Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. Utlönd Bjargad úr sjónum Bandaríska konan ó teíð á sjúkrahús á Bermúdaeyjum eftir 14 daga voik í Atlantshali. Símamynd Reuter Bandarískri konu var bjargað á mánudag eftir fjórtán daga vist í björg- unarbáti á Atlantshafinu, en þar haíði hún veriö frá því að seglskúta hennar sökk. Unnusti konunnar stökk í hafiö þegar skútan sökk og er hann talinn af. Konunni var bjargað um borð í skemmtiferðaskipiö Royal Viking Star og var farið meö hana til Bermúdaeyja þar sem hún var lögð inn á sjúkra- hús. Talið er að hún muni aö fullu ná sér eftir volkiö. Embættismenn sögðu aö ekki væri ljóst hvernig konan hefði liíað þess- ar raunir af né væri heldur Jjóst hversu lengi hún hefði verið matar- og vatnslaus. Ekki er heldur ljóst hvaö kom fyrir skútu konunnar. Ráðist á Serbíu Serbía, stærsta lýöveldi Júgóslavíu, varö fyrir endurteknum árásum á tveggja daga fundi miðstjórnar kommúnistaflokksins fyrir að æsa upp hatur milli þjóðarbrota landsins og fyrir aö seilast til æ meiri áhrifa inn- an landsins. Fulltrúar Serbíu á fundi miöstjórnarinnar vísuöu gagnrýni fuUtrúa hinna lýðveldanna á bug. Þeir sögöu aö með gagnrýni sinni vildu fulltrú- ar hinna lýðveldanna steypa leiötogum Serbíu af stóli. Þjóðernisstefna er alvarlegt vandamál í Júgóslavíu þar sem búa að minnsta kosti 24 þjóðarbrot Sex trúarbrögð eru iökuö í landinu, fjórar megintungur eru talaöar og notast er við tvö stafróf, latneskt og kyrillí skt DollarSnn HríðfeRur Dollarinn féll enn í verði gagn- vart japanska jeninu í kauphöllinni í Tokýo í morgun. Hann hafði áöur fallið um tvö jen í New York vegna væntanlegrar lækkunar vaxta í Bandaríkjunum. Doiiarinn var kominn í 136,80 jen um miðjan dag í dag, aö japönskum tíma. Dollarinn er þó ekki talinn munu falla meira í verði gagnvart jeninu nema. jenið styrkist gagnvart evr- ópsku gjaldmiölunum. Dollarinn hefði fallið enn meira ef gjaldeyriskaup- endur hefðu ekki selt jen fyrir mörk í Tokýo. Fjármálaráðherra Japans sagði um fall dollarans að verðgildi jensins hefði ekki stigið of hratt þar sem það heföi áöur falliö töluvert aö verö- gildi. í New York upphófst mikil dollarasala eftir að tveir stórir banda- rískir bankar lækkuðu forvexti sfna úr 11 prósentum í 10,5 prósent Dollarinn var lágt skrifaður í kaup- höllinni I Tokýo I morgun. Símamynd Reuter Dómarar í verkfalli Átján þúsund dómarar og embættismenn í kólumbíska dómskeríinu hafa ákveðið aö leggja niður vinnu í sólarhring til að krefjast betri lög- regluvemdar, í kjölfar morðs á dómara. Talsmaðurinn sagði að allir réttarsalir í landinu yrðu lokaáir í dag, þriðjudag, til að þrýsta á lögregluyfirvöld til að veita dómurum frekari vemd gegn hefndum flkniefnasala. Dómaramir ákváöu að fara í verkfaU eftir að Maria Elena Diaz Perez dómari var myrt 1 Medelhn, helsta fikni- efnastað Kólumbíu, á fóstudag. Tveir lífverðir hennar vora einnig myrt- ir. Rúmlega fimmtíu dómarar hafa veriö myrtir í Kólumbíu á sfðasta áratug og þrettán hundruö hafa fengið lffiátshótanir. Vilja ný heimkynni Flóttamenn frá lýöveldinu Usbekistan fóru fram á það við sovéska þing- ið I gœr að það fengi að flytjast til nýrra heimkynna. Flóttamennirnir voru fiuttir á brott frá Úsbekistan í kjölfar þjóóernisrósta sem brutust út á milli Úsbeka og meskheta t júní. Símamynd Reuter Elskendumir teknir Tveir unghngar, spánskur drengur og finnsk vinkona hans, voru hand- teknir á sunnudag í kirkju í Barcelona. Lögregla sagði aö þau hefðu ver- ið nakin í keleríi á altarinu. Dómari íhugar nú hvort leggja eigi fram ákæra á hendur unglingunum. Reuter Hóta að myrða annan gísl Utanríkisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, sagði í morgun aö yfirvöld þar í landi hefðu sett sig í samband við ýmsa hópa í því skyni að freista þess að fá gísla í haldi mannræningja í Líbanon lausa. Yfirlýsing Shamirs kom nokkrum klukkustundum áður en mannræningjar sögðust mundu taka af lífi Joseph Cicippio, banda- rískan gísl. Bush Bandaríkjaforseti hvatti í gærkvöldi til þess aö allir gíslar í h'aldi mannræningja í Miðaustur- löndum yrði sleppt úr haldi til aö endi yrði bundinn á þessa öldu of- beldis. í varfærnislega orðaðri yfir- lýsingu forsetans, sem kom í kjölfar morðsins á WiUiam Higgins í gær- dag, mátti skilja gagnrýni á yfirvöld í