Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989.
53
LífsstOJ
Eldri borgarar á þýskunámskeiöi hjá Louisu Þóröardóttur.
DV-mynd KAE
þaö sér hveiju sinni og hlutföll þess,“
sagði Ingiberg.
„Það er oft dálítið snúið að ná rétt-
um hlutföllum og hreyfmgu," sagði
Siguijón Gunnarsson.
„Þetta er annað námskeiðið mitt í
módelteikningu en ég er auk þess að
læra frístundamálun í Myndiista- og
handíðaskólanum. Þaö er ómögulegt
að segja hvaö maður græðir á þessu.
Maður lærir þó hæfni í teikningu og
öðlast vonandi meiri ferskleika þvi
hér lærir maður að vinna hratt og
með gróft efni,“ sagði Siguijón.
Þýskukunnáttan endurnýjuð
Félag eldri borgara er með þýsku-
námskeið í samvinnu við - Tóm-
stundaskólann á þriðjudagsmorgn-
um.
Kennari á námskeiðinu er Louisa
Þórðarson og er þetta þriðja skóla-
árið sem hún kennir eldri borgurum
þýsku.
„Það er ekki hægt að læra jafn-
þungt mál og þýsku á nokkrum tím-
um. Flestir nemenda minna hafa
lært þýsku áður og hafa því ein-
hveija undirstöðu. Þeir eru bara að
fríska þetta upp,“ segir Louisa.
Á þýskunámskeiðinu eru 10 nem-
endur, 9 konur og einn karl, en þegar
við Utum inn vantaði einn nemand-
ann í hópinn.
Aðhalda hugsuninni vakandi
„Ég er nú ekki ein af þeim sem
kunni mikið þegar ég byijaði fyrir
þremur árum. í gagnfræðaskóla
lærði ég þýsku í einn vetur en það
eru mörg ár síðan og ég hélt þeirri
kunnáttu ekki við,“ segir Þórunn
Einarsdóttir.
„Það er gott að læra eitthvað þegar
maður er orðinn fullorðinn til að
halda hugsuninni vakandi. Þetta er
erfitt en gaman að fást við þetta. Það
er dáUtið heimanám hjá okkur en
það er bara skemmtilegt.
Ég hef farið nokkrum sinnum til
Þýskalands og mig langar til að verða
sjálfbjarga í þýskunni. í dag skil ég
orðið dáUtið en það er erfiöara aðV
tala. En þegar ég hef farið hef ég yfir-
leitt verið með fóUd sem talar þýsku
svo þetta hefur aUt bjargast,“ sagði
Þórunn.
Þar með var Louisa farin að ham-
ast við að útskýra þýska orðið Zom
sem þýðir reiði og við læddumst út.
Á söguslóðum
Orkneyingasögu
Tómstimdaskólinn býður á vor-
misseri upp á tvö námskeið í lestri
fomsagna, Laxdælu undir hand-
leiðslu Áma Bjömssonar og Orkney-
ingasögu irndir leiðsögn JÓns Böð-
varssonar. Mikill áhugi er á þessum
námskeiðum, á Laxdælunámskeiðið
innrituðu sig um 30 manns og á ann
an tug nemenda lásu Orkneyinga-
sögu.
„Þetta er fjórða árið sem ég kenni
fomsögur við Tómstundaskólann.
Áður hef ég kennt Njálu, Kjalnes-
ingasögu, Færeyingasögu og nú vor-
um við að ljúka við Orkneyingasögu.
Námskeiðinu lýkur með vikuferð
til Skotlands og Orkneyja til að skoða
og fræðast betur um sögusviö þessar-
ar merkilegu sögu. Við förum út
núna um helgina og veröum fióra
daga í Skotlandi og þijá daga á Orkn-
eyjum.
Nemendurnir bera sjálfir allan
kostnað af ferðinni en hún kostar 42
þúsund krónur, innifalið í því er flug,
rútuferðir um Skotland og Orkneyj-
ar; gisting og morgunverður.
I fyrra fórum við til Færeyja og
heppnaðist sú ferð mjög vel. Það er
eins og steinamir fari að tala við
mann þegar maöur kemur á staði
sem eiga sér merkilega sögu,“ sagði
Tón. -J.Mar
„Ég er ekki ein af þeim sem kunni mikiö i þýskunni," segir Þórunn Einars-
dóttir.
Jón Böövarsson er á leið til Skotlands og Orkneyja ásamt nemendum sfnum.