Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1989, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989. Menning Sígild tónlist á geisladiskum: Betra úrval á lægra verði Nýir geisladiskar hjá Opus (t.v.) og Takti. Síðan ég spjallaði síðast nm sí- gilda tóniist á geisladiskum hafa orðið umtalsverðar breytingar á íslenskum geisladiskamarkaði, aU- ar til hins betra, aö minnsta kosti út frá sjónarhóli okkar kaupenda. Við eigum nú aðgang að betra úrvaii geisladiska og á lægra verði en fyrr. Þar kemur aðallega tvennt til. Nokkrar verslanir eru famar að flytja meir inn af ódýrum „merkj- um“, ekki aðeins frá stórfyrirtækj- um eins og Deutsche Grammophon (Galleria) og Phihps (Silver Line Classics), heldur einnig frá litlum og lítt þekktum fyrirtækjum sem sérhæfa sig í útgáfu vandaðrar, oft sjaldheyrðrar, tónlistar á geisla- diskum. Sömu verslanir kappkosta einnig að halda álagningu sinni í lág- marki, þannig að nú eigum við kost á splunkunýjum geisladiskum fyrir tæplega 1000 krónur stykkið. Akkúrat um þessar mimdir gera reykvískir uimendur sígildrar tón- listar á geisladiskum bestu kaupin í þremur verslunum, í Opus við Snorrabraut, í Takti við Síðumúla og í Japis við Brautarholt. Tvær fyrstnefndu verslanimar hafa beinlínis einsett sér að bjóða upp á marga ódýra valkosti í geisla- diskum, en Japis er hins vegar með góðan afslátt á diskum frá tveimur útgáfufyrirtækjum, Denon frá Jap- an og BIS frá Svíþjóð. Dúndurgóðar upptökur Á BIS er til dæmis hægt að fá nýlegar upptökm- af öllum sinfó- níum Síbelíusar, spiiaðar af sinfó- níuhljómsveitinni í Gautaborg undir stjóm hins valinkunna Ne- eme Járvi, fyrir kr. 995 stykkið og fylgja þá jafnan með önnur styttri hljómsveitarverk meistarans. Þetta em allt dúndurgóðar upp- tökur, enda er hljómburður tónlist- arhússins í Gautaborg með því allra besta sem þekkist. AUt frá því verslunin Opus var stofnuð hefur hún gengið lengra en aðrir aðilar í því að takmarka verslunarálagningu á geisladisk- um, sjálfsagt ekki við neinn sér- stakan fognuð keppinautanna. Úrval geisladiska með sígjldri tónlist er þar að vísu ekki ýkja mikið ennþá, enda megináhersla lögð á sölu hljómflutningstækja. Þó er vandað til þess sem þar er á boðstólnum, og auka á úrval sí- gildra diska stórlega næstu mánuð- um, að því aðstandendur Opus segja. Fyrir 690 krónur er þar til dæmis hægt að fá víðfræga fiðlukonserta Geisladiskar Aðalsteinn Ingólfsson þeirra Mendelsohns og Tsjaikov- skis á sama diski með Nathan Mil- stein og Vínarfílharmóníunni und- ir stjóm Claudio Abbado. Þeir voru teknir upp árið 1973 (DGG Gall- eria), en hafa fengið stafræna yfir- halningu (ADD) svo um munar. í Opus fann ég líka eina bestu upptöku (ADD) á fimmta píanókon- sert Beethovens sem nú er á mark- aðinum (og á gjafverði, 690 krón- ur), en á henni leikur Alfred Brend- el með Fílharmóníuhljómsveit Lundúna imdir stjóm Bernards Haitink (Philips). Á sama diski er einnig að finna sjaldheyrða Fantasíu Beethovens fyrir píanó, kór og hljómsveit, þar sem Brendel fer einnig á kostum. Góð kaup (990 krónur) em sömu- leiðis í nýlegri og algjörlega staf- rænni (DDD) upptöku á þremur hljómsveitarsvítum Richards Strauss frá Philips, „Tod und Verklárung", „Till