Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1989, Síða 23
23
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989.
Sérstæð sakamál
Anthea Watson.
Vitnin þrjú: Denton, Lambrecht og
frú Roche.
Það leit út fyrir að vera slys þegar
Tina Hallett, nítján ára, féll fyrir lest
á aðaljárnbrautarstöðinni í Montreal
í Kanada og beið bana. Tvö vitni lýstu
því hins vegar yíir strax eftir atvikið
að henni hefði verið hrint fyrir lest-
ina er hún ók fram með brautarpail-
inum.
Hræðilegt óp
heyrðist rétt í þann mund er lestin
var að renna að brautarpallinum og
fólkið sem beið eftir lestinni sá að
ung stúlka féll þvert á teinana. Óp
hennar var ekki þagnað er ægilegt
ískur heyrðist í hjólum lestarinnar
og viðstöddum fannst það aldrei ætla
að hætta. í raun voru þessar örfáu
sekúndur eins og heil eilífð. Alhr
gerðu sér hka ljóst að tilraun lestar-
stjórans til að afstýra slysi yrði ekki
til neins. Lestin myndi ekki stað-
næmast í tæka tíð.
Er stúlkan var látin litu þeir sem
stóðu fremst á brautarpallinum hver
á annan. Stúlkan hafði dottið beint
fyrir lestina... eða var það ekki? Gat
verið að henni hefði verið hrint?
Ótrúlegten satt?
Þótt fæstir viðstaddra gætu fengið
sig til að trúa því að einhver hefði
viljað ungu stúlkunni svo illt að
hrinda henni fram af brautarpallin-
um og beint fyrir lestina var þó einn
meðal viðstaddra sem þóttist svo viss
um að ungu stúlkunni hefði verið
hrint að hann lét strax í ljós þá skoð-
un sína. Það var Kenton Lambrecht,
fimmtíu og sex ára. Og hann lét sér
ekki nægja að fullyrða að morð hefði
verið framið heldur benti hann á
konuna sem hann sagði að hefði
Sagði ósatt
Anthea Watson var nú beðin um
að sýna kjóhnn sem hún hafði sagst
ætla að skipta. Hún gerði það og var
hann tekinn og farið með hann í þá
verslun sem hún sagðist hafa keypt
Ellis Watson.
hann í. Er starfsfólk verslunarinar
hafði skoðað kjóhnn staðhæfði það
að fullyrðing um að hann hefði verið
keyptur þar í júh 1988 gæti ekki ver-
ið rétt. Þessi kjól væri hluti tísku-
varnings sem seldur hefði verið þar
árið áður. Þótti lögreglunni nú ljóst
að fullyrðing Antheu Watson um er-
indi sitt í miöborg Montreal daginn
sem Tina Hallet lést fengi ekki stað-
ist.
EllisWatson
fékk nú heimsókn frá lögreglunni
Tina Hallett.
Brautarpallur dauðans
framið það. „Hún gerði það,“ sagði
hann við lögregluna þegar hún kom
á vettvang. Og rétt á eftir gaf sig fram
annað vitni, Gilroy Denton, sem fuh-
yrti það sama.
AntheaWatson
hét konan sem vitnin héldu fram
að hefði hrint stúlkunni fyrir lestina.
Hún var fertug húsmóðir í Montreal
og hafði verið gift í sextán ár. Maður
hennar var Ellis Watson. Atvikið á
járnbrautarstöðinni gerðist 8. júlí í
fyrra.
Þriðja vitnið gaf sig svo fram
skömmu eftir að hin tvö höfðu sett
fram fullyrðingu sína. Þaö var Con-
stance Roche, sextíu og eins árs, og
hún sagöi að ungu stúlkunni hefði
ekki verið hrint. Hún hefði hrasað. Á
því léki enginn vafi. Constance full-
yrti jafnframt að hún hefði staðið við
hlið stúlkunnar er hún hefði dottið
og hefði því séð það sem gerðist.
Tvö vitni
eru venjulega talin marktækari en
eitt. Því var frú Watson handtekin
og færð til yfirheyrslu. Á meðan var
kannað hver unga stúlkan hefði ver-
ið. Og brátt kom í ljós að hún hafði
heitið Tina Hallett. Hún hafði verið
ógift og búið hjá foreldrum sínum í
suðurhluta Montreal. Heimili Ant-
heu og Ellis Watsons var i um kíló-
metra fjarlægð frá heimili Halletts-
hjónanna. Þó varð ekki séð að neitt
samband væri á milli fjölskyldnanna
tveggja.
Næstu tvo mánuði vann lögreglan
að rannsókn málsins en án árang-
urs. Ekki var hægt að sýna fram á
að Anthea Watson hefði haft nokkra
ástæðu til þess að hrinda Tinu Hall-
ett fram af brautarpallinum. Því yrði
ekki lengra gengið en aö ákæra hana
fyrir manndráp á grundvelli fram-
burðar Kentons Lambrechts og
Gilroys Dentons.
