Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1989, Síða 15
FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1989. 15 Að muna eða muna ekki Það hefur löngum verið sagt að það sé skrítin tík, pólitík. En það eru þó eflaust orð að sönnu þegar um íslenska pólitík er að ræða. Flestir geta eflaust verið sammála um að það sé tík sem taki flestum öðrum tíkum fram hvað skrítilegheit varðar. Eitt nýlegasta dæmið um þess háttar skrítilegheit verður eflaust að teljast umræðan um komu eitt þúsund bandarískra hermanna hingað til lands vegna heræfmga er áttu að hefjast þann 17. júní næstkomandi. Atburöur þessi hef- ur fengið verðskuldaða athygli og vakið úlfaþyt og skemmtilegar umræður á Alþingi. Bara öryggismál! Eitt af því sem vakið hefur at- hygli greinarhöfundar er hversu mannlegur og hreinskilinn virðu- legur forsætisráðherra vors hjart- fólgna íslands, Steingrímur Her- mannsson, er í máli þessu öllu. Það ætti ekki að þurfa að vera að gera fárviðri út af því þótt virðulegur forsætisráðherra muni ekki hvert einasta smáatriði er inn á borð til hans kemur. Það eru alveg örugg- lega ekki ófáir hlutir sem hvíla á manni í hans embætti og þar af leiðandi til of mikils mælst að hann kunni skil á þeim öllum. Það verður að teljast algerlega að ófyrirsynju af núverandi utanrík- isráðherra, Jóni Baldvini Hannib- alssyni, að vera að ráðast á Stein- grím fyrir þessar sakir. Þetta eru nú bara öryggismál þjóðarinnar sem um ræðir og við getum nú al- deihs tahst örugg hér norður í hafi með þetta ágætis varnarlið okkur til varnar. Það ætti nú bara að bæta úr skák að fá 1000 hermenn til viðbótar í varnirnar. En það verður hins vegar að telj- ast með eindæmum ófyrileitin óskammfeilni af hálfu Jóns Bald- vins að þurfa sífellt og endurtekið að vera að minna á að virðulegum forsætisráðherra hafi vel verið kunnugt um heræfingar þessar. Það gætir virðingarleysis hjá utan- ríkisráðherra í garð hins háæru- verðuga forsætisráðherraembættis að vera að minna á þaö að núver- Jón Einar Eyþórsson verslunarmaður andi forsætisráðherra hafl vel þekkt til þessara mála í eigin utan- ríkisráðherratíð. Er endilega nauðsynlegt að vera að rifja það upp að í ágúst 1987 hafi þáverandi utanríkisráðherra, Steingrími Hermannsyni, verið boðið í heimsókn til varnarliðsins? Er nauðsynlegt... ? Er nauðsyniegt að vera að draga það fram í dagsljósið að þar hafi Steingrími verið gerð ítarleg grein fyrir umfangi og markmiðum æf- inganna? Hvers vegna þarf að vera að minnast þess að þar hafl Stein- grími persónulega verið tjáð að hingað kæmu 1000 hermenn vegna æfinganna? Það er eins og það hafl gleymst í þessari umræðu ahri að það getur vart talist sök Steingríms þó Kanarnir hafi verið svo ósmekk- legir að ákveða að hefja þetta sprikl sitt á þjóðhátíðardegi íslendinga. Veit ekki Jón Baldvin Hannibals- son að Steingrímur Hermannsson er vinsælasti stjórnmálamaður ís- lensku þjóðarinnar? Ef Jón Bald- vin gerir sér það ljóst ætti það líka að vera honum deginum ljósara að það er honum ekki Uklegt til vin- sældaaukningar að vera með ónot út í Steingrím. Heldur Jón Baldvin að Steingrímur sé svona vinsæh að ástæðulausu? Nei, Steingrímur og varnarmál íslands séu alltof mikilvæg og viðkvæm mál til þess að þau séu einhver hornreka tæki- færissinnaðra stjórnmálamanna. Þvílík ósvífni, það er engu líkara en þessir menn áhti að virðulegur forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, sé ófær um að gegna starfi sínu. Það tekur þó út yfir allan þjófa- bálk þegar háttvirtur alþingismað- ur, Ragnhildur