Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. W Frjálst.óháÖ dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, FAX: (1)27079, SlMI (1)27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 900 kr. Verð i lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr. Úr tengslum við slorið Oft hafa stéttarfélög ýtt úr vör meö meiri kaupkröfur en háskólafólk hjá ríkinu hefur gert aö þessu sinni. Og komið hefur fyrir, aö þau hafi náö til hafnar með umtals- verðan hluta af kröfunum. Því er forvitnilegt aö gera sér grein fyrir, af hverju siglingin gengur nú illa. Launahlutföll hópa breytast ekki alltaf í takt. Einstök- um stéttum hefur stundum tekizt aö rífa sig lausar og ná meiri árangri en aðrar. Þaö gerðist raunar áöur hjá háskólamenntuðu fólki, þegar samið var viö ríkiö um starfsmat, sem tók mikiö tillit til menntunarlengdar. Nú telja háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn, aö aftur hafi sigiö á ógæfuhliðina, og vilja rétta hlut sinn á nýjan leik. Sumir hópar þeirra eru í verkfalli, sem staðið hef- ur í réttar þrjár vikur og gæti staðið í margar vikur í viðbót. Engin lausn deilunnar er í sjónmáh að sinni. Þegar vel hefur gengið að setja fram miklar kröfur og ná miklu fram, hafa aðstæður verið aðrar í þjóð- félaginu. Venjulega hefur það gerzt í kjölfar aukinnar velgengni í sjávarútvegi. Við slíkar aðstæður hafa hópar í landi haft misjafnt lag á að maka krókinn. Að þessu sinni hafa ekki orðið í sjávarútvegi nein uppgrip, sem stjómvöld geti dreift yfir þjóðfélagið í heild. Þvert á móti hafa tvær ríkisstjórnir í röð rekið fastgengisstefnu, sem hefur keyrt þrælsóhna svo fast að hálsi sjávarútvegs, að honum hggur við köfnun. Að þessu sinni er ekki heldur um að ræða, að hlutur launa í þjóðarkökunni sé að aukast og að einstakir hóp- ar geti náð stærri sneiðum en aðrir af launahlutnum. Hann er mun stærri en venja hefur verið á síðustu ára- tugum og mun ekki aukast neitt til viðbótar. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa vahð rangan tíma til að reyna að bæta hlut sinn umfram aðra. Ríkis- stjórnin getur ekki leyft sér að semja við þá um aðrar samningastærðir en samið var um við aðra ríkisstarfs- menn og samið verður um við starfsfólk atvinnuhfsins. Ef stjórnvöld semdu við háskólafólk um meira en hjá öðmm ríkisstarfsmönnum, mundi almenni vinnumark- aðurinn hækka kröfur sínar. Ennfremur færi aht í gang aftur hjá bandalagi ríkisstarfsmanna. Stólarnir mundu hreinlega fljóta undan ráðherrunum í kohsteypunni. Athyghsvert er, að háskólamenntaðir kennarar em í hópi verkfahsmanna, þótt þeir hafi reynslu af litlum árangri í verkfóhum. Það minnir á, að prentarar hafa á ýmsum tímabhum hneigzt th næstum árvissra verk- faha, þótt þeir hafi tapað á þeim, en ekki grætt. Stundum rís róttæk þrætubókarforysta í stéttarfélög- um. Hún hrífur með sér félagsmenn í eins konar hóp- efh, sem leiðir th verkfahshneigðar. Það er ekki fyrr en eftir nokkrar misheppnaðar atrennur, að hópvíman rennur af fólki og það fær sér raunsærri fomstu. Þrætubókin hefur fengið hljómgrunn hjá háskóla- gengnu fólki, af því að það hefur einangrazt í þjóðfélag- inu og skhur ekki raunveruleikann í kringum sig. Kenn- arar úti á landi vita meira um atvinnulífið í kringum sig og vom því tregari th verkfahs en höfuðborgarhðið. Hjá háskólamenntuðu fóhd, einkum því, sem ekki stundar kennslu, er afar óáþreifanlegt samhengi milli launaumslags og árangurs í starfi. Sumir virðast raunar telja, að þeir eigi rétt