Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Síða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989.
Fréttir
„Maður veit ekki af
níutíu strákum hér“
Tveir roggnir á hjólabát.
- sagöi Aöalsteinn Pétursson, starfsmaður á Drengjaheimilinu Ástjöm í Kelduhverfi
Gylfi Kxistjánsson, DV, Akureyri:
Við tjömina var allt iðandi af lífi.
Strákamir vom þar á hjólabátum,
litlum árabátum og seglbátum, allir
kiæddir björgunarvestum að sjálf-
sögöu, og á bryggjunum stunduðu
sumir homsílaveiðar af kappi.
Það var greinilega gaman að vera
áhyggjulaus strákur á Drengjaheim-
ilinu Ástjöm í Kelduhverfi morgun
einn á dögunum er DV kom þar við.
Þar var gríöarleg veðurblíða, jafnvel
á norðlenskan mælikvarða, blanka-
logn, sól og hiti um 20 stig og strák-
amir vora úti um allt á fleygiferð
eins og maurar.
„Það er enginn vandi að vera með
90 stráka hérna þegar veðrið er
svona, maður veit ekki af þeim,“
sagði Aðalsteinn Pétursson, starfs-
maður að Ástjöm, sem fylgdist með
strákunum við tjörnina. „Eins og þú
sérð iðar hér allt af lífi og fjöri. Þeir
era á bátunum, sem er vinsælast, og
Hin svokallaða Flugieiðaþolreið fór fram á laugardaginn i ágætu veðri.
Sextán hestar tóku þátt í þolreiðinni sem var farin frá hestaleigunni í Lax-
nesi til Þingvalla, um 30 km leið. Mun tilgangur þolreiðarinnar vera að
stuðla að fjölbreytni í notkun islenska hestsins. DV-mynd JAK
Þessir voru á hornsílaveiðum við bryggjuna.
DV-mynd, gk.
svo veiða þeir sílin og eru orðnir
ansi slyngir í því margir hveijir."
Strákamir að Ástjöm era á aldrin-
um 6-12 ára og koma víðs vegar af
landinu. í þeirri veðurbliðu, sem ver-
ið hefur á Norðurlandi að undan-
fómu, hlýtur dvöl þar að vera sem
að dvelja í paradís og þótt veður sé
ekki gott hafa þeir nóg viö að vera,
bæði innanhúss og utan. Það er því
ekki að furða þótt margir þeirra komi
þangað sumar eftir sumar.
Ferðir til útlanda á fyrsta ársfjórðungi:
íslendingar
eyddu meira í
ár en í fyrra
Landsmenn eyddu hærri upp-
hæð í ferðalög til útlanda á fyrsta
ársfjórðungi þessa árs en á sama
tíma í fyrra. Eyðslan nam rúmlega
1,9 milljörðum króna í ár en 1,1
milljarði í fyrra - er það nokkur
hækkun umfram verðlagshækkan-
ir. Þessar upplýsingar koma fram
í Fjármálum, riti Fjárfestingafé-
lagsins.
Islendingar eyddu tæpum tíu
milljörðum króna í ferðalög til út-
landa á síðasta ári. Hins vegar
eyddu erlendir ferðamenn um 4,7
milljörðum króna hér á landi í
fyrra - auk þess fengu flugfélögin
tæpa 2,7 milljarða króna í tekjur
vegna fargjalda. Heildarupphæðin
frá erlendum ferðamönnum nam
því 7,4 milljörðum króna.
Á fyrsta ársfjóröungi ársins 1988
nam eyðsla íslendinga í ferðalög til
útlanda um 1,1 milljarði, á öðram
2.3 milljörðum, á þriðja 3,8 mill-
jörðum, og á íjórða ársfjórðungi 2,7
milljörðum.
Árið 1987 eyddu landsmenn um
8.3 milljörðum króna í ferðalög í
sama tilgangi en 9,9 milljörðum
árið 1988. Miðað við raunvirði var
þar um samdrátt að ræða.
-ÓTT
Þrír ölvaðir á
sunnudagskeyrslu
DV-mynd, gk.
Aöalsteinn bregður á leik viö einn
pollann að Ástjörn. DV-mynd, gk.
Lögreglan á Akureyri þurfti að
hafa afskipti af þrem ökumönnum
sem reyndust vera ölvaðir í fyrradag.
Vora þeir á sunnudagskeyrslu í bæn-
um og virtust hafa staupað sig eitt-
hvað áður en þeir lögðu af stað.
-SMJ
I dag mælir Dagfari
íslendingar við Adríahaf
Júlímánuður var sólarminnsti júlí-
mánuður allt frá því fyrir þrjátíu
og íjóram áram þegar Veðurstofan
mældi rigningu upp á hvem dag.