ísrael fyrir ránið á Abdel Karim Obeid, einum leiðtoga Hizbollah- samtakanna. ísraelskar sérsveitir rændu Obeid á fostudag. Mannræningjar Higgins sendu frá sér yfirlýsingu og myndbandsspólu í gær, um tveimur tímum eftir að frestur ísraelsstjórnar til að láta Obeid lausan rann út, þar sem sagt var og sýnt að Higgins hefði verið hengdur. Higgins, 44 ára gamall, var yfirmaður hóps friðargæslumanna í Suður-Líbanon. Honum var rænt í febrúar á síðasta ári. ísraelsk yfirvöld hvöttu aftur á móti til þess að vestrænir banda- menn þess stæðu þeim við hlið í bar- áttunni gegn „hryðjuverkum“. Önnur samtök, byltingarsamtök réttlætis, hafa hótað aö taka af lífi annan bandarískan gísl í dag, Joseph Cicippio, verði ekki gengið að kröfum þeirra. Cicippio, fyrrum kennari viö bandaríska háskólann í Beirút, var rænt í september árið 1986. ísraelsk yfirvöld höfnuðu í gær úrslitakostum sem mannræningjar í Líbanon höfðu sett til að þyrma lífi Cicippo. Aðstoðarutanríkisráðherra ísraels, Benjamin Netanyahu, sagði í samtali við BBC að Obeid yrði ekki sleppt. „Ef við látum undan væru mun fleiri gíslar, fleiri líflátshótanir og fleiri harmleikir," sagði Netany- hu. ísraelski herinn hefur skýrt frá því að Obeid hafi átt aðild að ráninu á Higgins. Margir ísraelskir embætt- ismenn segja að ólíklegt sé að Higg- ins hafi verið tekinn af lífi í gær held- ur fyrir nokkru síðan. Viðbrögð við morðinu á Higgins voru harkaleg. Bresk blöð gagn- rýndu ísraelsstjórn harölega fyrir ránið á Obeid. Bandaríski öldungar- deildarþingmaðurinn Robert Dole var harðorður í garö ísraelsmanna. Hann gaf í skyn aö ísraelsmenn hefðu lagt líf bandarísku gíslanna í hættu. Skömmu eftir áð frestur ísra- elsmanna, til aö láta Obeid lausan í gær, rann út buðust þeir til aö skipta á Obeid og þremur ísraelskum her- mönnum sem tahð er aö séu í haldi mannræningja í Líbanon sem og vestræum gíslum. Því var ekki svar- að. Skömmu síðar kom tilkynningin um aftöku Higgins. ísraelsmenn segja að þeir séu enn tilbúnir til að skipta á Obeid og gíslunum í Líban- on. Tahð er að atburðir síðasta sólar- hrings geti haft mikil áhrif á sam- skipti Bandaríkjanna og ísraels. Reuter Mannræningjar William Higgins sendu myndbandsspólu frá hengingu hans. Sumir telja að ekki sé fullvíst að hann hafi verið myrtur í gær eins og mannræningjarnir halda fram heldur hafi hann látist fyrir nokkru. Simamynd Reuter lífi í dag verði Obeid ekki látinn laus um þrjúleytið í dag. Símamynd Reuter Áttunda aftakan William Higgins ofursti var átt- undi útlendingurinn sem mannræn- ingjar hafa líflátið. Samtök hinna kúguðu sögðu á mánudag að þau hefðu tekið Higgins af lífi til að refsa Bandaríkjunum og bandamanni þeirra, ísrael, fyrir að láta ekki lausan shítaklerkinn Abdel Karim Obeid sjeik sem ísraelskar hersveitir rændu á föstudag. Samtökin sendu frá sér mynd- bandsspólu sem sýndi Higgins hang- andi í reipi. Mannræningjasveitir í Líbanon hafa starfað undir ýmsum nöfnum en þær eru allar taldar starfa undir vemdarvæng Hizbollahflokksms sem fylgir stjóm írans aö málum. Stefna flokksins er aö losna við alla vestræna menn úr Líbanon. Hiz- bollahmenn neita hins vegar allri aöild að mannránunum. Hinir sjö, sem hafa verið líflátnir, eru Frakkinn Michel Seurat, Sovét- maðurinn Arkady Katkov, Banda- ríkjamennirnir William Buckley og Peter Kilbum, Bretarnir Philip Pad- field, John Leigh Douglas og Aiec Collett. Mannræningjar í Líbanon hafa enn 21 útlending í haldi að því aö talið er. Bandaríkjamenn eru fjölmenn- asti hópurinn, eða níu, breskir gíslar eru fjórir, þar af einn sem einnig hefur írskt ríkisfang, íranskir þrír, tveir vestur-þýskir, einn egypskur og sömuleiðis einn ítalskur og einn fransk-líbanskur. íranirnir þrír voru handteknir 1982 af kristnum sveitum í Líbanon. Bandaríski balaöamaðurinn Terry Anderson var handtekinn 1985. Sama ár voru ein frönsk kona, tveir Banda- ríkjamenn og einn ítali handtekin. 1986 náðu mannræningjarnir á vald sitt tveimur Bretum og þremur Bandaríkjamönnum. Breskur sendi- fulltrúi erkibiskupsins í Kantara- borg, Terry Waite, var handtekinn 1987 svo og þrír Bandaríkjamenn. í fyrra náðu mannræningjar á sitt vald Egypta og á þessu ári hafa þrír útlendingar horfiö, Breti og tveir V estur-Þj óðveij ar. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.