Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989.
5
Fréttir
Seyðisfjörður:
liíu ára dreng-
ur brotnaði
á iærlegg
Níu ára gamall drengur hjólaöi
fyrir bíl á Seyðisfirði með þeim
aíleiðmgum að hann brotnaði á
lærlegg. Drengurinn var fluttur
með sjúkraflugi til Reykjavíkur
þar sem hann liggur á sjúkrahúsi.
-sme
Hætt við að selja Skjöld á Sauðárkróki:
Staðan á tékkareikn
ingnunt réði ferðinni
Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkróki:
Á hluthafzjfundi í Hraðfrystihús-
inu Skildi nýlega var endanlega fallið
frá þvi að selja fyrirtækið Útgerðar-
félagi Skagfirðinga.
Á fundinum kom einnig fram að
165 þúsunda kr. hagnaður varð á
rekstri Skjaldar á síðasta ári. Er
Skjöldur því eitt örfárra frystihúsa á
landinu sem var réttum megin við
núllið á síðasta ári.
Ljóst var fyrir fundinn að tveir
hluthafar vilja selja hlut sinn í Skildi
og að sögn Árna Guðmundssonar
framkvæmdastjóra hafa nú fleiri
hluthafar bæst í þann hóp. Sex fyrir-
tæki tengd Sölumiðstöð Hraðfrysti-
húsanna hafa lýst sig tilbúin að
kaupa þau hlutabréf sem til sölu
verða. Þá barst inn á fundinn áskor-
un frá starfsfólki Skjaldar þess efnis
að hætt yrði við sölu fyrirtækisins.
Jafnframt lýsti starfsfólkið sig reiðu-
búið til hlutafjárkaupa og mun hluta-
fjársöfnun meðal þess vera hafin.
„Skuldastaðan er góð. Það hefur
verið gætt ýtrasta sparnaðar og við
höfum farið eftir stöðunni á tékka-
reikningnum en ekki einhverjum
tölvuútreikningum. Þá þekkjum við
ekkert sem heitir verðfelling. Matið
a afurðum okkar á síðasta ári var
98,9%. Verkstjórar og starfsfólk má
því vera hreykið af árangri sínum,“
sagði Árni þegar hann var spurður
um hvers vegna rekstur hjá þeim
hefði gengið betur en margra ann-
arra frystihúsa.
Seyðisfiöröur:
Tveir teknir á
tjaldaveiðum
Lögreglan á Seyðisfirði stóð tvo
unga menn að því að skjóta tjalda.
Mennimir höfðu skotið tvo fugla
er lögreglan stöðvaði veiðamar.
Tjaldurinn er alfriðaður.
Nokkuð hefur borið á því á
Seyðisfirði og nágrenni að skot-
veiðimenn hafi verið á gæsaveið-
um. Lögum samkvæmt er óheim-
ilt að skjóta gæsir eftir 15. mars.
Lögreglan á Seyðisfirði segist taka
mjög hart á þessum brotum og
stefnt sé að því aö koma alveg í
vegfyrirgæsaveiðamaj:. -sme
Seyðisflörður:
Brotist inn
í kaupfélagið
Brotist var inn í Kaupfélag Hér-
aðsbúa á Seyöisfirði um síðustu
helgi. Þaðan var hljómtækjum
stoliö að verðmæti um 60 þúsund
krónur. Lögreglan vinnur aö
rannsókn málsins sem er óupp-
lýst. -sme
Kirkjubæjarklaustur:
Sumri fagnað á
fjölbreyttan hátt
Unnið að hreinsun malarvallarins á Siglufirði.
DV-myndir Guðmundur
Sigluflörður:
Moka snjóinn af malarvellinum
Guðmundur Davíðsson, DV, Siglufirði:
Malarvöllurinn á Siglufirði er not-
aður sem snjógeymsla á vetrum, þar
sem snjó af nærliggjandi götum er
ýtt inn á hann.
