Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Blaðsíða 22
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. - segir hæsti skattgreiðandi landsins, Þorvaldur í Síld og fiski Hann var önnum kafinn inni í framleiðslusalnum þegar blaða- maður kom til að fmna hann; reffi- legur í sloppnum og ekki að sjá á hohúm að árin séu bara tvö í átt- rætt. Hvern dag byrjar hann á að synda tvö hundruð metrana í laug- unum og er kominn í vinnuna klukkan átta. Athafnamaður fram í fingurgóma og hvergi gefið eftir. Það er heldur engin tilviljun að hann hefur verið skatthæsti maður landsins í áraraðir. Árangur lífs- starfs hans segir hann vera að þakka vinnu og aftur vinnu, enda segist hann ekkert hafa betra við tímann að gera en að vinna. „Er það ekki fulldjúpt í árinni tek- ið að kalla mig athafnamann?" seg- ir Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski þegar blaðamaður nefnir það orð á nafn. En hver er hann, þessi maður sem vakið hefur jafnmikla athygli í gegnum tíðina og raun ber vitni? „Ég er fæddur og uppalinn í Þing- holtunum í Reykjavík. Foreldrar mínir voru Guðmundur Svein- björnsson og Katrín Jónasdóttir. En ég ólst upp einn með móður minni. Ég byijaði eins fljótt og ég gat að vinna fyrir mér. Seldi blöð og keppti jafnan að því að vera söluhæstur. Þá fékk maður einn eyri fyrir hvert eintak af Vísi sem seldist en eitt- hvað meira fyrir blöð eins og Spegil- inn, Grallarann og Harðjaxl. Þeir sem voru duglegastir að selja fengu kannski fimm krónur fyrir vikuna. Það þóttu nú engir smápeningar í þá daga,“ segir Þorvaldur. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síöan ungur pilturinn eign- aðist sína fyrstu aura með blaða- sölu. Um langt skeið hefur hann verið einn umsvifamesti kaupsýslu- maður þessa lands. Hann hefur komið víða við, í matvælagerð, verslunar- og veitingarekstri. Þrot- laus vinna og lagni hefur gert hann að einum efnaðasta manni landsins. „Ég veit ekki hvernig á að mæla það hvort maður er ríkur eða ekki. En ég er einstaklega ánægður með mitt hlutskiptií lífinu, bæði í einka- lífi og starfi. Ég hef verið heppinn og gæfusamur,“ segir Þorvaldur. Sendisveinn í Kjötbúð Tómasar Hvemig atvikaðist það að hann valdi sér þetta starfssviö? „Þegar ég var ungur var ekkert um það að ræða að menn veldu sér starfsvettvang. Þú varst bara hepp- inn að komast einhvers staðar að í læri. Og oftar en ekki ílengdust menn þá í þvi starfi sem þeir höfðu fengið á unga aldri eða fóru í eitt- hvað innan sama sviðs. Sem ungl- ingspiltur gerðist ég sendisveinn í Kjötbúð Tómasar og síðar fékk ég starf sem verslunarstjóri hjá Slát- urfélaginu. Þar með var ég kominn í matvælagerðina. Á þessum árum kom ég við í tvo vetur í Verslunar- skólanum og í einn vetur á Laugar- vatni en tók ekki nein próf,“ segir Þorvaldur. Hann vann við flestallar deildir Sláturfélagsins og kynntist því mat- vælaiðnaðinum vel. Þorvaldur dreif sig svo utan árið 1934 til að læra niðursuðu. Þá var það nýlunda að íslendingur lærði þá iðn en Þor- valdur hefur löngum verið á undan og slunginn við að koma nýstárleg- um hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Eftir eitt og hálft ár í Dan- mörku og Þýskalandi kom Þorvald- ur heim og hóf störf við matvæla- vinnslu. „Þá vann ég við uppsetningu og rekstur fyrstu rækjuverksmiðjunn- ar á íslandi en þaö var á ísafirði. Síðar setti ég upp niðursuðuverk- smiðju Sambands íslenskra fisk- framleiðenda við Lindargötu í Reykjavík þar sem nú er Áfengis- verslun ríkisins. Fyrirtækið var stórt, með 135 manns í vinnu, og „Ég hræðist ekki erlenda sam- keppni hvað varðar gæðin en það yrði erfitt aö keppa í verði.