Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1989, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1989. Sviðsljós Afmæli Olygimi sagði... Muhammed Ali segist vera svo sterkur um þessar mundir aö hann segist geta sleg- ist viö sjálfan Mike Tyson. Hann viöurkennir þó aö eitthvað sé aö honum. Ali er með Parkinsons- veiki og hann telur aö ofnotkun lyfja hafi valdið heilaskaöa, miiuiisleysi og öörum lasleika. Læknar segja þó að högg og slæm meðferð í boxhringnum sé orsök- in. „Þaö er illa komiö fyrir mér,“ segir Ali. „Ég vil enga vorkunn- semi - biöjið frekar fyiir mér. Nú geng ég á vit örlaga minna." Jannike Björling fyrrverandi sambýliskona Bjöms Borg gapti af undrun þegar hún sá myndir af þeim-sem vora Kjömar verst klæddu konur Svi- þjóðar um daginn. Ekki nóg meö aö hin ítalska Loredana, sem nú er trúlofuð Bimi, væri á listan- um, heldur var birt mynd af henni íkJæddri anorak af Jannike $jálfri. Ástæðan er aö hún hefur enn ekki haft tíma til aö ná í per- sónulega muni heim til Bjöms. Anorakinn varö á vegi Loredönu þegar hún og Bjöm vora aö pakka niður í ferð til Kína. Hún tók hann bara og klæddist honum síöan berleggjuð viö gott tækifæri í Kína. Patricia Hodge sú sem lék í Kvendjöflinum, sem( Sjónvarpiö sýndi í vetur, var orö- in úrkula vonar um aö geta eign- ast bam. Hún er 42 ára og maður- inn hennar 15 árum eldri. Þau hafa veriö gift í tólf ár og árang- urslaust reynt að eignast eitt lítiö. Þau uröu því mjög hamingjusöm snemma í haust þegar læknir hennar sagöi aö hún ætti von á sér. Hún hélt nú samt áfram aö leika en þjónin eignuðust svo stók nýlega. Afmaalisbarnió sóst hór ósamt Sverri Kristjánssyni bókaútgefanda og er greinilegt aó eitthvaö skemmtilegt hetur farió á mllli þeirra. í sjötugsafinæli Gunnlaugs Sá mæti maöur og þekkti Reykvik- ingur, Gunnlaugur Þóröarsson hæstaréttarlögmaður, varö sjötugur síðastliöin fóstudag. Hélt hann upp á afmæliö sitt í íðnaðarmannahúsinu viö Hallveigarstíg og var margt manna er .notaöi tækifærið til að heilsa upp Gunnlaug. Gunnlaugur hefur ávallt veriö áberandi í bæjarlífi Reykvíkinga og yfirleitt veriö virkur þátttakandi í umræðum um það sem efst er á baugi. Má nefna að hann var einn skeleggasti baráttumaður okkar fyr- ir stækkun landhelginnar á sínum tíma, enda fjaliar doktorsritgerö hans um landhelgi íslands með tilliti til foms rétts íslendinga til 50 mílna landhelginnar. Myndir þær sem hér era á síðunni vora teknar í afmælinu. Nokkrir tóku til máls i afmæiisveisl- unni og minntust kynna vió Gunn- laug. Meóal þeirra var tengdasonur hans Egill Ólafsson sem bæói talaói og söng. Bessf Jóhannsdóttir sóst hór ræóa vió Úlfar Þóröarson, bróóur Gunn- laugs, og Flosa Ólafsson og hefur grelnilega eitthvaó til málanna aó leggja. Mæógumar Tinna Gunnlaugsdóttir og Herdis Þorvaldsdóttlr, fyrrverandi .eigiokona GunnJaugs Þóröarsonar-.. . .......................