Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
Fréttir
Kratar vilja fá Borg-
araflokkinn í stjórn
Ríkisstjórnin hefur ekki nægan
þingmeirihluta en sumir þingmenn
Borgaraflokksins hafa jafnan rétt
upp hendur þegar hún hefur þurft á
að halda. Skiptar skoðanir eru í ríkis-
stjómarliðinu um hvort hefja eigi
formlegt stjómarsamstarf við þá sem
eftir em í Borgaraflokknum. Það
mundi renna styrkari stoðum undir
stjómina að hafa Borgaraflokkinn
innanborðs.
í ljós hefur komið að alþýðuílokks-
menn em ákafastir í að fá borgara-
flokksmenn í ríkisstjóm. Þannig
birtist fyrir nokkrum dögum viðtal
um þetta við Jón Sigurðsson \ið-
skiptaráðherra í blaði hans, Aiþýðu-
blaðinu. Jón ræddi um aö uppstokk-
un ríkisstjómarinnar kæmi til
greina kæmi Borgaraflokkurinn inn.
Þetta er í samræmi viö kröfur borg-
araflokksmanna. Einn helsti mál-
svari Alþýðuflokksins sagði í viðtali
við DV í gær aö þetta samstarf yrði
að ganga í gegn. Jón Sigurðsson væri
að reyna að fá aðra forystumenn
stjómarhðsins til aö huga aö þessu.
Viðmælandi DV sagði að nauðsyn
bæri til að gengið yrði frá því að rík-
isstjómin fengi traustan þingmeiri-
hluta. Aftur þyrfti hiö fyrsta að
ganga til viðræðna við Borgaraflokk-
inn eins og gert var upp úr áramót-
um. Þá kæmi til greina að láta Borg-
araflokkinn fá 1-2 ráðherra og jafn-
vel aö stokka upp í ríkisstjómimu.
Nú er ekkert launungarmál að af-
þýðuflokksmenn viidu gjaman aö
stokkað yrði upp í ríkisstjóminni og
þeir fengju öflugri ráðherra. Það er
þó ekki alveg í samræmi við óskir
borgaraflokksmanna. Borgarar hafa
lagt áherslu á aö fá félagsmálaráðu-
neytið. Það er þó fast í hendi al-
þýðuflokksmannsins Jóhönnu Sig-
Ríkisstjórnin hefur orðið að treysta mjög á Borgaraflokkinn.
urðardóttur. Sumir telja að borgara-
flokksmenn gætu fengið ráðuneyti
umhverfismála sem stofnað verður.
Aðrir segja að borgarar gætu fengið
félagsmálaráðuneytið og Jóhanna
Sigurðardóttir yrði þá umhverfis-
málaráðherra. Þannig hafa alþýöu-
flokksmenn velt málinu fyrir sér.
Viðmælandi DV sagði að borgara-
flokksmenn gerðu í raun aðeins tvær
aðalkröfur í tengslum við þátttöku í
stjóm, annars vegar aö ný ríkisstjóm
yrði mynduð, sem þýddi uppstokkun
á hinni gömlu, og hins vegar aö mat-
arskattur yrði lækkaður sem yrði
gert með þeim hætti að í nýja virðis-
aukaskattinum yrðu tvö þrep og
matvara á lægra skattþrepinu. Þann-
ig virðast alþýðuflokksmenn yfirleitt
reiðubúnir til að semja við Borgara-
flokkinn og þaö strax í sumarbyrjun.
Sjónarhomið
Haukur Helgason
Andstaða
En á móti krötunum standa ýmsir
aðrir stjómarhöar sem halda að sér
höndum gagnvart Borgaraflokkn-
um. Sú skoðun nýtur mikils fylgis
meðal framsóknarmanna og alþýðu-
bandalagsmanna að það sé ekki þess
virði að taka Borgaraflokkinn í ríkis-
stjóm. Skoðunin byggist á því að
Borgaraflokknum séu allar útgöngu-
leiðir lokaðar. Að Albert fómum og
flokknum klofnum eigi Borgara-
flokkurinn ekki von um þingsæti.
Framsóknarmaður, sem DV ræddi
við, sagði sem svo að ríkisstjórnin
gæti áfram reitt sig á stuðning borg-
araflokksmanna þegar á reyndi. Að-
alheiður Bjarnfreðsdóttir og fleiri
forystumenn Borgaraflokksins
hefðu í vetur mikið rætt um hættuna
á þingkosningum vegna þess hversu
hart væri í ári í efnahagsmálum.
Margt væri til í því að kosningar
mundu auka efnahagsvandann
vegna þess tíma sem þær tækju og
tíma við nýja stjómarmyndun og
stjómarkreppu. En fyrir borgara-
flokksmönnum vekti ekki síður að
komast hjá kosningum af því að þá
dyttu þeir út af þingi. Því væri tilefn-
islaust af ríkisstjórninni að gefa
Borgaraflokknum neitt eftir til þess
að fá þann flokk til stjórnarsetu.
