Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 23
ov)r kj|ah jrjOAuHAm'J LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 23 Popp m ; > . Bemharður rær einnogmeðöðrum Eins og komið hefur fram í helg- arpoppi þá á Manchester hljómsveit- in New Order heiður af einni bestu plötu sem út hefur komið það sem af er ári. Söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar, Bernard Albrecht, ætlar þó ekki að láta sér nægja að eiga heiður af einni plötu á þessu ári því hann hefur þegar lagt drög að upptökum sinnar fyrstu sóló- plötu og verður þar með fyrstur af New Order/Joy Division genginu til að arka einsamall á vit tónlistargyðj- unnar. Ekki er það nú alveg kórrétt að Bernard arki einn því sér til fullting- is hefur hann valið tvo hæfileikaríka meðreiðarsveina. Hér er annars vegar um að ræða melódíumeistarann Neil Tennant sem fólk þekkir frekar sem annan helming Pet Shop Boys dúettsins, en flokkurinn sá hefur verið tíður gest- ur á vinsældalistunum undanfarin ár og afrekað nokkrar prýðisgóðar lagasmíðar. Hins vegar ætlar Bern- ard að njóta hæfileika Johnny Marr, gítarjöfurs og aðallagasmiðs Smiths meðan hún var og hét. Marr hefur farið huldu höfði síðan Smiths hætti haustið 1987 og ekki hægt að bendla hann við neina sérstaka hljómsveit eða tónlistarmann, hann hefur flakk- að á milh sem session-maður og ætl- ar nú að ljá krafta sína Bemard Albrecht. Sannarlega sterkt lið á pappímum og athyghsvert samstarf ólíkra tón- listarmanna hér á ferð, sem saman ættu að geta skapað gott verk. Altént verður spennandi að heyra þegar platan kemur út seint á þessu ári. Umsjón: Snorrí Már Skúlason Þungur tóH veldur ^ þunglyndi ökumanns. VeDum og höfnum hvað , nauðsynlega þarf að vera með í ferðalaginu! ux FERÐAR Centaur býður vetri konungi birginn - hljómleikaferð í mars og ný plata í vor Hljómsveitin Centaur, sem sló svo eftirminnilega í gegn sumarið 1987 með plötunhi Blús djamm, er í óða önn að taka upp nýja plötu og þegar þetta er ritað hafa 6 lög þegar verið hljóðrituð í Nýja-Sýrlandi. Ætlunin er að taka upp 10-12 lög á breiðskífu og ætlar hljómsveitin að róa á önnur mið tónlistarlega en árið 1987, blúsn- um hefur verið kastað fyrir róða en í staðinn státar Centaur af nýju frumsömdu rokki. Verður fróðlegt að heyra afrakstur þessarar stúdíó- ferðar Centaurs því þama fer flokk- ur einstaklega hæfileikaríkra hljóð- færaleikara sem hafa spilað saman í fjölda ára. Sveinn Kjartansson er upptöku- maður á þessari væntanlegu plötu en Jón Steinþórsson er tónlistarlegur ráðanautur (pródúser) og var það ekki illa vahð hjá Centaur-mönnum. Centaur-piltar láta sér ekki nægja að standa í plötuupptöku því að 1. mars síðastliðinn hófst á Akranesi 20 daga tónleikaferð hljómsveitarinnar norður og síðar austur um land, allt til Egilsstaða. Er fyrirhugað að koma við á tólf stöðum og ætlar Centaur að kynna nýja efnið í skólum en auk þess verður eitthvert dansleikjahald. Strákarnir i Centaur eru nú í óða önn að ganga frá nýrri plötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.