Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989. 15 Hvar er ófreskjan? Ég minnti fjármálaráðherra á það í bréfi í fyrrahaust að hann væri á „fittinu" (kominn fram út fjárlögum) og það væri í bága við 41. gr. stjómarskrár lýðveldisins. Hann svaraði því engu enda yfir það hafinn að svara málefnalega töluðu orði. „Tímamótabreyting“ í DV 15. júlí sl. kemur fram, haft eftir Sighvati Björgvinssyni, að mikil „tímamótabreyting" sé vænt- anleg í haust því þá muni fjármála- ráðherra leggja fram frumvarp til fjáraukaiaga fyrir yfirstandandi ár. „Batnandi mönnum er best að lifa.“ Það er gott að reyndir sljómmála- leiðtogar og meira að segja kennar- ar í stjómmálafræðum hafa áttað sig á því hvemig stjórnarskrá landsins er! Þá á ég við núverandi fjármálaráðherra. Hann mætti líka læra að svara bréfum og verður gaman að fylgjast með framförum hans í þeim efnum. Annars er hroki af þeirri gerðinni að svara ekki bréfum heldur lítilfjörlegur. Menn geta svo skreytt sig í ein- hverjum „tímamótafrumvörpum" eftir smekk. Þetta er góð byrjun. Fjáraukalög fyrir árið 1988 eru líka óafgreidd ef einhver hefur gleymt því. Hvers vegna? Það spyr kannski einhver að því hvers vegna ég leggi svona mikla áherslu á þetta atriði. Svar: Það er vegna þess að þegar kerfið prentar falska seðla (greiðslur úr ríkissjóði án heimildar) þá þynnist út gjald- miðill landsins, alls kyns spákaup- mennska vex, vextir hækka (eða sparifé rýrnar) og verðbólgan fer í gang! Síðan neitar framkvæmdavaldiö að viðurkenna afglöp sín og efna- hagslega óstjóm með því að skrá gengið í samræmi við vitleysuna! KjaUariim Kristinn Pétursson alþingismaður Dregur sífellt gengisleiðréttinguna á langinn og braskið og spákaup- mennskan vex enn. Útflutnings- og samkeppnisiðnaður verður síðan þolandi af þessum afglöpum kerfis- ins og þess vegna er ég að gagnrýna þetta, svo og vegna þess að lífskjör í landinu verða auðvitað verri við svona dæmalaust lélega fjármála- stjóm. Framkvæmdavaldinu þarf að taka ærlegt tak og hrista svolítð upp í heimaríkum kerfiskörlum sem halda að þeir geti haft það eins og þeim sýnist. Nei, ónei. Ég og fleiri emm búin að fá nóg! Stjómarskrá lýðveldisins á að virða, bæði vegna þess að slíkt er skylt svo og vegna þess að þannig verður efnahagslífið heilbrigðara og lífskjör betri og kaupmáttur hærri. Þetta er ekkert flókið. Eyðsla og brask, sem er fylgifiskur verðbólgu og efnahagslegrar óstjómar, skerðir auðvitað lífskjör. Fyrirtæki geta ekki skipulagt sig fram í tímann með neinni ná- kvæmni. Á íslandi má nú þykja gott að geta áætlað t.d. sjö mánuði fram í tímann meðan keppinautar okkar erlendis eru aö gera áætlanir sjö ár fram í tímann! Næstu skref Næstu skref í því að taka kerfið í gegn er að fletta ofan af því hversu miklar erlendar lántökur hafa átt sér stað undanfarin tíu ár umfram heimildir á lánsfjáráætlun. Þetta er ekkert skemmtúegt en algjörlega óumflýjanlegt. Framkvæmdavald- ið skai fá að virða stjómarskrána varðandi fjárlög og erlendar og inn- lendar lántökur. Hér gilda ákveðn- ar leikreglur. Ég segi hingað og ekki lengra! Einstakiingar og fyrirtæki mega ekki