Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. Utlönd Vara við skæruhernaði Innanriktsráðherra Nicaragua, Tomas Borge, heilsar vietnömskum bóka- útgefanda á alþjóðlegri bókamessu sem opnuð var i Managua i gær. Á myndinni eru einnig Daniel Ortega, forseti Nicaragua, og Sergio Ramirez varaforseti. Símamynd Reuter Sandinistar í Nicaragua munu ef til vlll taka upp skæruhernað ef stjórn- arandstæðingar vinna kosningarnar á næsta ári og banna flokk sandin- ista, að því er meðlimur æðsta ráðs sandinista, Bayardo Arce, sagði í gær. Kvað hann sandinista myndu afsala sér völdum ef þeir töpuðu kosning- unum í febrúar á næsta ári. Minnti hann á að sandinistar heíðu tekiö upp vopnaða baráttu þegar Somoza réð ríkjum og flokkur þeirra var bannaður. Reuter Noregur í síldarstríði Norðmenn hafa nýlega lýst yfir síldarstríði við Evrópubandalagið. Full- yrða norsk yfirvöld að lönd Evrópubandalagsins stundi ofveiöar á Norður- sjávarsíld sem leiði til þess að Norðmenn fái minni sildarkvóta. Segja Norðmenn að ástandiö sé algjörlega óviöunandi. Vitna þeir meöal annars í orð danska sjávarútvegsráðherrans sem hefur sagt aö síldveiðin verði ekki reiknuð með í danska síldarkvótanum. ntb Mótmælendur hörfa Tyrkneskir hermenn á Kýpur handtaka Ijósmyndara sem myndaði mót- mæil griskra kvenna á miðvikudaginn. Sfmamynd Reuter Grískar konur á Kýpur hættu í gær mótmæiaaðgerðum sínum af ótta við ofbeldi tyrkneskra hermanna Höfðu þá um þúsund konur efiit til mótmæla tvo daga í röð á hlutlaúsa svæðinu sem skiptir Kýpur milli Tyrkja og Grikkja. Með þvi að ryðjast inn á svæöið vildu konurnar mót- mæla innrás Tyrkja á Kýpur 20. júlí 1974. í kvöld ætla konumar hins vegar að ganga til húss fulltrúa Sameinuðu þjóðanna til að krefjast freisis hundrað og átta manns sem eru í fangelsi á norðurhiuta Kýpur, yfirráðasvæði Tyrkja. Var fólkiö handtekið eftir að hafa á miövikudaginn ráðist yfir hina svokölluðu grænu línu sem skiptir eyjunni. Forseti Kýpur, George Vassihou, sem um þessar mundir stendur 1 við- ræðum á vegum Sameinuðu þjóöanna við leiðtoga Tyrkja, Rauf Denkt- ash, um sameiningu eyjarinnar, sagði að ráðist hefði verið með ofbeldi á friðsama göngumenn. Kvað hann viðræöur einu leiðina til sátta. Reuter Eskimóar á ráðstefnu Sovéskir eskimóar munu nú í íyrsta sinn sitja alþjóðlega ráðstefnu eski- móa sem haldin verður í Sisimiut á Grænlandi 24.-31. júli næstkomandi Þeir munu taka þátt sem áheymarfufltrúar. Sovésku fulltrúar, sem verða tíu, segja að þrátt fyrir að opnunarstefna Gorbatsjovs hafi náð til heimkynna þeirra í Tjukotka í austurhluta Síber- íu, þar sem eskimóamir eru aðeins sextán hundruö af hundrað og flmm- tíu þúsund frumbyggjum, hafi margt verið vanrækt. Eiga þeir bæði við atvinnu- og menningarmál. Á ráðstefnunni ætla sovésku eskimóamir að fylgjast vel með til þess aö fá hugmyndir um hvemig leysa megi þeirra eigin vandamál. Ritzau Sjóræningjar handteknir Þrír Thailendingar hafa verið handteknir fyrir aö myrða fimmtíu og sex flóttamenn frá Víetnam sem vom á báti á Thailandsflóa. Notuðu sjó- ræningjamir hnifa og axir við verknaöinn sem átti sér staö í mars síöast- liðnum. Bmtu þeir hnéskeljarnar á sumum fómarlambanna til að þau kæmust ekki undan á sundi. Tveimur flóttamannanna í bátnum tókst að bjarga sér. Annar faldi sig undir bátnum en hinn lést vera dauður. Thailenskir sjóræningjar myrtu um hundrað og þrjátíu flóttamenn í aprílsíöastliðnum. R«uter í Bandarikjunum var þess minnst í gær að tuttugu ár voru liðin frá fyrstu tungllendingunni. i tilefni þess var gefið út frímerki og virðir Bush Bandarikjaforseti, ásamt yfirmanni Pósts og síma og geimförunum Neil Armstrong og Mike Collins, fyrir sér mynd af því. Símamynd Reuter Til Mars út á krítarkort? Birgir Þórisson, DV, New York: Það væri synd að segja að ný geim- ferðaáætlun Bush Bandaríkjaforseta heföi vakið almennan fógnuð. Mönn- um hefur orðið starsýnt á að öll smá- atriði vantar í áætlun hans sem vek- ur efa um hve mikil alvara búi að baki. Tillagan gerir ráö fyrir mannaðri bækistöö á tunghnu og að menn verði sendir til Mars í byijun næstu aldar. En