Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 29
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 45 Magnús Guðmundsson með eintak Dana af Lífsbjörg í norðurhöfum tilbúið til útflutnings á Keflavíkurflugvelli. DV-mynd GVA eins og margir íslenskir kvikmynda- gerðarmenn hafa gert. Ég gerði mér lengi vel enga grein fyrir að myndin yrði svona umtöluð og gerði ekkert til að kynna hana. Það var ekki fyrr en komið var að leiðarlokum að við áttuðum okkur á hvað við vorum með í höndunum. Ég er eiginlega hissa á hvað hún er kraftmikil." í læri hjá Dönum Magnús lærði sjónvarpsmyda- gerð hjá danska sjónvarpinu um leið og hann vann fyrir íslensjia sjón- varpið sem fréttamaður í Danmörku. „Hjá Dönunum fékk ég að vera kaup- laust í læri og það var upphafið að fréttamennskunni hjá mér,“ segir Magnús. „Eftir það réðst ég til starfa á íslandi fyrir norrænu fréttastofuna Ritzau og var þar til ársins 1987. Eftir það var ég stuttan tíma annar af ritstjórum Vikunnar. Ég var búinn að fá nóg af að vera alltaf einn að vinna og langaði að breyta til. Það hafa verið sögusagnir um að ég hafi hætt hjá Ritzau eftir mál þeirra Al- berts og Guðmundar J. en það er ekki rétt því ég vann fyrir þá í tvö ár eftir það. Eftir veruna á Vikunni fór ég að vinna að myndinni eins og ég gat komið við en er nú á lausum kih. Það má kalla mig sjálfstæðan jólatrjáa- innflytjanda og kvikmyndagerðar- mann. Auk þess skrifa ég af og til greinar fyrir erlend blöð. Núna getur vel komið til greina aö halda áfram við gerð heimildamynda þótt ég hafi ekki tekið ákvörðun um það. Það hefur enginn boðið mér vinnu en ég hef sótt um störf hjá rík- isfjölmiðlunum án árangurs. Það má vel vera að einhverjir hafi illan bifur a mer. Þakkir á götum úti „Eg get ekki sagt að aUt þetta til- stand núna sé beinUnis skemmtilegt en það er örvandi. Það er þó gaman að vissu marki að vera aUt í einu í þeirri aðstöðu að geta sameinað fólk um góðan málstað. Þaö er sérkenni- leg tilfmning. Ég hef aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að lenda í þess- ari aðstöðu. Bráðókunnugt fólk rýkur á mig úti á götu, tekur í höndina á mér og þakkar mér fyrir. Ég fór í banka, daginn eftir að myndin var sýnd, að semja um greiðslur, og þar vatt fólk sér að mér með þakklæti og hrós. Mér fmnst að það ríki einhugur um að þetta hafi verið þarft verk. Mynd- in er ekki einu sinni umdeild því það eru bara einstaka hjáróma raddir sem eru að reyna að skita hana út. Ég hef ekki áttað mig á breyting- unni enn. Þetta er of stór biti til að kyngja á einum eða tveimur dögum. Ég var mjög upp með mér þegar fuU- trúi danska sjónvarpsins hringdi til mín og sagðist ekki hafa séð jafngóða heimildamynd í mörg herrans ár.“ Ofmikill ævintýramaður Nú eftir helgina gefst dönskum sjónvarpsáhorfendum kostur á að sjá mýndina umdeildu. Magnús er kampakátur þegar hann hefur komið eintaki af henni í flug til Kaup- mannahafnar. Þetta er fyrsta skrefið í að koma mýndinni á framfæri utan íslands. Ef það tekst ekki er fjár- hagurinn endanlega hruninn. „Það er einn helsti gallinn við mig hvað ég er mikfil ævintýramaður í mér,“ segir Magnús um áhættuna sem hann hefur tekið. „Mér hættir tfi aö bregða út af troðinni slóð. Það er stundum galU en stundum líka kostur. Þetta er kannski erfðagalU sem fylgir ættinni frá SæbóU. í fjöl- skyldunni er talað mn sæbólsku sem þijósku, þvermóðsku og uppátektar- semi af verra taginu. Kannski hafa Grænfriðungar nú lent í henni?“ sagði Magnús Guðmundsson. -GK wmm ■ .. ■-»------------- . i-i-i M?.*»*•»U rg*m»**»*4í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.