Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. 13 Lesendur Veitingahúsið Broadway. Tilvalið fyrir alhliða líkamsræktarstöð? Líkamsræktarstöð í Broadway Unglingur hringdi: Ég var að lesa í DV í dag að Reykja- víkurborg væri að undirrita samning um kaup á skemmtistaðnum Broad- way. Haft var eftir borgarstjóra að fyrirhugað væri að koma þarna upp „athvarfi" fyrir unglinga, þar sem þeir gætu skemmt sér án áfengis. Einnig var talað um að húsið yrði notað sem skemmtistaður og ráð- stefnustaður fyrir borgina. Þess vegna vil ég koma með þá tillögu að þetta stóra hús verði notað til að koma þar upp verulega góðri aðstöðu til líkamsræktar og þá með alhliða aðstöðu fyrir hvers konar afþreyingu á þessu sviði. Ég á þá viö aö þarna verði keilu- spil, tennis, billjard og stór salur með fjölnota tækjum til líkamsræktar, ásamt gufu- og saunaböðum, Ijósa- lömpum og öðru tilheyrandi. Þetta er afþreying sem unglingar sækja sífellt meira á hinum ýmsu stöðum í borginni. Gallinn er hins vegar sá að hvergi er enn til einn verulega stór staður með öllu á einum stað. - Þarna er komið tilvahð tækifæri og borgin getur tekið frumkvæði á þessu sviði eins og hver annar. Hafsteinn hringdi: Ég get ekkí betur séð en þessi tíðu kafbátaslys, sem hafa átt sér stað í norðurhöfum upp á síðkas- tið, komi okkur íslendingum við ekki síður en Norðmönnum. Eftir þetta síðasta slys í sovéska kafbátnmn var reynt að fela það með þvi að segja að þarna hefði verið um æfingu að ræða. Þetta eru allt kjamorkukafbátar ogþað segir sig sjálft að hér er um alvar- lega atburði að ræða sem íslensk stjórnvöld eiga að krefjast skýr- inga á. Við vitum aldrei hvenær að því kemur að svona slys eigi sér stað í næsta nágrenni íslands og þá veröur uppi fótur og fit ef að lík- um lætur. Eða ætla stjómvöld hér þá að láta sér nægja lauslegar skýringar embættismanna við- komandi ríkis sem ef til vill gefa alrangar upplýsingar? Vinsamlegast athugið ENGIN BÍLASÝNING Ingvar Helgason hf. Sýningarsalurinn, Sævarhöfða 2 $ími 91-674000 OPIÐ ALLAR HELGAR LAUGARDAGA KL. 11-16 SUNNUDAGA KL. 12-16 ALLT í ÚTILEGUNA TJOLD KOMIÐ OG SJAIÐ Ódýru plaststólarnir komnir aftur kr. 1.180 5" stgr. FURUSETT SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7 Sími 621780 Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. SVEFNP OKAR TILBOÐSVERÐ Á SÓLSTÓLUM OG BEKKJUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.