Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 14
14
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
Spumingin
Ferðu á útsölur?
Sigrún Þorsteinsdóttir: Já, ég hef
eitthvað gert að því og hef kíkt núna.
Ingólfur Hákonarson: Nei, en það
kemur þó fyrir. Ég fór niður á Lauga-
veg um daginn og kíkti á útsölurnar
þó ég keypti ekki neitt.
Ragnhildur Árnadóttir: Nei, ég hef
ekki gert neitt að því að fara á útsöl-
ur.
Guðmundur Svansson: Já, þaö kem-
ur fyrir og ég ht þá aðallega á íþrótta-
fót og fatnað.
ofan en kemur þó fyrir.
Margrét Þórðardóttir: Yfirleitt ekki.
Lesendur
Oþolandi óhirða fjölbýlislóða:
Lét skipta lóðinni
„Ein af átján“ skrifar:
Ég vil svo sannarlega og af heilum
hug taka undir með konunni sem
skrifaði í lesendadálk DV um sam-
skipti sín og sambýiisfólks varðandi
viðhald og umhirðu lóðar við húsið.
Þetta er aldeihs ekki htiö vandamál,
og fyrir þann aðila sem er áhugasam-
ur við ræktun lóðar við fjölbýlishús,
en aðrir íbúar ekki, er þetta víða
mjög alvarlegt og getur orðið talsvert
ágreiningsefni.
íslendingar eru varla enn búnir að
læra aö búa í sambýh enda stutt síð-
an þeir komu í þá aðstöðu. Þetta
kemur svo sem víðar fram en í fjöl-
býhshúsum. Ekki þarf annað en að
hta á umferðarómenninguna þar
sem það er ríkjandi sjónarmið að
þjösnast áfram og hver hugsar um
sig. - En aftur tii garðræktarinnar.
Ég er mikil áhugamanneskja um
ræktun og ann blómum og gróðri,
en er svo óheppin að búa í þríbýhs-
húsi þar sem mótaðilarnir forðast að
koma út í garð nema til að fara í
sólbað Q)egar sól sést). Ég er fremur
seinþreytt til vandræða en það kom
fyrir atvik í fyrrasumar sem olli mér
sárindum og stundarreiði.
Ég var ein úti í garði og búin aö
hggja í arfa og annarri tilheyranndi
tiltekt. Kemur þá annar búandinn
með heilmikið grih og annað sem til-
heyrir garðveislum, stihir upp fyrir
framan mig og segir, ansi ábúðar-
mikiU: „Já, þú hefur svei mér gaman
af ræktuninni"! - Mér duttu allar
dauðar lýs úr höíði. Mér fannst þetta
svo óskammfeUið og ögrandi, og
mæhrinn vera orðinn barmafuUur.
Nú ætla ég ekki að þreyta lesendur
með því orðaskaki og uppgjöri sem
milli okkar fór þama. Niðurstaðan
varð hins vegar sú að ég fékk garðin-
um hreinlega skipt í eitt skipti fyrir
öU. Þannig hef ég nú minn ákveðna
hluta hans að hugsa um og gengur
það auðvitað mun betur. Hvern lang-
ar til að þræla endalaust fyrir aðra
og sjá ekki árangur erfiðis síns?
Þetta gengur sem sé mun betur nú.
En því er ekki að neita að nú sést
líka vel hver hefur áhuga á ræktun-
inni og hver ekki. Það er mitt stolt.
- Ég skora á alla sem eiga við þessi
sömu vandamál að etja að gera ná-
kvæmlega það sama. Og sannið tU;
ykkur hður miklu betur. Ég óska svo
lesendasíðu DV aUs góðs.
j
t
Það fer venjulega ekki á milli mála hverjir hafa áhuga á viðhaldi lóða sinna
Gæti breytt vinnulöggjöf leitt til hagkvæmari nýtingar á orlofi launþega?
