Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1989, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. APRÍL 1989.
9
Utlönd
Siöanefiid fulltrúadeildar Bandaríkjaþings:
Jim Wriaht brautafsér
Ásakanirnar gegn Wright snúast að verulegum hluta um það að hann
hafi þegið óeðliiega fyrirgreiöslu frá verkalýösféiögum. Jafnvel er talaö
um mútur. Hann var í gær hylltur ó fundi hjá samtökum byggingarverka-
manna þrátt fyrir að siðanefnd fuiltrúadeildarinnar heföi skömmu áður
komist aö þvi að hann hefði þverbrotiö siðareglur þingsins.
Simamynd Reuter
Jim Wright, forseti fulltrúadeild-
ar Bandaríkjaþings, sem í gær var
sakaður um að hafa brotið af sér á
sviði fjármála, krafðist þess í gær
að fá fiekifæri hið fyrsta til að veija
sig frammi fyrir siðanefnd fulltrúa-
deildarinnar til aö reyna aö koma
í veg fyrir aðgeröir af hálfu þings-
ins sem gætu kostað hann starf-
iö.
Wright boðaði í morgun til lokaös
fundar með öllum demókrötum í
fulltrúadeildinni og þingmenn úr
báðum flokkum virtust vera óró-
legir vegna þessa máls sem á sér
ekkert fordæmi. Það hefur aldrei
gerst áöur aö forseti þingsins sé
opinberlega sakaður um siðferðileg
brot.
William Oldaker, lögfræöingur
Wrights, sagði að þingforsetinn,
sem er annar í röðinni, á eftir vara-
forsetanum, til að taka viö forseta-
' embættinu, ef forseti feUur frá
myndi ekki láta af embætti sínu,
ekki einu sinni til bráöabirgöa.
Oldaker sagöi aö ásakanimar væru
„háværar og harkalegar," en aö í
þeim stæði ekki steinn yfir steini.
Siðanefiid þingsins getur mælt
með refsingu til handa þingforset-
anum, allt frá áminningu til þess
aö honum veröi vikið af þingi ef
nefndin kemst aö því í frekari „rétt-
- Jafiigildir ákæru
arhöldum" aö sannaiúr um mis-
gjörðir séu „skýrar og sannfær-
andi.“
Wright neitar
Eftir tíu mánaða rannsókn á fjár-
málum Wrights komst nefndin að
þeirri niðurstöðu að ástæða væri
til aö ætla aö brot hefðu átt sér stað
í sextíu og níu tilvikum.
Meöal þess sem Wright er sakaö-
ur um er aö Betty, kona hans, hafi
þegið laun í nokkur ár frá fiárfest-
ingarfélagi í Texas sem í raun hafi
ekki verið annað en dulbúin gjöf
frá auðugum byggingaverktaka,
sem er vinur þingforsetans.
Wright svaraði þessu: „Ég get
komið með sannfærandi sannanir
fyrir því aö Betty Wright hafi verið
í þjónustu fiárfestingafyrirtækis-
ins og að hún hafi fyllilega unnið
fyrir þeim áfián þúsund dollururm
(900 þúsund krónur) sem henni
voru greiddir árlega.“
„Það mun ég gera og ég er ólmur
í að gera það,“ sagði hann við
fréttamenn. „Ég vil fá fyrsta mögu-
lega tækifæri til að láta leysa þetta
mál á ákveðinn og endanlegan hátt
og afgreiða það fyrir fullt og alit.“
Jafngildir ákæru
Siðanefndin, sem í eiga sæti tólf
manns, sex demókratar og sex
repúblikanar, samþykkti einróma
„yfirlýsingu um ætlað brot“, sem
hefur sama gildi og ákæra, í tveim-
ur af sex málaflokkum sem nefndin
hafði rannsakað.
Næsta skrefið eru „réttarhöld"
þar sem nefndarmenn eru dómarar
og geta mælt meö refsingu. Þá fær
Wright tækifæri til aö veija gjöröir
sínar.
Til að einhver refsing verði fram-
kvæmd þarf öll fulltrúadeildin að
samþykkja hana. Þar hafa demó-
kratar 262 þingmenn en repúblik-
anar 173 þingmenn.
Svar við árásum demókrata
Ásakanimar á hendur Wright
fóru af staö á síöasta ári. Það voru
repúblikanar, undir forystu Newt
Gingrich frá Georgíu, sem stóðu
fyrir þeim. Þrátt fyrir aö repúblik-
anar vifii nýta sér þá stöðu sem er
komin upp til að styrkja stöðu sína
í fulltrúadeildinni viröast þeir ekki
vera vissir um það hvernig þeir
eigi að bregðast við niðurstööum
siöanefndarinnar.
Lynn Martin frá Illinois sagði aö
þaö ætti enginn líta svo á aö það sé
í lagi að ráöast á þingforsetann en
hún var ekki viss um það hvort
forsetinn ætti aö segja af sér. „Mig
grunar að hann geri það ekki,“
sagði hún.
Einstakt mál
Mál þetta er einstakt í sinni röð.
Aldrei áöur hefur starfandi þing-
forseti veriö sakaður um jafnalvar-
leg afbrot. Repúblikanar settu þetta
mál í gang þegar þeir voru orðnir
þreyttir á stanslausum árásum
demókrata á þeirra eigin menn, til
dæmis í íransmálinu.
Nú er sú staöa komin upp sem
jafnvel repúblikanar heðu aldrei
getað látið sér koma til hugar. Stóll-
inn er orðinn valtur undir þingfor-
setanum. Margir stjómmálaskýr-
endur telja að nú væri skynsamleg-
ast fyrir repúblikana að ganga til
samninga við demókrata. Rétt væri
að semja um að gefa Jim Wright
frið en fá demókrata í staðinn til
aö styðja ýmis frumvörp sem Bush
forseti þarf að leggja fyrir þingið.
Það er hætt við því aö ef repúblik-
anar sýna fyllstu hörku í þessu
máli geti reynst erfitt fyrir Bush
að koma nokkmm sköpuðum hlut
í gegnum þingið.
Reuter
Jim Wrigh, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, situr og hlustar á ræó>
i gær. Ef myndin prentast vel má sjá i bakgrunn daufa mynd af þingfor
vegg f salnum.
össamkomu í Washington
m varpaó var á risastóran
Simamynd Reuter
4.395.177 kr,
Vinningsröðin 15. apríl:
1X1 -X2X-212-X1X
12 réttir = 3.652.611 kr.
Enn var enginn meö 12 rétta - og því er þrefaldur pottur núna!
11 réttir = 742.566 kr.
2 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 371.283-.
ekkibaraheppni