Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1989, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1989.
3
dv Viötalið
Hitti mann
sinn í Dubai
V....................... /
Nafo: Anna Ásta Hjartardóttir
Aldun 29 ár
Staða: Afgreiðslustjóri Sparisjóðs
Rcykjavíkur og nágrennis
Hún er alin upp á Seltjamar-
nesi, lauk gagnfhEÓaprófi frá
Valhúsaskóla og fór út á vinnu-
markaðinn. Bankastörf eru
hennar sérgrein enda hefur hún
öðlast mikla reynslu á því sviði.
Anna Ásta Hjartardóttir hefUr
einnig kynnst lífinu í útlöndum
nær og 0ær og hún hitti manninn
sinn fyrst í DubaL
Anna Ásta hefUr' nýlokiö viö
umfangsmikiö verkefni innan
SPRON - sameiningu þriggja
deilda fyrirtækisins: inniána-
deild, Visa/gjaldeyrisdeild og
tékkareikningsdeild. Hún er nú
afgreiöslusfióri og hefur umsjón
með starfi fiölraargra starfs-
manna í sparisjóðnum. Hér er
dæini um unga og duglega konu
sera hefur náö frama án mikillar
menntunar.
Kynntist manninum
í Dubai
„Ég hef rajög gaman af tungu-
málum og samskiptum viö fólk
af öðru þjóöerai, auk þess hef ég
gaman af að vinna. Frítímanum
eyði óg raeö fiölskyldunni, fer í
sund og leikfimi," segir Anna
Ásta. ,,Áriö 1982 flutti ég meö for-
eldrum mínum og íveimur bræö-
rum til Dubai í Saraeinaða arab-
íska furstadæminu. Faöir minn
var deildarstjóri tæknideildar þjá
IBM en ég kenndi á tölvur þjá
heilbrigðisráöuneytinu í Dubai.
Þama kynntist ég manninum
raínum, viö giftum okkur og hóf-
um sambúð. Ég umgekkst líka
miMÖ af fólki af ýmsum þjóöern-
um - þetta var mjög góð lífs-
reynsla. Við fluttum heim til ís-
lands árið 1984 og eignuðumat son
okkar Grétar Ali. Þá fannst mér
þetta kalt land, ailir uppteknir og
engimi tírai til neins. Eg fann þó
fljótlega hvaö ég er stolt af Is-
landi. Maöurinn minn, Hrafh
Mohammed A. Khan, er nú ís-
Ienskur rikisborgari og ég held
aö hann só raiklu ákveðnari en
ég að dveljast hér afrara. Honum
fellur raíög vel viö landiö,"
Ættínqjar f ýmsum
heimshornum
„Fríunum eyöura við mikiö i
ferðalög á railli Dubai og Banda-
ríkjanna. Fiölskylda Hrafns, sem
er frá Pakistan, býr nefiúlega á
báðum stööum. Við notum oft
helgarnar til aö ferðast um landið
og ég á systur sem býr á Keldum
í Rangárvallasýslu - þangaö för-
um við stundum bæöi á sumrin
og veturna.
Anna Ásta starfaðí með blóum
þjá Landsbanka íslands á árun-
um 1976-1982. Hún vanni lOraán-
uði fijá IBM i Kaupmannahöfn
árið 1981. Eftir tveggja ára dvöl í
Dubai hóf hún störf bjá SPRON
árið 1984. Hún varð fulltrúi í úti-
búinu á Seltjamaraesi árið 1986
og deildarstjóri tékkareiknings-
deildar á Skólavörðustíg árið
1988.
-Ott
_______________________________________;_________________________Fréttir
íslendingar taka yfír rekstur lóranstöðvarinnar á Gufuskálum 1994:
Níu þjóðir sameinast um
rekstur tíu lóranstöðva
Eysteinn Gunnarsson, stöðvarstjóri lóranstöðvarinnar á Gutuskáium, viö
hiuta senditækja stöövarinnar. Eftir aö bandaríska strandgæsian hættir
rekstri stöövarinnar 1994 er gert ráð tyrir endurnýjun tækjakostsins. Þá
verður stööin rekin, auk 9 annarra stöðva, í aiþjóölegu samstarfi.