fara yfir á heftinu í bankan- um. Framkvæmdavaldið má það heldur ekki! Ef við stöðvum ekki heimaríka kerfiskarla í fiármála- sukkinu sínu verður landið ekki fiárhagslega sjálfstætt mörg ár í viðbót. Þetta er ekkert þægilegur sannleikur. Ef einhver fær í mag- ann af því að lesa þetta er það ágætt. Það er vísbending um að ég sé á réttri leið. Þegar núverandi sfiórn var mynduð ráðstafaði hún milljörð- um. Aðferðin var sú að gefa út bráðabirgðalög fyrir framan nefið á Alþingi (hálfum mánuði áður en þing kom saman). Þess vegna óskaði ég þess skrif- lega við fiárhags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis í janúarbyrj- un að lagastofnun Háskóla íslands gerði umsögn um réttmæti slíkra bráðabirgðalaga gagnvart stjórn- arskrá landsins. Þessu var ekkert sinnt af nefndinni. Því skrifaði ég lagastofnun bréf 12. janúar sl. og óskaði eftir umsögn um bráða- birgðalögin innan mánaðar þar sem þinghlé var í janúar. Vegna mikilla anna gat lagastofnun ekki sinnt erindinu og var spumingun- um því aldrei svarað. Ég get þess hér vegna þess að það er ekki nóg að mynda ríkisstjóm og þykjast ætla að „koma atvinnuvegunum á réttan kjöl“ og halda síðan áfram aö prenta falska seðla. Það er ekki nóg að þykjast ætla að lækka vexti og halda samt áfram að prenta! Þessi ríkisstjóm á íslandsmet í sýndarmennsku fyrst og fremst. Útfiutnings- og samkeppnisiðnaður og annað atvinnulíf þarfnast ekki meiri lána. Skuldbreyting gat farið fram í þeim sjóðum og bönkum sem fyrir voru og höfðu áður getað skuldbreytt. Það var ekkert vanda- mál. Þaö sem atvinnulífið þarfnast fyrst og fremst er heilbrigt efna- hagslif. „Fjármagnsmarkaðurinn er ófreskjan,“ segir forsætisráð- herra. Hann er ábyrgur ásamt fleiri fyrir fólsku seðlaprentuninni. Hvar er þá „ófreskjan?" „Þetta er fiálshyggjunni að kenna,“ segja þessir snillingar. Frjálsræðinu í fiármagnsmálum var komið á (með þátttöku Fram- sóknar) til þess m.a. að sýna stjórn- völdum hvenær eftirspurn eftir fiármagni væri orðin of mikil. Þá áttu sfiómvöld að hjálpa til að draga úr eftirspum eftir fiármagni en ekki hrópa „úlfur, úlfur“. Sjávarútvegur og allt annað at- vinnulíf þarfnast fyrst og fremst heilbrigðrar efnahagssfiórnunar og gjaldmiðils sem nýtur alþjólegr- ar viðurkenningar. Fyrr stöðvast ekki sþákaupmennska í fasteign- um, brask, eyðsla og sóun. Þá geta lífskjör farið að batna því auðlindir okkar em það miklar að lífskjör geta batnað. En það er algjör for- senda að beitt verði svipaðri hag- stjórn og gert er t.d. í Þýskalandi og Japan, þar sem vextir eru lágir vegna nákvæmni og vandvirkni í stjórn efnahags- og ríkisfiármála. Lífsjör á íslandi geta enn orðið þau bestu í heimi en ekki með svona félagshyggjuvellu eins og þeirri sfiórn sem nú situr. Fólkið í landinu þarf að átta sig á því að svokölluð „félagshyggja" er úldin beita sem borgumnum verður bumbult af. Þetta hefur blessað fólkið fyrir austan járnfiald mátt þola en þar horfir nú til batnandi tíma. Ekki í nafni „félagshyggju" heldur í nafni aukinnar einkavæð- ingar og frjálsræðis! Frjálsræði í efnEihagsmálum, einkavæðing og nákvæmni og vandvirkni í