Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. 3 Fréttir ■' i Flestir hlusta á rás 1 Samkvæmt skoðanakönnun SKÁ- ÍS hlusta flestir á rás 1 en útvarps- stöðin Eff Emm er vinsælust meðal þeirra sem eru 14 til 29 ára. Könnun- in var gerð fyrir Eff Emm fóstudag- inn 21. júlí milli kl. 17 og 22. Var úrtakið 550 manns á aldrinum 14 til 49 ára og af þeim svöruðu 476. Tæp- lega 27% spurðra höfðu ekki hlustað á útvarp þennan dag. Ríkisútvarpið hefur fremur afger- andi forystu þegar litið er á þá sem hlustuðu á útvarp. Á rás 1 hlustuðu 154, en 127 á rás 2. Bylgjan hafði 103 hlustendur, Eff Emm hafði 97 og á Stjömuna hafði 61 hlustað. Rót og Alfa höfðu hvor um sig einn hlust- anda úr hópi þeirra sem spurðir voru. Þegar litið er á aldurshópinn 14 til 29 ára er Eff Emm samtals með 75 hlustendur, Bylgjan með 45, Stjarnan með 34, rás 2 með 29 og rás 1 með 18. Meðal þeirra sem em á aldrinum 30 til 49 ára hlustuðu flestir á Bylgj- una og rás 1, eða 43 á hvora, 42 höfðu hlustað á rás 2, 22 á Stjörnuna og 17 áEffEmm. -GHK J{SPARISJÓÐIRNIR —jyrir þig og þína Sóðaskapur hafður til sýnis Garðurinn við Skólavörðustíg 45, Hábæjarhúsið, hefur vakið talsverða athygli erlendra ferðamanna vegna sóðaskapar. Hafa þeir oft tekið myndir af garðinum eftir að hafa myndað stolt borgarinnar, Hall- grímskirkju, og Leifsstyttu. Að sögn Péturs Hannessonar hjá fegrimarnefnd Reykjavíkurborgar hefur margoft verið gerð athuga- semd við lóðina. Sagði Pétur að í garðinum væm leifar af byggingu sem hefði verið garðskáli á sínum tíma en er nú að grotna niður og að mestu leyti horfmn. Einnig væri ansi mikið drasl í garðinum sem bæri að fjarlægja. „Við höfum sent eigendunum bréf og það var alltaf góðu svarað. Þeir sóttu um leyfi til að byggja og það hefur verið bið á að það fengist. Ég vona að það sé þess vegna sem þetta hefur dregist svona. Annars er þetta búið að vera svona í nokkur ár, allt- af að grotna niður,“ sagði Pétur. Hjá borgarfógeta fengust þær upp- lýsingar að þinglýstur eigandi væri Einar Valur Ingimundarson. Einar sagði þó að eignin væri seld og væri búið aö byggja á lóðinni fyrir tveimur árum ef borgin hefði ekki staðið í vegi fyrir því. Að sögn Gunnars Sigurðssonar byggingarfulltrúa var sarhþykkt í apríl að leyfa byggingu á lóðinni en ekki hefur enn verið byriað á fram- kvæmdum. Til stendur að reisa við- byggingu í garðinum sem er svipuð á hæð og gamla húsið og verða þar tvær íbúðir. Gunnar sagði að það tæki alltaf dálítið lengri tíma að af- greiða leyfi þegar um gamla bæinn væri að ræða, það hefði líka tafið fyrir að ekki var fallist á fyrstu tillög- ur. -GHK Eins og sjá má blasir ekki fögur sjón við ferðamönnum sem leið eiga um Skólavörðuholtið. DV-mynd JAK perðalagj^f THIS NOTr ° 17lKpr7° Gunnþór með iitla fuglsungann sem hann hefur tekið svo miklu ástfóstri við. DV-mynd KAE Með fuglsunga í f óstri Gutti úr Mosfellsbæ, Gunnþór Guðjónsson, tók eftir pínulitlum fuglsunga þegar hann átti leið fram hjá dælustöðinni sem er rétt hjá heimili hans í Lindarbyggð. Unginn var óttalega væskilslegur og leit út fyrir að vera munaðarlaus svo Gunn- þór tók hann upp á arma sína og fór með hann heim. Gunnþór er mikill fuglavinur og á sjálfur nokkra páfagauka. Hefur unginn notið góðs af því þar sem hann er hefur verið fóðraður á páfa- gaukafóðri þótt einnig hafi verið reynt að gefa honum orma. Fuglinn er nú orðinn vel fleygur en ekki er vitað hvort hann spjarar sig upp á eigin spýtur þar sem hann önnur löppin er bækluð. Helst af öllu vildi Gunnþór halda honum. -GHK því þar færðu seðla og ferðatékka í öllum helstu gjaldmiðlum heims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.