Frá því 1985 hafa átt sér stað við-
ræður mflli íslendinga, Norðmanna,
Dana, Vestur-Þjóöveija, Breta, Hol-
lendinga, íra og Kanadamanna um
hvort og hvernig skuh halda áfram
rekstri lóran-C stöövanna í Noröur-
Evrópu. Eigandi stöðvanna er
bandariska strandgæslan en hún
hættir aö fiármagna rekstur þeirra
árið 1994. Eru viðkomandi þjóðum
boðnar stöðvarnar til eignar frá þeim
tíma.
Mun hafa gengið í samkomulagsátt
á fundi viðræðunefnda fyrmefndra
þjóða i Dublin fyrir skömmu þar sem
áframhaldandi rekstur stöðvanna
var á dagskrá. Annar fundur, líklega
lokafundur, verður haldinn í byrjun
júní. Lóranstöðin á Gufuskálum mun
í öllu falh veröa rekin áfram.
„Viöræðumar snúa aö skiptingu
Qármagns- og reksturskostnaöar viö
stöðvarnar. Vegna aldurs núverandi
tækjabúnaðar þeirra sex stööva sem
í gangi eru á svæðinu í dag eru flest-
ir á þeirri skoðun að æskilegast sé
að endumýja hann á öllum stöðvun-
um. Rekstur nýrri tækja er miklu
hagkvæmari á allan hátt. Svo er í
bígerð að byggja fiórar nýjar stöövar
frá grunni svo þær veröi 10 alls. Yröu
tvær nýjar stöðvar í Noregi, ein á
Englandi og loks ein á írlandi. Stöðv-
um fiölgar ekki á okkar hafsvæöi.
Þær eru þrjár; á íslandi, Grænlandi
og Jan Mayen,“ sagöi Birgir Óskars-
son, hjá lórandeild Pósts og síma, í
samtali viö DV.
Sagöi Birgir aö heildarkostnaöur
við allar stöðvarnar yrði tæplega 50
Akureyri:
Fjölmargir
án atvinnu
Gylfi Kriajánason, DV, Akureyri:
Samkvæmt upplýsingum Vinnu-
miðlunarskrifstofu Akureyrar voru
166 skráðir atvinnulausir í lok síö-
asta mánaðar í bænum en voru á
sama tíma í fyrra 73 talsins.
Skipting milli kynja var þannig að
96 karlar voru á atvinnuleysisskrá
og 70 konur. Fjöldi atvinnuleysis-
daga í mars svaraöi til þess að 144
heíðu verið atvinnulausir allan mán-
uðinn. Gefm voru út 399 atvinnuleys-
isbótavottorö í mars með samtals
2772 bótadögum.
Þrátt fyrir þetta ástand er talið að
nemendur í framhaldsskólum í bæn-
um muni ekki veröa í meiri erflöleik-
um með sumarvinnu en verið hefur
undanfarin ár. Samkvæmt könnun,
sem gerö var í Menntaskólanum og
Verkmenntaskólanum, hafa um 70%
nemenda þegar fengiö vinnu eða lof-
orð um vinnu er skóla lýkur í vor.
Útgeröarfélag Akureyringa:
Afli togaranna
mjög blandaður
Gylfi Krisjjánaaon, DV, Akuieyri:
Afli togara Útgerðarfélags Akur-
eyringa hf. að undanfómu hefur verið
mjög blandaöur, karfi mjög áberandi
í-aflanum, en einnig aðrar tegundir,
s,s. þorskur, ýsa, ufsi og grálúða.
Á timabilinu 3. apríl til 13. apríl
lönduðu togarar fyrirtækisins sam-
tals um 1100 tonnum. Af því var
Kaldbakur með 253 tonn af blönduö-
um afla, og frystitogarinn Sléttbakur
var með 247 tonn af frystum afurðum
aö aflaverömæti um 30 milljóiúr
króna eftir um 3 vikna veiðiferð.
