Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 27
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. 35 Afmæli Halldóra Hafdís Hallgrímsdóttir Halldóra Hafdís Hallgrímsdóttir bókari, Skipasundi 85, Reykjavík, erfimmtugídag. Hún fæddist á Siglufirði og ólst þarupp. Halldóra Hafdís lauk gagnfræða- prófi á Siglufirði 1956 og prófi frá Iðnskóla Sigluíjarðar sama ár. Hún var í Myndlista- og handíðaskólan- um 1958-60, fóndurdeild Náms- flokka Reykjavíkur 1959-60, Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1960-61, Tískuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur 1961, Leiklistarskóla Ævars Kvaran ' 1961-62, auk þess sem hún hefur sótt fjölda námskeiða í ýmsum greinum. Þá hefur HaUdóra Hafdís stundað nám við öldungadeild MH. Halldóra Hafdís byrjaði að salta síld á bamsaldri og stundaði síldar- söltun fram eftir áram. Jafnframt stundaði hún verslunarstörf hjá Aðalbúðinni á Siglufirði og þjón- ustustörf í Sjálfstæðishúsinu á Siglufirði. í skólafríum starfaði hún í reikningadeild SÍS, Bókaútgáfunni Norðra, í Bílabúð SÍS og í endur- skoðunardeild SÍS sumariö 1957. Þá starfaði hún á Teiknistofu SÍS við bókhald og teikningar 1958-62. Hún var við skrifstofustörf hjá Kaupfélagi Skagfirðinga á Sauðár- króki 1962-63, stundaði bókhald, vélritun og fjölritun á Sauðárkróki fyrir ýmsa aðila, keyrði út olíu með fyrrv. manni sínum og stundaði þjónustustörf í veislum og við und- irbúning veisluhalda. Þá stundaði hún skrifstofustörf hjá bæjarstjóra Sauðárkróks, Útgerðarfélagi Skag- firðinga, Fiskiðju Sauðárkróks, Vegagerð ríkisins og fleiri aðilum, auk þess sem hún kenndi við Gagn- fræðaskóla og Iðnskóla Sauðár- króks. Halldóra Hafdís hefur verið sölu- fulltrúi hjá Ferðaskrifstofunni Út- sýn í Reykjavik frá 1975 auk þess sem hún var barþjónn í Veitinga- húsinu Klúbbnum 1980-82. Hún tók þátt í leikstarfi á Siglu- firði með Gagnfræðaskólanum og kvenfélginu þar, var þar í skátafé- lagi og sótti Skátaskólann að Úlf- ljótsvatni sumarið 1952. Þá endur- reisti hún ásamt öðrum Skátafélag á Sauðárkróki. Hún sat í ýmsum nefndum hjá Kvenfélagi Sauðár- króks og var í varastjóm þess. Halldóra Hafdís var gjaldkeri orlofs- nefndar og fararstjóri orlofsnefndar húsmæðra í Skagafirði. Hún starf- aði með Leikfélagi Sauðárkróks, var varamaður í dagheimilanefnd bæj- arins og í safnaðamefnd. Þá var hún um árabil í fufitrúaráði Nemenda- sambands Samvinnuskólans. Halldóra Hafdís giftist 22.9.1962 Gunnari Blöndal Flóventssyni bif- reiðastjóra, f. 26.7.1933, en þau slitu samvistum. Börn Halldóru Hafdísar og Gunn- ars eru Vigdís Blöndal Gunnars- dóttir, f. 12.4.1963, búsettí Reykja- vík, í sambýh með Hjalta Sigurjóni Haukssyiú, en böm hennar eru Elsa Blöndal Sigfúsdóttir, f. 11.1.1983, og Ægir Blöndal Hjaltason, f. 22.10. 1987; Hallgrímur Blöndal Gunnars- son, f. 10.5.1965, bifreiðastjórihjá Kaupfélagi Skagfirðinga, búsettur á Sauðárkróki. Halldóra Hafdís giftist síðar, 20.12. 1985, Roder Cummings bifreiða- stjóra, f. 18.4.1950, syni Margret og SteveCummings. Foreldrar Halldóru Hafdísar voru HaUgrímur Þórarinn Kristjánsson bryti, f. 5.12.1908, d. 23.12.1986, og Bjamveig G. Guðlaugsdóttir hjúkr- unarkona, f. 16.9.1903, d. 11.11.1986. Hallgrímur var sonur Kristjáns, útgerðarmanns á Eskifirði, Jóns- sonar, og Mekkínu Bjamadóttur. Bjamveig var dóttir Guðlaugs, b. að Björgum á Skagaströnd, Bjarna- sonar, b. þar, Guðlaugssonar. Móöir Guðlaugs var Guðrún Eiríksdóttir. Móðir Bjarnveigar var Sigurlaug, er stundaði sauma og hjúkrun, Jónsdóttir, b. og hreppstjóra í Neðra-Haganesi í Fljótum, Guð- mundssonar, b. á