Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. Fréttir Grundartangaverksmiðjan og sementsverksmiðjan: Vilja grafa göng undir Hvalfjörðinn - 250 króna vegagjald á að borga göngin sem kosta um þrjá milljarða I samgönguráðuneytinu liggur nú fyrir ósk frá Jámblendiverksmiðj- unni á Grundartanga og Sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi um að þessir aðilar fái að byggja jarð- göng undir Hvalfjörðinn. Ef þessi beiðni veröur samþykkt verða jarð- göngin byggð án nokkurs kostnaðar frá ríkissjóði. Samkvæmt athugun, sem verk- smiðjunar tvær hafa gert, bendir flest til þess að jarðgöng undir Hval- fjörðinn séu hagkvæm framkvæmd. Gert er ráð fyrir að vegagjald verði innheimt af þeim sem fara um göng- in. Það yrði nálægt þeirri upphæð sem bifreiðaeigendur spara í bensín- kostnað með því að fara um göngin. Eigandi meðalbifreiðar þyrfti því að greiða um 250 krónur. Samkvæmt athugun verksmiðjanna ætti þetta vegagjaid að greiða upp framkvæmd- ina á um 20 árum. Tahð er aö jarðgöng undir Hval- fjörðinn kosti um 2,5 til 3 milljarða króna. Tahð er að hagkvæmast sé að grafa þau á svæðinu frá Grundar- tangaverksmiðjunni og út með Akra- flalli. Þar sem rannsóknir á jarðvegi í botni Hvalíjarðar eru ekki nægar er enn óljóst hvar á þessu svæði yrði hagkvæmast aö grafa göngin. Hugmynd verksmiðjanna tveggja er byggð á norskri fyrirmynd. Þar í landi er algengt að sérstök hlutafélög séu stofnuð um ákveðnar fram- kvæmdir. Lán eru tekin til að standa straum af kostnaðinum og vegagjald látið renna til greiðslu á afborgunum ogvöxtum. -gse Nú er verið að gera við holur í malbikinu. Útlit er fyrir að fjárveiting til viðhalds á malbiki dugir ekki þar sem göturnar í Reykjavik komu mjög illa undan vetri. DV-mynd:S Slæmt ástand gatna í Reykjavík: 135 milljónir munu ekki hrökkva til - segir Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri Fornbókmenntirnar: Við ættum að hafa forystu - segir Gísli Sigurösson „Við viljum vekja athygli á störfum ungra fræðimanna sem eru nýbúnir að Jjúka sínu námi. Þama er stefnt saman miðaldafræðingum og nútíma bókmenntafræðingum. Þetta fólk nálgast bókmenntaarfleifð. okkar á annan hátt en hefur viögengist. Það fjallar um fomsögumar eins og nú- tímaskáldverk, lítur framhjá vanda- málum textafræðinnar sem fyrst og fremst er viðfangsefni Ámastofnun- ar. Okkur finnst ástæðulaust að vera einungis áhorfendur að þeim fijóu pæhngum sem eiga sér stað í kring- um fomsögumar úti í heimi. Við eig- mn að vera í framlínunni á þessu sviði en höfum ekki verið það hingað tíl,“ sagði Gísh Sigurðsson viö DV. Gísh er einn aöstandenda Skáld- skaparmála, ráðstefnu um íslenskar fombókmenntir, sem hefst í Rúg- brauösgerðinni í kvöld og lýkur á sunnudag. Gísh sagði að þetta unga fræðifólk fengi þama kjörið tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. „Meö ráöstefnunni vekjum við einnig athygh á aöstöðuleysi þessa fólks. Þaö er ekki hægt að ljúka dokt- orsnámi hér í þessum fræðum þann- ig að þeir sem ætla að stunda fræði- mennsku hérlendis eftir masterspróf verða að gera fræðimennskuna að tómstundaiðkun. Eins þurfum við að gera upp og meta hvemig hin nýju fræði standa andspænis rannsókn- um fomrita, því sem nefnt hefur ver- ið „íslenski skólinn“. Hérlendis hef- ur veriö nær einblínt á handrita- rannsóknir og handritin dýrkuð sem fyrirbæri. Á meðan hafa fræðimenn um allan heim fengist við bók- menntarannsóknir á fomsögunum. Við eigum hins vegar greiðastan að- gang aö þessum dýrgripum og ættum aö hafa forystu á því sviði.