Feröalög íslendinga:
Innanlands á sumrin,
erlendis á veturna
Af innheimtuþókn-
un lögmanna
Þorvaldur Ari Arason skrifar:
Af lágum kröfum gegn fátækling-
um er innheimtuþóknun lögmanna
vissulega blóðpeningar þótt ekki
bætist þar ofan á 12% söluskattur til
ríkisins.
Enginn stjómmálamaður í Alþing-
is-leikhúsinu við AusturvöU hefur
hreyft við því minnstu mótmælum,
en sí og æ viljað fá matarskatt niður-
felldan af grjónum í velling og græn-
um baunum. - Tólfunum kastaði,
þegar bankar landsins hófu inn-
heimtu þessa söluskatts.
Fyrir forgöngu frú Sigríöar Jósefs-
dóttur, aöaUögmanns Verslunar-
bankans, úrskurðaði RSK (Ríkis-
skattstjóri) hinn 20. febr. 1989, að
„bönkum væri óheimil innheimta
þessa söluskatts með fuUu lagagUdi,
svo framarlega að dómstólar hnekki
honum ekki“.
Allar lögfræðideUdir bankanna,
utan Verslunarbankinn, taka sér,
með gjörtæki, ólöglegan söluskatt af
þóknunum. - Prófmál var þingfest í
júníbyrjun og rekið fyrir Bæjarþingi
Reykjavíkur.
Samtímis var fjármálaráðherra
send ítarleg, rökstudd greinargerð
með beiðni um að söluskattur þessi
yröi ekki innheimtur ólöglega, á
meðan prófmáhð væri rekið. Það
hefur hann hundsað, eftir því sjálfs-
mati sínu að hann væri sjálfur „rík-
ið“. - Þetta er sett fram til umhugs-
unar lesendum DV.
Grétar skrifar:
Mig langar tU að vekja athygh á
því hvort við íslendingar ættum ekki
í auknum mæh að ferðast til útlanda
að vetrinum og innanlands aö sumr-
inu. - Það er nú einu sinni svo að
veturinn hér er átta mánuðir, en
sumarið ekki nema fimm. Það er því
nægur tími til aö skipuleggja sum-
arfríið.
Góður kunningi minn einn hefur
reynslu af þessu og fer hann aidrei
utan í frí nema að vetrinum og segir
-----------:-------------------------
það vera ævintýri hkast að fljúga
héðan úr myrkri, kulda og veðravíti
og lenda í 25-30 stiga hita og geta
þannig stytt veturinn hér um nokkr-
ar vikur.
Ég held að hér sé eitthvað fyrir
ferðaskrifstofur og vinnumarkaðinn
að hugsa um, breyta þessu núgild-
andi og staðlaöa sumarleyfatímabih
í frjálsara form,' svo að það henti sem
flestum, t.d. með breyttri vinnulög-
gjöf, sem rýmkar reglur um sum-
ar/vetrarleyfi.
Seðlabankinn áróðurs-
tæki þess „gráa“?
Lúðvíg Eggertsson skrifar:
Samkvæmt lögum Seðlabankans á
bankinn að framfylgja stefnu ríkis-
stjómar í peningamálum. Svo virðist
nú sem dr. Jóhannes Nordal fylgi
sinni eigin stefnu. Bjami Bragi Jóns-
son aðstoðarmaður hans sér um út-
breiðslustarfsemina. - Fer hann með
boðskapinn bæði í dagblöðin og Rík-
isútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp.
Þannig mátti nýlega heyra og sjá í
fjölmiðlum að jafn hagkvæmt væri
að taka lán hérlenþis á 44% ársvöxt-
um og erlendis, en þar em ársvextir
almennt 11%. - Er unnt að blekkja
öllu gróflegar og af meiri ósvífni þeg-
' ar opinber stofnun á í hlut?
