Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1989, Side 13
ÞMÐJUDAGUR 18. APRÍL 1989.
Gatnamálastjóri á villigötum
Ökumaöur skrifar:
Ég get ekki annaö en tekiö undir
meö FÍB félaga sem skrifaöi hinn 11.
þ.m. um saltaustur gatnamálastjóra
á götur borgarinnar. Göturaar ha£a
ekki verið svona slæmar aö loknum
vetri í langa tíö, enda hefur ekki ver-
iö dreift jafnmiklu magni af saiti í
mörg ár.
Ég verö aö játa aö ég skil ekki al-
veg hvemig háttvirtur gatnamála-
stjóri hugsar þetta mál til enda. Viö
getum reiknaö meö aö ekki minna
en 50% bifreiða á höfuðborgarsvæð-
inu séu á negldum dekkjum. Einnig
vitum viö, eins og kom fram í sam-
norrænni könnun á notkun nagia-
dekkja sem fram fór nýlega, aö söltuð
gata shtnar fimm sinnum hraðar en
ósöltuö ef ekið er á nagladekkjum.
Væri ekki miklu hagkvæmara fyrir
gatnamálastjóraembættiö aö hætta
þessum tilgangslausa saltaustri og
leyfa þeim sem vfija aö aka á nagla-
dekkjum. - Sht á götum yröi áreiðan-
lega minna. Fyrir utah þetta hefur
saltiö aöra stóra ókosti í för með sér:
Það flýtir fyrir tæringu bifreiöa af
hinu salstmengaða vatni á götunum,
og leysir upp tjöruna sem sest síðan
á dekkin og þurrkublöð, svo aö þau
verða nánast óvirk fyrir bragöið.
Ég tel aö umferöaröryggi okkar hér
á höfuöborgarsvæðinu geti varla fal-
ist í saltdreifingu á götumar. Ástæö-
an fyrir hinum óvenjulega óhreinu
götum hér í borginni er saltiö sem
blandað er ahs konar óþverra og sem
leiðir th þess aö maöur getur varla
hreyft bíl daglangt án þess aö hann
sé óökufær aö kvöldi vegna óhrein-
inda af götunum. - Hér veröur borg-
arstjóra hreinlega að grípa inn í og
láta þessi umhverfisspjöh ekki við-
gangast.
Kennarar flýja stétt sína
Hópur kennara á Seltjarnarnesi
skrifar:
Þegar ríkisstjóm þessi var mynduð
í nafni félagshyggju og samþjálpar
glöddust margir launþegar þessa
lands n\jög. í fyrstu var bros þeirra
breitt, en smám saman hvarf það og
svipur vonleysis færðist yfir andht
þeirra er áöur glöddust
Fj ármálaráðherra, sá er forðum
stóð á stalh í stórverslun einni og bað
launafólk um að standa gegn ofsókn-
um þáverandi ríkisstjómar, væri
betur kominn þjá þeim stalh núna.
Er áöumefndur ráðherra tók við
embætti peningamála þessa lands
kom í Ijós aö orð hans áður voru
marklaus, og ómerkileg blekking í
garö þeirra launamanna sem skapa
verðmæti þessa lands, hvort sem
varðar fisk eða fólk. - Launamenn
vita nú að á þeim þingmönnum er
að stjóm þessari standa er htið mark
takandi. Þeir halda áfram aö láta þá
lægst launuðu kosta velferö hinna
ríku.
Einn af þeim hópum, er nú beijast
fyrir bættum kjörum sínum, er
kennarar. Kaupmáttur launa þeirra
hefur hríöfahið síðustu mánuöi,
þrátt fyrir aukna ábyrgö við erfiö
starfsskilyrði.
Margir af hinum betri og reyndari
kennurum flýja nú stéttina og leita
launahærri starfa. Eftir sitja skól-
amir meö kennarahóp sem breytist
ört, kennara án réttínda og kennara
sem þurfa að vinna á fleiri en einum
stað til að endar nái saman.
Kennarastarfiö er það kreQandi að
sá sem tekur þaö aö sér verður aö
fá mannsæmandi laun. Annars verö-
ur kennslan áfram að því aukastarfi
sem hún nú er því miður hjá mörg-
um. Verði ekkert að gert, þessu
ófremdarástandi til úrbóta, mun síga
enn frekar á ógæfuhliöina í skóla-
haldL Við því má þjóðfélagið ekki.
Ráöamenn, hugsið nú aögeröir
ykkar skipulega til enda. Með því
tekst kannski aö finna farsæla leiö
út úr ógöngtmtnn. Ef ofsóknum gegn
láglaunafólki fer ekki aö linna, ætti
ríkisstjómin aö hætta aö svívirða
félagshyggjuhugtakið með því aö
kenna stefhu sína viö þaö. - Með von
um lausn mála, bamanna vegna.
Húsbréfakerfl félagsmálaráöherra:
Hefur stuðning kjósenda
Hjörtur skrifar:
Þaö er meö ólíkindum hvaö þing-
menn Framsóknarflokksins, a.m.k.
sumir hverjir, hafa hamast gegn hús-
Jóhanna Siguróardóttir félagsmála-
ráóherra. - Stendur við hvert orð,
og hefur lif stjómarinnar i hendi
sér, segir hér m.a.
bréfakerfi félagsmálaráöherra, Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Það sem ég
hef lesið um máhö er allt þess eðlis
aö ekkert viröist vera eðhlegra en
aö fylgja hugmynd ráöherrans. Um
það em hka ipjög margir sammála,
og nær sá stuðningur langt út fyrfr
raðir fylgismanna ráðherrans í öðr-
um málum.
