Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Page 38
54 LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. LífsstQl Páskar: A skíðum skemmti egmer Skíðaaöstaðan i Bláfjöllum verður opin um bænadagana og páskana. Páskar eru sá árstími sem skíða- menn flykkjast til flalla til að fara á skíði. Hér á landi er orðið allmikið af góðum skíðastöðum, því ættu landsmenn ekki að vera í vandræð- um með að sinna þessu holla áhuga- máli. Mikill snjór er á öllum skíðasvæð- unum og aðstaða til skíðaiðkunar er með því besta sem gerist hér á landi. Bláfjöll Skíðasvæðið í Bláfjöllum er opið alla virka daga frá kl. 10-18 og á þriðjudögum, miövikudögum og fimmtudögum er opið til kl. 22. í fjöllunum hefur ekki verið jafn- mikill snjór síðastliðin tíu ár. Að- staða til skíðaiðkana er því eins og best veröur á kosið. í Bláíjöllum eru 12 lyftur og geta þær flutt 9000 manns á klukkustund, auk bamalyftu og getur hún flutt 600 böm á klukkustund. Hægt er að kaupa dagskort í lyft- umar og kostar slíkt kort 550 krónur fyrir fullorðna og 250 fyrir böm. Kort með átta miðum kostar 250 krónur fyrir fullorðna og 150 fyrir böm. Sérstök kvöldkort, sem gilda frá kl. 17-22 kosta 450 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir böm. Stöðugar rútuferöir em í Bláfjöll, Guðmundur Jónasson flytur fólk úr Reykjavík og af Seltjamamesi. Lagt er af stað úr Reykjavík kl. 10 og 13.30 og frá Bláfjöllum em ferðir í bæinn kl. 16 og kl. 18. Teitur Jónasson er með sérleyfi fyrir Kópavog og Garðabæ í Bláfjöll. Ferðir úr Garðabæ em kl. 9.50 og 12.50 og úr Kópavogi kl. 10 og 13. Úr Bláfjöllum er haldið kl. 18. Þá daga, sem opið er á kvöldin, em aukaferð- ir, úr Garðabæ kl. 16.50 og 17 úr Kópavogi og til baka kl. 22 úr Bláfjöll- um. Trausti Þorleifsson er með rútu- ferðir úr Hafnarfirði í Bláfjöll dag- lega kl. 10 og 13 og til baka kl. 16 og 18. Þegar opið er á kvöldin í fjöllun- um er aukaferð kl. 17 og tfi baka kl. 19 og 22. Fargjaldið hjá öllum sérleyfishöf- ^íbium er 380 krónur fyrir fullorðna og 280 krónur fyrir böm. Skálafell Skíðaaðstaðan í Skálafelb verður opin um bændadagana og páskana frá klukkan 10-18 aila dagana auk þess sem reynt verður að hafa opið mánudag, þriðjudag og miðvikudag. Skíðafærið í Skálafelli mun vera með eindæmum gott um þessar mundir, mikill snjór eða eins og skálavörður orðaði það: „Ef eitthvað er er alltof mikill snjór.“ Tvær 600 metra toglyftur era í fell- inu og geta þær flutt um 1200 manns á klukkustund, auk stólalyftu sem flytur skíðafólk upp í um 1200 metra hæð og getur hún flutt 1200 manns á klukkustund. Dagskort í skíðalyftumar kostar 600 kr. fyrir fulloröna og 300 krónur fyrir böm. Teitur Jónasson er með daglegar ferðir í Skálafell, kl. 10 frá Reykjavík og 10.45 úr Mosfellsbæ og til baka kl. 18. Fariö kostar 380 kr. fyrir full- orðna og 280 krónur fyrir böm. Hveradalir ~ í Hveradölum em nýlagðar göngubrautir og mikfll spjór. Skíða- svæðið verður opið alla helgidagana frá kl. 10-23. Þar er ein lyfta sem getur flutt um 300 manns á klukku- stund. Heilsdagskort í lyftuna kostar 400 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir böm. Hægt er að kaupa sérstök kvöldkort og kosta þau 200 krónur fyrir fullorðna og helmingi minna fyrir böm. Það er nægur snjór í Hlíðarfjalli og væntaniega munu margir leggja leið sína þangað um páskana. ísafjörður „Skíðafæri á Seljalandsdal er al- veg frábært, mikill og góður snjór,“ sagði Halldór Sveinbjömsson á ísafirði í samtali við DV. í dag, laugardag, verðiu- tekin í notkun ný lyfta á skíðasvæði ísfirð- inga við Seljalandsdal. Nýja lyftan, sem er af fullkomnustu gerð, skilar skíðamönnum upp í 700 metra hæð og getur hún borið allt að 700 manns á klukkustund. Nýja