Skiptar skoðanir
borgaraflokksmanna
En hvað finnst borgaraflokksmönn-
um sjálfum um þetta? Sumum finnst
lítið til koma að ganga í þessa ríkis-
stjóm. Stjómin er mjög óvinsæl.
Þessir menn sjá ekki að Borgara-
flokknum stoði neitt að fara í stjórn-
ina. Af viðtölum DV við borgara-
flokksmenn virðist sú þó skoðun eiga
mikið fylgi að enn skuli reynt hvort
Borgaraflokkurinn gæti ekki gengið
í þessa stjóm.
Áhrifamaður í Borgaraflokknum,
sem DV ræddi við, sagði að ræða
þyrfti við stjómina. Þá gæti Borgara-
flokkkurinn gengið í stjómina ef eitt-
hvað næðist fram sem flokknum
þætti skipta máh. Þar væri einkum
átt við lækkun matarskatts og breyt-
ingar á vísitölukerfi lána svo að það
yrði ekki jafnsjálfvirkt og fyrr. Þegar
Borgaraflckkurinn væri kominn í
ríkisstjóm mundi hann fá tækifæri
til að koma ýmsum öðrum málum
fram. Þessi borgaraflokksmaöur
sagði að Borgaraflokkurinn gæti
Málflutningur í brennivinskaupamálinu:
Fjandsamleg aftaka sem
stýrt var af kunnáttumanni
- sagöi Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður
Mál þetta snýst um hvort Magnús
Thoroddsen hæstaréttardómari hafi
rýrt traust sitt svo þegar hann keypti
áfengi á sérverði að hann geti ekki
gegnt starfl hæstaréttardómara. Á
þessa leið hóf Gunnlaugur Claessen
ríkislögmaður málflutning sinn í
borgardómi í gær en þar fór fram
málflutningur í máli dómsmálaráð-
herra gegn Magnúsi Thoroddsen
hæstaréttardómara. Ríkislögmaður
gerði þær kröfur að Magnús yrði
dæmdur til að víkja endanlega úr
starfi hæstaréttardómara. Lögmaður
Magnúsar er Jón Steinar Gunnlaugs-
son hæstaréttarlögmaður. Jón Stein-
ar gerði þær dómkröfur að Magnús
yrði settur aftur í embætti dómara.
í málflutningi sínum sagði Jón
Steinar að Magnús hefði ekki brotið
gegn neinum reglum þegar hann
keypti áfengið. Slíkar reglur væru
ekki tfl. Jón Steinar sagði að Magnús
hefði aðeins notað hlunnindi sín til
fulls. Gunnlaugur upplýsti að Magn-
ús hefði aðeins greitt 357.438 krónur
fyrir áfengið en útsöluverð þess hefði
verið 2.934.780 krónur.
Jón Steinar sagði að mörg dæmi
væru til um að aörir embættismenn
hefðu nýtt sér heimildina til áfengis-
kaupa á svipaðan hátt og Magnús
gerði. Því mótmælti Gunnlaugur
Claessen.
Fagmannleg aftaka
Jón Steinar lét að því liggja að upp-
lýsingar um áfengiskaup Magnúsar
hefðu verið látnar leka í fjölmiðla til
að koma höggi á Magnús Thoroddsen
og jafnvel Hæstarétt allan. Hann
nefndi til fimm embættismenn og
taldi allt að því víst að einn þeirra
hefði lekið fréttinni. Embættismenn-
irnir eru Halldór V. Sigurðsson ríkis-
endurskoðandi, Höskuldur Jónsson,
forstjóri Áfengisverslunarinnar,
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra, Guðrún Helgadóttir, for-
seti sameinaðs þings, og Ólafur
Ragnar Grímsson.
Lögmaðurinn vakti athygli réttar-
ins á að allt benti til að einn fimm-
menninganna hefði sagt ósatt fyrir
rétti og spurði hvort það væri ekki
ástæða til að láta ríkissaksóknara
athuga það mál. Þung viðurlög eru
við því að bera rangan vitnisburö
fyrir dómi.
í máli Jóns Steinars kom fram að
hann taldi allt benda til að Ólafur
Ragnar hefði lekið fréttinni. Lögmað-
urinn sagði þetta hafa verið fag-
mannlega aftöku - stýrða af manni
sem hefði mikla kunnáttu í með-
höndlun fjölmiðla. Síðan rakti hann
fjölmörg ummæli Ólafs Ragnars eftir
að málið komst í hámæli. Eins sagði
lögmaðurinn að Ólafur Ragnar hefði
fáum mánuðum áður skrifað í Morg-
unblaðið greinar flandsamlegar
Hæstarétti.
Jón Steinar sagði að sönnunar-
byrðin væri öll hjá stefnanda, það er
dómsmálaráðherra, þar sem umbeö-
in gögn hefðu ekki fengist. Hann
sagði að járntjaldi hefði verið slegið
um upplýsingarnar og greinilega
hefði átt að gæta þess að halda þeim
leyndum. Ríkislögmaður sagði þetta
ekki rétt og sagði dómsmálaráðherr^
hafa gert allt til að veita umbeðnar
upplýsingar. Jón Steinar sagöi að í
flestum þeim bréfum sem honum
hefðu borist hefði verið farið með
rangindi.