Eulenspiegel" og „Don Juan“, sem Biflía geisla- diskasafnara, Penguin leiðavísir- inn, hælir í hástert. Enda em Hait- ink og Concertgebouw hljómsveit- in þar á ferð. Ekki sakar að kaupandinn fær heilan klukkutíma af tónlist fyrir snúð sinn. Af Búlgörum og Júgóslövum Soldið var ég tortrygginn hér um daginn er ég fékk í hendur nokkra geisladiska undir merkjunum AVM og Stradivari, sem Taktur flytur núinn. Þessir diskar eiga það sammerkt að þeim er dreift frá Englandi, en hlj óðfæraleikarar og söngvarar em í flestum tilfellum frá Búlgaríu (frá Balkantón útgáfunni) og Júgóslav- íu. Þaö vakti að vísu forvitni mína að fyrmefnda fyrirtækið, AVM, virðist gera sér far um að taka upp lítt þekkt verk eftir mjög svo þekkt tónskáld. Ég rakst til dæmis á heildarupp- töku á öllum sónötum Mozarts fyr- ir orgel og hljómsveit (ADD), sem hvergi era til annars staðar á geisladiski, 79 mínútur af tónlist takk, svo og á upptöku á fyrstu ópem Rachmaninoffs, „Aleko" (ADD), sem annars er ófáanleg á diski. Þessar upptökur kosta aðeins 899 krónur stykkið. Á hinn bóginn hafði ég aldrei heyrt getið um Teodor Mousev or- gelleikara, né heldur söngvaranna Nikola Ghiuslev, Blagovestu Kamobatlovu, hvað þá Fílharmón- íuhljómsveitarinnar í Plovdiv og stjómandans Rouslan Raichev. En aldrei skyldi maður einblína á „frægu nöfnin" í tónhstinni. Þessar AVM upptökur urðu mér hreint út sagt mikið eymayndi. Orgelsónötur Mozarts em að sönnu ekki stórbrotnar tónsmíðar, en búlgörsku fbnlistarmennimir flytja þær af þeirri elsku og smek- kvísi sem þær verðskulda. Stórsöngvarar Flutningur búlgarska tónlistar- manna á hinni stuttu (58 mín.) æskuópem Rachmaninoffs, „Aleko“ kom mér einnig þægilega á óvart, ekki síður en óperan sjálf. Hún er byggð á sígaunaævintýri, er að sumu leyti unggæðisleg, en inniheldur samt eina stórfallega bassaaríu og nokkra áhrifamikla hljómsveitarkafla. Söngurinn er fyrsta flokks, enda virðist kórsöngin- Búlgörum í blóð borinn, og á síðustu áratugum hafa þeir framleitt hvem stórsöngva- rann á fætur öðrum (Ghiaurov, Dimitrova o.fl.). Ekki er eins mikið lagt í diskana frá Stradivari, eins og sést meðal annars á húðun þeirra. En þeir kosta heldur ekki nema 599 krónur. Samt em upptökur á þeim nýjar og algjörlega stafrænar (DDD). Hljómsveitarverk em flest leikin af Sinfóníuhljómsveitinni í Ljublj- ana imdir stjóm Antons Nanut. Með hálfum huga setti ég í spilar- ann disk þar sem hljómsveitin leik- ur ítölsku sinfóníu Mendelsohns, æskusinfóníu Bizets og loks hljóm- sveitarsvitu Mendelsohns, „Hafst- i]luna“. Ég er að vísu ekki alveg sáttur við hraðann á þeirri ítölsku, en get hreint ekkert út á spilamennsku eða upptöku sett. Hlýleg spilamennska Túlkim hljómsveitarinnar á sin- fóníu Bizets þótti mér prýðisgóð, gerði úr henni meira tónverk en hún ef til vill verðskuldar. Ekki er verra að á disknmn em heilar 72 mínútur af músík. í framhaldi af þessum kynnum eyrans af sinfóníunni í Ljubljana, fór ég að grennslast fyrir um hana. Komst ég þá að því að hún var stofnuð árið 1701 og hefur frá upp- hafi ræktað tengsl við austurríska tónlistarhefð, til dæmis stjómaði sjálfur Mahler henni. Til Austurríkis má ef til vill rekja hina hlýlegu spilamennsku