Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 3
FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1989. 3 pv___________________________________Fréttir Fjársöfnun vegna hjúkrunarheitnilisins Skjóls: Meirihluti peninganna til þess sem sá um söfnunina „Viö teljum þetta ganga gegn allri venju. Sá sem vann að söfnuninni reiknar sér laun af útsendum gíró- seðlum en ekki af því sem hefur inn- heimst. Þar sem ógreiddir gíróseðlar eru um eins árs gamlir teljum við að þeir innheimtist illa úr þessu. í fyrstu vildi sá sem vann þetta fá 50 prósent sölulaun. Okkur þótti það of hátt og úr varð að hann fengi 43 pró- sent. Okkur þykir það fullmikið og sérstaklega þegar hann reiknar sér laun af útsendum seðlum," sagði Rúnar Brynjólfsson hjá umönnunar- og hjúkrunarheimihnu Skjóh. Það var fyrirtækið Maxis sem ann- aðist íjársöfnunina fyrir Skjól. Alls voru sendir út gíróseðlar fyrir 3.079.500 krónur. Þar af innheimtust um 2.200.000 krónur. Maxis reiknaði sér rúmlega 1,3 milljónir í þóknun en það er 43 pró- sent af útsendum seðlum. Skjól fékk í sinn hlut aðeins 876 þúsund krónur. Rúnar telur að þar sem Maxis hafi reiknað þóknunina sem hlutfall af útsendum seðlum, þ.e. 43 prósent, eigi fyrirtækið að skila Skjóli 57 pró- sentum af útsendu gíróseðlunum - og skuldi því Skjóli um 850 þúsund krónur. „Við munum gefa Maxis frest til aö ganga frá þessu máh. Að öðrum kosti verður það sent th lögfræð- ings,“ sagði Rúnar Brynjólfsson. „Þegar allt kemur til alls mun ég tapa á þessu verkefni. Ég hef fengið rúmar 1300 þúsund krónur og af því hef ég greitt kostnaö vegna söfnunar- innar og nú standa eftir 7.341 króna. Einhver kostnaður er ógreiddur og því er ljóst að ég mun tapa á á þessu verkefni," sagði Kristján Þorgeirs- son hjá Maxis. Kristján sagði að um áramótin hafi hann afhent Skjóh 1.119.815 en ekki 876.315 eins og haldið hefur verið fram. „Starfsemi sem þessi er byggð á trausti og því þykir mér þetta mjög leitt. Ég óttast að ekki verði hægt að innheimta það sem er ógreitt. Þetta mun því koma Skjóli illa,“ sagði Kristján. -sme Stökkenekki samdráttur - segir félagsmálaráðherra „Þaö varð veruleg aukning á fé- lagslegum íbúðum á árunum 1987 th 1988 en fjármagniö til þeirra jókst úr 1100 milljónum í 2300 milljónir. Ég hygg að það hafi farið í gang á milli 800 og 900 íbúöir i félagslega kerfinu á síðasta ári. Þannig að það varð verulegt stökk í félagslega kerf- inu á síðastliðnu ári að mínu mati,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra en fram hefur komiö mikil gagnrýni frá ýmsum samtök- um vegna félagslega kerfisins í hús- næðismálum. Hefur því verið haldið fram að það hafi setið á hakanum vegna húsbréfamálsins. Jóhanna neitaði því að það hefði orðiö annar samdráttur en sá er fæl- ist í almennum samdráttaraðgerðum við fjárlagagerð. Ríkisstjórnin hefði sett sér að klára þau verkefni sem ráðist hefði verið í á síðasta ári í fé- lagslega kerfmu en hefja ekki ný. „Annars vil ég benda á að félags- lega kerfið hefur verið í endurskoðun hjá mér og við viljum skoða gallana á því vandlega. Það er flókið og býð- ur upp á marga samræmingar- og einföldunarkosti." -SMJ VÆNLEGUR KOSTUR Sýningarsalurinn v/Sævarhöfða opinn frá kl. 14-17 laugardag og sunnudag Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2, sími 67-4000 NISSANVANETTE Nissan Vanette er vænlegur kostur fyrir sendibílstjóra og verktaka. Ef borið er saman verðið á Nissan Vanette og öðrum sambæri- legum þá hefur Nissan Vanette vinninginn eins og á öðrum sviðum. Okkar verð: 840.000.- Greiðslukjör sniðin að þínum þörfum. Sýningarbíll á staðnum. 3ja ára ábyrgð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.