Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. Allt að 5 prósent vaxtalækkun Veruleg vaxtalækkun veröur í dag á óverðtryggðum inn- og útlánum, sem lækka allt að 5%. Algengasta lækkunin er þó á bilinu 3-4% For- vextir vixla verða nú um 30% í flest- um bönkum nema Iðnaðarbankan- um sem heldur sig enn við 34,5% forvexti. Verslunarbankinn lækkar vexti á óverðtryggðum útlánum mest eða um 4% en Búnaðarbankinn og Landsbankinn um 3%. Hjá Útvegs- bankanum lækka vextirnir um 2%, vextir á yfirdráttarlánum um 3,5% og á afurðalánum um 2,5%. Alþýöu- bankinn lækkar forvexti um 3% en hækkar aftur á móti vexti á yfirdrátt- arlánum um 3,5%. Samvinnubank- ^inn lækkar forvexti um 3,5%, yfir- dráttarlán um 3% og afurðalán um 1%. Vextir á óverötryggðum innlánum lækka einnig. Vextir almennra tékkareikninga lækka um 5% hjá Landsbankanum og um 4% hjá Verslunarbankanum. Vextir af al- mennum sparisjóðsbókum lækka um 5% í Landsbankanum, um 4% í útvegsbankanum og Verslunarbank- anum, um 2% í Alþýðubankanum og um 1% í Búnaöarbankanum. -JSS Átök í miðbænum: Rispaður með dúkahníf Til átaka kom milli tveggja manna í miðbæ Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Höfðu mennirnir orðið ósáttir og létu hendur skipta. Tók þá annar dúkahníf úr fórum sínum og náöi aö rispa hinn á hálsi. Skarst lögregla fljótt í leikinn. Var hnífamaðurinn handtekinn en hinn færður á slysa- deild. Að sögn lögreglu voru tilþrifm ^ slík að verr hefði getað farið. -hlh Skákþing Noröurlanda: Helgi vann Larsen Úrslit í annarri umferð á Skákþingi Noröurlanda urðu þessi: Östenstad frá Noregi tapaði fyrir landa sínum, Tisdall. Jafntefli varð í skák Yijöla frá Finnlandi og Wedberg frá Sví- þjóð. Sömuleiðis varð jafntefli í skák Hansens frá Danmörku og Karlsson frá Svíþjóö. Helgi Ólafsson vann Larsen frá Danmörku en Margeir Pétursson tapaði fyrir Agdestein frá Noregi. Skák Jóns L. Árnasonar og Mortensens fór í bið. -J.Mar LOKI Ég sem hélt að dúkrista væri listgrein! Samdráttur í veiði í haust: Það verður ekki bætt við kvótann - segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra „Þeir sem fá aflaheimildimar eru að sjálfsögðu ábyrgir fyrir sínum eigin gjörðum. Aftur á móti heyrir maður frá sumum að þeir trúi því að bætt verði við heimildirnar. Slfkir menn tala gegn betri vit- und,“ sagöi Halldór Ásgrfmsson sjávarútvegsráöherra. Eins og fram kom í DV í gær dró ekkert úr veiði á fyrri hluta ársins miðað viö sama tíma í fyrra þrátt fyrir að í ár séu veiðiheimildir um 10 prósent minni en í fyrra. Sam- drátturinn mun því leggjast meö tvöfoldum þunga á seinni hluta ársins. „Það hefur alltaf legið fyrir að þeir sem hafa aflaheimildimar geta ráðið því hvenær ársins þeir veiða. Það fer mjög eftir landshlutum og aöstæðum og ýmiss konar hag- kvæmnisjónarmið spila þar inn í. Því verður ekki stjórnaö úr sjávar- útvegsráðuneytinu. Að þetta mikiö af aflanum komi á land á fyrri hluta ársins er ekki bara af hinu vonda eins og maður skyldi ætla af umræðunni. Það er hagkvæmara að vinna aflann fyrri hluta ársins. Sumarveiðin á und- anförnum árum hefur veriö of mik- il. Vinnslan hefur verið óhagkvæm og gæðin slæra. Það hefur lengi verið áhugamál okkar í ráðuneyt- inu að draga úr sumarveiðinni. Þaö hefur tekist núna og ég tel það mjög gott mál.“ - En ber ráöherra ekki kvíðboga fyrir samdrættinum í haust? „Það er of snemmt aö segja til um hvernig haustið verður. En ef menn haga sér skynsamlega og draga mjög úr útflutningi á fersk- um fiski þá ætti þetta að geta kom- ið þokkalega út,“ sagði Halldór Ásgrimsson. -gse Harður árekstur varð á Arnarneshæðinni í gærkvöidi þar sem leigubifreið og lítill fólksbíll skullu saman. Voru farþegi í leigubílnum og bílstjóri litla bílsins fluttir á slysadeild en meiðsli ekki eins mikil og talið var þegar lög- regla kom að slysinu. Munu bílbelti hafa bjargað miklu. Var leigubílnum ekið eftir Arnarnesvegi. Bílstjórinn virti stöðvunarskyldu sem þar er en sá ekki litla bílinn sem kom eftir Hafnarfjarðarvegi. Þessi gatnamót eru ein þau erfiðustu á höfuðborgarsvæðinu og mjög varasöm. hlh/DV-mynd S Svínabændur ræða við stjórnvöld Á fundi félagsráðs Svínaræktarfé- lags íslands, er haldinn var í gær, var ákveðið að skipa fimm manna nefnd til viðræðna við stjórnvöld. Markaðs- og verðlagsmál voru aðal- lega rædd á fundinum og telja svína- ræktendur nauðsynlegt aö verðhlut- fall í gæöaflokkum svínakjöts verði endurskoðað. Fimm manna nefndin á einnig að ræða við stjórnvöld um innheimtu og endurgreiðslu kjarnfóðurgjalda. Að sögn Vals Þorvaldssonar hjá Svínaræktarfélagi íslands hækkar skattlagning svínafóðurs fram- leiðslukostnaö um þriðjung. Ef sú skattlagning yröi minnkuð stæðu svínaræktendur mun betur að vígi en þeir gera í dag. -gh Ók á fót bifhjólamanns Ökumaður bífhjóls féll á hjólinu á Hafnarfjarðarvegi í gær. Bílstjóri, sem kom akandi á eftir honum, náöi ekki að hemla í tæka tíð og ók yfir fót mannsins þar sem hann lá á göt- unni. Bifhjólamaðurinn tognaði að- eins á fæti. -hlh Veöriö á morgun: Óbreytt ástand Á morgun verður sunnan strekk- ingur um landið vestanvert en hægari vindur austanlands. Að öðru leyti veröa fastir liðir eins og venjulega, að sögn Veðurstofunn- ar. Hiti vestanlands verður um 10 stig en 17-18 fyrir norðan og aust- an. SKtoASHAann GÆÐI- GLÆSILEIKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.