Málið
var tekiö fyrir í rétti 13. september
og stóöu réttarhöldin í tvo daga. í
lokin kom kviðdómurinn saman og
er hann hafði setið á rökstólum í
rúmar tvær stundir komst hann að
þeirri niðurstööu að frú Watson yrði
ekki dæmd fyrir manndráp. Var það
rökstutt á eftirfarandi hátt:
1. Annað vitnanna, Kenton
Lambrecht, hafði reynst svo nær-
sýnn að hann átti eifitt með að sjá
vel lengra frá sér en nokkra metra
og þar sem Anthea Watson og Tina
Hallett höfðu staðið fimm eða sex
metra frá honum var ekki talið rétt
að taka mark á vitnisburði hans.
Þá reyndist hitt vitnið, Gilrey Den-
ton, hafa verið andlega veill alla sína
ævi. Haföi hann mörgum sinnum
orðið að dveljast á sjúkrahúsum
vegna þessa veikleika. Denton stóð
að vísu á því fastar en fótunum aö
Anthea Watson heföi hrint Tinu
Hallett fram af brautarpallinum en
af ofangreindum ástæðum var ekki
tekið mark á framburði hans.
Þriðjavitnið
frú Constance Roche, var því talin
það marktækasta og hún hélt því
fram að Tina Hallett hefði hrasað og
þannig týnt lífinu.
Anthea Watson var því sýknuð og
gat haldið heim til sín. Það leið hins
vegar ekki langur tími þar til óvænt-
ur atburður gerðist sem átti eftir að
hafa afdrifarík áhrif.
Mánudaginn eftir að réttarhöldun-
um lauk fékk lögreglan í Montreal
nafnlaust bréf. í því var því haldið
fram að Anthea Watson væri sek,
ekki þó um manndráp heldur morð
að yfirlögðu ráði. í bréfinu var svo
sett fram skýring á því hvers vegna
Anthea Watson hefði viljað Tinu
Hallett feiga.
Leynilegt sam-
band
Tinu Hallett og Ellis Watsons, eig-
inmanns Antheu, var sögð ástæðan.
Var því haldið fram af bréfritara að
samband þeirra hefði staðið um tima
fyrir dauða Tinu og heíði Antheu
verið um það kunnugt. Hún hefði
fyllst afbrýðisemi og ákveðið að ráða
Tinu af dögum.
Ný rannsókn leiddi nú í ljós að
Ellis og Tina höfðu kynnst á vett-
vangi starfa sinna. Hann starfaði hjá
fyrirtæki sem sá ýmsum sölustöðum
fyrir gosdrykkjasjálfsölum en hún
hafði unnið á lögfræðiskrifstofu bg
var hluti áf starfi hennar fólginn í
því að tilkynna fyrirtæki hans þegar
sjálfsalarnir biluðu eða í þá vantaði
varning.
Staðfesting
í bréfinu var því einnig haldið fram
að Tina og Ellis hefðu átt fundi í
Wayfarersmótelinu.
Er lögreglan ræddi við starfsfólk í
mótelinu kom fram að það mundi vel
eftir því að hafa séð Tinu og Ellis þar
saman.
Að fengnum þessum upplýsingum
var ákveðið að taka mál Antheu
Watson til rannsóknar á nýjan leik
og að þessu sinni á mjög gagngeran
hátt. Þegar hún hafði verið yfirheyrð
eftir atvikið á járnbrautarstöðinni
þann 8. júlí hafði hún meðal annars
verið beðin um að gefa á því skýringu
hvað hún hefði veriö að gera þar. Þá
hafði hún svarað því til að hún hefði
verið í miðborginni af því hún hefði
ætlað að skipta kjól sem hún hefði
keypt en ekki verið ánægð með.
og ræddi hún við hann á vinnustað.
Hann reyndi ekki að neita því að
hann hefði staðið í ástarsambandi
við Tinu Hallett.
Er lögreglan lýsti yfir því við Ellis
að hún teldi verulegar líkur á því að
kona hans ætti ekki að ganga frjáls
kvaðst hann ekki undrandi á þeirri
yfirlýsingu því sjálfur hefði hann frá
upphafi málsins tahð miklar líkur til
þess að kona hans hefði myrt Tinu.
Kvaðst hann hafa komist að því
nokkru fyrir dauða Tinu að kona
hans vissi um samband þeirra. Og
dag einn hefði maður, sem hefði ekki
sagt til nafns, hringt til sín og sagt
að kona hans „vissi allt“. Sagðist
maðurinn sjálfur hafa fært henni
fréttirnar um samband þeirra Ellis
og Tinu.
AntheaWatson
hafði verið sýknuð af ákærunni um
manndráp. Hún yröi því ekki ákærð
fyrir þann glæp aftur en það væri
hins vegar í fullu samræmi við lögin
að ákæra hana fyrir morð að yfir-
lögðu ráði. Því bjó lögreglan sig und-
ir að fara heim til hennar og hand-
taka hana.
Er lögreglubíllinn kom að húsinu
sem Watsonshjónin bjuggu í reyndist
Antheaekki vera heima. Hennar var
leitað víða um borgina þennan dag,
sem var 22. september, en allt kom
fyrir ekki. Varð því ekki af handtöku
hennar þann dag og reyndar ekki
síðar heldur.
Ýmsir hafa haldið þvi fram að ör-
lögin hafi tekið í táumana því er leið
að kvöldi barst lögreglunni tilkynn-
ing um slys á aðaljárnbrautarstöð-
inni í Montreal. Kona hafði fallið fyr-
ir lest sem var að koma að brautar-
palli og hafði látist samstundis.
Hún reyndist hafa verið Anthea
Watson.