MiðhóU í Sléttu- hUð, Ásgrímssonar. Móðir Jóns var Halldóra Hafdís Hallgrímsdóttir. Una Kársdóttir, b. í Stóru-Brekku á Höfðaströnd, Jónssonar, Kárssonar, b. á Úlfsstöðum, Bergþórssonar, bróður Þóru, langömmu Skúla Magnússonar landfógeta. Móðir Kárs var Björg Skúladóttir, b. á Ei- ríksstöðum í Svartárdal, Einarsson- ar, og konu hans, Steinunnar Guð- brandsdóttur, biskups á Hólum, Þorlákssonar. Sigríður Sigfúsdóttir Sigríður Sigfúsdóttir, Hátúni 10B, Reykjavík, er níræð í dag. Sigríður fæddist að Vaðbrekku í Jökuldal í Norður-Múlasýslu en ólst upp á HóU í Fljótsdal frá tveggja ára aldri. Hún fluttist til Reykjavíkur 1919 og hefur átt þar heima síðan. Sigríð- ur vann ýmis störf til ársins 1977 er hún hætti að vinna. Dóttir Sigríðar er Kristín, f. 28.7. 1934, en faöir hennar var Jóhann Sveinsson frá Flögu. Maður Kristín- ar er Guðmundur Sigþórsson vél- fræðingur og eiga þau einn son. Systkini Sigríðar voru sex en að- eins þrjár systur komust upp. Þær eru, auk Sigríðar, EinhUdur sem lengst af bjó á Reyðarfirði og Eirika sem bjó á Ormarsstöðum í Fellum, en þær em báðar látnar. Foreldrar Sigríðar voru Sigfús HaUsson, b. á HóU í Fljótsdal, og Kristín Þórarinsdóttir. Kristín var systir Þórarins, prests á Valþjófsdal, fóður Þórarins, fyrrv. skólastjóra á Eiðum. Faðir Kristínar var Þórarinn, b. á Skjöldólfsstöðum, Stefánsson, prests á Skinnastað, bróður Þorbjargar, langömmu Þór- arins, fóöur Kristjáns Eldjárn for- seta. Stefán var sonur Þórarins, prests og skálds í Múla, bróður Benedikts Gröndal eldra, afa Bene- dikts Gröndal skálds. Annar bróðir Þórarins í Múla var Guðmundur, b. á Krýnastöðum, langafi Stefáns G. Stefánssonar skálds. Þórarinn í Múla var sonur Jóns, prests í Vog- um við Mývatn, Þórarinssonar, prest í Nesi, Jónssonar, prest og skálds í Stærra-Árskógi, Guð- mundssonar, langafa Olafar, langömmu Jónasar Hallgrímsson- ar. Móðir Stefáns á Skinnastað var Guðrún Stefánsdóttir, systir Jóns, langafa Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, fóöur Gylfa, fyrrv. ráð- herra, og VUhjálms útvarpsstjóra. Móðir Þórarins á Skjöldólfsstöðum var Þrúður Vigfúsdóttir, systir Bjöms, langafa Halldórs, föður Ragnars, stjómarformanns ísal. Systir Þrúðar var Sigríður, amma ÞórhaUs Bjarnasonar biskups, föð- ur Tryggva forsætisráðherra. Móðir Kristínar var Þórey, systir Hjörleifs, prests á UndirfelU, föður Einars Kvaran skálds, afa Ævars Kvaran leikara. Hjörleifur var son- ur Einars, prests í Vallanesi, Hjör- leifssonar, prests á Hjaltastöðum, Þorsteinssonar, prests á Krossi í Landeyjum, Stefánssonar. Móöir Hjörleifs á Hjaltastöðum var Margr- ét Hjörleifsdóttir, prófasts og skálds á Valþjófsstað, Þórðarsonar. Móðir Einars var Bergljót systir Guttorms, langafa Guttorms, fóður Hjörleifs alþingismanns. Bergljót var dóttir Páls, prófasts á Valþjófsstað Magn- ússonar, og konu hans, Sigríðar Hjörleifsdóttur, systur Margrétar. Móðir Þóreyjar var Þóra Jóns- dóttir, vefara á Kóreksstöðum, Þor- steinssonar, bróður Hjörleifs á Hjaltastöðum. Sigfús var sonur HaUs, b. í Grófar- seU, HaUssonar, b. á Sleðbijót, Sig- urðssonar, b. á Sleðbrjót, HaUsson- ar, b. í Njarðvík, Einarssonar, lög- réttumanns í Njarðvík, Magnússon- ar. Móöir HaUs HaUssonar var Guðný Sigfúsdóttir, prests í Ási, Guðmundssonar. Móðir Sigfúsar var RagnhUdur Hákonardóttir, sýslumanns á Skammbeinsstöðum í Holtum, Hannessonar, og konu hans, Þrúðar Bjömsdóttur, sýslu- manns á EspihóU, Pálssonar, sýslu- manns á Þingeyrum, Guðbrands- sonar, biskups á Hólum, Þorláks- sonar. Móðir Sigfúsar var Sigurbjörg Pálsdóttir, b. á Amórsstöðum, Páls- sonar, og