Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Síða 30
46
Skákogbridge
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
DV
Frábær frammistaða Margeirs í Lugano
- varð efstur ásamt Kortsnoj, hálfum öðrum vinningi fyrir ofan næstu menn
Tveimur dögum eftir aö Fjarka-
mótinu á Hótel Loftleiöum lauk voru
Margeir Pétursson og Karl Þorsteins
komnir um borð í flugvél á leið til
Lugano í Sviss. Opna mótiö þar dreg-
ur jafnan til sín marga skákmeistara
og sumir koma ár eftir ár, sem hljóta
að teljast meðmæli með mótinu. ís-
lendingar munu ekki hafa verið á
þátttakendalistanum fyrr enda hefur
oftast hist þannig á að alþjóðamót í
Reykjavík hefur verið haldið á sama
tíma.
Um tvö hundruð keppendur tefldu
í opnum flokki, þar af 28 stórmeistar-
ar sem margir hverjir sjá áreiðanlega
eftir því að hafa ekki setið heima.
Þannig tapaði Robert Hiibner skák
sinni í fyrstu umferð gegn Maus í
aðeins 19 leikjum en til að gæta sann-
girai ber að taka fram að Hubner
tefldi nú í fyrsta sinn á ferlinum í
opnu móti. Stórmeistararnir John
Nunn, Gyula Sax, Predrag Nikolic
og Yasser Seirawan þurftu einnig aö
þola mótbyr og sömu sögu er að segja
um góðkunningja okkar, Bent Lars-
en, sem hafnaði í miðjum hópi.
í fyrstu leit út fyrir að sovéski stór-
meistarinn Konstantín Lemer ætlaði
aö stinga af með sigurinn því að hann
vann fimm fyrstu skákir sínar. En í
sjöttu umferð mætti hann Viktor
Kortsnoj, grimmum á svip, sem hafði
hálfum vinningi minna og þurfti ekki
að spyija að leikslokum. Þar með var
Kortsnoj orðinn efstur ásamt Mar-
geiri Péturssyni en þeir tveir reynd-
ust bera höfuð og herðar yfir aðra
skákmenn á mótinu. Innbyrðisskák
þeirra í 5. umferð lauk með jafntefli
eftir miklar sviptingar og síðan sigu
þeir hægt og bítandi fram úr keppi-
nautunum.
Niðurstaðan varð sú að Margeir og
Kortsnoj urðu efstir með 8 v. af 9
mögulegum sem er sérdeildis frábær
árangur - næstu menn höfðu hálfum
öðrum vinningi minna. Þessi sigur
er enn ein rósin í hnappagat Mar-
geirs á stuttum tíma. Frábær árang-
ur hans á opna „lestarstöðvarmót-
inu“ í Belgrad í lok ársins, 2. sæti á
Fjarkamótinu og árangurinn nú í
Lugano hafa fleytt honum langt upp
eftir Eló-listanum og nú slagar að-
stoðarmaðurinn að líkindum hátt í
meistara Jóhann sem hefur verið
ófarsæll í upphafi árs.
Viktor Kortsnoj viröist nú endan-
lega hafa tryggt sig í sessi sem óað-
skiljanlegur hluti íslenskrar skák-
sögu. Eldri skákunnendur muna þaö
eins og gerst hafi í gær er Friðrik
Ólafsson og Kortsnoj deildu sigrin-
um á jólaskákmótinu í Hastings
1955-’56 - sem var fyrsti alvörusigur
Friðriks í útlandinu. Síöan kom ein-
vigið fræga í Saint John við Jóhann
og nú var röðin komin að Margeiri.
Kortsnoj mun hafa verið ljúfur sem
lamb í Lugano og skoðuöu þeir Mar-
geir skák sína lengi að henni lok-
inni. Væringarnar í Saint John virð-
ast löngu gleymdar, enda hefur „sá
gamh“ meymað með árunum.
Staða efstu manna í stigaröð varð
þessi:
l. -2. Viktor Kortsnoj og Margeir Pét-
ursson 8 v.
3.-15. Lautier (Frakklandi), de Firm-
ian (Bandaríkjunum), Gheorghiu
(Rúmeniu), Miles (Bandaríkjunum),
Tsernín (Sovétríkjunum), King
(Englandi), Knaak (Austur-Þýska-
landi), Douven (Hollandi), Rogers
(Ástralíu), Lars B. Hansen (Dan-
mörku), Piket (Hollandi), Marinelli
(Ítaiíu) og Mascarinas (Filippseyjum)
6,5 v.
Með 6 v. voru m.a. Hort (V-Þýska-
landi), Lemer (Sovétríkjunum),
Bönsch (Austur-Þýskalandi), Wed-
berg (Svíþjóð), Browne (Bandaríkj-
unum), Wilder (Bandaríkjunum) og
Klinger (Austurríki)..