Þetta á við um Reykjavík og ná-
grenni en eins og allir vita fer veð-
rið á íslandi eftir því hvernig veð-
rið er í Reykjavík. Sóhn hefur bros-
að blítt, bæði fyrir norðan og aust-
an, en Reykvíkingar taka ekki
mark á veðri úti á landi, enda fá
þeir ekki notið þess. í höfuðborg-
inni ganga íbúamir kvartandi og
kveinandi og bölva veðri og regni
eins og þeir eigi lífið að leysa.
Þetta veðurlag hefur orðið til þess
að feröir aukast til sólarlanda. Sagt
er að ekki sé hægt að þverfóta fyrir
Reykvíkingum á Mallorca og Costa
del Sol og þó einkum á ítölsku
ströndinni viö Adríahaf. Við Adría-
haf skín sólin upp á hvem dag og
íslendingamir spóka sig þar með
bros á vör og kunna sér ekki læti.
Ef eitthvað fer í skapið á þeim þurfa
þeir ekki annað en að hringja heim
og frétta af rigningarsuddanum á
heimaslóðum og þá kemst allt í
himnalag.
Nú háttar hins vegar svo til við
Adríahaf að þegar hvessir berast
þörungar að landi með öldunum
og sjórinn verður upplitaður af
brúnni slikju þöranganna og varla
er nokkrum manni hættandi í sjó-
inn vegna smithættu og sýkingar.
Auk þöranga berast áburðar- og
fosfatefni frá iðnaðarhverfunum í
sjóinn og hafa hvetjandi áhrif á
þörangalífið og af þessu öllu mynd-
ast froða sem gerir sjóinn lítt fýsi-
legan til baða.
Þetta þörungafár er svo alvarlegt
að ferða- og sólarstaðir við Adría-
haf hafa næstum því tæmst af
venjulegu ferðafólki. En íslending-
ar era ekki venjulegt ferðafólk.
Eftir því sem DV hermir nú í vik-
unni hafa íslenskir farþegar ekkert
kvartað til ferðaskrifstofanna.
Þetta er haft eftir einum fararstjór-
anum þar syðra, sem segir að ís-
lendingar sækist hvort sem er ekki
eftir því að baöa sig í sjónum. Þeir
sem á annaö borð fara í sjóinn hafa
heldur ekki kvartað og hver farm-
urinn á fætur öðram er fluttur frá
Keflavík til Adríahafs og til baka
aftur án þess að þörangamir breyti
neinu um venjur þeirra eða sólar-
dýrkun.
íslendingar era ekki hræddir við
þöranga. Þeir hafa ekki áhyggjur
af því þótt sjórinn verði brúnn af
mengun. íslendingar era komnir
til sólarstranda til að veröa brúnir
og hvaða máli skiptir þá hvort þeir
verði brúnir af sól eða brúnir af
þörangum? Fólk sem kemur innan
úr rigningunni og hefur upplifað
sólarminnsta júlímánuð sem sögur
fara af í þijátíu og fjögur ár lætur
það ekki á sig fá þótt pínulítil meng-
un komi í veg fyrir sólböðin í sjón-
um. Þama er líka hægt að fara á
barinn og bjórinn myndar mótefni
gegn sýkingunni og það kvartar
sem sagt ekki nokkur maður und-
an þessum skít.
Það getur vel verið að fólk vakni
upp á morgnana í henni Reykjavík
og bölvi veðrinu. Það getur vel ver-
ið að hér tapi sundstaðir og sport-
búðir og gistiheimili og aðrir þeir
sem ella gætu grætt á sumarblíðu
og sólsprangandi fólki. En suður á
ítalíu sækja Islendingar brúnkuna
sína í þörangana á ströndinni og
una glaðir við sitt. Ferðaskrifstof-
umar fyllast af fólki sem kaupir sér
farmiða í þörungapláguna við Adr-
íahafið samkvæmt þeirri kenningu
að allt sé betra en rigningin. Það
syndir um í þörungunum og
brúnkar sig í mengúninni. Sem
sannar að það er ekki sama hvaðan
fólk kemur. Meðan aðrar þjóðir
forðast Adríahafið og hafa ekki lyst
á þörungum og iðnaðarmengun og
sjófroðu hópast þangað íslendingar
sem baða sig með góðri lyst og hafa
Adríahafið út af fyrir sig.
ítalimir sjálfir hafa af því ein-
hverjar áhyggjur að ferðamanna-
iðnaðurinn leggist í rúst ef þöran-
garnir setjast að á baðströndunum.
En meðan hann rignir í Reykjavík
og meðan íslendingar sækjast eftir
brúnkunni af menguninni þurfa
ítalir ekki að óttast um ferða-
mannaiðnaðinn. í rauninni ætti ít-
alska sijómin að bjóða íslensku
þjóðinni til Adríahafsins á hveiju
sumri til að sanna fyrir umheimin-
um að engum verður meint af þör-
ungum og fólk verði jafnbrúnt af
þeim og sólinni.
Dagfari