Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 28
28 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Einum of mikill ævintýramaður - hinn skelfilegi Magnús Guðmundsson í helgarviðtali „Hann er lyginn og ómerkilegur. Hann er rætinn og Ulkvittinn. Og hann er svikóttur. Hann er þjóðníð- ingur sem hefur skaðað þjóð sína svo mjög aö það tekur áratugi að bæta fyrir ósómann.“ Sjálfsagt er þetta ágætis leiðarvísir fyrir þá sem vilja hafa upp á sjálfum Anti-Kristi fyrir . dómsdag. Ein leiðin til að hafa hend- ur í hári hans er að festa lýsinguna upp á götuhomum og bíða þess að hann komist undir manna hendur. Svona maður ætti að vera auðþekkj- anlegur. Önnur er að draga fram símaskrána og hringja í Magnús Guðmundsson. Magnúsi er skemmt yfir öllum lát- unum sem mynd hans og Eddu Sverrisdóttur, Lífsbjörg í ribrður- höfum, hefur valdið. Samt finnst að honum er ekki sama. Þetta eru meiri læti en hann bjóst við og hann hefur fengið yfir sig meiri skammir og óhróður en nokkur annar íslending- ur í seinni tíð. Fyrir mynd sína hefur hann líka fengið meira lof frá lönnd- um sínum en aðrir kvikmyndagerð- armenn. Þorri fólks telur hann þjóð- hetju meðan þeir sem fylgja Græn- friðungum aö málum lýsa honum sem þjóðníðingi. Prúðurpiltur þessi Magnús Síðustu daga hafa landsmenn ekki talað um annað en mynd Magn- úsar. Allir símatímar útvarpsstöðv- anna hafa verið undirlagöir í um- ræðum um myndina. Þegar DV tók að sér að aka Magnúsi suður á Kefla- víkurflugvöll með eintak af mynd- inni frægu fyrir danska sjónvarpið var sama á hvaða rás var stiUt; alls staðar var verið að ræða um þennan Magnús og lýsa prúömennsku „unga piltsins" í sjónvarpinu. Svo virðist sem landsmenn líti á það sem jafngjldi sigurs í handbolta- landsleik að koma höggj á Grænfrið- unga. Flestir kalla myndina áróðurs- mynd en því mótmæhr höfundurinn. „Þetta er bölvað kjaftæði/ segjr hann í kapp við útvarpiö. „Það er engjnn áróður í myndinni. Grænfrið- ungar fengu að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. Ég neitaði þó Magnúsi Skarphéöinssyni um viðtal í myndinni, enda þá kominn með nóg frá öðrum grænfriðungum. Ég var líka að gera alvarlega heimildamynd en ekki gamanmynd." Grænfriðungar auglýsamyndina Og ætlunarverkið hefur tekist. Málstaðurinn, sem koma átti til skíia með myndinni, hefur komist til skila - í það minnsta hér á landi. Undan- fama daga hefur Magnús unnið að því hörðum höndum að selja mynd- ina til erlendra sjónvarpsstöðva. „Ég þarf ekkert aö auglýsa því Grænfriðungar sjá um það en það kostar mikið fé að koma myndinni í dreifingu," segjr Magnús. „Egreikna jafnvel með að þurfa aö senda um. 600 eintök út og spólumar einar kosta meira en myndin sjálf.“ Mynd Magnúsar kostaði um fimm milljónir. Peningana hefur hann orð- ið að leggja fram sjálfur og skuldar megnið af upphæðinni. Að veði hefur hann lagt hús og lóð í Sæbólslandi í Kópavogi. Lóðin er arfur hans eftir móðurafann, Þórð heitinn á Sæbóli, hreppstjóra Kópavogsbúa. Gamli maðurinn kenndi Magnúsi bæði að selja jólatré og svokallaða sæbólsku. Það er annað orð yfir þrjósku. Hvort tveggja hefur nýst honum vel við gerð myndarinnar. Þórður á Sæbóh ól Magnús upp. Magnús er næstyngstur í • stómm systkinahópi og vegna ómegöar hjá foreldmnum var honum nýfæddum komið í fóstur á Sæbóh. Þórður, afi hans og fóstri, varð þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi og státaði af því einn íslendinga að hafa fengið sann- að fyrir Hæstarétti að hann væri læs og skrifandi. Hann hafði áöur tapað máhnu fyrir undirrétti. Jólatré og fasanaveiðar Þórður á Sæbóh var garöyrkju- maður og seldi m.a. jólatré. Núna hafa jólatré verið helsta tekjuhnd Magnúsar til að standa straum af kostnaði við gerð myndarinnar. „Ég tók upp á því áð flytja inn jólatré á lægra verði en aðrir,“ segjr Magnús um verslunarreksturinn. „Ég tel mig vera búinn að lækka verð á jólatijám á íslandi um meira en helming frá þvi sem áður