Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 31
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 47 Skákogbridge Margeir Pétursson og Viktor Kortsnoj deildu sigrinum á opna mótinu í Lugano með 8 v. af 9 mögulegum. Áður hefur verið reynt 15. - De7 16. Dxg6+ Df7 og eftir drottningakaup á hvítur heldur betra tafl. 16. Dxe6+ Kd8 Nú er 17. Dxc6? slæmt vegna 17. - Rxc3 og eftir 17. Hcl ætti svartur ágæt gagnfæri. Knaak finnur stór- spjalla lausn á vandamálum stöð- unnar. 17. Bg2! Rxc3 18. Kfl!! Á kostnað riddara hefur hvítur náð að koma kóngnum í sæmilegt skjól og nú nær hann öflugu frumkvæði. 18. - Rd5 19. Dxc6 R5b6 20. Hh8 Db4 21. e6! Hb8 22. exd7 Rxd7 23. a3! De7 Ekki gengur 23. - Dxb2 vegna 24. Hel! og hótanirnar eru of margar. 24. Dxg6 Hb6 25. Dh5 Hf6 26. Hel Dd6 27. He8+ Kc7 28. Dh4 Rb6 29. De4 Rd7 30. Hh7 b4 31. axb4 Da6 32. De5+ Dd6 33. Bh3! Og Van der Wiel gafst upp. -JLÁ B-riðill 1. Sjóvá/Almennar 2. Júhus Snorrason 3. Jón Steinar Gunnlaugsson 4. Sigurður Vilhjálmsson 5. Ragnar Jónsson 6. Kristján Guðjónsson 7. Jón Ingi Ingvarsson 8. Jörundur Þóröarson Úrslitin verða spiluð 22.-25. mars á Hótel Loftleiðum. Tímasetning um- ferðanna er eftirfarandi: Fyrsta um- ferð 22. mars kh 13.00. Önnur umferð 22. mars kl. 19.30. Þriðja umferð 23. mars kl. 13.00. Fjórða umferð 23. mars kl. 19.30. Fimmta umferð 24. mars kl. 13.00. Sjötta umferð 24. mars kl. 19.30. Sjöunda umferð 25. mars kl. 13.00. Spilin í A-riðli verða tölvugefm og röðuð þannig að spiluð verða sömu spil á öllum borðum. Allur saman- burður mun því verða skemmtilegri fyrir áhorfendur enda verður sýn- ingartafla í gangi fyrir þánn leik sem mest spennandi þykir hveriu sinni. Spilarar munu fá útskrift af spilun- um og skorblöðum öllum eftir hverja umferð og geta þá pörin borið árang- ur sinn saman við hinna. Bridgesamband íslands Búið er að ganga frá vali á lands- liði yngri spilara sem spila mun á NM í Svíþjóð dagana 16. júní til 2. júh. Þeir spilarar, sem valdir voru til spilamennsku, eru Matthías Þor- valdsson, Hrannar Erhngsson, Sveinn Rúnar Eiríksson, Árni Lofts- son og Steingrímur Pétursson. Þeir munu taka til við æfingar undir stjórn unghngalandshðsþjálfara, Jóns Baldurssonar, fram á vorið. í tengslum við Evrópumótið í sveitakeppni, sem haldið verður í Turku í Finnlandi, verður haldið Evrópumót kvenna í tvímenningi. Samkvæmt upplýsingum frá Evr- ópubridgesambandinu á ísland rétt á þremur pörum í þessa keppni. Vegna bágs ástands í fjármálum BSÍ sér sambandið sér ekki fært að kosta pör í þessa keppni en auglýsir hér með eftir þátttöku ef pör vilja kosta for þangað sjálf. Tvímenningurinn verð- ur spilaður dagana 1.-4. júh í sumar. Umsóknarfrestur í þessa keppni fyr- ir pör rennur út þann 15. apríl. Bridgesambandinu hefur borist bréf frá Evrópubridgesambandinu þar sem auglýstar eru sumarbúðir fyrir yngri spilara í Póllandi. Um er að ræða vikunámskeið fyrir upp- rennandi spilara í yngri flokki dag- ana 16.-24. júh í sumar í þorpinu Mragowo í PóUandi. Sumarbúðir af þessu tagi hafa notið mikilla vin- sælda meðal yngri spilara í Evrópu þar sem spflurum gefst kostur á fyr- irlestrahaldi sérfræðinga, keppnis- spilamennsku og aðstöðu tfl ýmiss konar annarrar íþróttamennsku. SpUurum, sem fæddir eru eftir 1. jan- úar 1964 og hafa áhuga á þessu nám- skeiði, er bent á að hafa samband við Bridgesambandið sem gefur nánari upplýsingar um þessar sumarbúðir. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 1. maí. íþróttapistí]! Hvenær fæst niðurstaða í þjálfaramálunum? Handknattleiksmenn stóðu í ströngu í vikunni sem leið og gera það reyndar einnig um þessa helgi. Valur og FH léku fyrri leiki sína á Evrópumótunum í handknattleik. Valur lék fyrri leik sinn í Evrópu- keppni meistarahða gegn Magde- burg frá Austur-Þýskalandi og náði góðum árangri, þótt hðið hefði get- að gert enn betur, en fimm vítaköst fóru í súginn í leiknum. Áhuga- menn um handknattleik bíða spenntir eftir síðari leiknum sem fram fer í dag í Magdeburg. KomastValsmenn í undanúrslit? Valsmenn hafa aha möguleika á að tryggja sér sæti í