Mest var af heilfrystum karfa í þeim
afla.eða 9-1 tonn............
milljónir. Hafi vandlega verið þrefað
um skiptingu kostnaöarins og marg-
víslegir þættir teknir inn í myndina
eins og stærð hafsvæöa, mikiivægi
stöðvanna og fleira. Væri ákaflega
mismunandi hve mikið fyrrnefndar
þjóðir notuöu lóranstöðvamar.
Þannig notuðu Danir þær lítið, örfá
skip á Grænlandi en mörg í Færeyj-
um. Heíðu Danir því áhuga á aö
borga sem minnst til stöðvanna.
Myndu Norömenn og Bretar liklega
greiða langmest. Ekki er reiknað
með að kostnaöarhlutfall íslendinga
verði verulega hátt.
Hætt við notkun
gervihnattakerfis
- Geta nýju radarstöðvamar hér á
landi ekki komiö í stað lóranstöðv-
anna?
„Nei. Það er grundvallarmunur á
þessum stöðvum. Ratsjárstöð getur
sjálf séð umferð þá sem á sér stað á
tilteknu svæði. Lóranstöð sendir
hins vegar út merki eins og útvarp
og veit síöan ekkert hvað verður um
merkið, það er aö segja hveijir og
hve margir nota það. Skip, bátar,
björgunarsveitir og fleiri eru með
. móttökutæki sem taka á móti send-
ingum lóranstöðvarinnar í þeim til-
gangi að finna út staðsetningu sína.“
Birgir segir að komið hafi til tals
aö skipta yfir í lórankerfi sem byggð-
ist á gervihnöttum. Vegna erfiðleika
með geimskutlurnar varð töf á þeim
fyrirætlunum auk þess sem þjóðum
þeim er nota lóran leist ekki á að
hernaðaryfirvöld eins ríkis ættu allt
kerfið. Gæti sú staða komið upp að
hinar þjóðrinar yröu útilokaðar frá
kerfinu. Var því horfiö frá þeim fyr-
irætlunum.
Áreiðanlegt kerfi
„Lóran er mjög áreiðanlegt keríi
og batnar með nýjum tækjum. Þaö
breytist ýmislegt með breytingum á
rekstrinum 1994. Til þessa hafa allir
varahlutir til stöðvarinnar á Gufu-
skálum veriö undanskildir tollum og
aðílutningsgjöldum. Svo verður ekki
eftir 1994. Auk þess mun rafmagns-
kostnaður breytast. Er ekki fiarri
lagi að árlegur reksturskostnaður
stöðvarinnar veröi um 50 milljóiúr
króna. En mikilvægast er aö menn á
ferð og flugi munu geta staðsett sig
eftir sem áöur,“ sagöi Birgir.
-hlh
I
Landbúnaöorráðherra hefúr lagt veröi sjö menn en ekki flram eins arráðherra skipar svo formann.
fram á Alþingi frumvarp sem felur og nú er. Þrir verða kosnir af Al- Þá er í frumvarpinu kveðiö á um
í sér breytingu á lögum um Fram- þingi, Búnaðarfélag íslands tilnefn- að Byggöastoíhun hafl umsjón raeö
leiðnfejóð landbúnaðarins. Er þar ir einn, Stéttasambandið einn og sjóðnum ög verður hann þá alveg
kveöið á um að i stjóra sjóösins StoöUánadeildin einn. Landbúnað- kominníhennarhendur. -SMJ
A Cl th'/S CV'OCTÁ
/i O Ui VV/ V í Yí\Oi/-\
LOKAÐÁ FÖSTUDAG
Húsnœðisstofnun ríkisins og Veðdeild Landsbanka íslands
flytja í nýtthúsnœði fimmtudaginn 20. 'apríl. Vegna flutninganna verður
einnig lokað föstudaginn 21. apríl.
Mánudaginn 24. apríl hefst starfsemi okkar á ný með eðlilegum hœtti.
Við flytjum að
SUÐURLANDSBRAUT 24.
Símanúmer Húsnœðisstofnunar verður áfram 69 69 00
og símanúmer Veðdeildar er einnig ábreytt, 60 60 55.
HUSNÆÐISSTOFNUN
RÍKISINS
Landsbanki
íslands