-...... Anna Steingrímsdóttir Anna Steingrímsdóttir á Helga- felli í Mosfellsbæ er sjötug í dag. Anna er fædd á Gunnfríðarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hún var í námi í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi 1937-1938, flutti til Reykjavíkur 1939 og vann í Ullarverksmiðjunni á Álafossi 1939-1942. Á Álafossi kynntist hún syni bóndans á Helga- felli, Hauki Níelssyni, og gengu þau í hjónaband 24. október 1942. Fyrstu tíu árin var heimili þeirra í Reykja- vík en Haukur vann þá sem verk- stjórihjá Hitaveitu Reykjavíkur. Þá fluttu þau á fóðurleifð Hauks, Helgafell í Mosfellssveit, en á heim- ili þeirra þar hefur jafnan veriö óvenju gestkvæmt vegna starfa Hauks að sveitar- og félagsmálum svo og fjölmenns frændgarðs í næsta nágrenni. Foreldrar Hauks vora Níels Guömundsson og Unnur Guömundsdóttir. Böm Önnu og Hauks era Níels, f. 29. desember 1942, verktaki, kvæntur Steinunni Elíasdóttur og eiga þau fiögur böm og fimm bamaböm, og Marta, f. 27. apríl 1951, gift Hauki Högnasyni vélsfióra og eiga þau þrjú böm. Systkini Önnu era Svava, f. 8. sept- ember 1921, húsmóðir á Selfossi; Olga, f. 16. september 1922, húsmóð- ir í Reykjavík; Hólmsteinn, f. 4. des- ember 1923, bankamaöur í Kópa- vogi; Haukur, f. 30. ágúst 1925, húsa- smiöameistari í Kópavogi; Fjóla, f. 23. ágúst 1927, símastúlka í Hafnar- firöi; Jóninna, f. 8. september 1928, húsmóðir á Blönduósi; Brynleifur, f. 14. september 1928, læknir á Sel- fossi; Sigþór, f. 23. janúar 1931, bif- vélavirki í Kópavogi; Steingrímur, f. 6. júní 1932, rafvirki í Kópavogi; Pálmi, f. 22. júní 1934, bílstjóri í Kópavogj, og Sigurgeir, f. 16. ágúst 1938, tannlæknir á Seltjamamesi. Foreldrar Önnu vora Steingrímur Davíðsson, f. 17.11.1891, skólastjóri á Blönduósi, og kona hans, Helga Jónsdóttir, f. 8.12.1895. Meðal systk- ina Steingríms vora Elísabet, amma Vilfijálms Lúövíkssonar, fram- kvæmdastjóra Rannsóknarráðs rik- isins, og Lúðvík, læknir á Selfossi, afi Lúövíks Ólafssonar læknis og Davíös Oddssonar borgarstjóra. Steingrímur var sonur Davíös í Eyjakoti, bróöur Steingr ims á Njáls- stöðum, fóöur Páls, ritstjóra Vísis. Davíö var sonur Jónatans, b. í Anna Steingrímsdóttir. Marðamúpi Davíössonar, b. í Hvarfi, Davíðssonar, b. á Spákonu- felli, Guðmundssonar. Móöir Jónat ans var Ragnheiður, systir Sigriðar, langömmu Ingibjargar, móöur Sig- uijóns Péturssonar borgarfulltrúa. Ragnheiöur var dóttir Friöriks, prests á Breiðabólstaö í Vesturhópi Þórarinssonar.sýslumanns á Grund í Eyjafirði, Jónssonar, ætt- foöur Thorarensenættarinnar. Móöir Friöriks var Sigríður Stefans dóttir, móðir Jóns Espólíns sagnrit- ara og systir Ólafs stiftamtmanns í Viöey, ættfóöur Stephensenættar- innar. Móðir Ragnheiöar var Hólm- fríður, dóttir Jóns, varalögmanns í Víðidalstungu, Ólafssonar, lögsagn- ara á Eyri, Jónssonar, ættfóður Eyr- arættarinnar. Kona Jóns varalög- manns