Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Page 10
10
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
Utlönd
Valdahlutföll í Teheran
geta ráðið málalokum
Shevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna (t.v.), ræðir við Rafsanjani,
nýkjörinn forseta írans (t.h.) í Teheran í síðustu viku. Vitað er að hann bar
skilaboð frá Baker, bandaríska starfsbróður sínum, til íransstjórnar.
Nýjar ógöngur fyrir Bandaríkja-
stjóm vegna gíslahalds í löndunum
fyrir botni Miðjaröarhafs eru meö
því versta sem fyrir George Bush
forseta gat komiö að loknu fyrsta
misseri hans í embætti. Bush er fyrr-
um yfirmaður leyniþjónustunnar
CIA og hann fylgdist með því hvern-
ig taka starfshðs sendiráðs Banda-
ríkjanna í Teheran í gíslingu fór með
forsetaferil Carters. Þar átti drjúgan
þátt vanhugsuð og illa skipulögð til-
raun bandarísku herstjórnarinnar
til að bjarga gíslunum sem endaði
Nýtt
8. HEFTI - 48. AR - AGUST 1989 - VERÐ KR. 285
hefti
stööum
uiu
allt land
Áskriítar-
símmft er
27022
• •
HENTAR OLLUM ALSTAÐAR
- Á FERÐALAGINU JAFNT
SEMHEIMA
með óförum og yfirgefnum líkum
bandarískra flughða í eyðimörkinni.
Bush tók sjálfur þátt í einhverjum
öngum af viðleitni Reagans th að
kaupa gísla lausa með vopnasend-
ingum til írans og fégjöfum th Líban-
ons sem enduðu með réttarhöldum
sem enn standa i Washington fyrir
löglaust athæfi khku forsetastarfs-
manna í Hvíta húsinu. Áður lauk
beinni heríhlutun stjómar Reagans
í Líbanon með ósköpum og undan-
haldi þegar vanhæf herstjórn lét
undir höfuð leggjast að hugsa fyrir
öryggi manna sinna. Afleiðingin
varð að ein bhsprengja drap hálft
þriðja • hundrað bandarískra land-
gönguhða í svefni í Beirút.
Carter og Reagan voru báðir undir
þungum þrýstingi fjölmiðla og al-
menningsáhts að hafast nokkuö að
th að reisa rönd við þeim sem níöast
á vamarlausum bandarískum borg-
urum í fjarlægum löndum. Nú var
svo komið að hverful athygli fjöl-
miðla og þar með almenningsáhts
var afhuga gíslunum og þjáningum
fjölskyldna þeirra. Bandaríkjastjórn
gat því snúið sér að því að huga að
undirrót vandans, ófriðarástandinu
sem ríkir mhh ísraels annars vegar
og arabaríkja og Palestínumanna
hins vegar.
Þá gerist það aht í einu að á sjón-
varpsskjáum birtist mynd af fjötruð-
um og kefluðum mannsbúk dingl-
andi í snöru. Sendendur myndbands-
ins halda því fram að þar sé lík þess
bandaríska gíslsins sem síðastur var
tekinn í Líbanon, Wihiams Higgins
undirofursta, sem stjómaði eftirhts-
sveit á vegum SÞ í Suður-Líbanon
þegar hann hvarf 17. febrúar 1988.
Um leið er aht komið í gamalkunn-
ugt horf. Neyðarfundir í Hvíta hús-
inu dag eftir dag. Bandarískar hota-
dehdir safnast saman undan strönd-
um Líbanons og Írdhs. Talsmenn for-
setaembættisins vhja þó sem minnst
úr hemaðarviðbúnaði gera og leiða
þar með í ljós að núverandi Banda-
ríkjastjóm veit af reynslu þeirra sem
á undan fóru að hefndarárásir í
blindni gera aöeins iht verra. Þær
eru einmitt vatn á myllu hermdar-
verkahópanna, auðvelda þeim hðs-
öflun meöal manna sem um sárt eiga
að binda eftir bandaríska fallbyssu-
skothríð eða flugvélarárásir.
Hermdarverkamenn láta sem þeir
hafi myrt Higgins th hefnda fyrir rán
ísraelshers á Sheik Abdul Karim
Obeid, klerki shítamúslíma í Suður-
Líbanon. Herflokkur ísraelsmanna
kom í þyrlum að þorpinu Jibchit um
miðnætti aðfaranótt fyrri fostudags,
réðst inn á heimili Obeids og hafði
hann á brott með sér th ísraels ásamt
tveim félögum hans. Klerkurinn hef-
ur verið framámaður í Hezbollah,
hreyfmgu shíta sem lúta leiðsögn
klerkaveldisins í íran. ísraelsmenn
halda því fram að hann hafl átt þátt
í aö ræna Higgins ofursta og hans
menn hafi í haldi þrjá ísraelska her-
menn, tvo sem handsamaöir voru á
hemámssvæði ísraelshers í Suöur-
Líbanon í febrúar 1986 og flugmann
sem komst lífs af þegar vél hans var
skotin niöur í október sama ár.
