Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 24
24
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
Aö undanfömu hef ég nokkrum
sinnum rekist á það í tali jafnaldra
minna og yngra fólks að margt af því
virðist telja popptónlist heyra til list-
ar með stóm elli, telji hana eiga að
pjóta sömu virðingar og hin svokall-
aða klassíska tónlist sem einnig er
nefnd erfiðari orðum eins og „æðri
tónlist" og „alvarleg tónlist". Gott ef
ég hef ekki rekist á umræður um
þetta í einhveijum blöðum að undan-
fömu. Og margar heimildir hef ég
fyrir heitum skoðanaskiptmn og
e.t.v. vinslítandi rifrildum í heima-
húsum um þetta mál sem virðist
ansi viðkvæmur punktur í okkar
kynslóðaskiptu menningu.
Unga fólkið er alið upp svo til ein-
göngu við popp og ýmis ættmenni
þess en eldra fólkið hefúr skiljanlega
annaðhvort vaxið upp úr því eða
aldrei kynnst því á jafngleypandi
hátt og við sem fædd erum eftir siða-
skiptin í hinum siðmenntaða heimi.
Ekkertvaranlegt
Okkur sámar því nokkuð að sitja
uppi með heilt 100 plötu safn sem
enga varanlega tónlist hefúr að
geyma, ekkert það sem hlustað verð-
ur á eftir þetta 100 ár, allt tómir slag-
arar. Og þess vegna, efdr að hafa
fómað lífi okkar fyrir breska
trommuslagara sem aldrei htu alls
gáðan dag og aldrei höföu heyrt um
neinn af sonum Bachs getið áður en
þeir káluðu sér í einhverju púluæði
uppi á hóteli í New York, þá er það
e.t.v. skiljanlegt að einhver af okkur
vilji reyna að hifa þessa hina sömu
hetju upp á einhvers konar stall og
gera úr henni einhvem listamann.
Jafnvel núlifandi menn og gang-
andi á meðal okkar, menn sem
kunna að plokka á bassa eða muna
nokkur vinnukonugrip á gítar, jafn-
vel þeir era af sumum heitum aðdá-
endum sínum kallaðir listamenn og
gott ef ekki skáld líka. Einkum era
það unnendur hins svokallaða
„framsóknar-rokks“, „framsækinn-
ar popp-tónlistar“, sem harðastir era
í þessari upphafiúngu. Þeir telja sín-
ar uppáhaldshljómsveitir enga eftir-
báta þaulæfðra strengjakvartetta eða
annarra klassískt menntaöra sólista.
Þetta er sorglegur misskilningur og
gerir engum gott og allra síst sjáifum
rafmagnsgítarleikurunum.
Eða ætlar einhver sér að bera sam-
an mann sem getur pikkað eitthvað
upp á gítarinn sinn, kann nokkra
fræga kafla og kann að ná góðu
sándi, er e.t.v. jafnvel flinkur að taka
sóló, ætlar einhver að bera hann
saman við annan mann sem lagt hef-
ur stund á tónlist frá sjö ára aldri,
æft sig 5 tíma á dag, les nótur, kann
flest helstu verk heimstónmennt-
anna utan að og getur túlkað á ýmsa
vegu, spilað á allar tilfinningar
mannsins, túlkað allar hans bestu
kenndir, en verður svo kannski að
vinna fyrir sér með því að spiia inn
á popp-upptökur í stúdíói, spila þessa
þrjá tóna aftur og aftur af eintómum
leiðindum, aðeins vegna þess að
hann fær borgað fyrir það? Nei, ég
efast um að nokkur vilji það.
Samaversið
afturogaftur
Því þó að popptónlistin sé öflug-
asta tónform nútímans, njóti mestrar
útbreiöslu og láti hæst í eyrum, þá
er hún ekki nema mjög lítiíl og tak-
markaöur angi á endalausum mögu-
leika-meiði tónlistarinnar eins og dr.
nafni minn benti nýlega á í blaða-
grein. í eðli sínu er öll popptónlist
eins, sama versið upp aftur og aftur
og hún hefur alltaf verið til, það vita
allir.
Popp-lag er ákveðin formúla,
tromman gefur taktinn, hin hlióð-
færin stemmninguna og svo kemur
melódían ofan á og aldrei mefra en
þrír frasar að meðtöldu viðlaginu.
Inngangur, viðlag, inngangur aftur,
viðlag aftur, millikafli (sem þó er
stundum sleppt), viðlag og svo aftur
viðlag. Varíasjónirnar eru svo ekki
nema rétt út fýrir þessa formúlu. Það
geta allir lagfærir menn samið svona,
þó auðvitað kalli það á vissan hæfi-
leika að gera það vel sem maður ber
sína virðingu fyrir. Við getum kallað
það vissa kúnst (í stað listar).
