Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Qupperneq 53
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. Sviðsljós < i Alls taka níu lög þátt i söngvakeppni norska sjónvarpsins i ár. Þar á meðal er lag þeirra Tor Endresen og Iselin Alme. Norska sjónvarpið: Söngva- keppnin byijuð Norska sjónvarpið er nokkuð á undan því íslenska með að kynna þau lög sem keppa um að taka þátt í Eurovison. Það var um síöustu helgi sem fyrstu lögin voru kynnt. Alls keppa níu lög til úrslita í norska sjón- varpinu. Eitt þeirra verður síðan valiö til að taka þátt í Eurovision sem fram fer í Sviss þann 6. maí nk. Meðal þeirra sem syngja lögin í norska sjónvarpinu eru þremenn- ingarnir Ingeborg Hungnes, Stig Ni- esson og Svein Gundersen með lagið Et lite lys, Rune Rudberg með Vinger over Europa, Kari Gjærum með Barneöyne og Tor Endresen og Iselin Alme með Til det gryr av dag. i i < i Barbie orðin þrítug irbiedúkkan hefur haldið velli í þrjátíu ár meðan önnur leikföng koma fara. Þótt ótrúlegt megi virðast þá á Barbiedúkkan þijátíu ára afmæli á þessu ári og nýtur engu minni vin- sælda nú en þegar hún kom fyrst á markaðinn, Til marks um það má nefna að Mattel fyrirtækið, sem framleiðir Barbiedúkkuna, seldi milljónir eintaka á síðasta ári. Fyrst þegar Barbie kom á markað- inn var hún einhleyp, ung og falleg stúlka. Brátt var það ekki nógu gott að hún væri ein og varð þá dúkkan Ken til. Hins vegar var það aldrei látið í ljós að þau Barbie og Ken væru hjón. Nokkru seinna bættust fleiri dúkkur í hópinn, yngri Barbie- dúkkur og böm. Lengi vel var útlit Barbiedúkk- unnar látið halda sér óbreytt eða þangað til fyrir örfáum árum að Barbiedúkkur Mtu dagsins ljós klæddar í pönk-búninga. Síðan hafa þær fylgt hverri tískulínunni á fætur annarri og ekki minnka vinsældim- ar. Vegna þess hversu vinsældir Barbie voru miklar í byijun komu önnur fyrirtæki brátt með svipaðar dúkkur. Hver man ekki eftir Tressy sem hafði hár sem mátti stytta og síkka eftir þörfum? Nú sést Tressy ekki lengur en Barbie mun sjálfsagt verða háöldruð ef að líkum lætur. Jane Fonda skilin Þau ætla að gifta sig nú í mars en brúðkaupsdagurinn átti að vera 26. iebrú ar. Ein hamingjusömustu i hjónin í Hollywood eru nú skilin og kom það sannar- lega öllum á óvart. Það eru Jane Fonda og Tom Hayden sem ávallt hafa þótt fyrir- myndarhjónin í Hollywood. jane Fonda er orðin 51 árs en Tom er 49 ára. Þau hafa verið gift í fnnmtán ár og eiga einn son, Troy, fimmt- án ára. Á meðan Jane hefur unnið hvern leiksigurinn af öðrum hefur Tom Hayden helgað sig stjórnmálum í Kaliforníu. Vinir þeirra töldu hjona- bandið vera jafngott nú og fyrir fimmtán árum og kom því fréttin um skilnað þeirra eins og þruma úr heiðskíru lofti. ,, . í jane Fonda hefur latið sig friðarmál miklu skipta og verið mjög atorkusöm á i þeim vettvangi. Þá hefur hún leikið í flölda mynda og fengið lof fyrir. En það er víst ekki nóg til að halda hjónabandi í Hollywood gangandi eins og nú er kom- ið í ljós. Jane Fonda og Tom Hayden voru álitin hamingjusamasta parið í Hollywood - nú er það búið. Bjöm Borg og Loredana: Það veröur brúðkaup Enn berast fréttir af tenniskappan- um Birni Borg og fyrirhuguðu brúð- kaupi með ítölsku söngkonunni Lo- redana. Parið ætlaði að halda mikið brúðkaup þann 26. febrúar sl. en þá komu skilaboð frá kaþólsku kirkj- unni að ekkert gæti orðið úr því. Þetta varð að sjálfsögðu mikið áfall og ölí áform þar með úr sögunni þann daginn. Fréttir af sjálfsmorðshug- leiðingum kappans hafa ekki bætt úr skák. Kunnugir segja að Björn Borg hafi verið í síðasta mánuði ólík- ur sjálfum sér og mjög langt niðri. Þó er enn verið að bera til baka frétt- ir um að hann hafi ætlað að fremja sjálfsmorð. Nú með hækkandi sól virðist þó brúnin léttast á kappanum og hefur nú verið ákveðið að brúðkaup þeirra Björns og Loredönu fari fram í þess- um mánuði. í viðtali nýlega sagði Bjöm Borg að lífið blasi við sér. „Ég á yndislegan son, yndislega vinkonu og yndislega foreldra.“ Björn stendur fast á því að brúð- kaup þeirra Loredönu verði haldið í lok mars í Stokkhólmi. Dagurinn er ekki ákveðinn, enda veltur allt á því að Loredana fái skilnað frá fyrri manni sínum samþykktan. „Ef mað- ur hefur nógu mikið af peningum þá gengur allt vel fyrir sig á ítalíu." Björn Borg á líka við vandamál að stríða. Hann vill halda forræði yfir syni sínum og Jannike Björling. Uppákoman í síöasta mánuði, er Björn var lagður inn á sjúkrahús, gerði illt verra fyrir hann. Jannike hefur sagt að þar sem hann geti ekki hugsað um sjálfan sig geti hann varla hugsað um barn. Undanfarið hafa þau Jannike og Björn skipst á að hafa drenginn, fjórtán daga hvort. Bjöm er sagður góður faðir og strákurinn er hændur að honum. Á daginn er Robin litli á leikskóla á meðan Björn er í vinnunni. Loredana er aö vinna að hljómplötu sem tekin verður upp í Svíþjóð. Bjöm er hins vegar með stórt fyrirtæki þar sem hann selur fót undir eigin nafni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.