lyftan bætist við þær lyftur sem fyrir em í dalnum en samtals geta þær flutt um 2000 Ferðir manns á klukkustund. Skíðasvæðið verður opið alla dag- ana frá klukkan 10-18 og til kl. 21 á þriðjudagskvöld. Dagskort í lyftumar kostar 550 kr. fyrir fulloröna og 250 krónur fyrir böm. Hálfsdagskort kostar 300 krón- Áð í brekkunni og litið á útsýnið. ur fyrir fullorðna og 150 krónur fyrir böm. Kvöldkort kostar 300 krónur og helmingi minna fyrir böm. Stöðugar rútuferðir verða frá ísafirði og upp í dal um bænadagana og páskana. Góðar göngubrautir era í dalnum. Þar er og skíöaskálinn Skíðheimar þar sem hægt er aö kaupa veitingar og fá leigð göngu- og svigskíði. Einn- ig er boðið upp á svefnpokapláss í skálanum og kostar það 300 krónur nóttin. Á Hótel ísafirði era 32 herbergi og kostar nóttin 4.095 krónur í eins manns herbergi og tveggja manna herbergi með baði kostar 5.915 krón- ur. Flugleiðir fljúga vestur á skírdag og á laugardag ög til baka á annan í páskum. Flugfar báðar leiðir kostar 7.332. Boðið er upp á helgarpakka til ísa- fjarðar og kostar hann 9.269 krónur, innifalið er flug, gisting í tvær nætur og lyftugjald. Aukanótt kostar 2000 krónur. Oddsskarð og Fjarðarheiði Öll skíðaaðstaða á Austurlandi hefur batnað að miklum mun á und- anfómum misseram. í Oddsskarði er góð aðstaða og þar er skíðaskáli með veitingasölu og þar er sömuleið- is hægt að fá gistingu í svefnpoka- plássi og kostar nóttin 500 krónur. „Þetta er glimrandi gott svæði rétt fyrir sunnan göngin í gegnum fjall- ið,“ sagði Magnús Stefánsson á Egils- stöðum. Skíðafæri er gott í skarðinu og um helgina verður haldið þar punktamót á skíðum. Tvær lyftur era í Odds- skarði, diskalyfta og toglyfta, og geta þær samtals flutt 1100 manns á klukkustund. Opið verður í skarðinu alla virka daga frá kl. 9-18 en um helgidagana frá kl. 10-18. Lyftukort kostar 400 fyrir fuflorðna og 200 krónur fyrir böm. Á Seyðisfirði era tvær togbrautir, önnur út í bæ og er hún opin virka daga frá kl. 15-19 og lengur um helg- ar. Önnur stærri togbraut er í Efra- Skarði í Fjarðarheiði og þar verður haldið Austurlandsmótið á skíðum nú um páskana. Togbrautin er opin virka daga frá kl. 13-16 og lengur um helgar. Lyftukort kostar á báða stað- ina 200 krónur. Daglegar rútuferðir era í Odds- skarð frá Neskaupstað kl. 9.30 og 13. Frá Reyðarfirði og Eskifirði eru rútuferðir kl. 11 og 11.15. Flugleiðir fljúga til Egilsstaða á skírdag og laugardaginn fyrir páska og til baka á annan í páskum. Farið fram og til baka kostar 10.384 krónur. Á Hótel Valaskjálf kostar nóttin í tveggja manna herbergi með baði 3.800 en á Gistihúsinu á Egilsstöðum kostar sams konar gisting 2.800 krón- ur. Helgarpakki til Egilsstaöa kostar 9.019 krónur, innifalið er flug og gist- ing í tveggja manna herbergi. Auka- nótt kostar 1.380 krónur. Auk þess er hægt að fá gistingu á bóndabæjum í nágrenni Egilsstaða og hótel era á Seyðisfirði, Norðfirði og Eskifirði. Ólafsfjörður Það er allt á kafi í snjó á Ólafs- firði. Beint fyrir ofan bæinn er skiða- lyfta og nær hún upp í 750 metra hæð og getur flutt um 350 manns á klukkustund. Dagskort í lyftuna kostar 350 krón- ur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Ólafsfjörður er paradís göngu- skíðamanna og er boöið upp á mjög góða aðstöðu fyrir þá. Á hveijum degi era plægðar allt að 15 kílómetra nýjar göngubrautir. Flugfélag Norðurlands flýgm- beint til Ólafsfjarðar frá Reykjavík og kost- ar farið 9.120 báðar leiðir. Eitt hótel er á staðnum, Hótel Ólafsfjörður, og kostar nóttin í tveggja manna her- bergi með baði 3.950 kr. Hlíðarfjall við Akureyri „Hér er allt til reiðu til að taka við miklum fjölda skíðafólks um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.