Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Síða 9
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989.
9
DV
Hundrað
níu fórust
sextíu og
í f lugslysi
Brak farþegaþotunnar sem fórst í Surinam i gær. Simamynd Reuter
Hundraö sextíu og níu manns fór-
ust er farþegaþota af gerðinni DC-8
brotlentí í svartaþoku í aðflugi að
alþjóðaflugvellinum í Surinam í gær.
Aðeins ellefu manns komust lífs af
úr flugslysinu. Alls voru hundrað og
áttatíu manns um borð, þar af tíu
manna áhöfn.
Þotan skall til jarðar rétt fyrir dög-
un, umþrjá kílómetra fyrir norðvest-
an Zanderij-flugvöllinn í Param-
aribo, höfuðborg landsins. Surinam,
sem áður var hollensk nýlenda, er í
norðaustanverðri Suður-Ameríku.
Þotan var að koma úr áætlunar-
flugi frá Amsterdam og um borð í
henni voru tveir yfirmenn hersins í
Surinam. Þeir fórust báðir. Meðal
þeirra sem fórust voru einnig tveir
Surinam er í norðaustanverðri Suð-
ur-Ameríku.
hollenskir knattspymumenn, frá
Volendam og Ajax. Þijú böm og tveir
frægii- knattspyrnumenn frá Holl-
andi vom meðal þeirra sem komust
lífs af. Knattspymumennirnir slös-
uðust báðir alvarlega. Alls voru
sautján hollenskir knattspymu-
memi og embættismenn af súr-
ínömskum ættum á leið tíl keppni í
Surinam. Fimmtán starfsmenn flug-
félagsins Surinam Airways fórust í
flugslysinu. Höfðu nokkrir þeirra
verið í fríi í Hollandi.
Ekki er vitað um orsök flugslyss-
ins. Reuter
Ryzhkov útnefndur
til forsætisráðherra
Nikolai Ryzhkov, sovéski forsætis-
ráðherrann og dyggur stuðnings-
maður Gorbatsjovs Sovétforseta, var
í gær útnefndur til embættis forsæt-
isráðherra á nýjan leik eftir harðar
umræður í hinu nýja æðsta ráði. Þá
var annar stuðningsmaður Gor-
batsjovs, Gennady Kolbi, útnefndur
í formannsembætti eftírlitsnefndar-
innar.
Umræðunni, er fór fram áður en
Ryzhkov var endurkjörinn, var sjón-
varpað beint og heyrðu þá margir
Sovétmenn fulltrúa æðsta ráðsins
láta hörð orð falla. „Þú verður aö
vera ákveðinn og vinna gagngert að
því að koma lagi á efnahagsmálin,"
sagði einn fulltrúanna.
Rsyzhkov var fyrst kjörinn til emb-
ættís forsætisráðherra Sovétríkj-
anna árið 1985. Þrátt fyrir slæmt
efnahagsástand er Ryszhkov vinsæll
meðal landa sinna og talinn dyggur
stuðningsmaður umbóta. Hann sagði
í ræðu í æðsta ráðinu í gær að ríkis-
stjórnin myndi leggja áherslu á að
bæta úr miklum skortí nauðsynja-
vara í landinu og að brýnt væri að
ná fram umbótum í landbúnaði.
Útnefning beggja mannanna fer nú
fyrir hið nýja 2.250 manna fulltrúa-
þing.
Reuter
Nikolai Ryzhkov var í gær útnefndur
af fulltrúum æðsta ráðsins i Sovét-
ríkjunum til að gegna áfram stöðu
forsætisráðherra. Símamynd Reuter
Útlönd
Marcos undir
hnrfinn
Fyrrum forseti Filippseyja,
Ferdinand Marcos, sem er 71 árs,
gekkst imdir skurðaðgerð á
þriðjudaginn vegna ígerðar í bris-
kirtli. Ástand hans er talið alvar-
legt, að því er talsmaður sjúkra-
hússins í Honolulu segir.
Marcos hefur nú iegið á sjúkra-
húsi í rúma fjóra mánuði. Þann
19. maí hrakaði honum talsvert
og er hann nú tengdur við öndun-
arvél.
