Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989. FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989. 25 Iþróttir i>v Iþróttir „Páfinn hringdi(< Guöjón Guðmuncls- son. liös- stjóri is- lcnska landsliðsins í hand- knattleik, getur verið með gamansömustu mönnum. Á dögunum var hann staddur í fjölmennri veislu og var rætt um heima og geima. Heim- sókn Jóhannesar Páls páfa stóð þá sem hæst og Guöjón var spurður hvort hann hefði séð páfann. Guðjón svaraðiað bragði: „Nei, hann hringdi.“ Valur stóð ekki við samninginn Þaö hefur vakið at- hygli að heims- meistara- mót ungl- inga í snók- er fór ekki fram í íþróttahúsi Vals að Hlíðar- enda eins og til stóð. Ástæðan er sú að Valsmenn stóðu ekki viö skriflegt samkomulag viö Bill- iardsambandið þegar á hólminn var komið. Samkvæmt heimild- um DV átti sambandið aö greiða Valsmönnum 150 þúsund í húsa- leigu en Valur átti aö sjá um veit- ingasöluna. Þegar nokkrir dagar voru í að heimsmeistaramótið ætti að hefjast hafði einn af for- ráðamönnum Vals samband við Billiardsambandið og sagði sínar farir ekki sléttar. Nú var upp- hæðin alltof lág að mati Vals- manna. í skyndi var haft sam- band við Guðmund Árna Stefáns- son, bæjarstjóra í Hafnarfirði, enda góð ráð oröin rándýr. Hann bjargaði málunum og „reddaði“ íþróttahúsinu í Hafiiarfirði. Blikarnir með Allt Útlit er fyrir að Breiðablik úr Kópavogi fari rakleið- is upp í 1. deildina í knatt- spymu. Blikar hafa snjalian þjálfara, Guðmund Helgason, og verða ekki á flæðiskeri staddir þótt stór vandamál skjóti upp kollinum. í leikskrá Blikanna, sem dreift er á heimaleikjum liðs- ins, er skýrt tekið fram að Sigurð- ur nokkur Þorsteinsson sé „tæknilegur ráðgjafi“ og er hann talinn upp í skránni næst á eftir þjálfaranum. Landsliðsmennirnir fastir í Grænlandi Landsliðs- menn okkar í hand- knattleik komuht ekki lil íslands i fyrrakvold !! frá Græn- landi þar sem þeir léku tvo lands- leiki gegn Dönum. í samtali við einn þelrra kom glögglega fram að vistin er víða skemmtilegri en á eyjunni grænu sem þó er að mestu hvít Óveður hamlaði ferð þeirra frá Syðri-Straumsfirði til Kulusuk en þaðan áttl að fljúga til íslands. Bogdan hafði ráðgert fyrstu æfingu fyrir undirbúning HM í Tékkóslóvakíu hér á landi í gær en í staðinn lét hann sína menn hlaupa um Straumfiörðinn þar sem ekkert íþróttahús er á staðnum. TJmsjón: Stefán KristjánsBon HM unglinga 1 snóker: Þrír íslendingar á verðlaunapall - Atli Már komst ekki í úrslit Þrír íslendingar komust í verð- launasæti á heimsmeistaramóti unglinga í snóker sem stendur yfir í Hafnarfirði. Mesta athygh vakti sennilega viðureign Atla Bjamason- ar og Gary Hill frá Englandi. Ath sigraði breska heimsmethafann glæsilega, 4-2, en þrátt fyrir sigurinn komst hann ekki áfram. Atli komst • Egyptinn Sohad Aboul Atta er eini keppandinn frá Afríku. samt sem áður í verðlaunasæti ásamt þeim Eðvarð Matthíassyni og Amari Richardssyni. Þeir félagar töpuðu að vísu báðir en það kom ekki að sök. Arnar tapaði, 2-4, fyrir Jason Ellul og Eðvarö mátti sætta sig viö ósigur gegn John Read. Riðlakeppninni lauk í gærkvöldi og komust tveir spilarar upp úr hverjum riðh. Peter Ebdon og Sean Lynskey komust áfram úr A-riðli. Peter Lines sigraði í B-riðlinum og kemst áfram í úrshtin ásamt Lee Grant sem vann Jóhannes B. Jó- hannsson í gær. í C-riðh tryggöu Oli- ver King og Ken Doherty sér sæti í úrslitunum og í D-riðlinum komust þeir Jason Ferguson og Troy Shaw áfram. Þess má geta að allir eru þess- ir spilarar Englendingar nema Do- herty sem er írskur. 