stjórn efnahagsmála getur á fáum árum skilað okkur til betri lífskjara og aukins kaupmáttar. En forsenda þess að svo geti orðið er að fram- kvæmdavaldið virði grundvallar- leikreglur eins og borgaramir og fyrirtækin yprða að virða. Að fara ekki yfir á tékkheftinu. Að öðmm kosti má spyrja hvenær von sé á peningaprentvél í hvern lands- hluta í nafni Jafnréttis og félags- hyggju“ tíl þess að halda jafnvægi í byggð landsins! Kristinn Pétursson „Þessi ríkisstjóm á Islandsmet í sýnd- armennsku fyrst og fremst. Útflutn- ings- og samkeppnisiðnaður og annað atvinnulíf þarfnast ekki meiri lána.“ Nám í Bandaríkjunum: Minnesota eða New York - að gæta hagsýni 1 vali á skóla Það er gamall siður meðal þjóðar- innar að ungt fólk sigli úr vör og leiti sér þekkingar úti í hinum stóra heimi. Má minna á að Sæmundur fróði á að hafa stundað nám við frægan skóla í Frakklandi er nefn- ist Svartiskóli í þjóðsögunum en er betur þekktur í dag sem Sorbonne, sá sami og forseti Islands stundaði einnig nám við á sínum tíma. Ekki skal heldur gleyma Hafnarstúdent- um sem fluttu með sér heim í far- teskinu nýjar og ferskar hugmynd- ir. Það er því ekkert nýtt að íslend- ingar leiti á framandi slóðir til menntunar. Nám erlendis eini kosturinn Sá fiöldi fer vaxandi með ári hverju sem velur sér framhalds- skóla erlendis. í mörgum tilfellum er ekki um annað að ræða fyrir nemandann, því annaö hvort býð- ur Háskóh íslands ekki upp á það fag sem einstaklingurinn hefur áhuga á að læra eða að háskóhnn býður ekki upp á frekara fram- haldsnám í faginu (MA eða MS nám). Á hverju ári eru því fleiri um hituna þegar Lánasjóður ís- lenskra námsmanna úthlutar til námsmanna hér heima sem erlend- is. Mikið hefur verið rætt og ritað um Lánasjóðinn að undanförnu og reyndar hefur staðið styr um sjóð- inn í langan tíma. Námsmenn telja að lánin séu of lág og dugi alls ekki fyrir framfærslu og skólagjöldum á innlendri grund, hvað þá erlendri. Kjallarinn Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur Virðist skipta litlu máh hver er menntamálaráðherra eða hvaða flokkar í stjórn, dæmið gengur aldrei upp. Sú var tíðin að lánin voru óverð- tryggð og fuðruðu því upp á verð-' bólgubálinu. Er ekki.mikið orðið eftir af lánum sem tekin voru fyrir tuttugu árum og eru dæmi þess að menn séu að borga tæplega 50 krónur af þeim. Nú er verðtrygg- ingin aftur á móti komin á og er sagt að um 90% lánana skih sér því aftur í sjóðinn. Af þeim námsmönnum, sem fara út í nám, hefur talsverður fiöldi farið tíl Bandaríkjanna og Bret- lands. Þar sem skólagjöld í þessum löndiun eru himinhá er ekki ólík- legt að rnntalsverður hluti Lána- sjóðsins fari einmitt tíl þessara námsmanna. Og því er spuming hvort ekki megi gæta aðeins meiri hagsýni í úthlutun th námsmanna í Bandaríkjunum t.d. Kalifornía eða Texas Það er iðulega svo er menn fara í nám í Bandaríkjunum að þeir renna bhnt í sjóinn. Þar sem þús- undir framhaldsskóla eru í Banda- ríkjunum verða menn fyrst að gera upp við sig í hvaða ríki þeir vhja eyða næstu þremur th fiórum árum. Menn vhja gjarnan flýja vetrarríkið og sjá sér því leik á borði og fara