Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1989, Side 16
16
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1989.
25
Iþróttir
Geldinganes
t'iösvlk
Aburöarverksmiöjan
Gufunesi
i''Borgarholtshverfi III
\ £fr-: Korpúlfsstaðirk
J JMá
Borgarholtshverfi II
Núverandi I
öskuhaugar.
Borgarholtshverfi
KirkjugarðurB **■
\ VII SnðKaíí
Rannsóknarstof nanir
Keldnahoiti
Miklar líkur á að Fram
flyUI f Grafarvoglnn
son,
viU byggja golfvöll. „Horfum ti
l. Fram. Málið hjá skipulagsneftid
it
Knattspyrnufélagiö Fram í Reykjavík hefur fariö fraxn á
það við borgarráð að fá vilyrði fyrir nýju athafhasvæði á
fyrirhuguðu íþróttasvæði sem tengjast mun Borgarholts-
hverfum í Grafarvogi. Norðan til á Grafarvogssvæðinu er
áætlað að reisa 12.500 manna byggð á næstu árum og verða
Borgarholtshverfín þijú talsins. Athafnasvæði það sem
Framarar sækjast eftir er á milli Borgarholtshverfis tvö
og þrjú, skammt frá Korpúlfsstöðum (sjá kort). Þar ætla
Framarar meðal annars að byggja golfvöll. Mikill áhugi er
á golfíþróttinni og hefur sá áhugi farið sívaxandi á síðustu
árum. Er nú svo komið að golödúbbamir á höfuðborgar-
svæðinu eru flestir hættir að taka við nýjum félögum.
Á íþróttasíöum DV hefur áöur
veriö skýrt frá fyrirhuguðum hug-
myndum Fram varðandi Qutning í
Grafarvog og vakti hugmynd
Framara mikla athygli á sínum
tíma. Ný aöalsfjóm tók við stjóm-
artaumunum hjá Fram á dögunum
og var Alfreð Þorsteinsson kosinn
formaður félagsins. Er það í annað
sinn sem hann gegnir þvi embætti.
„Það er mikill hugur í okkur og við
höfrnn lagt á þaö mikla áherslu að
horfa til framtíöarinnar. Ég og
Ragnar Steinarsson, varaformaður
félagsins, áttum viðræður viö Dav-
íö Oddsson borgarstjóra um hugs-
anlega byggjngu á stóm íþrótta-
húsi í Safamýrinni. Borgarstjóri
tók dræmt í þessa hugmynd okkar
sökum þess aö íþróttahús væri þeg-
ar til staöar í hverfinu við Álfta-
mýrarskóla og því ætö frekar að
leggja áherslu á byggingu íþrótta-
húsa í nýjum hverfúm. 1 framhaldi
af þvi ræddum viö þá hugmynd við
borgarsljóra að Fram fengi úthlut-
að stóra svæði á Grafarvogssvæð-
inu og tekið yröi tiliit til vera Fram
í hver&nu þegar farið yrði að
byggja íþróttahús í nýju hverfun-
um. Ef fallist veröur á þetta þá telj-
um við flutninginn í Grafarvog
góðan kost. Ég vil hins vegar taka
þaö fram að engar ákvarðanir
verða teknar um þessi mál fyrr en
þau liggia fyrir, enda þarf ákvörð-
un aöalfundar Fram til þess,“ sagði
Alfreð.
Hagkvæmt fyrir borgina
og líka fyrir Fram
- En er þetta hagkvæmt mál fyrir
Fram, aö þínu matí?
„Ég tel aö þaö sé bæði hagkvæmt
fyrir Reykjavíkurborg og Fram ef
okkur verður úthlutaö þessu
svæði. Þaö er tvímælalaust ávinn-
ingur í því fyrir borgina ef rótgróiö
og stórt félag Qyst á þetta svæðl
Tilvonandi íbúar í Borgarholts-
svæðunum, noröanmegin í Grafar-
voginum, eiga rétt á þvi að íþrótta-
félag veiti þá þjónustu sem þekking
þess og reynsia leyfir sarakvæmt
skipulaginu. Það er ekki nóg að
skipuleggja íþróttasvæöi í nýjum
hverfúm ef engin trygging er fyrir
því aö þar verði öflugt íþróttastarf.