á að fá borgað fyrir að vera th. Þeir em víðar en á Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Verkfahsfólk mun bíða meira tjón af verkfallinu en sem nemur því, er um verður samið að lokum. Þetta stafar af, að háskólafólk hefur misst tengslin við slorið. Jónas Kristjánsson Séð yfir Panamaskurðinn. - „Fyrirtækið, sem rekur skurðinn, stendur ekki skil á skattgreiðslum starfsmanna til ríkissjóðs Panama", segir hér m.a. Hvernig styrkja má herstjóra í sessi Fyrir hálfu öðru ári lögðu Banda- ríkin til atlögu við eitt fyrrverandi leppríki sitt, það ríki þar sem þau hafa getaö ráðið öllu sem þau hafa viljað í 86 ár, og töpuöu. Hrakfarir Bandaríkjastjórnar fyrir Noriega, herstjóra í Panama, eru með ólík- indum því að þau hafa beitt öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að knýja hann til undirgefni, aö hem- aðaríhlutun einni undanskihnni. Það er ekki nóg með að aðforin að Noriega hafi mistekist, Banda- ríkjamönnum hefur meira að segja tekist að gera þennan fyrrum óvin- sæla harðstjóra að þjóðhetju í landi sínu sem Panamabúar eru stoltir af, fyrir það að hann hefur boðið Bandaríkjamönnum birginn og komist upp með það. Þetta em mikil tíðindi og sýna enn hversu Bandaríkjamönnum gengur á seinni áram illa að halda uppi húsaga í fyrram hjálendum sínum í Mið-Ameríku. Eiturlyf og refsiaðgerðir Bandarísk yfirvöld ákærðu Nori- ega haustið 1987 fyrir samstarf við eiturlyfj aframleiðendur í Kólomb- íu og stórfellt kókainsmygl til Bandaríkjanna. í framhaldi af þessum ákærum krafðist Banda- ríkjastjóm þess að Noriega yrði framseldur til Miami til að koma fyrir rétt. Þáverandi forseti Pariama, sem að nafninu til var æðsti maður landsins, féllst á þessa kröfu og setti Noriega af sem æðsta mann hersins. En Noriega sýndi þá hver réð, setti forsetann af og lét síðan þingið kjósa nýjan forseta sem ó- gilti ákvörðun fyrirrennara síns. Síðan hefur ekki verið um það deilt hver stjómar Panama þótt að nafn- inu til sé þar lýöræði. Bandaríkjamenn töldu sig geta þvingaö Noriega til hlýðni og gripu til aðgerða sem hefðu átt að duga. Allri aðstoð var hætt og sömuleiðis var innflutningsleyfi á sykri til Bandaríkjanna afnumið. Banda- ríkjastjórn hætti að sjá seðlabanka Panama fyrir dollaraseðlum, sem eru gjaldmiðill landsins, banda- rískum bönkum og fyrirtækjum var bannað að inna af hendi nokkr- ar greiðslur tii stjómar eða ríkis- stofnana í Panama. Gjöld af Pan- amaskurðinum eru greidd inn á lokaðan reikning og fyrirtækið, sem rekur skurðinn, stendur ekki skil á skattagreiðslum starfsmanna til ríkissjóðs Panama. En allt kom fyrir ekki. Lands- framleiðsla hefur að vísu minnkað um 20 prósent og bankakerfi lands- ins ætti aö vera lamað, en Panama er samt ekki komið í þrot. Staöa Noriegas hefur styrkst og nú er útséö um að Bandaríkjastjórn komi honum frá. Þessu hefði enginn trú- að áður en á reyndi. Panamaskurðurinn og bankar Stjómvöld í Panama hefðu veriö vamarlaus gagnvart slíkum þrýst- ingi fyrir nokkram áram, en á síð- Kjallariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður ustu árum hefur orðið mikil breyt- ing á. Efnahagskerfi landsins var að heita má algerlega háð Panama- skurðinum og er það að vísu að miklu leyti enn en næststærsta tekjulind landsins er nú banka- starfsemi. Panama er nokkurs kon- ar fríhöfn fyrir peninga. Á annað hundrað alþjóðlegir bankar eiga útibú í Panama og um þessa banka fara gífurlegar fjárhæðir. Mjög stór hluti þessa fjármagns er ýmiss konar felusjóðir, sem