8 liða úrslitin verða leikin í dag og undanúrslitin á morgun. Á laugardag verður síðan sjálfur úrslitaleikurinn. -RR • Atli-Már lék vel í gærkvöldi og sigraði heimsmethafann Gary Hill. Þrátt fyrir sigurinn komst Atli ekki í úrslitakeppnina. íslendingarnir stóðu sig í heildina með mikilli prýði og náðu þrír að komast á verðlaunapall. DV-mynd Brynjar Gauti Krankl vill fækka út- lendingum - framtíð Guðmundar hjá Rapid óráðin Snorri Valsson, DV, Vínarborg: Deildarkeppninni hér í Austur- ríki fer nú senn að ljúka. Síðasta umferðin verður leikin á föstu- daginn kemur. FC Tirol, undir stjóm Ernst Happel, eru þegar orðnir meistarar og hafa átta stiga forskot í 1. deild en þeir urðu einnig bikarmeistarar þar í landi fyrir skömmu. Rapid Vín, lið Guömundar Torfasonar, er í fjórða sæti sem stendur og hefur tryggt sér þátt- töku í UEFA-keppninni á hausti komanda. Nú um helgina var Hans Krankl, fyrrum leimaður Rapid og Barcelona og markakóngur Evrópu 1978, ráöinn þjálfari Rapid Vín til eins árs og emifrem- ur var kosin ný stjórn félagsins. Stefnan fyrir næsta keppnistíma- bil er því ekki komin á hreint en Krankl hefur sagt að útlending- um verði fækkað til muna fyrir næsta tímabil. Hvort Guðmundur verður lát- inn fara er ekki vitað en málin skýrast væntanlega á næstu vik- um. Guðmundur hefur lítið feng- ið að leika en skoraði í þeim tveimur leikjum sem hann tók þátt í að loknu vetrarfríi í apríl- mánuði. Slysin urðu ekki af mínum völdum - segir Siglfirðingurinn Mark Duffield „Það er mikill misskilningur, sem fram hefur komið í DV og var síðan hermt eftir í Tíman- um, aö tveir leikmenn, úr Hvöt og Tindastóli, séu beinbrotnir af mínum völdum. í báöum til- fellum var ég svo óheppinn aö vera á staðnum þar sem slysin uröu en í hvorugt skiptið var sökin mín,“ sagöi Mark Duffi- eld, leikmaður og þjálfari hjá knattspyrnuliði KS á Siglufirði, í samtali við DV. „Gegn Tindastóli gerðist það aö leikmaðurinn hreinlega datt á mig. Ég reyndi að afstýra því en tókst það ekki og hann lenti illa og viðbeinsbrotnaði. I leikn- um við Hvöt var enn fjær því aö ég gæti að því gert, sá sem þar fótbrotnaði sparkaði í mig en ekki ég í hann. Umfjöllunin í kjölfar þessa hefur þýtt það að dómarar eru með mig undir smásjánni og áhorfendur hrópa aö mér ókvæðisorðum í leikjum. Það er ekkert grín að vera kallaður „beinbrjótur" og íleira í þeim dúr, allra síst þegar maður hef- ur ekkert til saka unnið,“ sagði Mark Duffield. -VS m I í 1 deild karla þrír leiMr þar og Qöldi 1 neðri deildum Þrír leikir eru í fyrstu deild karla í knattspyrnu í kvöld. Hefjast þeir allir klukkan 20. Fyrstan skal telja slag Reykja- víkurfélaganna Vals og Vikings en hann fer fram á Hlíðarenda. Bæði þessi lið unnu á útivelli í síðustu umferð. Valsmenn, sem hafa nú forystu í deildinni, lögðu FH-inga í Hafnarfirði en Víkingar sóttu þrjú stig upp á Skaga. Keflvíkingar fá Þórsara í heimsókn á Suðumesin. Bæði þessi lið, sem margir hafa spáð erfiöri baráttu í sumar, gerðu jafntefli í síðustu umferö. Kefl- víkingar unnu þá stig af ís- landsmeisturam Fram en Þór tók stig af erkiflandanura, KA. íslandsmeistarar Fram fara x Fjörðinn og glíma við FH-inga. Eins og fram kom hér á undan beið FH ósigur í síðustu rnnferð en Fram tapaði tveimur stigum í Laugardainum í baráttu við Keflavík. Eins og ráða má af síðustu leikjum er deildin jafnari en oft áður og því næsta ljóst aö þessi leikir verða allir tvísýnir. í kvöld er einnig mikiö um að vera í 2., 3. og 4. deild, samtals 17 leikir. -JÖG Aðkomuliðin tvö jöfn á Ólafsfirði - Sigurpáll skorar enn í 4. deildinni Reynir frá Arskógsströnd og KS frá Siglufiröi gerðu marka- laust jafntefli 1 norðausturriðli 3. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Leikur liöanna fór fram á malarvellinum á Ólafs- firði þar sem grasvöllur Ár- skógsstrendinga er ekki tilbú- inn til notkunar. • Nýja Akureyrarliðið í 4. deild, TBA, tapaði sínum fyrstu stigum í D-riöli er það gerði jafntefli við Æskuna, 2-2, á Akureyri. Sigurpáll Aðalsteins- son gerði bæði mörk TBA og hefur nú skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjunum. Fyrir Æsk- una skoruðu Asgrímur Reisen- hus og Arnar Kristinsson. • í Austflarðariöli 4. deildar vann Leiknir sigur á Sindra frá Hornafirði, 2-1, á Fáskrúðsfirði. Elvar Grétarsson skoraði fyrir Sindra í fyrri hálfleik en Helgi Ingason og Ágúst Sigurðsson fyrir Leikni í þeim síðari. • ÁEgilsstöðumvannHöttur 2-1 sigur á gestum sínum, KSH. Jóhann Sigurðsson skoraði bæði mörk heimamanna en Vil- hjálmur Jónasson svaraöi fyrir KSH. -KH/MJ/VS ■ W lék sinn 109. landsleik í gærkvöldi Peter Shilton, markvörður Derby County, setti enskt landsleikjamet í gærkvöldi þeg- ar Danir og Englendingar gerðu jafntefli í vináttulandsleik i knattspymu, 1-1, á Idrætspar- ken í Kaupmaruiahöfn. Shilton, sem verður fertugur í haust, lék sinn 109. landsleik og bætti þar með metið sem Bobby Moore hafði haldið vel á annan áratug. England komst yfir meö marki frá Gary Iineker á 26. mlnútu en Lars Elstrup jafnaði fyrir Dani á 56. mínútu. Vonir Svisslendinga um aö komast í úrslitakeppni HM hurfu endanlega í gærkvöldi þegar þeir töpuðu, 0-1, fyrir Tékkum í Bern. Tomas Skuh- ravy skoraði sigurmark Tékka á 22. mínútu. Belgar, Tékkar og Portúgalir heyja nú harða bar- áttu í 7. riðli um tvö sæti í úrsli- takeppninni Napoii vann Napoli sigraði Sampdoria, 1-0, í fyrri úrslitaleik liðanna í ít- ölsku bikarkeppninni sem fram fór í Napoli í gærkvöldi. Diego Maradona lagöi upp sigur- markiö fyrir vamarmanninn Alessandro Renica. -VS Úrslitakeppni bandarísku NBA-deildarinnar: Pat Riley gafst upp - öruggur sigur Detroit á Lakers í fyrsta úrslitaleiknum Birgir Þórissan, DV, New York: Detroit batt enda á 11 leikja sigur- göngu Los Angeles Lakers meö 109-97 sigri í fyrsta leik liðanna um NBA-meistaratitilinn í körfuknatt- leik í Detroit aöfaranótt miðviku- dags. Lakers náði sér reyndar aldrei á strik eftir stóráfall sem liðið varð fyrir á æfingu fyrir leikinn. Bakvörðurinn Byron Scott, einn buröarásanna í liðinu, meiddist á fæti og missir a.m.k. af tveimur fyrstu leikjunum. Við það riðlaðist sóknarleikur Lakers, sem fram að því hafði gengiö eins og vel smurð vél. Hinum megin á vellinum löbb- uðu bakveröir Detroit að vild í gegn- um vörn Lakers. Isiah Thomas lék aðeins fyrstu þrjá flóröungana með Detroit en var samt stigahæstur í leiknum með 24 stig. Joe Dumars kom næstur með 22 og lék mjög góða vörn gegn Magic John- son. Vinny Johnson skoraði 19 stig, þar af 14 á síðasta flórðungi. Vörnin var þétt að vanda hjá Detroit og hef- ur haldið andstæðingum