mönnum. Hér er bölvuð ótíð oft og enginn friður. Það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Og Siguijóni Jónssyni í Snæ- hvammi í Breiðdal hefur fundist nóg komið af svo góðu, eftir vísu hans að dæma: Ekki er votra veðra slot, vætur blota hreysi, hafa otað öllu á flot út í notaleysi. Benedikt Valdimarsson, Þröm í Eyjafirði, lýsir ástandinu á eftirfar- andi hátt: Syngur tíðin sorgarlag, sæld og bliðu dylur. Á mér níðist nótt og dag norðanhríðarbylur. En Kristján frá Djúpalæk gerir sér grein fyrir að það em fleiri en ein hlið á hveiju máh: En þótt veðurlagið sé á stundum ekki eins og best verður á kosið hafa þó verið til menn sem hafa kunnað að bregðast við því á réttan hátt, samanber vísuna sem hér fer á eftir, en uppruni hennar er að líkindum frá þeim dögum sem Kolbeinsey var og hét: Kom ég við í Kolbeinsey, kafaði snjó í bringu. Þar var fólk að þurrka heý og það í stórrigningu. Torfi Jónsson B vítamín, sem talsvert eraf í mjólk eru nauðsynleg tilþess að viðhalda heilbrigði taugakerfisins. B-2 vítamín er nauðsynlegt fyrir augu, húð, negluroghár. Mjólkog mjólkurvörur eru ein auðugasta uppspretta B-2 vítamíns í fæðu okkar fyrir utan innmat. Eflíkaminn færekki nægjanlegt kalk úrfæðunni, gengurhannáforða kalkbankans og aukin beingisnun á sérstað. Þeir sem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið betur og hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfa sig lítið. Það er kjörið fyrir þá sem kjósa fituskerta mjólkað neyta einnig lýsis, sem erríkt affituleysanlegum vítamínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.