fara um Pan- ama til að villa yfirvöldum í heima- landinu sýn, bæði af skattaástæð- um og sömuleiðis fer stór hluti af eiturlyfjagróöa glæpasamtaka um þessa banka þar sem dolluram er skipt í aðra mynt, gegn gjaldi, sem meðal annars á að hafa runnið til Noriega sjálfs og fer þaðan löglega í aðra banka, í Sviss eða annars staðar. Þessi bankastarfsemi, og að sjálf- sögðu ýmis alþjóðleg lánastarf- semi, er nú næstmesta tekjuhnd Panama. Án þessa bankakerfis hefðu refsiaðgerðir Bandaríkja- stjórnar strax komið Noriega á kné. En úr þessu kerfi fær hann fé til að borga hernum og það er allt sem þarf. En fleira kemur til. Það er ekki Noriega einn sem hefur hagnast á þvi að hreinsa eiturlyfja- dollara í Panama, sterkur grunur leikur á að gróðinn af eiturlyfja- smygh hafi hka verið notaður með vitund Bandaríkjamanna til að fjármagna contraskæruliðana í Nicaragua. Noriega gæti sagt meira en Bandaríkjastjórn kærir sig um að gera opinbert ef hann kæmi fyrir rétt. Bandaríska utanríkisráðu- neytið var hka mjög á móti því á sínum tíma að dómsmálaráðuneyt- ið væri að ákæra Noriega og eftir á séð hefðu Bandaríkjamenn betur látið það ógert. Afhending Panamaskurðarins Það er ljóst að Noriega hefur stað- ið af sér þessa aðfór og það era Bandaríkjamenn sem verða að draga í land. í næsta mánuði fá þeir tækifæri til þess þegar nýr for- seti verður kosinn í lýðræðislegri kosningu enda þótt Noriega verði eftir sem áður herstjóri. Við þann forseta verða Bandaríkjamenn að eiga því að um næstu áramót verða þeir að afhenda stjórn Panama for- sæti í nefnd þeirri sem á að skila Panamskurðinum til Panamabúa að öhu leyti árið 2000. Bandaríkjamenn undir forsæti Jimmy Carters afsöluðu sér eilífð- arrétti th skuröarins árið 1978 og síðan hefur stjóm Panama verið að fá meiri ítök í skurðinum og skurðsvæðinu smám saman, þar th afhendingu verður lokið á gamlárs- dag 1999. Þessi fyrirhugaða af- hending skurðarins hefur breytt samskiptum rikjanna. Panamaríki sjálft var stofnað út úr Kólombíu 1903 beinlínis th þess að vera umgerð um skurðinn sem Bandaríkjamenn ætluðu að eiga til eilífðarnóns. Þeir hafa hingað til tahð sig eiga Panama hka, við sí- minnkandi hrifningu íbúanna, þar th nú að Noriega hefur endanlega boðið bandarískri yfirdrottnun birginn. Bush, núverandi Bandaríkjafor- seti, dróst inn í þessi mál í fyrra þegar hann var bendlaður við til- lögu um að múta Noriega til að fara frá meö því að bjóða honum sakar- uppgjöf og að hann færi úr landi með eins mikið fé og hann vildi, gegn því að Bandaríkjamenn hættu refsiaðgerðum sínum. Bush hefur engan sóma haft af þeirri tihögu sem átti á sínum tíma að fara leynt. En samkvæmt fréttum frá Banda- ríkjunum stendur nú til að end- urnýja þessa thlögu, að minnsta kosti þann hluta hennar aö fella niður ákærur og falla frá refsiaö- gerðum. Einhverja málamyndatilslökun munu Bandaríkjamenn vilja fá á móti en hvernig sem því lýkur er þegar ljóst að þeir verða að horfast í augu við þá staðreynd að þeir geta ekki lengur ráðið því sem þeir vilja í Panama. Þeir verða því að láta undan síga th þess að geta gætt þeirra gífurlegu hagsmuna sem þeir eiga að gæta í Panama- skurðinum og hernaðarsvæðinu sem honum fylgir. Þeir hafa ekkert haft nema skömmina af átökunum við Noriega. Gunnar Eyþórsson „Panama er nokkurs konar fríhöfn fyr- ir peninga. A annað hundrað alþjóðleg- ir bankar eiga útibú í Panama og um þessa banka fara gífurlegar fjárhæðir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.