“ 2» Æl m gekk ljómandi vel. Við höfðum góða sölu til Bandaríkjanna og Englands. Þetta var á árunum 1937-1944 og var þessi tími mjög skemmtilegur. Vorum framúr- stefnulegir Síðan stofnaði ég Síld og fisk. Við byrjuðum að Bergstaðastræti 37 þar sem Hótel Holt er núna. En við byrj- uðum smátt og vorum mörg ár að byggja fyrirtækið upp. Það var reynt að aðlaga sig sem best mark- aðnum en það var erfitt að ætla að selja húsmæðrum alls kyns nýjar afurðir úr fiski. Þær voru vanar að kaupa ýsuna sína beint úr fiskvagn- inum, bera hana heim á vír og stinga í pott. Við fórum að vinna fiskinn meira en tíðkast hafði og vorum með aðrar fiskitegundir en eingöngu ýsuna. Kannski vorum við dálítið framúrstefnulegir því við buðum upp á ýmsa fisk- og síldar- rétti sem neytendur voru óvanir. Líklega vorum við bara fullfljótir að koma með þessar nýju vörur á markaðinn. Neytendur voru ekki tilbúnir að meðtaka allt það sem við vorum með - ekki á einu bretti - en það tók að smábreytast. Við þurftum því að færa út kvíamar og fórum að búa til salöt, veislumat, smurt brauð og tilbúinn mat. Það endaði með því að maður var kominn með matsölu, veitinga- rekstur og pylsusölu," segir Þor- valdur. Þorvaldur segist aldrei hafa gert langar framtíðaráætlanir. Segir hann aö þetta hafi allt komið af sjálfu sér, hvað rekiö annað, og bætir við að líklega hafi forlögin bara verið við stjórnvölinn. Neysluvenjur fólks segir Þorvald- ur að hafi farið að breytast með til- urð kjörbúðanna og stórmarkað- anna. Fleira fiskur en soðin ýsa „Þá fer fólk aö átta sig á að það er fleira fiskur en soðin ýsa. Álls kyns tilbúnir réttir fóru að seljast því neytandinn opnaðist fyrir þeim möguleika. En það tók sinn tíma að venja fólk af einu og öðm. Hér áður þótti húsmæðrunum bærinn vera fisklaus ef ekki var til ný ýsa. Það tók til dæmis töluverðan tíma að venja fólk við reykta síld. í einni versluninni minni, í Aust- urstræti 6, byrjuðum við að selja grillaða kjúklinga og höfðum þá á grillinu úti í glugga. Þetta var alger nýjung og þótti okkur ágætt að selja einn kjúkling á dag. Það þætti ekki mikið nú. Gömlu neysluvenjunum var erfitt að breyta og sumir gáfust upp við að reyna það.“ Ekki leið á löngu áður en Þorvald- ur hóf kjötvinnslu. „Þá fæddist Ali karlinn og upp úr því settum við á stofn svínabú á Vatnsleysuströnd. Það var árið 1954. Ég vildi tryggja mér gott og ferskt kjöt til vinnslu en það var hörgull á því þá. Lá því beinast við að vera með bú sjálfur. Við höfum alla tíð lagt áherslu á að vera með góða vöru á viðráðanlegu verði. Annars mættu kröfur fólks til mat- vörunnar vera meiri. Það er ekki alltaf hagstæðast að kaupa það sem er á ódýrastu verði. Varan verður að vera góð,“ segir Þorvaldur. Reisti nokkur hótel Á tímabili rak Þorvaldur fjórar verslanir samhliða kjötgerðinni. Ekki er þö atorkuseminni fulllýst því hann stundaði einnig veitinga- rekstur og gerði sér lítið fyrir og tók þátt í byggingu og rekstri nokkurra hótela í borginni. Þorvaldur rak Leikhúskjallarann í tuttugu ár, Ríóbar á Keflavíkur- flugvelli, BíóbarinnviðAusturbæj- arbíó, var með bar í Lækjargötu 6 og pylsubar í Austurstræti, svo eitt- hvað sé nefnt. Hann tók þátt í bygg- ingu Hótel Sögu og rak hótelið í tvö ár á eftir. Einnig var hann þátttak- andi í byggingu Hótel Loftleiða og rak það í eitt ár. Loks reis glæsihót- elið Hótel Holt fyrir hans tilstilli og hefur Skúli sonur hans rekið það. En í seinni tíð hefur hann einbeitt sér að matvælaframleiðslunni. Þar sem framleiöslan jókst stöðugt fannst honum hentugast að beina spjótunum að þessum vettvangi. Þorvaldur hefur svarað því að galdurinn að velgengninni sé vinna. Og það að gera kröfur til sjálfs sín. Einnig leggur hann mikla áherslu á hve heppinn hann hefur veriö með starfsfólk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.