Þess vegna era það augljósir hags-
munir beggja aðila, Reykjavíkur-
borgar og Fram, aö þarna takist góð
samvinna“
„Það eru marg
kylfingar i Fram“
Er eitthvað sérstakt sem hvetur
Fram til aö byggja golfvöll?
„Það eru mjög margir góðir kylf-
ingar í Fram og míög margir hafa
lýst yfir áhuga á byggingu þessa
golfvallar og hvatt mig mjög til að
fýlgja þessari hugmynd eför. Fram
hefúr veriö þekkt fyrir öfiugt ungl-
ingastarf og það hefur kannski ver-
iö minna gert fyrir eldri félaga. Þar
að auki má benda á að golfklúbbar
í Reykjavík era aö lokast og það
er mikil þörf á fleiri golfvöllum.
Ég tel þaö einnig mjög til bóta að
fieiri en einn golfklúbbur veröi í
Reykjavík og við Framarar stefn-
um að þvi aö stofna nýjan golfklúbb
innan félagsins.“
Samþykkt samhl jóða
Var aðalstjóm Fram einhuga um
að skrifa borgarráði urarætt bréf
• Þetta kort er af Grafarvogssvæðinu og sýnir vel þann stað þar sem
Framarar hafa sótt um nýtt athafnasvæði.
og faiast eftir athafnasvæöi í Graf-
arvogi?
,A.ðalstjóm Fram samþykkti
samhljóða að sækja um þetta land.
Menn gerðu sér grein fyrir þvi að
aðstaöa Fram í Safamýri er full-
nægjandi i dagen alls ekkitil lengri
tima litið. Vonandi getur Reykja-
víkurborg boöið Fram nægilega
stórt land og samvinna tekist um
byggingu íþróttahúsa í hinu nýja
hverfi í tengslum við skólana sem
þar raunu rísa.“
„Húsnæðisvandinn er
aðalvandamálið“
Ef Fram flytur í Grafarvoginn,
• AHreð Þorsteinsson, nýkjörinn formaður Fram. í baksýn er svæðið sem Fram hefur sótt um. Þar hyggjast
Framarar byggja golfvöll. Ysl, svo Ul fyrír miðrf mynd, sóst grilla í Korpúlfsstaöi. DV-mynd $
hvaö verður þá um svæöi Fram í
Safamýrinni?
„Framarar þurfa ekkert að óttast
því að ekki stendur til að flytja
starfssemi félagsins á morgun. Þaö
inun taka nokkur ár að byggja upp
aðstööuna á Grafarvogssvæðinu.
Raunar er ekki hægt að segja til
um það á þessari stundu hvernig
aöstaðan í Safamýrinni nýtist í
ffamtíðinni. Núverandi stjórn
Fram leggur hins vegar á það
áherslu að Ijúka framkvæmdum í
Safamýri. Aðalvandamál Fram í
dag er að félagtö hefúr ekki nægi-
lega góðan aðgang að stóru íþrótta-
húsi. Þaö háir til dæmis hand-
knattleiksdeild okkar illilega og
aðalstjómin er að kanna útgöngu-
leiðir í þessu máli.“
„Ég sé ekki fyrir mér
árekstra vió Fjölni“
Þegar hugmynd Framara um flutn-
ing í Grafarvog kom fram í DV á
sínum tíma létu forráðamenn Ung-
mennafélagsins Bjölnis í Grafar-
vogi í sér heyra og vora ekki allir
jafnsáttir við hugmyndina. Telur
Alfreð að til árekstra komi við
Fjölni flytji Fram í Grafarvog-
inn?