það vantar bæði tímaáætl- un og kostnaðaráætlun. Bush ætlar ráðgjafanefnd um geimvísindi, undir forsæti Quayles varaforseta, að ganga frá slíkum smáatriðum. Þing- leiðtogar úr röðum demókrata hafa tekiö tillögunni fálega. „Draumórar", „lélegt áróðurs- bragð“, „menn fljúga ekki til Mars út á krítarkorf ‘ eru dæmi um um- mæli þingmanna sem benda á að Bush hafi ekki einu sinni á hreinu forgangsröð verkefna geimferða- stofnunarinnar NASA á næsta ári. Stórblaðið New York Times gagn- rýnir áætlunina harðlega í leiðara í dag. Þar segir aö hún sé gersneydd vísindalegum tilgangi, stefni manns- lífum í voða að óþörfu og sé fárán- lega dýr. Kostnaðurinn vex mönnum eink- um í augum vegna mikils halla á fjár- lögum. Talið er að hækka þyrfti framlög til geimferöastofnunarinnar úr 11 milljörðum dollara í ár í 20 milljarða í byijun næsta áratugs og í 30 milljarða dollara á ári undir alda- mót. Giskað er á að heildarkostnaður verði ekki minni en 400 milljaröar. Stuðningsmenn áætlunarinnar segja aftur á móti að kostnaðurinn jafngildi aðeins 5 prósentum af árleg- um ríkisútgjöldum sem sé helmingi lægra hlutfafl en Apollo-áætlunin kostaöi á sínum tíma. Gífurlegir tæknilegir örðugleikar eru á að framkvæma áætlunina. Nýja tækni þyrfti að þróa, til dæmis nýjar eldflaugar, geimskutlur, elds- neytistegundir, nýja málmblöndu og svo framvegis. Þá væri óljóst hvort Marsfarið yrði sett saman á tunglinu eða á sporbaug um jörðu. Til skamms tíma er helsta gagn geimferðastofnunarinnar af áætlun- inni að hún gefur geimstöð á spor- baug um jörðu tilgang sem fyrsta skrefmu í langtímaáætluninni. Geimstöðin hefur átt undir högg að sækja hjá fjárveitingavaldinu. Hún kostar um 30 milljarða dollara. Spumingin er hvort áhugamenn um könnun geimsins geti sannfært almenning um það að þetta sé kostn- aðarins virði. Nú vantar þá þá hvatn- ingu sem það að verða á undan Sov- étmönnum til tunglsins var fyrir Apollo-áætlunina. Yfirvöld ganga að kröfum námumanna Sovésk yfirvöld létu í gær undan kröfum námumanna í Kuzbass hér- aði í Síberíu sem verið hafa í verk- falli í ellefu daga og lauk verkfallinu þar að fullu í morgun. En námumenn í Donbass héraði í lýðveldinu Úkra- ínu, sem hófu verkfall fyrir tæpri viku, sýna þess engin merki aö þeir hyggist snúa til vinnu á ný. Aö auki hafa námumenn í fjórum öðrum kolahéruöum lagt niður vinnu, í Dnepropetrovsk í Úkraínu, í Rostov- on-don í Suður-Rússlandi, í norður- hluta Sovétríkjanna og Karaganda- héraði í Kazakhstan. Kröfur þeirra eru svipaðar og kröfur verkamann- anna í Síberíu, betri vinnuaðstæður og aukið efnahagslegt sjálfstæði. Námumennimir í Síberíu fengu allar kröfur sínar uppfylltar, þar á meðal allt að fjörutíu prósent launa- hækkun, aukinn bónus, betri vinnu- skilyrði, stærri matarskammta og aukið efnahagslegt sjálfstæði íbúa héraðsins. Fyrirtæki í Kuzbass, sér- staklega kolafyrirtæki, fá fullt efna- hagslegt og lagalegt sjálfstæðl. Full- Namumenn í Siberiu héldu til vinnu á ný í morgun eftir að yfirvöld höfðu gengið aö kröfum þeirra. Símamynd Reuter trúar yfirvalda sögðu í gær að samn- ingur sá er gerður var við síberísku námumennina myndi ná til allra námumanna í landinu. Verkfólhn hafa reynst dýrkeypt. Talið er að þegar nemi framleiðslu- tapið sex milljón tonnum eða sem svarar til þriggja daga framleiðslu. Sagði einn vestrænn stjórnarerind- reki að þriggja til fjögurra daga fram- leiðslutap gæti haft alvarlegar afleið- ingar fyrir atvinnuvegi landsins. Efnhagur Sovétríkjanna á nú erfitt uppdráttar, mikill matarskortur er í landinu og síaukinn ijárlagahalh rík- issjóðs gerir stjórninni erfitt fyrir. Sovétríkin eru þriðji stærsti kola- framleiðandi heims. Sérfræðingar telja að enn sem komið er muni verk- fóllin hafa lítil áhrif á útflutning kola frá Sovétríkjunum þó að erfitt sé að meta það. Enn ríkir mikil spenna í sjálfstjórn- arhéraðinu Abkhazia í lýðveldinu Georgíu þar sem átján hafa látið lífið í róstum milli Abkhazíumanna og Georgíumanna. Hermenn vakta göt- ur höfuöborgar héraðsins og út- göngubann er í gildi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.