Helgadóttir, Sjálf- stæðisflokki, kveður sér hljóðs á þingi og segir að þetta mál sé farið að snúast um að muna eða muna ekki og tala eða tala ekki. Síðan tekur hún svo djúpt í árinni að segja að engar tvær yfirlýsingar forsætisráðherra í fjölmiðlum hafi verið samhljóða. Þessu næst segir hún að það skipti miklu máli að ríkisstjórn íslands sé trúverðug í öryggismálum. Hvað meinar Ragnhildur eigin- lega? Er hún að gefa í skyn að okk- ar virðulegi forsætisráðherra sé ekki trúverðugur? Ragnhildur Helgadóttir ætti sam- kvæmt þessu að hafa það ráð að láta vera að tala og taka Steingrím sér til fyrirmyndar og láta vera að muna. Jón Einar Eyþórsson er bara ósköp mannlegur, hann er bara hann sjálfur. Þar eð vinsældabyrinn hefur ekki blásið sérlega kröftuglega í segl Jóns Baldvins að undanfórnu ætti Jón Baldvin frekar að taka Stein- grím sér til fyrirmyndar. Jóni Bald- vini væri ráðlegt að breyta um takt- ík í pólitík og reyna að gleyma því að vera sífellt að leika einhvern virðingarleysi alþingismanna eigi sér engin takmörk í máli þessu. Fjórir þingmenn og kona Fréttir hafa borist af því að fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokks, þeir Guðmundur H. Garðarsson, Hall- dór Blöndal, Birgir ísleifur Gunn- arsson og Ólafur G. Einarsson, hyggist flytja tillögu til þingsálykt- „Er endilega nauðsynlegt að vera að rifja það upp að í ágúst 1987 hafi þáver- andiutanríkisráðherra, Steingrími Hermannssyni, verið boðið í heimsókn til varnarliðsins?“ „super“-mann og hætta sem allra fyrst að vera svona fjári minnugur. Það væri kannski ástæðulaust að vera fjalla um þetta mál ef ein- göngu væri um að ræða þetta frum- hlaup utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. En það er ekki þeirri lukku að fagna því Dað virðist sem óskammfeilni og unar, þess efnis að hafmn verði undirbúningur að stofnun sérstaks varnar- og öryggismálaráðuneytis, er lúti sérstökum ráðherra. Þessu til málsbótar segja þeir að atburðir síðustu daga á Alþingi íslendinga hafi sýnt fram á þörfma fyrir þetta nýja embætti. Auk þess segja þeir að öryggis- Núverandi og fyrrverandi utanríkisráðherra samstíga í góðviðrinu. - Núverandi utanríkisráðherra alltof minnug- ur? Jón Baldvin ætti að taka Steingrím sér til fyrirmyndar. Póstf lutningar á Vesturlandi I Dagblaðinu þriðjudaginn 11.4. sl. var lesendabréf um póstflutn- inga á Vesturlandi eða nánar tiltek- ið á póstnúmerasvæði 311 Borgar- nesi. í lok greinarinnar er skorað á þá semn láta sig þessi mál ein- hverju skipta að láta frá sér heyra. Ég vil taka undir þessa áskorun og jafnframt fjalla htillega um þetta lesendabréf, svo og málið í heild. í lesendabréfmu er vægt til orða tekið fiallað um málið af mikilli ónákvæmni og skal hér að því vik- ið. Sagt er að póstflutningar hafi verið aðeins til umræðu hér á Vest- urlandi upp á síðkastið og þó mun minna en þurft hefði. Þá er þess getið að mörgum þyki þjónusta KB í póstflutningum ekki nægjanlega góð. Undir lok bréfsins er sagt að KB þrýsti á um að halda póstdreif- ingu áfram þrátt fyrir uppsögn og því síðan slegið fóstu að KB geti aldrei veitt sambærilega þjónustu og landpóstar þótt þeir segist ætla að gera það, eins og bréfritari segir. Hverjar eru staðreyndirnar? Póstdreifing á félagssvæði KB, sem er sama og póstnúmerasvæði 311, hefur verið til umfiöllunar á fundum í mörgum félagsdeildum KB síðastliðin ár, svo og á aðal- fundum KB. Á aðalfundi KB í maí 1988 var samþykkt að segja upp gildandi samningi um póstflutninga og jafn- Kjallariim Halldór Brynjúlfsson