sínum inn- an viö 100 stig í öllum leikjunum í úrslitakeppninni til þessa. Edwards skoraði 15 stig og Aguirre 12 en allt liöið skilaði sínu. Leikurinn var í jámum framan af. Detroitmenn höfðu 6-10 stiga forskot lengst af fyrri hálíleiks, þar sem þeir voru grimmari í fráköstunum, og 7 stiga forskot, 55-48, í hálfleik. Detroit jók muninn hægt og sígandi í 20 stig á þriðja flórðungnum þar sem Thomas og Dumars skoruðu að vild. Sóknarleikur Lakers var á með- an allur úr lagi genginn. Fjarvera Scotts og villuvandræði Coopers neyddu Lakers til að nota aðra leik- aöferð en þeir voru vanir. Allt gekk upp í sókninni hjá Detroit og sá Pat Riley, þjálfari Lakers, sér þann kost vænstan, þegar tvær mínútur voru eftir, að gefast upp og sendi inn á vara-varaskeifurnar! Fyrir Lakers skoruðu Magic og Worthy sín 17 stigin hvor en sóknar- leikur þeirra var langt frá því að vera eins hárbeittur og menn eiga að venjast. Ekki bætti úr skák að lið- ið misnotaði 11 vítaskot í leiknum. Tvö golfmót í Grafarholti Tvö golfmót fara fram í Grafar- holti um næstu helgi. Á laugardag er Nissan-mótið á dagskrá en þaö er árlegur viðburður. Bakhjarl er Ing- var Helgason. Leiknar verða 18 holur með forgjöf og ræst verður út frá kl. 8 um morguninn. Þeir sem hafa hæsta forgjöf hefla leik. Skráningu lýkur kl. 18 á morgun, föstudag. Á sunnudag fer fram stórmót í Grafarholti hjá kvenfólkinu, svokaU- að opna Gucci-mótið. Stíll og NIKO hf. eru bakhjarlar. Leiknar verða 18 holur í opnum flokki, með og án for- gjafar. Verðlaun verða sérlega glæsi- leg en heildarverðmæti þeirra er um 150 þúsund krónur. Sérstök auka- verölaun veröa fyrir aö vera næstur holu á 2., 6., 11. og 17. braut. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighöggiö á 18. braut. Ræst veröur út frá kl. 11 á sunnudag en keppend- ur geta skráð sig í síma 82815. -SK Stúfar úr 1a deild _______ 100, jalntefliÍBK ' ] Keflvíkingar gerðu sitt 100. I ív I frá upphafi í deilda- I /y • | keppninni þegar þeir mættu Fram í 3. umferðinni sl. sunnudagskvöld. Af þessum eitt hundr- að jafnteflum, hafa 96 litiö dagsins ljós í 1. deildar keppninni en flórum sinnum hefur ÍBK skipt hlut í 2. deild. 50. leikur Kristjáns Kristján Gíslason, FH, lék sinn 50. leik í l. deiidinni fyrir Hafnarflaröarfélagið þeg- arþað mætti Valsmönnum í Kaplakrikan- um á sunnudagskvöldið. Fyrsta mark þriggja Þrír leikmenn skoruðu sín fyrstu l. deild- ar mörk í 3. umferðinni. Jóhann Júlíusson fyrir Keílvíkinga gegn Fram, Goran Micic fyrir Víking gegn ÍA og Baldur Bjarnason fyrir Fylki gegn KR. Þrír nýliðar Þrír piltar stigu sín fyrstu skref í l. deild- inni í 3. uraferö, allir í viöureign Frara og ÍBK á Laugardalsvellinum. Það voru Framaramir Anton Björn Markússon og Ríkharöur Daðason og Keflvíkingurinn Kristján Geirsson. -VS Erfiðleikar hjá Brann - liðið nærri botni eftir 6 leiki í norsku 1. deildinni Það gengur miður vel hjá Brann þessa dagana í norsku fyrstu deild- inni í knattspyrnu. Ljóst er að þeir Skagabræöur, Teitur Þórðarson, þjálfari liðsins, og Ólafur, eiga erfitt starf fyrir höndum. Lið þeirra er nú í flóröa sæti næst botni og tapaði um síðustu helgi fyr- ir Molde á útivelli, 2-1. Norska Dag- blaöið sagði í umsögn um leikinn að Björgvinjarliðið heföi leikið vel fram að hléi en ekki nýtt þau færi sem buðust. Staðan var jöfn í leikhléi, 1-1. „Fyrri hálfleikurinn var sá besti hjá okkur til þessa en við getum eng- um um kennt nema okkur sjálfum aö stig skyldi ekki vinnast. Viö áttum aö taka þau öll,“ er haft eftir Teiti í einu norsku blaðanna í kjölfar leiks- ins. Ólafur Þórðarson fékk þokkalega einkunn í norska Dagblaðinu fyrir STJÖRNUVÖLLUR - 2. DEILD KARLA í KVÖLD KL. 20.00 STJARNAN - SELF0SS Garðbæingar og aðrir stuðningsmenn Stjörnunnar! Fjölmennið og styðjið við bakið á ykkar mönnum VMNRM0TI 'WUaxmafja't.