undanúrshtum keppninnar. Félagið vann fyrri leikinn með sex mörkum og má mikið vera ef sá markamunur næg- ir ekki liðinu, Þaö eru mörg ár síð- an að íslendingar hafa átt jafn- sterkt félagshð í handknattleik og Valur er um þessar mundir. Áður en Valur hóf þátttöku sína í þessari keppni spáðu margir því að hðið hefði aht til að bera til að ná langt í keppninni. Það hefur komið á daginn og nú er bara að vona að Valur komist vel frá leiknuih í Austur-Þýskalandi. Það yrði sigur fyrir íslenskan handknattleik ef Valur kæmist í undanúrsht. Handboltinn á uppleið að nýju Handknattleikurinn átti erfitt uppdráttar eftir ólympíuleikana, en frábær árangur hðsins í B- keppninni í Frakklandi gerði það að verkum að landsmenn flykktust á nýjan leik um íþróttina. Áhorf- endum fjölgaði á leikina í íslands- mótinu og hvar sem fólk kom sam- an var ekki rætt um annað en handknattleik. Félagshðin hafa ekki verið eftirbátar landshðsins. FH er að vísu úr leik, tapaði í tví- gang fyrir sovéska höinu Kraz- nodar hér á landi. FH þarf ekkert að örvænta, hðið er ungt að árum og á hæglega að geta gert stóra hluti í framtíðinni. Samt sem áður voru úrshtin í viðúreignunum við sovéska liðið súr, en með eðhlegum leik hefðu FH-ingar átt að geta veitt sovéska hðinu miklu meiri mót- spymu. Reynsluleysi þeirra í leikj- um háði þeim ef til vih. Hververðurnæsti landsliðsþjálfari? Enn hefur ekki verið gengið frá ráðningu landshðsþjálfara sem sjá mun um undirbúning liðsins fyrir A-keppnina í Tékkóslóvakíu í fe- brúar á næsta ári. Fyrir nokkru var tahð nær öruggt að Paul Tie- demann tæki við liðinu. Endanlegt svar átti að berast forráðamönnum HSÍ í B-keppninni í Frakklandi. Ekki bólar á svari og þrjár vikur eru hðnar frá því að B-keppninni lauk. Virðist sem einhver snurða hafa komið á þráðinn varðandi þau mál, hvað sem veldur. Vitað er að máhð er fast í austur-þýska kerf- inu, en það era stjórnvöld þar á bæ sem taka endanlega ákvörðun í málinu! HSÍogValur keppastum Tiedemann Forráðamenn HSÍ standa einnig í viðræðum við Bogdan Kowalc- zyck um áframhaldandi þjálfun á landshðinu á sama tíma og máhn eru ekki komin.á hreint varðandi Paul Tiedemann. Þetta kann að virðast nokkuð skrýtið og enn verða máhn dularfyllri þegar forr- áðamenn Vals eru farnir að ræða við Tiedemann. Já, á meðan ekki hefur fengist endanlegt svar frá Tiedemann eða austur-þýskum stjórnvöldum, hvort Tiedemann taki íslenska landshðið að sér, eru Valsmenn komnir í samningavið- ræður við sama mann. Já, það er margt skrýtið í henni veröld. Vals- menn hafa því hug á að skipta um þjálfara þrátt fyrir frábæran ár- angur Stanislavs Modrowski sem nú er við störf hjá félaginu. VerðurBogdan áframmeð landsliðið? Margir, sem hafa fylgst með þess- um málum, halda því fram að HSÍ sé þegar búið aö ná munnlegu sam- komulagi við Bogdan. Víst er að HSÍ hefur fuhan hug á að endur- ráða Bogdan fram yfir A-keppnina í Tekkóslóvakíu, annars stæðu þeir ekki í viðræðum við hann. Ég ætla ekki að gerast dómari í því máh, hvort ráða eigi Bogdan aftur. Bogd- an hefur gert góða hluti hér á landi, flestir eru sammála um það. Að minnsta kosti sá ÍSÍ ástæðu til að sæma Bogdan æðstu heiðursorðu íslenskrar íþróttahreyfingar á dög- unum. Aðeinsellefu mánuðiríHM íTékkóslóvakíu Stjórn HSÍ verður hið fyrsta að ráða þjálfara. Aðeins ehefu mánuð- ir eru þangað th A-keppnin hefst f Tékkóslóvakiu. Þetta er stuttur tími þegar jafnmikið er í húfi og í keppni sem þessári. Koma þarf mannskapnum saman sem vann gullið í Frakklandi, th að fá úr því skorið hveijir ætla að halda áfram. Komið hefur þó fram að flestir æth að halda áfram. Þetta þarf hins vegar að komast á hreint, því fyrr því betra. Jón Kristján Sigurðsson • Þessi mynd var tekin er Islendingar léku gegn Austur-Þjóðverjum f Dessau á síðasta ári. Geir Sveins- son, Alfreð Gíslason og Bogdan fylgjast grannt með gangi mála. Nú er spurningin, sem brennur á vörum margra, hvort Bogdan verði áfram með landsliðið eða ráðinn verði nýr maður f hans stað innan skamms. DV-mynd Bemd Helbig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.