í nám th Kalifomíu eða Texas. Eða ef menn vhja vera aðeins nær Fróni er gott að vera á austurströndinni þar sem ahar samgöngur em mjög greiðar. Sá bögguh fylgir þó skammrifi að skólar á vestim- og austurströnd Bandaríkjanna em í dýrari kantin- um. Ekki eru það bara skólamir sem eru dýrir heldur er húsnæði í strandaríkjunum einnig mjög dýrt og almennt verðlag er hátt. Það leiðir því af sjálfu sér að námsmenn í þessum ríkjum þurfa há lán og oft duga lánin ahs ekki th, t.d. í New York. Hafa alls konar hryh- ingssögur verið sagðar um húsa- kost námsmanna erlendis, að þeir hýrist í kulda og trekki í einhverj- um hjöllum sem staðsettir eru inni í miðjum fátækrahverfum stór- borganna. En þannig þarf það þó alls ekki að vera ef smá hagsýni er höfð að leiðarljósi. Það er rétt að hinir virtari skólar vestanhafs, svokahaðir Ivy League skólar, eru staðsettir við strend- urnar. Og þykir alltaf jafnfint að hafa útskrhast með svartan hatt úr einum þeirra. En það vhl oft gleymast að í öðmm fylkjum em skólar sem standa hinum ekki að baki hvað varðar gæði, skólar sem eru ódýrari en geta boðið upp á aht sem hinir dýrari hafa, nema nafnið. Það sem á vantar hér á landi er að Samband íslenskra námsmanna erlendis og Lánasjóðurinn, ef th vhl í samvinnu við Fulbrightstofn- unina, bendi námsmönnum á hvar í Bandaríkjunum séu góðir og við- urkenndir framhaldskólar, en jafn- framt hvar hagstæðast sé að búa. Það munar nefnhega talsverðu hvort menn búa í Minnesota eða New York, Kaliforníu eða Kentucky. Það gleymist oft að ríki 'Banda- ríkjanna eru 50, og eins og kunnug- ir vita er hvert fylki eins og land fyrir sig með eigin siði og hætti og eigið verðlag. í einu ríki er sölu- skatturinn 6,5% en í öðm, eins og Montana, er enginn söluskattur. Hægt að lifa mannsæmandi lífi Sagan um fátæka námsmanninn þarf ekki að vera sönn. Það er hægt að lifa mannsæmandi lífi af námslánunum erlendis, en cdlt sem vantar er að SÍNE og LÍN taki höndum saman. Væri th dæmis hægt að afla upplýsinga um þá skóla sem íslendingar hafa sótt hingað th og þau ríki sem skólarn- ir em í. Einnig gætu þeir náms- menn, sem nú eru úti við nám, hæglega hjálpað til viö upplýsinga- öflunina, þ.e. sent inn upplýsingar um skóla sína og aðra skóla í grenndinni. í leiðinni mætti gera könnun á framfærslu og flnna út á hvaða svæðum námslánin nýtast best og hvar verst. Það er hagur Lánasjóðsins að lánsupphæðir lækki og getur hann sjálfur stuðlað að því með því að benda nemendum á hvar hagstæð- ást sé að búa. Það hlýtur einnig að vera hagur lántaka því lánin þurfa jú að borgast fyrr eða síðar og kom- ið er að skuldadögum áður en nokkurn grunar. Meðan Háskóli íslands getur ekki tekið við öhum þeim fiölda, sem vill mennta sig, verður Lánasjóð- urinn að geta sinnt hlutverki sínu svo fróðleiksfúsir komist út. Það skal í huga haft að það unga fólk, sem fer út th náms nú á tímum, á ekki aðeins eftir að borga aftur lán- ið sjálft að fullu, heldur greiðir þaö til þjóðarbúsins með þeirri þekk- ingu sem það hefur aflað sér á námsárunum. Guðbjörg Hildur Kolbeins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.