&tMiHeOutAa&ýui SJOVA-ALMENNAR Eli! |CIfolW Nýit félag met) sterkar rætur I I >1 Islcnsku pottarnir og pönnurnar frá Alpan hf. Eldhús og bað rýmir lagerinn Vegna flutninga á lager seljum viö hreinlætistæki á stórlækkuöu veröi. Eldhús og baö, Faxafeni 5 (Skeifunni) A AÐALFUNDUR Aðalfundur handknattleiksdeildar Fylkis verður hald- inn 14. júní kl. 19.30 í Fylkishúsinu við Fylkisvöll. Stjómin. NORRÆNA ELDFJALLASTÖÐIN óskar eftir að taka á leigu tveggja herbergja íbúð í eitt ár fyrir norskan jarðfræðing. Þyrfti helst að vera með húsgögnum. Upplýsingar gefur Sigríður í síma 694490 á skrifstofutíma. leikinn gegn Molde en skriffinnum þess þótti framganga hans í meöal- lagi. Brann á næst leik heima á sunnudag og mætir þá Mjölner sem er í fallsæti. Efsta liðiö í norsku fyrstu deildinni er Lilleström, sem hefur 13 stig, en norður-norska liðið Tromsö IL kem- ur á hæla árdrengja og hefur 12 stig. -JÖG Akureyrarbær - ráðgjafadeild Félagsráðgjafi óskast til starfa við ráðgjafadeild nú þegar eða eftir samkomulagi. Uppl. um starfið veitir starfsmannastjóri í síma 96-21000, sem einnig hefur umsóknareyðublöð, og deildarstjóri ráðgjafadeildar í síma 96-25880. Umsóknarfrestur er til 16. júní nk. Deildarstjóri ráðgjafadeildar SVÆÐISSTJORN MÁLEFNA FATLAÐRA, AUSTURLANDI FORSTÖÐUMAÐUR ÓSKAST Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Austuriandi, auglýsir lausa til umsóknar stöðu forstöðumanns við þjón- ustumiðstöðina Vonarland, Egilsstöðum. Vel launað og áhugavert starf gefur góða og víðtæka reynsiu í stjórnun og mannlegum samskiptum, samhliða þátt- töku í uppbyggingu málefna fatlaðra, Austurlandi. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Umsóknir óskast sendar til Svæðisstjórnar Austurlands, pósthólf 124, 700 Egilsstaðir. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu svæðis- stjórnar í síma 97-11833 eða 97-11443. ■ L LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í frágang lóðar umhverfis stjórnstöð fyrirtækisins, Bústaðavegi 7 í Reykjavík, í samræmi við útboðsgögn nr. 0212. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudegin- um 8. júní 1989 á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleit- isbraut 68, 103 Reykjavík, gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1000. Lóðin er samtals um 4900 m2 og felst verkið m.a. í frágangi á jarðvegsyfirborði, gróðursetningu trjáa og runna, lagningu gangstíga, lagningu snjóbræðslu- kerfis, malbikun bílastæða, að setja upp lýsingu og annast um viðhald lóðar fram til haustsins 1992. Miðað er við að verkið geti hafist 26. júní nk. og að 1. verkáfanga verði lokið fyrir 15. september nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háa- leitisbraut 68, 103 Reykjavík, föstudaginn 16. júní 1989 fyrir kl. 10.30 en tilboðin verða opnuð þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóðendum. Reykjavík 6. júní 1989.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.