Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 18'. MARS 1989. McFenin flest verðlaun ein- staklinga. En við verðlaunaaf- hendíngu einsog þessa kemur ýmislegt skondið uppá og verð- laun mælast misjafnlega fyrir. Þannig eru menn enn gapandi gáttaðir vestra yf ir verðlaunaaf- hendingu fyrir bestu þunga- rokks/bárujárns uppákomu árs- ins. Fyrirfram var talið að hljómsveitin Metallica ætti verðlaunin vís en þegar nafn sigurvegaranna var tilkynnt brast á mikið baul og blístur því nafnið, sem ómaði yfir sal- inn, var... (þið trúið því varta}.. .Jethro Tullf!!!... Hingaðtil hefur sú ágæta hljómsveit tæpast verið þekktfyrir þungarokk, hvað þá bárujárnsrokk, en það er aldrei að vita hvað þessir gömlu jaxlar taka sér fyrir í ellinni... Sam Brown, sem um þessar munriir á eitt vin- sælasta lagið á islandi, og söluhæstu plötuna, Stop, á ekki langt að sækja hæfileik- ana á tónlistarsviðinu. Pabbi hennar heitir Joe Brown og var vel þekktur söngvari i Bretlandi á sjöunda áratugn- um... Paul Rutherford, sem eitt sinn var liðsmaður Frankie GoesTo Hollywood, fylgir brátt i fótspor fyrrum félaga síns Holly Johnsons og sendir frá sér sóló- plötu .. .Fine Young Cannib- als, sem eru okkur islending- um að góðu kunnir, hafa hing- að til ekki sótt gull i greipar bandarískra plötukaupenda. Á þessu á nú að gera bragarbót og nú stendur yfir mikil kynn- ingarherferð á piltunum vestra. Og árangurinn lætur ekki á sér standa, nýja lagið þeirra, She Orives Me Crazy, geysist upp bandariska vin- sældalistann ... Breska hljómsveitin Marillion hefur fundið mann sem tekur við hlutverki söngvara Fish og heitir nýliðinn Steve Hogarth ... Roger Moore, sem lengst af hefur gert garðinn frægan sem James Bond, sýnir á sér nýja hlið i nýjum söngleik eft- ir Andrew Lloyd Webber, Aspects Of Love, sem frum- sýndur var nýlega í Lundúnum, Moore gerír nefnilega nokkuð sem James Bond gerði aldrei, syngur... tjaldið fellur... -SþS- 25 DV Nýjar plötur Tanita Tikaram - Ancient Heart Þroskað verk ungrar konu Sumar plötur eru lengur en aðrar að ná eyrum fólks og þannig er því varið með plötuna hennar Tanitu Tikaram sem kom út í loks síðasta árs. Reyndar náði eitt lag af plötunni, lagið Good Tradition, nokkrum vin- sældum erlendis og hérlendis í des- ember en það er ekki fyrr en nú sem platan sjálf tekur við sér og er til dæmis með tíu söluhæstu plötunum í Bretlandi, um þessar mundir. Tanita Tikaram er ein af þessum ungu hæfileikakonum sem komið hafa fram á síðustu misserum; kon- um sem stökkva skyndilega fram sem alskapaðir listamenn og standa og falla með sínum eigin verkum. Þessar konur semja sín eigin lög og texta og eru sumar liðtækir hljóð- færaleikarár. Fyrir utan Tanitu má nefna Tracy Chapman, bandarísku táningsstúlkuna Debbie Gibson og Enyu hina írsku. Tanita Tikaram telst vera bresk en er ættuð austan frá Fiji-eyjum í Kyrrahafi. Ekki verða þó greind áhrif þaðan í tónhst hennar; miklu frekar gömul þjóðleg bresk áhrif. Skýringin á því hversu lengi platan hefur verið að ná til eyma fjöldans er kannski sú að lagið Good Traditi- on, sem fyrst varð vinsælt af plöt- unni, er eins og hvert annað gott popplag; létt og grípandi en gefur hins vegar alranga mynd af öörum lögum plötunnar. Tónlist Tanitu er nefnilega aö mestu leyti af allt öðrum toga en létt popptónlist; þetta er fyrst og fremst mjúk og þægileg tónlist sem krefst athygli þess sem hlustar. Þetta er ekki tónlist sem rennur inn um ann- að eyrað og út um hitt. Og það verður að viðurkennast aö miðað við að Tanita Tikaram er að- eins 19 ára gömul er þetta ótrúlega þroskuð tónlist sem hún semur og þá ekki síður textarnir. Það er því óneitanlega glæsilega af stað farið hjá þessari ungu stúlku en þeim mun erfiðara verður líka að fylgja þessari plötu eftir. -SþS- Sam Brown, Stop: Efnileg en er það nóg? Öðm hveiju koma fram á sjónarsvið- ið dægurlagasöngkonur sem manni heyrist eiga framtíð fyrir sér. í fljótu bragði man ég eftir Helen Terry og D.C. Lee. Stúlkur sem létu eftir- minnilega frá sér heyra í fyrstu til- raun en náðu sér einhverra hluta vegna ekki almennilega á strik. Því riflast nöfn þeirra tveggja upp að nú er enn ein