Ólögleg dómsgögn
Jón Steinar lagði fram sem dóms-
gögn upplýsingar um áfengiskaup
Jóns Baldvins Hannibalssonar og
Steingríms Hermannssonar. Gunn-
laugur Claessen sagði að þessi gögn
væru fengin með ólöglegum hætti og
vildi, án þess að krefiast þess, að lítið
yrði gert úr þeim þess vegna. Hann
sagði þó að gögnin stæðu fyrir því
sem í þeim fælist. Innihaldið taldi
hann hins vegar aö skipti engu máh
fyrir máhð sjálft. Jón Steinar sagðist
hafa fengið gögnin frá aðila sem of-
byði offorsiö sem væri í máhnu af
hálfu dómsmálaráðherra.
Gunnlaugur Claessen gerði mikið
úr áliti almennings á vínkaupum
Magnúsar. Máli sínu til stuðnings
vitnaði hann til umflöhunar flöl-
miðla. Hann las bæöi fréttaskrif og
ummæli fólks sem hringt hafði í við-
ræðuþætti útvarpsstöðvanna. Jón
Steinar taldi nokkuð víst að almenn-
ingsálitið hefði snúist mikið frá því
að máhð kom fyrst í flölmiðlum.
Hann sagði aö gera þyrfti skoðana-
könnun meðal almennings um hver
afstaða fólks væri í dag.
Jón Steinar spurði hvaða dómstig
almenningsdómstólhnn væri, eins
hvaða gagnasöfnun hefði fariö fram
fyrir þaö dómstig og eftir hvaða rétt-
arfarsreglum væri farið í þeim dómi.
Jón Steinar sagði að almenningsálit-
ið væri bæði hverfult og dómhart.
-sme
ekki stöðugt leikið hækjuleik gagn-
vart þessari stjórn. Það vildu borg-
araflokksmenn ekki. Það yrði þá að
hafa það þótt kosningar yrðu fljót-
lega og jafnvel að Borgaraflokkurinn
dytti út af þingi. Borgaraflokksmenn
mættu ekki fóma hugsjónamálum
sínum af ótta við shkt. Þessi borgara-
flokksmaður viðurkenndi þó að Að-
alheiður Bjamfreðsdóttir og Óh Þ.
Guöbjartsson hefðu ekki einungis
hleypt sköttum ríkisstjómarinnar í
gegn vegna þess að kosningar væru
slæmar fyrir efnahaginn heldur
einnig af ótta um framtíð flokksins.
Haukur Helgason
Peningamarkaður
INIMLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-16 Vb,Sp
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 14-18 Vb
6 mán. uppsögn 15-20 V b
12mán. uppsögn 16-16,5 Ab
18mán. uppsögn 32 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Sp
Sértékkareikningar 4-16 Vb,Ab,-
Sp
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1-2 Vb
6mán. uppsögn 2-3 Allir
nema Úb
Innlán með sérkjörum 27-35 Ab
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 8,25-9 Ab
Sterlingspund 11,5-12 Sb.Ab
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 Sb
Danskar krónur 7,5-8 Ib.Bb,- Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 28-30,5 Lb.Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 27,5-33 Lb
Viðskiptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr ) 31,5-35 Lb
Utlan verðtryggð
. Skuldabréf 7,25-9,25 Lb.Bb
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-33 Lb.Úb
SDR 10-10,25 Allir nema Úb
Bandaríkjadalir 11,25-11,5 Allir nema Úb
Sterlingspund 14,5 Allir
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 38,4
MEÐALVEXTIR
óverðtr. maí89 27,6
Verðtr. maí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajúní 2475 stig
Byggingavísitala júní 453 stig
Ðyggingavísitala júni 141.6 stig
Húsaleiguvísitala 1,25% hækkun 1. april
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóöa
Einingabréf 1 3,858
Einingabréf 2 2,145
Einingabréf 3 2,537
Skammtímabréf 1,330
Lífeyrisbréf 1,940
Gengisbréf 1,730
Kjarabréf 3,847
Markbréf 2.045
Tekjubréf 1,705
Skyndibréf 1,171
Fjölþjóðabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1.857
Sjóðsbréf 2 1,528
Sjóðsbréf 3 1,314
Sjóðsbréf 4 1,095
Vaxtasjóðsbréf 1,3122
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 278 kr.
Eimskip 348 kr.
Flugleiðir 171 kr.
Hampiðjan 154 kr.
Hlutabréfasjóður 127 kr.
Iðnaðarbankinn 156 kr.
Skagstrendingur hf. 200 kr.
Útvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 143 kr.
Tollvörugeymslan hf. 106 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavíxlum
og við-skiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnu-
banki kaupa viðskiptavíxla gegn 31%
ársvöxtum og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.