Karl Þorsteins byrjaöi vel á mótinu
og hafði hlotið 3,5 v. eftir 5 umferðir,
m. a. eftir skákir við Seirawan og
Lemer. í 6. umferð tapaði hann hins
vegar fyrir stærðfræðisnillingnum
Nunn og eftir það náöi hann sér ekki
aftur á strik. Karl hlaut 4,5 v. af 9
mögulegum gegn sterkum mótherj-
um, sem er árangur í samræmi viö
stigatölu hans.
Jafnteflisboð í 2. leik
Sigur á svo fjölmennu móti vinnst
ekki nema með talsverðri heppni, því
aö engir tveir menn eru í raun að
tefla í sama mótinu. Óhætt er að
segja að Margeir hafi fengið viðráð-
anlega mótherja, miðað við þann
stjömufans sem þar tók þátt. Meðal-
stig mótheija hans voru 2430, sem
telst til áttunda styrkleikaflokks.
Þess má geta að meðalstig Fjarka-
mótsins vom talsvert hærri en það
varð líka miklu sterkara en ætlunin
var.
Margeir var seinn að komast í
gang. 12. umferð tefldi hann við bróð-
ur Predrags Nikolic, stórmeistarans
kunna, og fljótlega eftir byrjunina
tókst honum að tapa tveimur peðum.
Taflið var tapað en í tólf síðustu leikj-
unum fyrir tímamörkin skilaði Júgó-
slavinn peðunum aftur og tveimur
til viðbótar! Biðstaðan eftir 40 leiki
var gjörunnin hjá Margeiri.
Eftir þessa byrjunarörðugleika fór
hins vegar allt að ganga upp og Mar-
geir tefldi af miklu öryggi. Hann
mætti fjórum stórmeisturum, Lemer
og Kortsnoj, sem hann gerði jafntefli
við, og Barbero og Gheorghiu, sem
urðu að játa sig sigraða.
Margeir var sérstaklega ánægður
með skák sína við Gheorghiu, sem
er kunnur í skákheiminum fyrir
óíþróttamannslega framkomu. í
skákinni kom fyrir kyndugt atvik:
Er Margeir hafði leikið sinn 2. leik
stóð hann upp frá borðinu og hugðist
fá sér kaffi. Gheorghiu gerði sér lítið
fyrir og elti hann fram á gang til að
bjóða honum jafntefli! Margeir hafn-
aði boðinu kurteislega og yfirspilaði
síðan rúmenska stórmeistarann.
Gheorghiu hefði getað gefist upp er
skákin fór í bið en vildi ekki sættast
á hið óumflýjanlega. Eftir 47 leiki
skrifaði hann loks nafnið sitt undir
pappírana og yfirgaf salinn, án þess
þó að taka í hönd Margeirs og þakka
honum fyrir kennslustundina.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Florin Gheorghiu
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 g6 4. Rc3 d6 5.
e4 Bg7 6. Rf3 0-0 7. h3 e6 8. Bd3 Ra6
Rúmenski stórmeistarinn lék
þennan leik eftir langa umhugsun,
eins og hann grunaði Margeir um
græsku í aðalafbrigðinu, sem hefst
með 8. - exd5 9. exd5 He8+ 10. Be3
o.s.frv. Margeir átti í hasli með að
mæta þessu er sveit Taflfélags
Reykjavíkur sótti rúmensku meist-
arana í Búkarest heim en Gheorghiu
vildi ekki komast að því hvort hann
hefði lært sína lexíu.
9. 0-0 Rc7 10. a4 e5
Óvenjuleg leikaöferð og varla mjög
til eftirbreytni. Svörtu mennirnir
eiga í næstu leikjum í erfiðleikum
með að hitta á réttu reitina.
11. Bg5 Dd7 12. Rh2 Rh5 13. Df3 Re8
14. Re2 Bf6 15. Bxf6 Rhxf6 16. De3 De7
17. a5 Kg7
Margeir hefur fengið rýmra og
þægilegra tafl en Gheorghiu verst vel
í framhaldinu. Þó er þessi kóngsleik-
ur dálítiö dularfullur.
18. Bc2 Rc7 19. f4 exf4 20. Rxf4 Rd7 21.
Rf3 f6 22. Ba4 Re5 23. Rxe5 fxe5 24.
Rd3 Hxfl + 25. Hxfl Bd7 26. Bxd7 Dxd7
27. b4 b6 28. Hbl Ra6 29. b5 Rc7 30.
Hfl bxa5?
Ekki er svartur öfundsverður af
stöðu sinni sem verður þrengri og
óyndislegri með hveijum leiknum.
Hins vegar hefur hann nokkuð náð
að treysta vamir sínar og með „Mar-
geirslegri varnarseiglu" hefði hann
áreiðanlega getað gert hvítum afar
erfitt fyrir að bæta stöðu sína frekar.
Áður en Gheorghiu lék þennan ör-
lagaríka leik átti hann 15 mínútur
eftir af umhugsunartímanum en af
þeim fóru 7 mínútur á leikinn sem
er slæmur.