framt óskað eftir viðræðum um nýtt fyrirkomulag. Stór hópur hef- ur því komið að umfiöllun um þetta mál á vettvangi KB, sjálfsagt ekki færri en um 200 manns. Þá hafa sveitarstjórnir á svæðinu í 17 sveit- arfélögum fiallað um máhö og er þar um að ræða sennilega um 85 sveitarstjórnarmenn. Þessu til við- bótar hefur í vetur verið mjög mik- il umfiöllun um þessa flutninga þar sem tveir eða fleiri af svæðinu hafa tekið tal saman. Það er því fráleitt að halda því fram að lítið hafi verið um málið fiallað. Sá sem því heldur fram hefur tæpast verið hér á svæðinu í vetur. Þjónusta ekki nægjanleg Það skal tekið undir með bréfrit- ara að þjónusta KB síðustu ár hefur ekki verið nægjanlega góð, um það og hugsanlegar endurbætur hefur umræðan snúist. Mjólk var framleidd til sölu á flestum bæjum hér um slóðir og þótti það því mikil framfór á sínum tíma þegar farið var að dreifa pósti með mjólkurbílunum. Jafnframt hefur sú dreifing verið fiárhagslega hagkvæm fyrir alla aðila. Nú hefur mjólkurframleiðendum fækkað mjög og þess vegna var gamla fyrir- komulagið farið að valda óánægju og þarfnaðist endurbóta. Aðalfundur KB, en hann sitja um 70-80 manns, fól stjórn að leita eft- ir nýjum samningi og það er hlut- verk okkar starfsmanna að vinna að þeim samþykktum sem aðal- fundur og stjórn fela okkur og ber okkur að beita þrýstingi ef svo ber undir. Það vill líka svo til að megin- hluti fulltrúa á aðalfundi KB eru jafnframt þeir sem búa við um- rædda póstþjónustu. Af hálfu KB hefur því verið unnið að þessu máli eins og þeir sem þjónustunnar eiga að njóta hafa óskað. Áfram með KB Af hálfu KB er stefnt að því, ef við okkur verður samið, að bæta þjónustuna verulega frá því sem verið hefur en slíkt er ekki hægt án aukins tilkostnaðar. Hvort hún verður sambærileg þjónustu land- pósta eða ekki má að sjálfsögðu um deila. Ég tel að í marga staði megi halda því fram ef ekki er litið ein- angrað á póstþjónustuna eina þá verði íbúum þessa svæðis tryggð betri almenn þjónusta. Það er nú svo að þó góð póstþjónusta sé mik- ilvæg þá lifa menn ekki á póstinum einum saman. íbúar þessa svæðis þurfa einnig mjólk, brauð o.fl. o.fl. til þess að hægt sé að tala um að þeir búi við góða þjónustu al- mennt. KB mun, ef við það verður samiö, tengja saman flutning á pósti og almennun neysluvarningi. Hugmynd okkar um þessa þjón- ustu er í stórum dráttum þannig að póstur verði fluttur til allra heimila á svæðinu þrisvar í viku og breytingar verði gerðar á flutn- ingi á póstkröfum, hraðbréfum og ' ábyrgðarbréfum frá því sem verið hefur. Þá hefur einnig verið rætt um vissar breytingar hjá Pósti og síma sem tryggði betri þjónustu. Að sjálfsögðu eiga íbúar þessa svæðis rétt á sambærilegri þjón- ustu og tíðkast annars staðar. Það er og mat þeirra sem um hafa fiall- að hér heima í héraði að sú þjón- usta verði best tryggð með því að samið verði áfram um póstflutn- ingana við KB Allar sveitarstjórnir á svæðinu, 17 talsins, munu vera búnar að fialla um með hvaða hætti best sé að haga póstdreifingu á svæðinu. Að minnsta kosti 13 þessara sveit- arstjóma hafa mælt eindregið með því að samið verði við KB um þessa flutninga og sent Pósti og síma samþykktir þar um. Vestlendingar, sem málið varðar, hafa því svo sannarlega látið í sér heyra og vonandi verður á þá hlustað. Halldór Brynjúlfsson deildarstjóri Bifreiðastöðvar KB „Hugmynd okkar um þessa þjónustu er 1 stórum dráttum þannig að póstur verði fluttur til allra heimíla á svæðinu þrisvar 1 viku.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.