ísraelsstjóm leggur ofurkapp á að
fá hermenn sína, sem fahið hafa í
óvinahendur, látna lausa. Hún
kveðst hafa átt 1 löngum samn-
ingaumleitunum við Hezbollah um
frelsun þremenninganna með thsthh
mihigöngumanna. Þegar þær hafi
reynst árangurslausar, hafi verið
ákveöið að ræna Obeid.
Skömmu eftir að myndbandið með
meintri hengingu Higgins ofursta
birtist gerði Rabin landvarnaráð-
herra grein fyrir kostunum sem ísra-
elsstjóm býður. Þeir eru að fá lausa
ísraelsku hermennina þrjá og alla
gísla frá löndum Evrópu og Ameríku
sem mannræningjar í Líbanon hafa
í haldi. Þeir eru taldir tveir tugir. í
staðinn skuh skhaö Obeid og félögum
hans, tveim forustumönnum vopn-
aðra sveita Hezbollah, sem ísraels-
menn náðu í desember í fyrra, og
öllum öðmm shítum frá Líbanon
sem sitja í haldi í ísrael, fyrst og
fremst um 200 ungum körlum sem
ísraelsher hafði með sér í gísUngu
þegar hann yfirgaf hémðin í Líbanon
norðan núverandi hemámssvæðis.
Síðan hefur það gerst að einn af
mannræningjahópum HezboUah
hefur tvívegis framlengt frest sem
hann setur til að skha Obeid, eUa
verði drepinn bandaríski gísUnn Jos-
eph Cicippio, kennari við Bandaríska
háskólann í Beirút. Tekið var fram
að fyrri fresturinn, tveir sólarhring-
ar, væri veittur vegna thmæla „vin-
samlegra aðha“. Þá hafði verið í
heimsókn í Teheran Shevardnadse,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
kominn þangað beint frá París með
skhaboð frá Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, en báðir sátu
alþjóðaráðstefnu um Kambodíu í
höfuðborg Frakklands.
Menn, sem kunnugastir em hinum
flóknu hnútum mála í löndunum fyr-
ir botni Miðjarðarhafs, fuhyrða að
íranir séu þeir einu sem haft geti
áhrif á ákvarðanir forustu Hez-
bollah. En forusta íranska klerka-
veldisins er ekki á eitt sátt, síst eftir
fráfah Khomeinis erkiklerks.
Á fimmtudaginn tók við forseta-
embætti írans, stórefldu að völdum,
Hafsemi Rafsanjani, áður forseti
þingsins. Ekki er efi á aö hann er
fyrir þeim armi klerkaveldisins sem
kýs að draga úr byltingaröfgum,
bæði heima fyrir og út á við. Fyrir
hinum sem vhja blása að glæðum
byltingarinnar eina ferðina enn er
Áli Akbar Mohtashemi innanríkis-
ráðherra. Og haft er fyrir satt aö það
séu einmitt Mohtashemi og útsend-
arar hans sem séð hafi HezboUah
fyrir leiðsögn og fé og geti mestu
ráðið um úrsUtaákvarðanir hjá sam-
tökunum. Ekki er ljóst hvort þetta
hefur breyst eitthvað viö það að í
Teheran var haldinn um fyrri helgi
sáttafundur miUi HezboUah og
fomra fénda þeirra, Amal, fjölmenn-
ustu samtaka shíta. Þeirri samkomu
stýrði Veljati utanríkisráðherra ír-
ans, sem talinn hefur verið á bandi
Rafsanjani.
Sjálfur var Rafsanjani í Sovétríkj-
unum í vor og gekk þar frá víðtækum
samningum um efnahagssamstarf og
viðskipti, þar á meðal vopnakaup.
Sambandið, sem þá komst á miUi
Moskvu og Teheran, er núkUvægt
fyrir viðleitni nýja forsetans tU að
rjúfa einangrun írans. Ekki er síður
núkið undir því komið fyrir samband
stjórnanna í Moskvu og Washington
hvort mUUganga Shevardnadse í við-
kvæmu máU og vandmeðfómu fyrir
Bandaríkin ber einhvern árangur.
Þetta flókna tafl stendur sem hæst
þegar þessi orð eru fest á blað. Hver
sem niðurstaðan verður er ljóst að
bandarískir ráðamenn em undir
niðri æfir út í ísraelsstjóm fyrir að
láta ræna Obeid án nokkurs samráös
og án minnsta tillits til afleiðinganna
fyrir öryggi gísla. Þaö mál er af
Bandaríkjastjórnar hálfu geymt á
meðan rikjandi hættuástand varir en
ekki gleymt.
Magnús Torfi Ólafsson
ósa^íslA