var. Hinir virðast aldr- ei geta lækkaö sig til samræmis við mig. Ég kaupi trén í skógjnum og vel þau sjálfur. Ég fer út á sumrin og geng um skóginn og merki þau tré sem ég vil fá. Með þessu geri ég betri kaup en aðrir og er í beinu sambandi við seljendur. í leiðinni fer ég á fasanaveiðar og hef góða afþreyingu út úr þessum ferðum. Það er þó ekki mikih sthl yfir veiðiskapnum. Ég arka um og festi merki á jólatré og þegar ég verð svangur reyni ég aö næla mér í eitt- hvað æthegt úr skóginum - eða fer á næsta vertshús og fæ mér smörre- bröd og Hof. Ég er ekkert mjög sólginn í veiði nema þegar ég er svangur. Það er mjög gaman að skjóta sér einn fasana og steikja hann yfir eldi í skógimnn. Hér heima fer ég stöku sinnum í gæs og ijúpu en ég hef ekkert gaman af aö veiöa lax. Mér finnst þaö hahæris- legt að standa úti í á í marga klukku- tíma og pína einhvem fisk. Ég þarf helst að ná fiskinum í hvelh til að geta skellt honum á pönnuna því ég hef helst ekki ánægju af að veiða nema rétt í matinn. Ég mundi því ekki leggja th atlögu viö hval en ég hef þó skotið hnísu og étið. Hún var bragðgóð og mun betri en annar hvalur." Grófar persónumeiðingar Síðustu daga hafa gengið hótanir um málshöfðun á báða bóga vegna myndarinnar. Grænfriðungar kaha hana níð og Magnús hefur fengið frá þeim vænan skammt af óhróðri. „Ég hlýt að vera mjög merkilegur mað- ur,“ segir Magnús um romsuna sem Grænfriðungar settu saman um hann og lesin var í Sjónvarpinu eftir að Lífsbjörg í norðurhöfum var sýnd. „Skammimar lýsa þeim þó betur en mér. Þetta em afskaplega grófar persónumeiðingar og níð sem gefa fuht thefni th að skoða hugsanlega málshöfðun á hendur samtökunum. Trúlega er þó jafnerfitt fyrir mig að lögsækja þá og fyrir þá að lögsækja mig. Strangt th tekið hggur ábyrgðin á þessum orðum Grænfriðunga hjá Sjónvarpinu, sem birti bréf þeirra. Ég hef engan áhuga á að fara í mál við það og hef ekkert upp á það að klaga. Reyndar er þessar skammir Grænfriðunga um mig það versta sem þeir gátu gert sjálfum sér því þetta hefur vakið athygh heims- pressunnar. Grænfriðungar hafa ekki th þessa þurft að færa rök fyrir gerðum sín- imi. Þeir hafa fyllst svo miklu trausti á sjálfa sig að þeim leyfist aht og hver sem vogi sér að stíga á tæmar á þeim sé réttdræpur. Þegar þeir svo þurfa að rökstyðja sitt mál er útkom- an persónulegur skætingur. Eftir því er tekið.“ Orðfæri Khomeinis „Talsmaður Grænfriðunga hefur lýst þvi yfir í viðtali við ríkisútvarpið aö „Magnús Gumundsson verði að gjalda ríkulega fyrir það sem hann hefur gert“. Þetta er nákvæmlega sama orðalag og Khomeini hefur haft um rithöfundinn Salman Rush- die. Við skulum þó ekki segja að Grænfriðungar séu slíkir öfgamenn að þeir séu th ahs hklegir en orðalag- ið sýnir að það er skammt öfganna á milli. Mér hefur ekki verið hótað en það fylgir ákveðin tilfinning fyrir ógnun svona orðum. Ég hef fundið það á erlendum blaðamönnum, sem ég hef talað við, aö það er sem fargi sé af þeim létt. Núna geta þeir vaðið gegn Grænfrið- ungum vegna þess að eitthvert fólk uppi á íslandi hefur gruflað í þeirra málum. Viðbrögð Grænfriðunga hafa verið því líkust sem öh þeirra samtök séu að hrynja eins og spila- borg. Það er eins og ríki Þórðargleði hjá þeim mönnum sem ég hef talað við. Áhuginn á myndinni er núna mest- ur í Danmörku og Hollandi þar sem Grænfriðungar hafa verið sterkir. Þetta bardús okkar héma hefur af- sannað þá kenningu að Grænfrið- ungar séu ósnertanlegir. Thgangur okkar var ekki að hefja herferð gegn Grænfriðungum sem menn hafa tahð virt samtök og skipuð gáfuðu fólki. Það hefur þó komið í Ijós að margar þeirra starfsaðferðir eru umdehan- legar.“ Fjárhagur heimilisins í rúst Magnúsi er mikið niðri fyrir þeg- ar hann ræðir um atburði síðustu daga. Verkið sem hann „flæktist út í“ árið 1985 hefur undið upp á sig. „Ef menn vissu bara hvað oft hefur legið við að húsið væri boðið upp vegna þessarar myndar,“ segir Magnús. „Fjárhagm- heimihsins hef- ur verið í rúst. Máhð var þó komið það langt þegar flárhagurinn hmndi að þaö var engin leið að hætta. Fjöl- skyldan var búiö að fóma svo mildu að það var úthokað annað en aö klára verkið.