Nú nýlega gerðu KS-ingar, félagar
í Knattspyrnufélagi Siglufjarðar,
samkomulag við bæinn um að ann-
ast mokstur af svæðinu. Átta bílar
af vörubílastöðinni og fimm mokst-
urstæki voru í sjálfboðavinnu allan
laugardaginn 22. apríl en þrátt fyrir
akkorðskeyrslu náðist ekki að klára
verkið. Það var svo gert á kvöldin
nú í vikunni.
Á meðan á þessu stóð var meistara-
flokkur KS á keppnisferðalagi á Ak-
ureyri og lék við Þór og TBA. Þór
sigraði KS, 4-3, en KS vann TBA, 8-0.
Valgeir Ingi Ólafæon, DV, Klaustri:
Hátíðahöld sumardagsins
fyrsta á Kirkjubæjarklaustri hó-
fust með skrúðgöngu frá Skaftár-
skála að menningarkapellu séra
Jóns Steingrímssonar þar sem
sóknarpresturinn séra Sighvatur
Emilsson söng messu.
Að því loknu hófst firmakeppni
hestamannafélagsins Kóps við
félagsheimilið en á meöan sáu
kvenfélögin um skemmtun inn-
andyra, kaffxveitingar og bíósýn-
ingar fyrir yngstu börnin. Þá var
bingó, bamakórinn söng, trúður
kom í heimsókn og skemmtun-
inni lauk með dansleik fyrir
yngstu kynslóðina. Um kvöldið
var diskótek fyrir unglinga.
Selfoss:
Eiginn inn-
flutningur
lækkar verð
Kegína Thorarensen, DV, Selfossi:
Ég átti nýlega tal við Þórodd
Kristjánsson, einn af eigendum
verslunarinnar Sportbæjar hér á
Selfossi og verslunarstjóra, og
spurði hann hvers vegna allar
íþróttavðrur verslunarinnar
hefðu lcekkaö.
Hann svaraöi því fljótt og vel.
„Við erum farin aö flytja inn sjálf
og losnum því viö milliliði. Þess
vegna hefur verð lækkað allt aö
30-40% og salan aukist vemlega.
Við leggjum áherslu á að hafa
stór númer f skótaui, allt upp í
47 og 48 því unglingar em fótstór-
ir nú til dags.“
Þá gat Þorvaldur þess að lokum
að þaö hefði kotnið þeim á óvart
hve álagning heildsala og SÍS
væri mikil. Það hefði komiö í Ijós
með eigin innflutningi og eigend-
ur ekki gert sér grein fyrir því
áður þau fáu misseri sem versl-
unin hefur starfað.
Hlíðaröall:
Milljónatap á rekstri
skíðasvæðisins í vetur
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyit
„Það er alveg ljóst að við verðum
einhverjum milljónum króna und-
ir tekjuáætlun og það þýðir um leið
að úkoman hér í fjallinu í vetur
þýðir tap upp á einhverjar milljón-
ir. Það mun hins vegar ekki liggja
nákvæmlega fyrir fyrr en í lok maí
hver endanleg útkoma verður,"
segir ívar Sigmundsson, forstöðu-
maður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli
við Akureyri.
„Þessi vetur er búinn að vera með
eindæmum erfiöur," sagði ívar.
Ástandið í Hlíðarfjalli var þannig
að það var ekki fyrr en langt var
liðið á janúar að nægur snjór var
kominn í fjalliö. Segja má að síðan
snjórinn loksins kom hafi veður
meira og minna hamlað eðlilegri
skíðaiðkun í Hlíðarfjalli og hefur
ekki verið hægt aö hafa opið í fiall-
inu heila helgi nema þrisvar sinn-
um. Páskarnir, sem yfirleitt hafa
verið sá tími sem flestir hafa komið
í fiallið, brugðust nær alveg núna
vegna veðurs og samgönguerfið-
leika, þannig að allt hefur lagst á
eitt.
ívar sagði að um næstu helgi yrði
opið og sennilega yrði það síðasta
helgin að þessu sinni. „Við höfum
reynt að hafa hér opið í mai, reynd-
um það t.d. í fyrra en það þýðir
ekki neitt, fólk kemur bara ekki á
skíði þegar þessi tími er kominn,"
sagði ívar.