í sjónvarpsviðtah við félagsmála-
ráöherra í gærkvpldi (13.4.) kom
fram að ráðherrann myndi standa
við hvert orð af þvi sem hann hefur
sagt um máhð og standa og falla með
því, hvort það fæst afgreitt fyrir þing-
lok í vor. Þetta er skörulega mælt og
fær ráðherrann mikiö traust vegna
þessara ummæla. - Ráðherrastóh
Jóhönnu er sem sagt í veði.
í leiðara Tímans, (14.4.), daginn eft-
ir viðtal við félagsmálaráðherra, er
svo vikið aö húsbréfakerfinu enn
einu sinni og þar sagt að félagsmála-
ráðherra hafi tekið „slíka ofsatrú" á
þetta kerfi aö hann ansi engum rök-
um um annmarka. Ennfremur er
látiö hggja aö því og raunar sagt ber-
um oröum, aö Jóhanna Siguröardótt-
ir sé „fullsæmd af þeim málalokum"
sem framsóknarmenn klifa á og hafa
barist fyrir á Alþingi - meira af kappi
en forsjá.
Staðreyndin er sú aö í dag er titr-
ingur innan ríkisstjómarinnar og
reynt með öllum ráðum aö lengja líf
hennar, ráöherrastólanna einna
vegna. Ef Jóhanna fær ekki sitt
frumvarp samþykkt hefur hún líf
sijórnarinnar í hendi sér. Standi hún
þá við ákvörðun sína að segja af sér
ráðherraembætti gerir hún ekki
annað en fylgja sannfæringu sinni
sem er fátítt í íslenskum stjóm-
málum í dag. - En hún myndi gera
meira, hún myndi bjarga ríkisstjóm-
inni og þjóðinni frá því þeim hörmu-
legu erfiðleikum og ráðstöfunum
sem við fyrirsjáanlega stöndum
frammi fyrir í haust, en mætti kom-
ast hjá ef ný ríkisstjóm tæki við að
loknum kosningum snemma sum-
ars.
Málfarsleg lágkúra í Sjónvarpinu
S.S. skrifar:
Eflaust hefur fleirum en mér
brugðiö í brún við að horfa á þáttinn
„Libba og Tibba“ í Sjónvarpinu
föstudaginn 7. apríl sl. - Hér á ég
ekki viö þá .málefnalegu fátækt í
þættinum sem einkenndi umræðuna
ura fermingar, heldur málfarslega
lágkúm af verstu gerö þar sem ein
enskuslettan tók við af annarri.
Nú þegar verið er að hrinda af stað
móöurmálsátaki meðal þjóðarinnar
er leitt til þess að vita að Sjónvarpið,
áhrifamesti fjölmiðhl landsins, skuh
ekki vera. vandari að viröingu sinni
hvað varöar máifar á því íslenska
efni sem sent er út. Að mínu mati
þyrfti bama- og unglingaefr era
gæðaflokki ofar en annaö vað
málfar snertir.
Hvemig væri að Sjónvarpið réði th
sín málfarsráðunaut, líkt og Ríkisút-
varpið, hljóðvarp, minnugt þess að
„af því læra börnin sem fyrir þeim
er hiaft“?
Að lokum vh ég bera fram þá ósk
að „Libba og Tibba" veröi með ís-
lenskum texta í framtíöinni, batni
málfariö ekki frá því sem var hinn
7. aprh sl.
Væri ekki gott
ef allir dagar væru eins og reyklausi dagur-
inn 12. apríl?
Félag þroskaþjálfa
HAFNARFJÖRÐUR - MATJURTAGARÐAR
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist hér
meó að þeim ber að greiða leiguna fyrir 5. maí nk.
ella má búast vió að garðlöndin verði leigð öðrum.
Bæjarverkfræðingur
VERSLUNARMANNAFÉLAG
SUÐURNESJA
Aðalfundur Verslunarmannafélags Suðurnesja 1989
verður haldinn að Hafnargötu 28 í Keflavík miðviku-
daginn 26. apríl nk. kl. 20.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel
Lind, Rauðarárstíg 18, þriðjudaginn 25. apríl 1989,
kl. 17.00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kjara- og samningamál.
3. önnur mál.
Kaffiveitingar
Reikningar Iðju fyrir árið 1988 liggja frammi á skrif-
stofu féíagsins.
Iðjufólagar, fjölmenniö.
Stjórn Iðju.
Áskorun til eigenda ;
og ábyrgðarmanna fasteigna ;
um greiðslu fasteignagjalda ]
í Reykjavík
Fasteignagjöld í Reykjavík 1988 eru nú öll gjaldfall-
in. Gjaldendur, sem ekki hafa gert skil innan 30 daga
frá birtingu áskorunar þessarar, mega búast við aó ]
óskað verði nauðungaruppboós á eignum þeirra í i
samræmi við I. nr. 49/1951 um sölu iögveða án I
undangengins lögtaks.
Reykjavík 15. apríl 1989
Gjaldheimtustjórinn f Reykjavík
önu
mali
skiptir
að vera vakandi
^JUMFERÐAR VÍð SÍýnð