Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1989, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 1989. 25 Sviðsljós Alfred Jolson, biskup katólskra á íslandi, setur listahátíðina. Fremst á myndinni eru hjónin Inga Bjarnason og Leifur Þórarinsson, en þau voru meðal upphafsmanna hátíðarinnar, og Svavar Gestsson menntamálaráðherra og eiginkona hans, Jónína Guðnadóttir. Birgitta Spúr, forstöðumaður Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar og ekkja listamannsins, fræðir Alfred Jolson biskup um safnið. listahátíð á hundadögum Menningar- og listahátíð, sem kennd er við hundadaga, var sett formlega í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar og sýning á verkum Kristj- áns Davíðssonar opnuð. Auk hsta- safnsins standa að hátíöinni Tónhst- arfélag Kristskirkju og Alþýðuieik- húsið. Opnunarhátíðin var sett við messu í Kristskirkju á sunnudags- morgni, síðan sett formlega í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar og um kvöldið var frumsýning á Macbeth í Islensku óperunni sem Alþýðuleik- húsið sýnir. Efnisskrá Hundadaga er mjög fjöl- breytt. Fyrir utan það sem áður er upptahð má nefna frumflutning á óperu eftir Karóhnu Eiríksdóttur, nokkra hljómleika og danska leik- sýningu. Ljóðaunnendur fá ýmislegt að heyra og djassunnendur einnig. Verndari Hundadaga er dr. Alfred Jolson, biskup katólskra á íslandi. Svavar Gestsson menntamálaráðherra, Jónína Guðnadóttir og Thor Vil- hjálmsson rithöfundur á spjalli. DV-myndir JAK Karl Green heitir ungur maður á Bretlandi, áfjáður i að umheimurinn meti hann eftir hans „innri manni“ en ekki útlitinu einu saman. Þess vegna tók hann sig til og lét húðflúrsmeistara gera á sig bláa grímu meö hinu margsl- ungnasta munstri. Það tók eitt ár að Ijúka við gerð grímunnar. Eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd eru aðeins varirnar og augun laus við bláa litinn. En Karl Green er ekki bara með húðflúrið á andlitinu heldur munu vera litlar myndir hér og hvar á líkama hans. Ekki fylgir sögunni hvort meðbræður Karls kunna við hans innri mann. Við verðum bara að vona það úr því hann hefur haft svo mikið fyrir því að draga hann fram i dagsljósið. Á sama tíma og Mike „gullin- tönn'* Tyson, konungur hnefaleik- anna, lifir eins og kóngur í lúxus- húsi sínu skammt frá New York hirist faöir hans, öryrki á eftir- launura, í miklu pestarbæli í Brooklynhverfi. Gluggamir eru brotnir, gangar fullir af rusli, krot á öllum veggjum og málningin að flagna af. Mike vann sér inn 45 milljónir dollara á síðasta ári og hefur greinilega ekki látið neitt af hendi rakna tfi föður síns. Gamla manninn langar til að hitta son sinn sem hann hefur ekki séö í heil sjö ár, ekki frá þvf móðir stráksa var jarðsett, þá var Mike 15 ára gamall. Þeir skiptust á nokkrum orðum og síðan ekki sög- una meir. Foreldrar Mikes skildu þegar hann var tveggja ára. En það er ekki vegna peninganna sem pabbinn viU hitta son sinn. Honum nægir að eiga svona frægan son. En kannski kærir Mike sig ekkert um að eiga svona foður. Pabbi Mikes Tyson lifir I sárustu fátækt á meðan sonurinn veltir sér upp úr gullinu. Ólyginn sagði... Tatum O'Neal á í mesta brasi með móður sína, leikkonuna Joanna Moore. Tat- um varð nýlega fyrir því að skart- gripum og peningum að andvirði um sex milljónir króna var stolið frá henni og hún sagði lögregl- unni frá því að hún grunaði móð- ur sína um verknaðinn. Viö vini sína hefur hún sagt að hún vilji láta lögsækja gömlu konuna ef það megi verða til þess að hún leiti aðstoðar vegna áfengis- og lyfjaneyslu sinnar. Skartgripim- ir voru flestir í ferðatösku sem Tatum hafði með sér þegar hún kom til Los Angeles. Hún lét tösk- una í skott bíls mömmu sinnar og gleymdi henni þar. Þegar hún mundi loks eftir töskunni, var búiö að stela bílnum með öllu sem í honum var. Tatum grunar hins vegar móöur sína um græsku og kærði hana því til lögreglunnar. Dana Plato er ung leikkona sem lék í vinsæl- um sjónvarpsþætti vestra. Fyrir skömmu sat hún fyrir á Evu- klæðunum einum saman hjá ljós- myndurum Playboy. Blessuð stúlkan lýsti því yfir í heyranda hljóði að hún væri ekki lengur lítíl, sæt og saklaus, heldur al- vöra kona, og kynþokkafull í þokkabót. Ekki gerði stúlkan þetta þó í leyfisleysi, heldur ráð- færði sig við látna móður sína og fékk samþykki hennar. Fyrirset- an var að sögn erfið, enda þurfti Dana aö fetta sig og bretta á alla kanta til að líta vel út. Hún von- ast til að myndaröðin geri hana að vmsælh kyndís á hvíta tjald- inu. RobertWagner sér rautt í hvert einasta skipti sem hann heyrir minnst á elsk- huga dóttur sinnar, fríðleiks- stúlkunnar Katie. Elskhuginn sem fer svona fyrir brjóstiö á honum heitir Steve Jones, fyrr- um pönkrokkari úr Kynbyssun- um. Stúlkan sér ekki sólina fyrir gæjanum og þiggur með ánægju hvern þann kossmola sem af munni hans hrýtur. Steve er aft- ur á móti alveg sama um Katie, segir hana bara vera eins og hvert annað leikfang, sem og aörar konur. Þá lætur hann sig það litlu varða þótt pabbi stúlkxmnar sé frægur leikari. Þannig tal gerir Wagner æfan af bræði. En stúlk- an lætur sér ekki segjast og þar við situr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.