Ég er hræddur um að við lista-
mennimir værum ekki lengi að
bijóta svona þröngar skorður utan
af okkur ef í myndlist ætti málverk
að vera kanna, epli, blóm og kanna
aftur. Þetta á einnig við um hina
svokölluðu framsæknu tónlist sem
helst er talin til listar, uppbygging
laganna er alveg eins og aðeins
stillinn á plötualbúminu eða þetta
„nýja sánd“ sem gerir gæfumuninn.
Ef svo popparamir fara út fyrir
rammann og semja kannski 10 mín-
útna lög sem e.t.v. hafa 6 frasa í stað
þriggja, með löngu gítarsólói og ein-
hverju meira skrauti, þá era þau
kölluð „meistaraverk". Mönnum
finnst það beinlínis ótrúlegt að ein-
hver trommuheilinn hafi látið sér
detta í hug að skipta um takt í miðju
lagi. Fyrir bragðið er hann kallaður
„snillingur“.
Nauðsynleg
dægurmenning
En poppið er popp og á allan rétt
á sér, það tiiheyrir menningunni sem
nauðsynleg dægurmenning, ég er
einungis að benda mönnum á aö vera
ekki að gera lítið úr því með því að
reyna að flokka þetta undir list. Sam-
anburðurinn verður svo ósanngjam.
Því skilgreining verður aö vera á
milli dægurflugna og hstaverks, á
milli stundarfyrirbæris og hins ei-
lífa, annars er illa komið fyrir því
þjóðfélagi sem ekki getur greint á
milli poppara og listamanna.
Og popparamir eiga ekki að þurfa
að kvarta um skort á athygli, hana
Úr mínu höfði
Hallgrímur Helgason
fá þeir óskerta á öllum forsíöum á
meðan listamenn mega bíða með sína
blaðamannafundi þar til í kirkju-
garðinn er komið. Það er pínlegt fyr-
ir alla aðila að reyna að blanda þessu
saman og poppið þarf alls ekki og á
aldrei að þurfa á styrkjum lista-
manna að halda, því þetta er vin-
sældatónlist fyrst og fremst, sé hún-
ekki vinsæl er hún ekkert nema í
afar stöku bílskúrstilfelli.
En því miður get ég ekki látið hjá
líða að leita skýringar á þessum mis-
skilningi hjá hinum alvarlegu og
klassísku tónskáldum sjálfum. Mód-
emisminn hefur farið Ula með öldina
að vissu leyti, með einstrengingslegri
stefnu sinni hefur hann leyft poppinu
að einoka hinn almenna markað.
„Alvarlega tónhstin" er á köflum svo
hrikalega alvarleg aö það er ekki
nema hörðustu hundum hennar inn
sigandi á nútímatónleika. Mennimir
eru að semja eitthvaö sem kemur
okkur saklausum og heymarskert-
um smáborgurunum eiginlega ekk-
ert við.
Tónskáldin leika sér einsömul í
sínrnn eigin heimi og era að „vinna
úr tónmöguleikum tvíunda með til-
hti til minimahsma og strúktúral-
isrna". Þeir skrifa fyrirmæli til hlust-
enda í prógrammið svo þeir eygi
smáglætu í skhningi á verki þeirra.
Af þvermóðsku (e.t.v. skiljanlegri)
og sárindum út í poppið láta þau þaö
engin áhrif á sig hafa. Gera sér engan
mat úr alþýðutónhst eins og margir
fyrirrennarar þeirra hafa gert með
góðum áhrifum aht frá Mozarti til
Bartoks. Þetta þekkjum við mynd-
hstarmenn einnig vel, við sækjum
okkur oftlega andlega næringu og
mótív í brann almúgamennskunnar,
í dagblöð, tímarit, frístundamálara,
jafnvel landslag.
Við megum ftjálsir mála fígúratívt,
eitthvað sem fólk sér og kannast við,
og alveg án þess að þurfa aö minnka
við okkur nein hstræn gæði. Þetta
heyrir maður hins vegar ekki gert á
sama hátt í tónhst. Og þess vegna
verður popptóiúistin að hst í hugum
sumra í þessu tómarúmi sem þama
skapast. Fólk fær ekkert annað.
Fáirljóð-
unnendureftir
Og svipað er uppi á teningi í
textagerð, unnendur Ijóða á íslandi
era nú sjálfsagt orðnir jafnmargir
nunnunum í Stykkishólmi og þess
vegna verða dægurlagatextamir
eina póetíska næringin sem þjóðin
fær inn um sitt bjagaða brageyra.