Skák
Jón L. Árnason
31. Rxc5! dxc5 32. Dxc5
Fljótt á litið verður ekki komið
auga á vöm fyrir svartan. Hvítur
hótar 33. d6 og taka síðan á e5 með
skák og þar á eftir færi peðaskriðan
af stað. Riddari svarts er leiklaus.
Ekki verður mælt með 32. - Re8??
vegna 33. DfB mát.
32. - Hd8 33. Dxa7 Rxb5
Ákveöur að gefa manninn strax til
baka en niðurstaöan verður tapað
hróksendatafl.
34. Dxd7+ Hxd7 35. cxb5 Hb7 36. Hbl
a4 37. Kf2 a3 38. Hal Hxb5 39. Hxa3
Kf6 40. h4 Hb6 41. g4
Hér fór skákin 1 bið og svartur lék
biðleik. Gheorghiu hefði getað gefið
taflið með góðri samvisku en hann
vildi ekki sætta sig við ósigurinn. Þvi
tefldi hann lengi áfram en Margeir
átti ekki í vandræðum með að inn-
byrða vinninginn.
41. - h5 42. g5+ Ke7 43. Ke3 Kd6 44.
Kd3 Hbl 45. Ha6+ Kc5 46. Hc6+ Kb5
47. He6 Hb3+ 48. Kc2 Hh3 49. Hxe5
Hxh4 50. Kd3 Hg4 51. Kd4 h4 52. He8
Hxg5 53. Hb8+ Ka6 54. Hh8 Hh5 55.
Hxh5 gxh5 56. Ke3 h3 57. Kf2
Og nú loks, er Gheorghiu hafði full-
vissað sig um það að kóngur hvíts
nær að hlaupa frelsingjann uppi
gafst hann upp.
Lítum að lokum á skemmtilega
skák milh tveggja sókndjarfra stór-
meistara. Það er austur-þýski stór-
meistarinn Rainer Knaak sem fer á
kostum:
Hvítt: Rainer Knaak
Svart: John Van der Wiel
Slavnesk vörn, Botvinnik afbrigðið.
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 ef
5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5
9. Rxg5 hxg5 10. Bxg5 Rbd7 11. g3 Hgf
12. h4 Hxg5 13. hxg5 Rd5 14. g6! fxgf
15. Dg4 Da5
Þetta hasarfengna afbrigði má all!
finna í bókunum en síðasti leikui
Hollendingsins er nýr af nálinni
Vinningur á tvo vegu
Sum spil bjóða upp á ótrúlega
skemmtilega möguleika og er þetta
spil dæmi um það. Eftir mikla sagn-
baráttu endar suður í sex hjörtum.
Vestur, sem studdi tígul austurs,
spilar út tígultvisti, suður lét tíuna,
austur gosann og sagnhafi trompar
heima. Nú spilar sagnhafi trompi á
tíuna og austur sýnir eyðu.
* D43
V KG10
♦ D1093
+ Á76
♦ 5
V 6432
♦ K62
+ D10954
♦ ÁK82 V ÁD9875
♦ - _
+ KG2
Noröur Austur Suður Vestur
1+ 14 2» Pass
3» 34 Dobl 44
Dobl Pass 4* Pass
5* Pass 6* P/h
Sagnir sýna að vegna þess hve
trompin liggja illa er spaðatapslagur
í spilinu. Austur á líklega 6-5 í tigli
og spaða og í fljótu bragði virðist sem
best sé að leggja möguleikana á lauf-
drottningu hjá austri. En þar sem
Bridge
ísak Sigurðsson
vestur spilaði út tígultvisti er næsta
víst að hann á háspil í tígli. Ef hann
á það er hægt aö þvinga austur. Suð-
ur ætti aö spila sig inn í blindan á
tromp og spila tíguldrottningu og
henda laufi ef austur leggur ekki á.
Vestur inni á kóng, gerir best í að
spila tígh til baka og litill tígull úr
blindum. Sagnhafi trompar, spilar
restinni af trompunum og tekur á
kóng og ás í laufi. Austur stenst ekki
þrýstinginn þegar laufásinn er tek-
inn, getur ekki passað tígulásinn og
fjóra spaða.
Það skemmtilega við spilið er að
hægt er aö vinna það einnig með
öfugum blindum og endaspilun á
vestur. Sagnhafi trompar alla tígla
norðurs og þann síðasta hátt, hendir
spaða í síðasta tromp bhnds og sphar
spöðunum þar til vestur trompar.
Vestur verður síðan að spila laufi
upp í svíningu.
Bridgesamband íslands
Búið er að draga um töfluröð sveita
í úrshtum íslandsmótsins í sveita-
keppni og töfluröðin er eftirfarandi:
A-riðill
1. Bragi Hauksson
2. Flugleiðir
3. Samvinnuferðir/Landsýn
4. Stefán Pálsson
5. Delta
6. Modem Iceland
7. Pólaris
8. Sigfús Örn Ámason
» liiua/b
V --
♦ ÁG8754
-1. oo