„Ég sé ekki fyrir mér árekstra
vegna þessa máls. Þegar Grafar-
vogssvæöiö verður fullbyggt munu
búa þar um 20 þúsund manns. Það
er því augijóst að lítið nýstofhað
ungmennafélag mun ekki geta
sinnt þeirri þörf sem þama er og
veröur fyrir hendi. Og ég get sagt
frá því að eftir að þetta mál kom
fram í DV á sínum tíma hafa marg-
ir haft samband við mig og verið
rpjög hlynntír flutningi Fram í
Grafarvoginn. Ef okkur veröur út-
hlutað svæðinu í Grafarvogi von-
umst viö eftir góðri samvinnu við
Fjölnismenn," sagði Alfreð Þor-
steinsson. -SK
Úrslitakeppnin í bandaríska körfuboltanum:
Detroit hef ur
tekið forystuna
- Detroit sigraði Chicago, 94-85, í fimmta leiknum
Birgir Þórisson, DV, New York:
Chicago á nú á brattann að sækja eftir
tap gegn Detroit Pistons, 94-85, í fimmta
leik Uðanna í undanúrslitum NBA-deild-
Belgar unnu
Marc Van der Linden, sem And-
erlecht hefur nýlega keypt frá Ant-
werpen, skoraði fjögur mörk í gær-
kvöldi þegar Belgía sigraði Lúxem-
borg, 5-0, í undankeppni HM í
knattspymu. Þetta var heimaleik-
ur Lúxemborgara en fór fram í
Lille í Frakklandi vegna viðgerða á
aðalleikvangi þeirra. Patrick
Vervoort, leikmaður Anderlecht,
skoraði fimmta markið.
-VS
arinnar í körfuknattleik aöfaranótt
fimmtudags, en þeir geta engum kennt
um nema sjálfum sér hvernig fór. Hálfur
þriðji tugur sókna þeirra endaði með því
að þeir töpuðu knettinum úr höndum
sér. Viö þetta bættist að Michael Jordan
skoraði aðeins 18 stig í leiknum og má
telja undrum sæta að Chicago hafi átt
möguleika í leiknum.
En Chicago lék frábæra vörn og Detro-
it átti í erfileikum í sókninni fram í síð-
asta fjórðung þegar Vinnie Johnson tók
leikinn í sínar hendur. Hann skoraði 16
stig af 22 stigum sínum í síðasta fjórð-
ungi. Chicago hafði reyndar forystuna
allan fyrri hálfleik, aðallega vegna
frammistöðu Bill Cartwright, sem skor-
aði tíu stig og hirti tíu fráköst, en Detro-
it jafnaði metin og tók forystuna í byrjun
síðari hálfleiks þegar Mark Aguirre gerð-
ist um stund óviðráðaniegur.
Chicago náði að vinna muninn upp
undir lok þriðja leikhluta þegar Michael
Jordan sýndi loks lífsmark en engum
leikmanna Chicago, ekki einu sinni Jord-
an, tókst að hemja Vinnie Johnson undir
lokin.
Craig Hogginson skoraði mest leik-
manna Chicago 19 stig, þar af fimmtán
með þriggja stiga skotum. Jordan 18 og
Cartwrigt með 16 komu næstir. Vinnie
Johnson Mark Agurrie, Isaih Thomas 17
og tólf stoðsendingar og James Edwards
12 stig flest undir lokin. Chicago verður
að vinna sjötta leikinn ef hðiö á aö halda
velli en ef Detroit vinnur leikur liðiö við
Los Angeles Lakers til úrslita um sigur-
inn í NBA-deildinni eftir helgina.
Af öörum tíðindum frá NBA leitar New
York að nýjum þjálfara þar sem Rick
Pitino réði sig í vikunni til Kentucky
háskóla. Pitino hafði gert góða hluti með
New York liðið en háskólaboltinn er
hægari og betur borgaður en atvinnu-
mennskan.