Nýjasta skröksagan úr þessari átt
er á þá lund aö breyting á gmnni
lánskjaravisitölunnar hafi rænt
„sparifjáreigendur" 2-3 miUjörðum
króna. - Breytingin, sem tekur mið
af launaliö, á eftir að hækka vísi-
töluna en ekki lækka, því landlæg
ókyrrö er hér á vinnumarkaðinum -
verkfóll og kaupkröfur árið um kring
í öllum byggðarlögum.
Hins vegar hefur „kaupfrysting" til
skamms tíma veriö í gildi hér og þess
vegna hefur lánskjaravísitalan lækk-
að ögn -1 bili. - En það stendur ekki
lengi.
En eiga sparifjáreigendur hin verö-
tryggðu skuldabréf? - Nei. Þau eru í
vörslu og eigu veröbréfabraskara.
Sparifjáreigendur em hins vegar
þeir sem ávcixta fé sitt á bókum í
innlánsstofnunum.
Bjami Bragi og fleiri reyna að gera
sparifjáreigendur að samnefnara
fyrir alla gróðahyggjumenn og okr-
ara. Þaö er ljót iðja og lööurmannleg
- og skaöleg - ef einhver tekur þessa
peningafursta trúanlega.
Sjálfstæðismenn
og söluskattur
Sigríöur Eymundsdóttir skrifár:
Þökk sé Olali Ragnari fyrir fram-
kvæmdir á innheimtu söluskatts.
Þaö var tími til kominn! - Getur
verið að sjálfstæðismenn hafi
gleymt flokksbræðrum sínum þeg-
ar aö innheimtuaðgeröum kom?
Það mátti ekki miklu muna að
augun dyttu úr Þórami Þórarins-
syni er hann í sjónvarpsfréttum
streittist við að gera aögerðir Ólafs
Ragnars óréttlátar í augum al-
mennings.
Ég held að tími sé tU kominn aö
skattur sé innheimtur ef allir ætla
aö lifa á því að versla og breyta
síðan um nafn og númer þegar allt
er komið á hausinn! - En m.a.o.
hvernig gat Hagvirki sloppið viö
aö greiða söluskatt í 6-7 ár?
Plötusnúðar á Stjörnunni
Ari Páll skrifar:
Ég er einn af þeim sem hlusta hvað
mest á Stjörnuna. Sennilega bara
gamaU vani. Óneitanlega er þetta góö
útvarpsstöö en mér finnst persónu-
lega að farið sé að halla undan fæti
hjá henni núna upp á síökastið.
Enda þótt Stjarnan og Bylgjan hafi
sameinast þá er ekki þar með sagt
að Stjarnan eigi ekki að vera eins og
hún var. Gömlu góðu Stjörnufrétt-
irnar em t.d. eitt sem maður saknar
- sem og margra góðra dagskrárgerð-
armanna. Mér er t.d. óskiljanlegt,
hvers vegna Margrét Hrafnsdóttir er
höfð á stöðinni alla daga. Hún er
ekki sá skemmtUegasti plötusnúður
sem maður hlustar á. Og ég er ekki
einn um þá skoðun.
Hvers vegna em t.d. Jón Axel eða
Bjarni Haukur á Stjörnunni? Jóni
heyrir maður aldrei í og Bjarna
Hauki örsjaldan. Þeir eru báðir „al-
vöru“-Stjörnumenn sem maður
þreytist aldrei á. Gulli Helga stendur
líka auðvitað alltaf fyrir sínu.
Mér finnst að þeir Stjörnumenn
ættu að pæla aðeins í hvað hlustend-
ur vilja en ekki hvað ÞEIM finnst
best. Mér finnst tónlistin skipta
miklu máli en ekki síst hver velur
hana.
Svo finnst mér þessar samtenging-
ar Stjörnunnar og Bylgjunnar alveg
hræðilegar. Það hljóta að vera fleiri
sem finnst það einnig. Ég vona svo
sannarlega að útvarpsstjórinn geri
eitthvað í málunum. Þaö eru fleiri
en ég sem kvarta yfir þessu.