Við verðum að segja eins og kaninn:
Lets face it, þjóðin les ekki ljóð en
hlustar á útvarpsbylgjumar í stað-
inn. Þar fær hún samtímaskáldskap-
inn sinn og þess vegna era sumir
bestu textagerðarmennirnir kallaðir
ljóðskáld í partíum úti í bæ þegar
aðdáendurnir era komnir á þriðja
bjórglas.
Einnig þetta er sorgleg staðreynd
og jafnframt misskilningur. Eða
hvert er þjóðin leidd þegar Bowie eða
Bubbi trjóna fremst í skáldadeildinni
í hugum hinna vesælu poppkyn-
slóða? En einnig í þessu dæmi er í
nokkra við sjálf skáldin að sakast,
ekki laða þau beint að sér mannskap-
inn með þessu endalausa flæði sínu
upp og niður naflann eöa inn og út
um heilann, í mesta lagi að þau
standi við gluggann.
Og á meðan okkar kynslóð verður
að bíða og bíða eftir skáldunum sín-
um, sem geta ort á hennar máh um
Esjuna, Broadway, þjóðveginn aust-
ur, Atlavík og AIDS, þá hlustar hún
á Megas, Valgeir eða Bjartmar, hlust-
ar á hina smehnu texta þeirra, sem
eru það sem enskir kaha „No-nons-
ense“ skáldskap, og reynir aö taka
þá fyrir ljóð, fyrir skáldskap á ein-
hvem mögulegan hátt. Maður á það
alla vega ekki á hættu að verða þar
fyrir „fljúgandi augum“ eða „gler-
skógum“ og „blóðhafi" eða einhverri
annarri stórkostlegri tjáningardýpt
og myndauðgi sem einatt fælir mann
upp úr ljóðabókum.
Þjóðlistamenn
Og þannig verður poppið ofan á
þar til listamennimir þora að verða
þjóölistamenn, þjóðskáld og þjóð-
söngvarar. Á fimm rásum yfirgnæfir
það allar hinar hljóðlegu tilkynning-
ar um kammertónleika í Bústaða-
kirkju eða einleik í Norræna húsi.
En það er samt harður hópur, mikill
kjami, fólks sem lætur sig hafa það
og mætir, þótt ekki sé nema fyrir
geðheilsuna eða ættingjabömin. Og
engin hætta er á öðra en að klassíkin
lifi þetta af, eða hver æhr ekki nú
þegar hann heyrir „Honky Tonk
Woman“ í 1800sta sinn og hver lyftist
ekki ahur úr sæti þegar hann heyrir
„Im wimderschönem Monat Mai“?
Því poppið gengur aðeins frá degi til
dags og þannig er það fínt, ahtaf gam-
an að heyra eitthvaö nýtt, maður
hefur gaman af poppinu, en bara á
aht annan hátt, maður dansar, kemst
í fíhng, „helgarskap“.
Til dæmis er alltaf gaman að heyra
eitthvað sem ungir krakkar eru að
gera, þau tjá sinn veruleika á nýjan
hátt, það kemur fram nýtt afbrigði
dægurmenningar sem áhrif getur
haft upp í efri lög listarinnar. Poppið
er því best þegar það hefur eitthvert
bit, þegar j>að er ferskt, en þvi miður
fáum við Islendingar aldrei að heyra
það fyrir útvarpsstöðvunum sem
aldrei spila annað en gamlar tuggur
og annaö sem ekki má trufla fólk við
vinnu sína, þær einblína enn á Bret-
land eins og allt nýtt sé þaðan.
Þannig missum viö algjörlega af
öhu því sem gerist í Bandaríkjunum
hjá öhum sniðugu svertingjunum
þar. Hér heyrist aldrei í Keith Swe-
at, Toneloc, Pubhc Enemy, Heavy
D, Full Force, Shck Rick, Levert,
KRS-1, DJ Jazzy Jeff and the Fresh
Prince, Kool Mo Dee, Freddy Jack-
son, Vanessu Wilhams, Karen White,
Big Daddy Kane, New Kids on the
Block, De La Soul, Bismarkie, Living
Color, EU, Cheryl Pepsi Riley,
Babyface, Dough-E Fresh, Rim DMC,
LL Cool J, eða hinum nýja Elhngton
frá Harlem, Terry Riley og hljóm-
sveit hans Guy, hvað þá Anitu Baker
sem í raun er hin nýja Eha Fitz-
gerald, svo ekki sé nú talað um
Bobby Brown, nýjustu súperstjöm-
una í Bandaríkjunum, hinn nýja Elv-
is. Þetta er skaði okkur poppunnend-
um, því poppið er ekki popp nema
það sé alveg nýtt og ferskt, þó ekki
jafnvel í því tilviki eigi að bendla það
á neinn hátt við Ust. Við skulum sjá
um hana, við hstamennirnir.