Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989. Spumingin Ertu sammála skiptingum Kvennalistans? Guðrún Jakobsen: Mér er alveg saraa. Sigurður Arnórsson: Ég er nú hlut- laus í þessu máli en mér franst þetta samt heldur ótímabært. Ragnar Jónsson: Ég hef ekkert hug- leitt þetta. Jón Þór Eyþórsson: Ég hef ekki fylgst neitt með þessu. íris Jónsdóttir: Ég er lítið inni í þessu. Grimur Arnórsson: Mér finnst þetta nú svolítið vafasamt. Ég hefði haldið að það væri betra að þær hefðu lengri reynslu. Lesendur r>v Laugardagar eru ekki viðskiptavinum verslana í vil - í Reykjavík. Laugardagslokun verslana: Sífellt þrengt að neytendum Ólafur hringdi: Fyrsta laugardaginn í júní tóku verslanir upp þennan svokallaða sumartíma sinn og hann felst aðal- lega í því að lpka á viðskiptavini á laugardögum. Ég hélt nú satt að segja að þessari vitleysu myndi ljúka eftir allar þær kvartanir sem bárust um þetta óhagræði sl. sumar og reyndar fyrr. En það varð nú ekki. Ég ætlaði að versla í Miklagarði vestur í bæ um kl. 1.30 á laugardag- inn en allt var harölokað. Þá fór ég út á Seltjamarnes, í Hagkaupsversl- unina þar, þvi að ég hélt að sú versl- un fylgdi þeirri fijálsræðisstefnu sem sveitarfélagið þar hefur markað Emmý hringdi: Væntanleg em hingað til lands frá Danmörku skyldmenni Kristínar Valgerðar Bjarnadóttur. Hópurinn kemur í september og mun dvelja hér á landi í þrjá daga. Kristín Val- Guðjón hringdi: Það var að sjálfsögðu mikið lagt upp úr að gera heimsókn páfans hingað til lands sem best úr garði. með því að leyfa verslun um helgar. Það er öfugt við Reykjavík, því að hér er >BANNAÐ að hafa verslanir opnar á laugardögum. Hagkaups- búðin á Nesinu var líka lokuð! Hægt var aö komast í verslunina niðri á Eiðistorgi, sem er þó blessun- arlega enn opin, vegna þess að eig- endur vinna þar sjálfir. Það bjargaði hluta af minni innkaupaferð en ekki allri. Mér var sagt að í Kringlunni væri opið til kl. 14 en ég var orðinn of seinn þangað svo að ég hafði engin ráð lengur til að komast í matvöruversl- un önnur en að fara í enn annað bæjarfélag, Hafnarfjörð, þar sem gerður var fædd 19. deseniber 1911 á Suðurnesjum en var ættleidd til Dan- merkur 12 ára gömul. Þar sem hún var sú fimmta í röð- inni af mjög stórum systkinahópi er ekki ólíklegt aö ættingjar hennar Allir lögðust á eitt til þess aö heim- sóknin yrði okkur til sóma og það verður hún vonandi. Við höfum ver- ið upplýst um hvaðeina sem viðkem- verslunin Kostakaup er opin til kl. 18 á laugardögum. Ég verð að lýsa undrun minni yfir því að í Reykjavík skuli enn vera sá miðalda- eða „ég-veit-ekki-hvað“ hugsunarháttur hjá borgaryfirvöld- um að setja ekki reglur um frjálsan opunartíma verslana. Þetta er borg- arstjórn til skammar og er enn einn votturinn um þá niðurlægingu sem borgarbúar verða að þola vegna tengsla borgarstjórnar við verka- lýðsmafíuna sem teygir arma sína inn i borgarstjórnina sjálfa og borg- arráð. finnist víða um land. Hefur hópurinn mikinn áhuga á að komast í samband viö íslensk ættmenni sín og geta þeir sem kannast við málið haft samband við Emmý Becker í síma 77955. ur heimsókninni, t.d. um þaö hvað páfinn fékk að borða á leiðinni hing- að, og flestir nafngreindir sem komu nálægt þjónustu og viðurgjörningi. Eitt atriði, sem ég heyrði í sjón- varpsfréttum, sló mig illa, svo og fleiri sem tóku eftir. Þaö var þegar sagt var frá því að flugvélin Frón- fari, sem er þriggja hreyfla flugvél, hefði verið send eftir páfanum þar sem sú vél væri „talin öruggari" eins og sagði í