Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. 3 Fréttir Sauðárkrókur: Meira atvinnuleysi en áður Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkröki: Á dögunum fengu 60-70 aðilar greiddar atvinnuleysisbætur hjá út- hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta á Sauðárkróki, samtals rúmlega 800 þúsund. Að sögn Jóns Karlssonar, förmanns verkamannafélagsins Fram, er þetta mun meira atvinnu- leysi en verið hefur á þessum tíma undanfarin ár, þá hafi fjöldi atvinnu- lausra sjaldnast losaö einn tug. „Það hefur greinilega ekki gerst, sem maður vonaði, að viðvarandi atvinnuleysi sl. vetur hyrfi með vor- inu. Ég hef verulegar áhyggjur af haustinu fyrst atvinnuleysið er þetta mikið nú. Annars er þetta ansi merkilegt miðað við það að nú virð- ist skólakrökkum yfirleitt hafa geng- ið þokkalega að fá vinnu,“ sagði Jón. Hann bætti við að vel að merkja væri innan um fólk sem einungis hefði verið atvinnulaust í 3-A daga á tímabilinu. Þá er ríflega helmingur þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá sveitafólk sem hefur sótt vinnu í bæinn. Aðspurður sagði Jón um það hvort eitthvað væri um að fólk reyndi að misnota atvinnuleysisbæturnar: „Stundum koma upp dæmi þar sem fólk reynir hið ýtrasta á kerfið án þess að það hafi rétt til bóta.“ Sauðárkrókur: „Þrugandi astand - samdráttur hjá fóðurstöðinni Melrakka ÞórhaBur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Frá áramótum hafa átta bænd- ur á þjónustusvæði okkar hætt búskap, þar af tveir eftir got nú í vor sem sýnir best þá svartsýni sem ríkj andi er í greininni um þess- ar mundir. Ég hef fregnaö að í liaust hætti átta bændur í Skaga- firði og álíka íjöldi fyrir vestan að óbreyttu. Svo að ef ekkert róttækt gerist verða þá farin 40% af mark- aðnum. Þetta mundi ríða okkur að fullu því þá yrðum við komnir nið- ur í um 2500 tonna ársframleiðslu sem þýðir það að við hetðum, með örlitlum lagfæringum, getaö verið áfram í gömlu stöðinni,“ sagði Þor- steinn Birgisson, tramkvæmda- stjóri stærstu fóðurstöðvar lands- ins, Melrakka við Sauðárkrók. „Þetta er mjög þrúgandi ástand fyrir okkur sem vinnum hérna. Allt í lausu lofti varðandi framtíð loðdýraræktarinnar og ekkert vit- aö hvað næstu dagar bera í skauti," sagði Þorsteinn. Fóðurstööin var byggð með bjartsýni á framgang loðdýraræktarinnar í landinu að veganesti. Á siðasta ári framleiddi Melrakki um 4200 tonn af loðdýra- fóðri en með fullum afköstum á verksmiðjan að geta framleitt þre- falt það magn. Vonir hafa verið bundnar við nýtingu á tækjum verksmiðjunnar til framieiðslu á blautfóöri til fisk- eldis. Fiest tæki eru til staðar, að- eins blandara og smávegis fleira vantar, eða fjárfestingu upp á tæp- ar tvær milljónir. Forráðamenn beggja matfiskeldisstöðvanna, Miklalax og Fornóss, hafa lýst áhuga sínum á blautfóðrinu en það er talið mun betra og hentugra en þurrfóðrið sem stöðvamar nota nú. Þetta, eins og annað, er í biðstöðu nú vegna óvissu um framtíð loð- dýraræktarinnar,“ sagði Þorsteinn Birgisson. Svarfaöardalsá: ikill vöxtur - engin veiði Akranes: Opinber rannsókn á sögusögnum Garöar Gudjónsson, DV, Akianeai: Tveir menn á Akranesi hafa farið fram á opinbera rannsókn á sögu- sögnum um aðild þeirra að nauðg- un, sem kærð hefur verið. Fjöl- skyldur mannanna hafa orðið fyrir aökasti vegna umtalsins. Mál þetta varðar meinta nauðgun sem átti sér stað að morgni sunnu- dagins 2. júli. Eins og DV hefur skýrt frá er málið upplýst og sam- kvæmt heimildum DV eru menn- imir sem hér um ræðir ekki grun- aðir um aðild að nauðguninni. Að sögn lögreglunnar á Akranesi er hin opinbera rannsókn hafin og beinist að tilurð sögusagnanna um aðild þessara tveggja manna að nauðguninni. Mennirnir hafa gefið upp nöfn fólks, sem á að hafa kom- ið kjaftaganginum á kreik. Mennimir tveir hta á sögusagn- irnar sem ærumeiðingar en út- breiðsla ærumeiðinga varðar við almeim hegningarlög og getur fangelsisvist legiö við. Utanrlkisþj ónustan: Páll Ásgeir kemur heim Páll Ásgeir Tryggvason, sem verið hefur sendiherra í Bonn um árabil, lætur af því starfi þann 1. september næstkomandi og kemur heim til starfa. Við embætti sendiherra í Bonn tekur Hjálmar W. Hannesson. -JSS Það var líf og fjör í knattspyrnuskóla Tindastóls á Sauóárkróki er DV kom þar við á dögunum. Bjarni Jóhannesson stjórnaði þar öilu eins og herfor- ingi og krakkarnir lifðu sig inn í æfingarnar sem hann lagði fyrir þá. Svo mikil var innlifunin að þeir sungu hástöfum: „Tindastóll er bestur“ á með- an þeir glímdu við æfingarnar. DV-mynd gk Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík: { þeirri sumarbhðu sem hér hefur verið aö undanfórnu hefur mikill vöxtur hlaupið í allar ár og læki. Mikih snjór er enn upp til fjalla og inni á afréttum svo að það þarf ekki að koma á óvart að ár og lækir velti nú kolmórauðir fram. Svarfaðardalsá í vexti. DV-mynd Geir Nánast engin veiði hefur verið í Svarfaðardalsá í sumar og ekki er mikil veiðivon þegar þessi gálhnn er á henni. Hins vegar hefur verið nokkur veiði í Hrísatjörn. Félagið Afglapar hefur sleppt bæði bleikjum og löxum í tjörnina og selt siðan veiðileyfi og nýtur þessi veiðiskapur vaxandi vinsælda. Leyfin eru frekar ódýr, kosta kr. 1500. HREINSIÐ UÖSKERIN REGLULEGA. ||UMFEROAR Bátsjerðir í Viðey: Ki 18.00 Ki 19.00 Ki 19.30 Ki 20.00 Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470. Bátsferðir í taiuí: Ki 22.00 Ki 23.00 Ki 23.30 Opið 1. júní - 30. september. OpiðfimmtudapskvöCd tií sunnudagskvöCds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.