var Þorbjörg Bjamadóttir, sýslumanns á Þingeyrum, Halldórs sonar, og konu hans, Hólmfríöar Pálsdóttur Vídalín, lögmanns í Víöi- dalstungu. Bjami var langafi Ragn- heiðar, ömmu Einars Benediktsson- ar skálds. Bróöir Bjama sýslu- manns var Illugj, prestur á Borg á Mýrum, faöir Ama, prests á Hofi á Skagaströnd, fóöur Jóns þjóðsagna- safnara og Ingjbjargar, móöur Olafs Davíössonar þjóðsagnasafnara og ömmu Davíös Stefánssonar frá Fa- graskógi. Móöir Steingríms var Sig- ríöur, Jónsdóttir, b. á Haukagili, Jónssonar, frá Gafli í Svínadal. Anna er aö heiman í dag. Magnús Guðberg Jónsson Magnús Guöberg Jónsson sjó- maöur, Skeijabraut 9, Seltjamar- nesi, er sextugur í dag. Magnús fæddist á Y tri-Hofdölum í Skagafirði en flutti meö foreldrum sínumtilAkureyrar 1945, , Magnúskvæntist 30.12.1955 Gunnlaugu B. Þorláksdóttur frá Akureyri en þau slitu samvistum 1971. Meö henni átti hann sex böm. Þau era Jón Hafsteinn, húsasmíöa- meistari í Reykjavík, f. 6.7.1956, kvæntur Gróu Einarsdóttur hús- móður; Ingibjörg Guörún, húsmóðir í Reykjavík, f. 15.6.1958, gdt Hirti Hjartarsyni trésmiö; Jónína Sigríð^ ur, húsmóöir í Reykjavík, f. 16.5. 1960, gift Siguröi Péturssyni vél- virkja; Bjöm Auðunn húsasmiöur, f. 6.9.1961, kvæntur Valgeröi Lísu Gestsdóttur húsmóöur; Magnús Þór skriftvélavirki, f. 21.11.1962, og Baldvin Már stúdent, f. 7.7.1964, kvæntur Lóu Rún Kristinsdóttur, húsmóöur í Reykjavík. Bamaböm Magnúsar og Gunn- laugar era tólf aö tölu. Magnús á þrjú systkini. Þau era Þorsteinn, búsettur á Akureyri, kvæntur Elínu Halldórsdóttur, en fyrri kona hans, sem er látin, var Valdína Kristjánsdóttir; Margrét, búsett á Akureyri, gift Trausta Helga Aínassyni, og Sigurlína, bú- sett í Reykjavík, gift Þórami H. Þor- valdssyni. Foreldrar Magnúsar: Jón Sigfús- son frá Siglufirði, b. á Ásgeirs- brekku, í Langhúsum og síöast á Hofdölum, f. 21.4.1890, d. 1.1.1970, og Jónína Sigríður Magnúsdóttir, f. 30.12.1890, en hún býr í skjóli sonar Magnús Guðberg Jónsson. síns og tengdadóttm- á Akureyri. Jón var sonur Sigfúsar Bergmann b. á Krákavöllum í Flókadal, á Hóli f Siglufirði og á Siglunesi, Jónsson- ar, b. f Klaufabrukkukoti, Hulldórs- sonar, b. á Syöra-Hvarfl f Skíöadal, Ingjaldssonar úr Þingeyjarsýslu. Móöir Jóns f KlaufabrekkukoU var Arnfríöur Jónsdóttir úr Báröar- dal. Móðir Sigfúsar Bergmann var. Margrét Bergsdóttir, b. í Klaufa- brekkukoti, Þorleifssonar, b. þar, Magnússonar, b. á Göngustöðum, Ingimundarsonar. Móöir Margrétai og kona Bergs var Sólveig Guö- mundsdóttir, b. í Koti, Jónssonar. Móöir Jóns Sigfússonar var Margrét Jónsdóttir, b. á Skeiöi í Svarfaðardal, Jónssonar, hrepp- stjóra í Göngustaðakoti, Þorkels- sonar, b. í Tungufelli, Jónssonar. Móðir Margrétar, konu Sigfúsar, var Ingibjörg Sigfúsdóttir, b. á Skeiöi, Jónssonar, b. í Syðra-Garðs- homi, Sigfússonar, b. á Melum, Jónssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.