Heimsmeistarakeppnln í badminton:
Þórdís og Broddi
lágu fyrir Kínverjunum
- höftiuðu í 17-32 sæti af 123 liðum 1 tvenndarleik
Broddi Kristjánsson og Þórdís Edwald
töpuðu í tvenndarleik í 3. umferð gegn
kínversku liði á heimsmeistaramótinu í
badminton í Indónesíu. Kínverska parið
Chi Bing og Yang Fang sigruðu, 15-5 og
15-4.
„Leikurinn var jafnari en tölurnar gefa
til kynna, sem sést best á því aö leikurinn
stóö yfir í þrjá stundarfjórðunga. Við
höfnuðum því 17-32 sætí 123 liðum,“
sögðu Þórdís og Broddi, í samtali við DV
í gærkvöldi.
í dag era nokkrir stórleikir á dagskrá
í 16 liða úrshtum. Morten Frost mun
mæta hinum unga og efnilega Ardy Wir-
anda frá Indónesíu, sem var heimsmeist-
ari unglinga 1987. Þessi viðureign er
nokkurs konar prófsteinn á það hvort
Frost sé líklegur til stórra afreka á þessu
móti. Heimsmeistarinn Yang Yang frá
Kína mun mæta Budi Kusuma frá Indó-
nesíu og ætti að komast auðveldlega frá
þeirri viðureign.
Af öðrum Evrópubúum í einliðaleik
karla er það helst að Paul Erik Höver,
Danmörku, mætír Lius Pongoh frá Indó-
nesíu, Steve Baddeley, Englandi, mætir
Kínveijanum Zhad Jian Hua og Evrópu-
meistarinn, Darren Hall frá Englandi,
mun mæta Edoy Kumiawan frá Indónes-
íu.
Á laugardag fara svo fram 8 liða úrsht.
-JKS
Dómarinn hvarf á braut
- í leik KR og Vals í 1. deild kvenna
Hve lengi á kvenfólkið að þurfa að þola
að dómari og línuverðir mæti ekki á leiki?
Dómaramál hjá kvenfólkinu ár eftir ár era
hreinlega óþolandi og niðurdrepandi. Nú í
upphafi íslandsmótsins í fyrstu leikjunum
byijar þetta ekki vel. í leik KR og Vals
mætti dómarinn sem var settur á leikinn
en vinnubrögð hans vora ekki til fyrir-
myndar.
Klukkan 13.25 segir hann að leikurinn
byiji cftir fimm mínútur en leikurinn átti
að heíjast kl. 14.00 samkvæmt mótaskrá.
Að sjálfsögðu neituðu bæði félögin og þá
sagði þessi ákveðni dómari: „Þið takið
sénsinn hvort einhver dómari kemur. Ég
verð farinn. Klukkan 14.15 hófst leikurinn
og var það annar línuvarðanna, sem tók
að sér að dæma leikinn og öðrum línuverði
var reddaö á staðnum eins og svo oft áður.
í flestum tilvikum er þetta fólk sem ekki
er meö dómararéttindi. Á Akureyri í leik
KA og Stjörnunnar var fyrri hálfleikur
spilaður í 45 mínútur en síðari hálfleikur
í 35 mínútur. Vita dómarar að leikirnir í
meistaraflokki kvenna eru 2x40 mínútur?
Vonandi er að þessi atvik endurtaki sig
ekki í kvennaknattspyrnunni og Knatt-
spyrnudómarasamband íslands taki þessi
mál upp og komi þeim á hreint.
-MHM
Stórsigur KR-stúlkna
- og Víkverji vann Ármann í sögulegum bikarleik
KR vann auðveldan sigur á Breiðabliki,
0-4, í 1. deild kvenna á Kópavogsvellinum
í gærkvöldi. Guðrún Jóna Kristjánsdóttir,
Helena Ólafsdóttir og Arna Steinsen skor-
uðu í fyrri hálfleiknum og Hrafnhildur
Hreinsdóttir í þeim síðari.