“ Á annan tug fræðimanna hafa framsögu á ráöstefnunni undir fyrir- sögnum eins og: Er Hahdór Laxness höfundur Fóstbræöra sögu?, Munn- menntir og fomsögur, Góðar sögur og vondar og Göngu-Hrólfur á galeiö- unni. -hlh „Astand gatnanna er mjög slæmt og mun verra en undanfarin ár. Þessi mikh snjóavetur hefur ráðið mestu þar um. Vegna snjóanna hafa götur veriö þröngar og bílum því veriö ekið á sama fleti og jafnvel í sömu hjólfórum. Þá höfum við þurft að nota meira salt við hálkueyðingu. Hvaö sem má um saltið segja þá eyk- ur þaö öryggi. Svíar söltuöu ekki í Dölunum. Þar jukust slys um 50 pró- sent. Flestir bílar þar em á nagla- dekkjum svo það sést á þessu að nagl- amir duga ekki ahtaf. Saltið er skað- valdur og það er leiðinlegt að vera með það. En hver vih taka þá ákvörð- un að salta ekki og auka slysin um leið,“ sagði Ingi Ú. Magnússon, gat- namálstjóri í Reykjavík. Ingi sagði að áætiað hefði verið að veita 135 milljónir króna til viðhalds á malbikuðum götum. Hann sagði það Ijóst vera að sú upphæð dygði ekki til og að veita yrði aukafjárveit- ingu til viðhaldsins. Starfsmenn borgarinnar eru byrjaðir að gera við svokallaðar brotholur. Þegar hlýnar verður ráðist i að leggja malbik yfir götur. Áætlað var að veita 35 milljónir til snjómoksturs í ár. Þegar em famar um 50 milljónir króna í snjómokstur. Sú upphæð getur auðveldlega hækk- aö enn þar sem haustið er eftir. -sme DV Dalvík: Góður afli togaranna Geir A Guðsteinsscin, DV, Dahrik: Undanfarna daga hafa togarar hér verið að landa mjög góðum afla. Baldur landaöi 198 tonnum, sem var mestmegnis þorskur, Björgúlfur kom með 181 tonn af grálúðu og á þriðjudag landaði Bliki 13,6 tonnum af sjófrystri rækju, sem fer beint á Japans- markað, og 21,1 tonni af svokall- aðri pokarækju. Hún fór til vinnslu hjá rækjuverksraiðjunni Meleyri hf. á Hvammstanga. Dalborgin landaði sama dag 31,1 tonni af rækju, sem fer til vinnslu í rækjuverksmiðju Sölt- unarfélags Dalvíkur, og daginn eftir kom svo Björgvin með tæp 180 tonn af grálúðu. Grálúðuafl- inn fer ahur til vinnslu hjá frysti- húsi KEA á Dalvík og einnig þorskurinn að mestu en eitthvaö af honum fór þó inn á Hjalteyri. Hengdur upp í hjalla sem vænt- anleg ítahuskreiö. A-Húnavatnssýsla: 39 milljóna tap samvinnu- félaganna Þóih. Aamundsacffí, DV, Noiöurl vestra: Á aðalfundum samvinnufélag- anna í Austur-Húnavatnssýslu, sem haldnir voru nýlega, kom fram að 26 mihjóna króna tap varð á rekstri kaupfélagsins og 13 milljóna tap hjá sölufélagjnu. Eiginíiárstaða beggja fyrirtækj- anna er þó enn jákvæð og búið að gera ráðstafanir til að snúa rekstrinum á rétta braut. Til dæmis er áætlað að spamaðarað- gerðir, sem í gangi eru hjá kaup- félaginu, geti bætt stöðuna um 20-30 milljónir á ársgrundvehi. Það var vaxtakostnaður sem reyndist félögunum þyngstur í skauti á árinu. Hjá sölufélaginu jókst hann úr 8 mihjónum í 31 og hjá kaupfélaginu úr 25 í 40 milljónir. Þá var gagnrýnt á fund- unum að ríkiö skuli sífellt velta stærri böggum af búvörusamn- ingnum yfir á sláturleyfishafa. Egilsstaðir: Barátta gegn mengun Sigrún Björgvinad., DV, Egilsstööum: Á Egilsstööum er starfandi framfarafélag sem meöal annars hefur á stefnuskrá sinni aö beij- ast gegn mengun. Einn liður í því starfi er að félagið beitti sér ný- lega fyrir því aö sett yrðu upp skilti við stofnanir og verslanir með áletrun þar sem fólk er hvatt til að láta bílinn ekki ganga í kyrrstöðu. Félagið sendi beiðni til bæjar- stjórnar um að hún léti setja upp eitt skilti en undirtektir þar á bæ voru slíkar að félagið fékk efni í sautján. Bjöm Kristleifsson arki- tekt teiknaði skiltin en síðan sáu Helga Hreinsdóttir og Philip Vo- gler - frá honum er hugmyndin komin - um að mála þau. Fyrir- tæki hafa tekið máhnu mjög vel og sjá um uppsetningu hvert hjá sér. Víða erlendis er bannað aö láta btia ganga í kyrrstöðu. Phihp Vogler, sem er kennari við Menntaskólann á Egilsstöð- um, kom hingaö frá Texas fyrir mörgum árum og segist vona að smám saman fari menn að skilja btiinn eftir hehna og ganga til vinnu, enda vegalengdir hér óviða meiri en svo aö það er hæfi- leg heilsubótarganga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.