Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Síða 5
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
Fréttir
___________
Ingólfur Árnason (t.v.) og Sævar Hjálmarsson, tveir af fimm eigendum Frost-
forms. Fyrirtækið flytur út fisk í neytendaumbúðum þannig að hann er tilbú-
inn til matreiðslu beint úr frystinum.
Akranes:
Fullunninn fiskur
á erlenda markaði
- flutt út til Svíþjóðar og liklega einnig til Japans
Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi:
Fyrirtækið Frostform á Akranesi
hefur hafið útflutning á fullunnum
fiski til Svíþjóðar og er útht fyrir að
einnig verði flutt út til annarra
landa, þar á meðal Japans. Fiskurinn
fer utan í neytandaumbúðum, með
eða án brauðrasps, og er tilbúinn til
hvers kyns matreiðslu. Vörur fyrir-
tækisins komu á innanlandsmarkað
í síðustu viku.
„Við höfum lagt áherslu á mark-
aðsstarfið hingað til en erum að hefja
framleiðsluna af alvöru nú. Viö ger-
um ráð fyrir að framleiðslan verði
komin í fuUan gang í haust,“ sagði
Ingólfur Árnason, einn eigenda
Frostforms, við DV. Búist er við að
tíu til tólf manns muni starfa hjá
fyrirtækinu.
Frostform kaupir unninn fisk af
frystihúsum sem frysta flökin í sér-
stakar pönnur sem Frostform hefur
hannað fyrir þessa framleiðslu. Fisk-
urinn er síðan sagaöur niöur og hon-
um pakkað í 200 til 800 gramma
umbúðir. Fiskurinn er kryddaður og
tilbúinn til matreiðslu.
Fyrst um sinn vinnur Frostform
lax, þorsk, lúðu, ýsu og ufsa en að
sögn Ingólfs hyggur fyrirtækið á enn
fjölbreyttari framleiðslu þegar fram
Mða stundir.
„Það eru ýmsir möguleikar í þessu
og nánast endalaust hægt að þróa
þetta áfram,“ sagði Ingólfur.
Það er fátt sem aftrar þeim hjón-
um frá því að láta gamla drauma
rætast. Einn slíkur rættist um
daginn, þegar þau komu á
Péturstorgið í Róm.
Þau eru ákveðin í því að nota
tímann vel og kynnast helstu
stórborgum heimsins á næstu
árum, búa á bestu hótelunum og
njóta þess sem hugurinn gimist.
Samt eru þau ekki hátekjufólk.
Þau eru hins vegar í viðskiptum
við Fjárfestingarfélag íslands.
Það gerir gæfumuninn. *
*Finnur erfði litla íbúð foreldra sinna fyrir
10 árum og treysti sér ekki til þess að halda
henni við og leigja hana út. Hann þóttist
hins vegar vita að fasteign væri það eina sem
héldi verðgildi sínu í þessu landi. Þess vegna
þorði hann ekki að selja. Ekki fyrr en hann
ákvað að leita ráða hjá sérfræðingunum hjá
Fjárfestingarfélaginu:
Finnur seldi íbúðina fyrir 20.000.000
krónur, eða 200.000 nýkrónur í júní 1979
og keypti spariskírteini ríkissjóðs.
Árið 1985 voru þau orðin 2.721.000 kr.
Fyrir þessa upphæð kaupir hann Kjarabréf
og þegar þetta er ritað eru þau orðin
10.052.000 kr. Sigurbjörg og Finnur fá nú
u.þ.b. eina milljón á ári í hreinar tekjur af
Kjarabréfunum.
Höfuðstólinn snerta þau ekki ennþá. Hann
er varasjóðurinn þeirra.
Það má bæta því við að íbúð, svipuð og sú
sem Finnur seldi, er um þessar mundir met-
in á u.þ.b. 5.500.000 kr. en það er u.þ.b.
helmingur þess sem hann á nú með aðstoð
Fj árfestingarfélagsins.
Þessar tölur eru raunverulegar, en nöfnin
ekki.
Hafðu samband, athugaðu hvort við getum
FJÁRFESTINGARFÉLAG
ÍSIANDS HF.
HAFNARSTRÆTI • KRINGLUNNI • AKUREYRI