Bandariskur saksóknari hefur
sagt Marcos vera of veikan til
þess aö koma fyrir rétt vegna
ákæranna á hendur honum.
Marcos er sakaður um að hafa
stolið 109 milljónum dollara úr
rfkiskassanum á Filippseyjum og
fengið bankalán upp á 165 millj-
ónir dollara á folskum forsendum
frá bönkum í New York til þess
aðkaupafasteignir. Reuter
Leiguflug
Útsýnisflug
Flugskóli
Viðskiptafólk athugið
að oft er hagkvæmara
að leigja vél í ferðina -
innanlands eða til útlanda.
4-10 sæta vélar til reiðu.
• FLUGTAK
fi Gamla Flugturninum
' Reykja víkurflug velli
101 Reykjavik
Simi 28122
Telex ir ice is 2337
Fax 91-688663
Möldursf.
Framfarir í leit-
inni að bóluefni
gegn eyðni
Vísindamenn segja að einhveijar
framfarir hafi átt sér stað í leitinni
að bóluefni gegn sjúkdómnum eyðni
en taka þó fram að líklega séu mörg
ár í að það komist á markað. Þetta
kom fram á fimmtu árlegu ráðstefn-
unni um eyðni en hún fer nú fram í
Montreal í Kanada.
Samuel Broder, framkvæmdastjóri
Krabbameinsstofnunar Bandaríkj-
anna, skýrði frá tilraunum vísinda-
manna til að finna lækningu gegn
eyðni og nefndi þar sérstaklega efna-
sambandið dideoxyinosine, DDI. í
Bandaríkjunum fara nú fram rann-
sóknir á þessu efni og tilraunanotk-
un á fáum sýktum einstaklingum.
Að sögn Broders tóku sjúklingarn-
ir vel við þessu efnasambandi og
virðist það lofa góðu í baráttunni við
eyðni.
Á ráðstefnunni voru einnig kynnt-
ar niðurstöður lengstu rannsókna á
eyðni sem farið hafa fram. Þær virð-
ast styrkja þá kenningu margra vís-
indamanna og starfsfólks heilbrigð-
isstétta að fái einstaklingur eyðni-
veiruna á annað borð fái hann fyrr
eða síðar sjúkdóminn.
Talsmenn samtaka samkyn-
hneigðra sögðu á fundi með blaða-
mönnum í gær að bandarískir toll-
verðir hefðu hindrað ferð tveggja
erlendra ferðamanna vegna gruns
um að þeir væru með eyðni. Danskur
félagsfræðingur, Knud Josephsen,
sagðist hafa tafist á flugvelhnum í
Boston á fóstudag eftír að tollyfirvöld
hefðu komist að því að hann væri
með eyðni. Josephsen var á leið á
ráðstefnuna í Kanada.
Dósapressa!
Pressið allt að 0,51 gosdósir/bjórdósir með einu.
handtaki! Hlægilega auðvelt.... Dósinni er einfaldlega
tyllt í pressuna og handfanginu þrýst niður.
KYNNINGARVERÐ
kr. 2.875.-
• Þannig pressaðar dósir taka 5-6 sinnum minna pláss.
• Dósimar renna sjálfkrafa ofaní ílát eftir að þær eru pressaðar.
• Fækkar ferðum með dósir og sparar um Ieið tíma og fyrirhöfn.
• Vemdið umhverfið og sparið samtímis peninga, hver dós kostar 5 kr.
• Tilvalið í eldhúsið, geymsluna/þvottahúsið, bílskúrinn, sölutuma,
sumaibústaðinn, eða bátinn.
GRBP Umboðs- og heildverslun Pósth. 609 - 121 Reykjavík
Dagi:8.6.*89
sími: 91-13365
Sendið
_stk. dósapressu(r) í:
□ póstkröfu, eða setið á:
□ VISA
□ EUROCARD
reikn.nr._______________
Nafn
Gata _
Staður
P.nr.
|| Póstsendumá
“I, Stór-Reykjavík-
■ ursvæðinuog
. |' um land allt. Fyll-
J iðútogsendið
I. inn pöntunarseð-
‘I ilinn, eða pantið
I ísima 91 -13365.
Reuter