henn- ar. Þetta er sem sagt langt frá því að vera „billeg“ geisladiskaútgáfa, þótt verðið sé ótrúlega lágt. -ai. Lifandi kvennabókmenntir Oorrit Wlllumsen: Glemslens forár Manden som páskud + Programmeret tll kœrllghed Wfllumsen er margverðlaunað skáld og hefur sent frá sér hálfan annan tug bóka á aldarfjórðungi. Nýlega birtust tvær bækur eftir hana hjá Vindrose, forlaginu sem gefur hér út Thor Vilþjálmsson, Einar Má Guðmundson, auk margra annarra höfunda, erlendra og danskra. Glemslens forár er nýjasta bók Willumsen (180 kr. danskar), smá- sagnasafn, níu mislangar sögur og ólíkar. Hér er ýmislegt af besta tagi höfundarins. Henni lætur vel að lýsa gömlu fólki, það verður mjög lifandi og sérkennilegt í meðforum hennar. Tiltilsagan segir hins veg- ar frá miðaldra hjónum og lýsir hnigmrn hjónabandsins út frá sjón- armiði konunnar. Sú lýsing verður þeim mun áhrifameiri sem hún er afar hlutlæg, dvelur viö hvers- dagsleg smáatriði, en það miðlar vel óþolinu sem mæðir fólkið, hér er einkum talið upp hvað er ekki lengur. Hér em líka „framtíðarsögur“, svo sem Wfllumsen hefur mjög lagt stund á. Þar einkennist stíllinn af stuttum málsgreinmn og hlut- lægni, nánast dauðhreinsaður af öllu tilfinningalegu og myndrænu. Það er í samræmi við efnið, því hér er jafnan sýndur kaldur, ómennsk- ur tækniheimur sem hefur gripið persónumar slíkum heljartökum að þær geta ekki risið gegn þessum aðstæðum, varla einu sinni látið sig Bókmenntir örn Ólafsson dreyma um það. Þessi nýjasta bók Willumsen finnst mér nokkuð misjöfn en hin miklu betri sem geymir tvær skáld- sögur hennar frá 1980-81 endur- prentaðar saman í kilju (80 kr. danskar). Síðari sagan er einmitt framtíðarsaga, og segir frá ungri vísindakonu sem smíðar vélmenni, „fullkomna konu“ eftir forskrift tískublaða og kvikmynda. Síðan fylgjumst við með vélmenninu og verður það nöturleg úttekt á því hvemig tískan ræður hugmyndum fólks, ekki bara um fatnað og fórð- un, heldur einnig útlit að öliu leyti, ástalíf og annað. Sjónarhólhnn er breytflegur, ýmist hjá körlum sem lenda í ástarsambandi við vél- mennið eða hjá mennskum konum sem reyna að búa með þeim körl- um. Stíllinn er ámóta kaldur og endranær í framtíðarsögum Will- umsen, en þó fjölbreyttur, eftir sögumanni hverju sinni, stundum ummyndast textinn í ijóð, líkt og í Tímaþjófi Steinunnar Sigurðar- dóttur. Það verður átakanlegt hve óþolandi einhliða og takmarkandi „fullkomnunin" reynist, og þá einnig annars konar fullkomnun- arhugmyndir svo sem gulrótar- kommúna fólks sem hefur hafnað neyslusamfélaginu. Manden som páskud mætti þýða: . Karlmaður að yfirvarpi. Hér ríkir einnig margvíslegt sjónarhom, sagan er sögð af konum sem tengj- ast einum karlmanni; eiginkona, ástkona og dætur úr tveimur hjónaböndum. Allar hugsa þær einkum um hann. Þetta verða lif- andi sálarlífslýsingar og grípandi. Titillinn gefur til kynna niðurstöðu sögunnar, sem stendur þó hvergi í henni berum orðum, að draumar þessara kvenna, langanir og við- leitni, allt þetta margbrotna og fln- gerða sálarlíf, sé merkflegt í sjálfu sér, og þurfi ekki að snúast um þennan eina karlmann, sem verður heldur tilkomulítill í samanburði. ÖÓ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.