hæfileikastúlkan komin fram á sjónarsviðið, Sam Brown. Ómögulegt er að spá neinu um fram- tíð hennar þrátt fyrir að hún sýni á sér fagmannlegar hliðar á plötunni Stop, sinni fyrstu. Ekkert fer á milli mála að hún getur sungið ágætlega. Hún minnir mig meira að segja stundum á Kate gömlu Bush. Ekki er leiðum að likjast. Titillagið er áheyrilegast á Stop og jafnframt langþekktast. Það hefur til að mynda verið á íslenskum vinsældalistum síðustu vikurnar sem og breskum og þýskum þótt um það bil ár sé nú lið- ið síðan það kom út. Ferill Sam Brown sem söngkonu minnir meira að segja dálítið á feril Helenar Terry og D.C. Lee. Helen var bakradda- söngkona Culture Club áður en hún reyndi fyrir sér upp á eigin spýtúr. D.C. Lee var í sams konar hlutverki hjá Style Council til að byrja með. (Hún fékk reyndar síðar fulla aðild að hljómsveitinni jafnframt því sem hún gat einbeitt sér að eigin ferli.) Sam Brown söng með nokkrum þekktum flokkum hér áður fyrr svo sem Adam and the Ants og Dexy’s Midnight Runners áður en henni var boðið að spreyta sig í eigin nafni. Það er sem sagt engin trygging fyrir áframhaldandi vinsældum að senda frá sér athyglisverða fyrstu plötu. Sam Brown á ekkert síður skiiið en margar aðrar efnilegar söngkonur að baða sig í sviðsljósinu í framtíð- inni. En þvi miður eru fáir útvaldir í faginu líkt og svo mörgum öðrum og því er ómögulegt að spá nokkru um framtíðina. -ÁT Chris Rea - New Iight Through Old Windows Pústkerfi úr RYÐFRÍU GÆÐASTÁLI. í bifreiðar og vinnuvélar 5 ára ábyrgð á efni og vinnu. Bjóðum kynningarverð m/ísetningu til 15. apríl UoimchoULt Upplýsingar og pantanir 652877 og 652777 tieimspeKKt framtak hf H|jóðdeyfikerfi hf. gæðavara stapahrauni 3 - Hafnarfirði Útboð - Malbikun Gamalt vín á nýjum belgjum Það er algild regla að gefnar séu út plötur með frægum tónlistar- mönnum sem innihalda þekktustu lög þeirra. Heiti platnanna er þá yfir- leitt The Best of.... eða The Greatest Hits. Þessar plötur eru yfirleitt ör- uggar um sæmilega sölu. Sumir eiga það mörg þekkt lög að ein plata næg- ir ekki. Aðrir sem í hlut eiga hafa kannski aðeins gefið út eitt eða tvö lög sem almenningur kannast við. Hér á íslandi má flokka Chris Rea undir síðamefnda flokkinn. Rea, sem á að baki ellefu ár í plötubransanum, er í raun frægur fyrir aðeins eitt lag, Fool (If You Think It’s Over), og það er svo sannarlega lag sem hann getur verið hreykinn af. Lag þetta er og verður klassískt. Önnur lög eftir Chris Rea hafa náð að kíkja inn á vinsældalista vestanhafs og í Evrópu en aldrei náð til fjöldans. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að kominn er út plata með Chris Rea er ber nafnið The Best of... En dæm- ið er samt ekki eins einfalt hjá Chris Rea eins og hjá flestum öðrum, því platan ber einnig annað nafn New Light Through Old Windows. Chris Rea hefur sem sagt farið þá óvenjulegu leið að endurupptaka sum eldri laga sinna og gefa út á plöt- unni ásamt nýjum og í sannleika sagt verður platan mun athyglis- verðari og heUdin verður jafnari. Chris Rea hefur sérstaka rödd, ráma og seiðandi. Hann semur öll lög og texta sjálfur og eru lögin í heild léttrokkaðar melódíur þar sem ein- faldleikinn ræður ferðinni. Fyrir ut- an Fool (If You Thing It’s Over) ættu margir að kannast við Josephine og On The Beach og segja þessi þrjú lög í raun allt sem hægt er að segja um Chris Rea. Helsti galli Rea er að hann á það til að endurtaka sig en í heild er The Best of... eða New Light Through Old Wmdows hin ákjósanlegasta plata fyrir þá sem vilja áreyslulaust og létt rokk. -HK Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna sumarið 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 30. mars kl. 11. Bæjarverkfræðingur. Utboð Vegmálun 1989 í Suðurlands- og Reykjaneskjördæmi Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Akreinalínur, 160 km, og markalínur, 340 km. Verki skal lokið 31. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Selfossi og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 21. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 10. apríl 1989. Vegamálastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.