fréttinni! Ég fékk þá tilfinningu að aðrar vélar flugfélagsins væru þá ekki eins „öruggar". - Eða hvers vegna skyldi ekki önnur hvor nýja vélin hafa ver- ið notuð? Og hvað með aðra farþega þess í utanlandsflugi, eru þeir kannski í óöruggari flugvél ef hún er tveggja hreyfla? Þetta eru kannski mistök í fréttaflutningi hjá frétta- manni sjónvarpsstöðvarinnar. Von- andi. En einhvers staðar hlýtur hann að hafa fengið veöur af þessu eða er þetta bara tilbúningur sjónvarps- stöðvarinnar? Golfvöllur fyrir Fram Gamall knattspyrnumaður og gol- fari skrifar: Ég sá frétt í Morgunblaðinu fyrir skömmu um að knattspymufélagið Fram hefði sótt um svæði fyrir golf- völl í Grafarvogi. Það mundu margir fagna því ef Framarar fengju þessu framgengt þar sem örtröð er á golf- völlum þá fáu mánuði sem unnt er að leika golf hér á landi og það hefur viljað brenna við að hinir ungu og hressu íþróttamenn hafa orðið þess valdandi að eldri golfarar hafa orðið að þoka fyrir þeim á golfvöllum. Það er og hagkvæmast að hver golf- völlur sé rekinn út af fyrir sig en með því skapast samkeppni meðal golfklúbbanna um þjónustu við fé- laga sem eiga að sjálfsögðu að hafa forgang á þann völl sem þeir eru fé- lagar í. Það myndi einnig skapa góðan fé- lagsanda hjá knattspymufélögum í Fram og áhangendum þeirra aö sam- einast um að koma þarna upp íþróttaaðstöðu og gefa þeim gott tæk- ifæri til þess að inna af hendi sjálf- boðavinnu við framkvæmdir. Borg- aryfirvöld ættu sem fyrst að úthluta þessu svæði til Framara. Á flestum heimilum var lambakjöt á borðum tvisvar í viku. Kindaket og kvenprestar H.G. skrifar: Kreppan í kjötsölunni var til um- ræöu í útvarpi. Ekki voru menn á eitt sáttir um hvaðan sú kreppa kom eða hvert hún fer. Fé fækkar og ket- fjallið hækkar. - Á mínum yngri árum þótti fátt betri matur en feitt kjöt. Hænsn voru urðuð og svínakjöt þekktist varla. Stærstu flokkarnir héldu miklar hangiketsveislur. Á flestum heimilum var lambakjöt á borðum tvisvar í viku eða oftar. Nú er öldin önnur. Fjallið eina lækkar ekki þrátt fyrir urðun og út- ílutning á spottprís. Fjárbændur nefna hænsnfuglana, svínin og sjoppurnar. Kannski vanmeta menn sjávarréttina, fiölbreytta og góm- sæta. Fiskur, sem áður var sagður óætur, þykir nú herramannsmatur og heldur ódýrari en kjöt. Sala dilkakjöts, sem farið er að nefna villibráð, hefur m.a. dregist saman af þvi hversu dýrt þaö er meðan lambalæri kostar um 2 þús. kr. Nýtt og breytt mat virðist litlu hafa breytt um gæði kjöts. í kjöt- borðum verslana er enn akfeitt kjöt, svo stór hluti skerst burt. Líklega hefur þó hátt verð dregið mest úr kjötsölu. Stjórnandi fyrrnefnds þátt- ar hefði átt að spyrja „hinn almenna mann“ í hópi neytenda um kjöt- neyslu þeirra og prísana, t.d. verka- mann, ellilaunamann og Sóknar- konu. Víkjum að öðru. „Mig hryggir svo margt..." kvað skáldið forðum. Það voru til að mynda dapurlegar fréttir í fjölmiðlum að nokkrir kvenprestar skyldu ekki sækja messu páfa af því að hann vilÞekki kvenpresta innan kirkju sinnar. Þetta segja sumir vera hans mál, en „kvennaguöfræðin" hér er á öðru máli. Þetta var dapur- legt af því að kvenprestar okkar neit- uðu sér um að hlusta á páfa þó að þær dauðlangaöi til. Svo er hitt að hans heilagleiki fór á mis við þá ánægju að „berja augum“ fríðan flokk lúterskra kvenpresta og fræð- inga. En þótti ekki sumum þeirra, sem mótmæltu, helst til seint gangá að fá hempuna? Lýst eftir ættingjum Heimsókn páfans: í öruggari flugvélinni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.