• Víkverji sigraði Ármann, 7-4, í sögu-
legum leik í 1. umferð bikarkeppni KSÍ á
gervigrasinu í gærkvöldi. Ármann var 1-4
yfir í hálfleik en Víkveiji jafnaði, 4-4, á
síðustu sekúndu og skoraði síðan þrisvar
í framlengingu. Fyrir Víkveija skoruðu
Níels Guðmundsson 2, Sigurður Bjömsson,
Bergþór Magnússon, Svavar Hilmarsson,
Magnús Magnússon og Albert Jónsson en
fyrir Ármann gerði Gústaf Alfreðsson 3
mörk og Smári Jósafatsson eitt.
• í Neskaupstað vann Þróttur Austra,
2- 0, með mörkum Guðbjarts Magnasonar
og Þorláks Árnasonar.
• Þriöji bikarleikurinn var í Grindavík.
Þar unnu heimamenn sigur á Hveragerði,
3- 0. Páll Bjömsson, Aðalsteinn Ingólfsson
og Guölaugur Jónsson skoruðu mörkin.
-MHM/MJ/ÆMK/VS
Leikur Akureyrarliöanna Þórs
og KA í 1. deildinni í knattspymu
verður háður á malarvelli Þórs-
ara á morgun kl. 14. Til stóð að
fresta leiknum til 21. júní þannig
að hann gæti farið fram á grasi,
en mótanefnd KSÍ hafnaði þeirri
beiðni, en flutti hann síðan af
fóstudagskvöldi yfir á laugardag.
Þetta verður væntanlega síðasti
malarleikurinn á Akureyri því
miklar líkur eru á að leikur KA
og KR í 4. mnferðinni fóstudaginn
9. júni fari fram á grasvelli KA-
manna. -GK/VS
Golfmót
á Selfossi
Opna Seifossmótiö i golfi fer
fram á laugardaginn og verður
byijað að ræsa út keppendur
klukkan átta um morguninn. Um
er að ræða punktakeppni, 7/8
Stableford.
Glæsileg verðlaun verða veitt
iýrir 10 fýrstu sæti auk aukaverð-
launa á stuttum brautum vallar-
ins á Selfossi. Rástimar veröa
gefnir í sima 98-22417 eftir klúkk-
anþrjúáföstudag. -SK
Iþróttir
ATHYGLI FÉLAGSMANNA
VERZLUNARMANNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR
ER VAKIN Á
GILDANDI ÁKVÆÐI KJARASAMNINGS
UM AFGREIÐSLUTÍMA VERSLANA
Afgreiðslutími
Heimilt er að afgreiðslutími smásöluverslana og annarra sölustaða
sé sem hér segir:
Virka daga skal heimilt að hafa verslanir opnar á mánudögum til
fimmtudaga til kl. 18.30, á föstudögum til kl. 21.00 og á laugardög-
um til kl. 16.00
Þó skulu verslanir vera lokaðar á laugardögum mánuðina
júní, júlí og ágúst en á sama tímabili er heimilt að hafa
opið til kl. 20.00 á fimmtudögum.
Óski verslun að hafa opið umfram dagvinnutíma skal haft fullt sam-
ráð um vinnutímann við trúnaðarmann V.R. og starfsfólk í viðkom-
andi verslun.
Hver starfsmaður hefur rétt á að hafna yfirvinnu og óski starfsmað-
ur ekki eftir að vinna yfirvinnu skal hann ekki látinn gjalda þess á
neinn hátt.
Óski starfsmaður að fá yfirvinnu, sem hann vinnur, greidda með fríum
skal svo gert í samráði við vinnuveitanda. Við útreikning á gildi yfir-
vinnutíma skal fara eftir ákvæðum í gildandi kjarasamningi V.R. við
vinuveitendur sbr. grein 2.1.4.
Þessi ákvæði um lokunartíma gilda á félagssvæði V.R.
Ákvæði þessi um lokunartíma breyta ekki eldri reglum um annan
lokunartíma sérverslana, svo sem minjagripaverslana, söluturna og
blómaverslana.
VERSLUNARMANNAFÉLAG
REYKJAVÍKUR