konu hans, Guðbjargar Sigfúsdóttur, systur Guðbjargar á Sleðbijóti. Sigríður tekur á móti gestum á morgun, laugardaginn 22.7., klukk- an 15-19 að heimih dóttur sinnar að Hvannalundi 11, Garðabæ. Guðlaugur Guðmundsson Guðlaugur Guðmundsson kaup- maður, Barmahlíð 54, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Guðlaugur fæddist að SunnuhUð í Vatnsdal og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann stundaði nám við Héraðsskólann að Reykjum og kynnti sér síðan loðdýrarækt og landbúnaðarstörf í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hann starfaði við loðdýrarækt í Þingeyjarsýslu 1939-41, var leigubUstjóri í Reykja- vík 1941-61 og kaupmaður í Reykja- vík frá 1961, síðast með sölutum í eigin verslunarhúsnæði sem dóttir hans og sambýhsmaður hennar hafanútekiðvið. Guðlaugur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir stéttarfélög leigubílstjóra og kaupmanna. Hann vann um skeið töluvert að skákmál- um og sat í stjórn Skáksambands íslands 1974 er þeir Boris Spassky og Robert Fischer háðu hér heims- meistaraeinvígið fræga. Þá átti Guð- laugur hugmynd að og haföi for- göngu um að reistur var minnis- varði á Beinahóli á KiU árið 1971 um Reynistaðarbræður og þeirra menn er urðu þar úti 1780. Guðlaugur hefur skrifað bækum- ar Vinir dýranna, Reykjavík 1956; Reynistaðarbræður, Reykjavík 1968; Enginn má undan líta, Reykja- vík 1974, og Ástir í aftursæti, Reykjavík 1978. Guðlaugur kvæntist 17.6.1944, Kristínu Þorsteinsdóttur verslunar- manni, f. 22.9.1924, dóttur Þorsteins Konráðssonar, b. að Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, og konu hans, Margrétar Oddnýjar Jónasdóttur. Guðlaugur og Kristín eiga þrjár dætur. Þær eru Margrét Þóra, f. 7.2. 1944, kennari í Reykjavík, gift Frið- geir Björnssyni, f. 18.10.1940, yfir- borgardómara, og eiga þau tvö böm, Kristínu, f. 9.8.1971, og Guðlaug, f. 29.10.1972; Sigrún, f. 24.4.1947, kaup- maður í Reykjavík, og er hennar sambýlismaður Gunnlaugur Gunn- arsson kaupmaður, f. 20.4.1957, og Guðmunda Hrönn, f. 15.12.1960, kennari í Reykjavík og er hennar sambýlismaður Haraldur Bragi Böðvarsson lögfræðingur, f. 4.7. 1960. Guðlaugur átti fimm bræður og eina systur en einn bróðir hans er látinn. Guðlaugur Guðmundsson. Foreldrar Guðlaugs voru Guð- mundur Magnússon, b. að Sunnu- hlíð í Vatnsdal, og kona hans, Guð- rún Guðbrandsdóttir. Systir Guðmundar var Guðrún Sigurrós, móðir Þorsteins B. Gísla- sonar, prófasts í Steinnesi, fóður Guðmundar dómprófasts, Gísla geð- læknis og Sigurlaugar bankagjald- kera. Guðmundur var sonur Magn- úsar, b. á Bergsstööum í Miðdal, Guðmundssonar. Guðlaugur verður ekki heima á afmæhsdaginn. Fanney Sigurlaugsdóttir, Strandgötu 37B, Hafiiarfirði. Ólöf Björgólfsdóttir, Miðstræti 10, Neskaupstað. ___ Ingi Bjarnason, Garðavegi 15, Hvammstanga. ___ Guðmundur Ágústsson, Skólastíg 26, Stykkishólmi. Skúli Grétar Guðnason, Sólbraut 17, Seltjamamesi. — 40 ára Fjóla Guðmundsdóttir, Áshamri 22, Vestmannaeyjum. Kristveig Baldursdóttir, Skógargerði 9, Reykjavik. Anna S. Snæbjörnsdóttir, Melhúsum, Bessastaðahreppi. Kristin Jónsdóttir, Flókagötu 63, Reykjavík. Hrefha Sigurðardóttir, Sunnubraut l, Keflavík. Þorbjörg R. Óskarsdóttir, Heiöarbraut 18, Kefiavík. Kristján Auðunsson, Fífuseh 24, Reykjavík. Matthias Einarsson, Hverafold 38, Reykjavík. Birgir Guðmundsson, Merkilandi 6, Selfossi. Magnús Sigurðsson, Oddstöðura, Miðdalahreppi. Þungur bDl veldur þunglyndl ökumanns. Ve}jum og höfiium hvað nauðsynlega þarf að vera með í ferðalaginu!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.