“ Skapofsi Guðrúnar Helgadóttur Lífsbjörg í norðurhöfum var þeg- ar orðin umdehd áður en nokkur hafði séð hana. „Það var thtekinn þingmaður sem bar skhaboð milh Grænfriðunga og fjölmiðla um efni myndarinnar í þeim thgangi að gera mig tortrygghegan. Eg veit ekki hvaða thgangi það átti aö þjóna," segir Magnús. Myndin hafði síðan rétt runnið yfir sjónvarpsskjáinn þegar aht fór í bál og brand í einum skrautlegasta umræðuþætti sem sést hefur í sjónvarpi. „Það var skapofsi Guðrúnar Helga- dóttur sem fehdi hana í áhti þjóðar- innar. Ég þurfti engu að bæta við,“ segir Magnús um úlfakreppuna sem hann lenti í við sjónvarpsumræðum- ar um myndina. „Ég átti aht í einu einhveija andstæðinga sem bulluðu og þvöðmðu án þess að þaö kæmi vitræn setning út úr þeim. Myndin talaöi fyrir mig en þau sáu um að jarða Ihnn málstaðinn. Ég veit nú ekki undir hvaða áhrifum þessi ágæti maður frá Landvernd var. Þessi mynd er þó ekki unnin sem dægurfluga íslenskra innanríkis- stjómmála. Menn segja að hún komi sér vel fyrir Hahdór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Það var þó ekki markmiðið og ég kannast ekki við að vera á mála hjá Hahdóri. Það eiga þó sjálfsagt margir eftir að bendla mig við Framsóknarflokk- inn því ég geri ekki ráð fyrir að Halldór hafi nokkuð á móti mynd- inni. Þar að auki byrjaði Tíminn á að hampa henni, hún er unnin hjá ísfilm, sem stundum er tahð Fram- sóknarfyrirtæki, og þar að auki sel ég jólatré. Þetta er laglegur samsetn- ingur en ég er reyndar maður óflokksbundinn.“ Skammir fyrirAlbertsmál Nú er Magnús orðin þjóðhetja og hefur það eitt svar við nýbreytinni að „valt er veraldar gengið. Þetta getur aht verið breytt á morgun," segir Magnús og hristir höfuðið. Hann hefur ekki ahtaf hlotið miklar vinsældir fyrir störf sín. í nokkur ár var hann fréttamaður Ritzau á ís- landi bg var umdehdur fyrir. skrif um Hafskipsmáhð og þó sérstaklega hlut Alberts Guðmundssonar að því. „Það fór eitthvað fyrir brjóstið á Albert að verið væri að skrifa um ' máhð í útlöndum," segir Magnús. „Þar kom að Albert fór að hóta mála- ferlum á hendur mér og Ritzau fyrir rógburð sem átti sér enga stoð í veru- leikanum. Ég gerði ekki annað en að vitna th íslenskra fiölmiðlg en sumir töldu það hálfgerð landráð að skrifa um Hafskip fyrir erlenda fiölmiðla. Á endanum fór ég að skoða máhð nánar og þá sérstaklega hvemig Al- bert tengdist Hafskipsmálinu og hóf mínar eigin rannsóknir. Þá komst ég yfir sönnunargögn um að Guðmundi J. Guðmundssyni hefði verið greitt fé úr sjóöum Hafskips fyrir milli- göngu Álberts. Þessu var lekið í mig. Ég skrifaði fréttina og hún var sönn en allir vhdu meina að ég væri versti skúrkurinn vegna þess að ég sagði frá máhnu. Ég tók það ekki mjög al- varlega en ég hef nú kynnst því aö vera bæði skúrkur og hetja.“ Klaufaskapur aðbyija Magnús lýsir starfi sínu sem hug- sjónamennsku við aö koma málstað þjóðanna í norðrinu á framfæri. „Upphaflega er þetta þó klaufaskap- ur,“ segir Magnús. „Ég er ekki það mikhl hugsjónamaður að ég leggi aht mitt undir fyrir einhvem mál- stað. Það má segja að ég hafi flækst í málið. Ég byijaði á myndinni af forvitni og löngun th að búa th heim- hdamynd sem gæti lýst ástandinu sem gæti skapast ef Grænfriðungar næðu markmiðum sínum. Árið 1985 hafði þetta þó ekki gerst en lá í loft- inu. Ég ætlaði mér að ljúka við myndina á einu ári en það dróst. Á þessum tíma, sem hefur hðið, skapaðist ástandið sem ég ætlaði í upphafi að fiaha um. Þegar ég var búinn að sefia meira en aleiguna í máhð stóð ég frammi fyrir því að hætta og verða gjaldþrota án þess að skhja nokkuð eftir. Þá var alveg eins gott að verða gjaldþrota og eiga þó myndina eftir,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.